Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Barði kemur með Bjart til hafhar í Neskaupstað.
Neskaupstaður:
Alvarleg bilun í Bjarti NK
Neskaupstað.
ALVARLEG vélarbilun varð í
skuttogaranum Bjarti 10. júlí sl.
er skipið var að veiðum í Lóns-
bugt. Stimpilstöng í vél skipsins
brotnaði og gekk út í gegn um
blokk vélarinnar.
Skuttogarinn Barði sem var í
höfn hér, fór Bjarti til aðstoðar og
dró skipið til hafnar. Aætlað er
að Bjartur verði í allt að tvo mán-
uði frá veiðum vegna þessa óhapps.
- Agúst
Málshöfðun FIN vegna túlkunar kjarasamninga:
Ráðherrar bera vitni fyrir
Félagsdómi í næstu viku
Ríkið gerir kröfti um að málinu verði vísað firá
RÁÐHERRAR munu koma fyrir Félagsdóm til skýrslutöku á þriðju-
daginn kemur, þegar fyrir verður tekin málshöfðun Félags íslenskra
náttúrufræðinga á hendur fjármálaráðherra vegna túlkunar kjara-
samnings aðila frá því í fyrravor. Þetta kom fram í dómnum í gær,
þegar ríkislögmaður lagði fram greinargerð sína fyrir hönd stefhda,
fjármálaráðherra, en í greinargerðinni er meðal annars gerð krafa
um að málinu verði vísað frá dómi.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, og Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, munu
koma fyrir dóminn og einnig Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra, en
það er þó ekki fullvíst, þar sem
hann kann að vera f fríi á þessum
tíma. Þá mun stefnandi kalla Björn
Birgi Siguijónsson, framkvæmda-
stjóra Bandalags háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna, og Pál Hall-
dórsson, formann samtakanna, en
ríkislögmaður mun kalla auk fram-
angreindra Þorstein Geirsson,
ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu-
neytisins, Guðríði Þorsteinsdóttur,
starfsmannastjóra Ríkisspítalanna,
en þau eru bæði í samninganefnd
ríkisins, og ef til vill Þorkel Helga-
son, prófessor, en hann var í ráð-
herranefndinni, sem fjallaði um
samningana þegar þeir voru gerðir,
til ráðuneytis.
Fram kom að Björn Helgason,
saksóknari, hefur vikið sæti og
einnig varamaður hans, Erla Jóns-
dóttir, hæstaréttamtari. í þeirra
stað hefur Sigurður Reynir Péturs-
son, hæstaréttarlögmaður, verið
skipaður í dóminn.
Frávísunarkrafa embættis ríkis-
lögmanns byggist á því að gerðar-
dómur samkvæmt 9. grein samn-
ingsins eigi að úrskurða í ágrein-
ingi um hvernig eigi að standa að
framkvæmd launabreytinga án
þess að það hafi áhrif á launakerf-
ið í landinu, en á því ákvæði í 1.
grein samningsins byggði ríkið
frestun sína á framkvæmd samn-
ingsins.
Skipulagsbreytingar á Stöð 2:
Páll ábyrgur fyr-
VEÐURHORFUR í DAG, 1 4. JÚLÍ
YFIRLIT I GÆR: Lægðaovæði yfir sunr þokast norðaustur. Hæð er yfir Brettandsi í veðri, eínkum þá norðanlands. anverðu Grænlandshafi syjum. Áfram verður hlýt
SPÁ: Suð- og suðaustan stinningskaldi suðvestaniands en gola
eða kaldi annars staðar. Talsverð rigninf um landið sunnan- og
staðar alveg þurrt í innsveitum. Miit í veð lands. ri og hlýjast norðaustan-
1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFURÁ SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Horfur á sunnudag. Frem-
ur hæg suðaustanátt með rigningu um allt sunnanvert landið en
þurrt norðan til. Horfur á mánudag: Hæg sunnanátt og skúrir sunn-
an til á landinu báða dagana en víða um eða yfir 20 stig á landinu
norðanverðu.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
-J 0 Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
Y Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—j~ Skafrenningur
R Þrumuveður
* r.,a w>
> 1
VEÐUR y kl. 12:00 / WA gæt hiti UM HEIM að ísl. tíma veður
Akureyri !MS alskýjað
Reykjavik 10 rigning
Bergen n ts skýjað
Kaupmannahöf 17 skjgað
Narséarssuaq 16 skýjað
Nuuk 10 skýjað
Osló 19 iéttskýjað
Stokkhólmur illl hálfskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Barcelona 25 heiðskírt
Berfín 18 skýjað
Chicago 16 skýjað
Feneyjar 27 heiðskírt
Franklgrt 28 léttskýjað
Glasgow 15 alskýjað
Hamborg 15 skýjað
LasPelmas 24 léttskýjað
London 26 iéttskýjað
Los Angeles 23 léttskýjað
Uíxemborg 27 téttskýjað
Madrid 31 mistur
Mafaga 27 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Montreai 16 iéttskýjað
NewYork 16 aiskýjeð
Orlando 23 skýjað
Parts 28 heiðsk/rt
Róm 27 heiðskírt
Vín 26 iéttskýjað
Washington 18 rigning
Winntpeg 13 heiðskírt
ir allri dagskrá
Sigurveig Jónsdóttir tekur við fréttastjórn
PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, mun næsta hálfa árið gegna
starfi franikvænidastjóra framleiðslusviðs Stöðvar 2. Samkvæmt
nýju skipuriti fyrirtækisins, sem tók gildi á fimmtudag, er hann sem
slíkur ábyrgur fyrir öllu dagskrárefhi og tæknimálum Stöðvarinnar
og undir hann heyra jafiit fréttadeild, dagskrárdeild og þjónustu-
deild. Sigurveig Jónsdóttir aðstoðarfréttastjóri tekur við starfi Páls
á fréttadeild, Hannes Jóhannsson, yfirmaður tæknisviðs, verður yfir-
maður þjónustudeildar, sem hefur með málefni drelfikerfis, tækni-
og sviðsmyndadeildar að gera, og Jónas R. Jónsson, yfirmaður dag-
skrársviðs, sem hafði með erlent efhi að gera, verður settur yfir
nýja dagskrárdeild, þar sem innlend og erlend dagskrá verður
undir einum hatti.
Nýja skipuritið gerir ekki ráð
fyrir Birni Björnssyni, yfirmanni
dagskrárgerðarsviðs, sem annast
hefur innlenda dagskrárgerð, í hópi
helstu stjórnenda á framleiðslusviði
og er staða hans innan Stöðvar 2
óráðin, að sögn Páls Magnússonar.
Páll sagði það búa að baki þess-
um breytingum að mikilvægt þyki
að allt efni sem birtist á skjánum,
fréttir, innlent sem erlent dagskrár-
efni og tæknimál, heyri undir einn
stjórnanda, sem beri ábyrgð gagn-
vart sjónvarpsstjóra. Með því móti
verði hægt að ná fram aukinni
hagræðingu með samnýtingu á
tækjakosti og vinnuafli. Alls óljóst
sé hvort breytingarnar leiði til upp-
sagna.
Páll sagðist hafa tekið að sér
að koma þessum breytingum í
framkvæmd og móta hið nýja
skipulag en kvaðst ákveðinn í að
snúa aftur til starfa á fréttadeild
eftir 6 mánuði. Hann kvaðst áfram
mundu lesa fréttir um það bil þrisv-
ar í viku og sjá um umræðuþætti.
Páil staðfesti einnig að gert sé
ráð fyrir að samþykkt verði á hlut-
hafafundi íslenska utvarpsfélags-
ins á mánudag að sameina, frá og
með næstu viku, rekstur útvarps-
stöðvanna Bylgjunnar og Stjörn-
unnar rekstri Stöðvarinnar. Hann
sagði þetta meðal annars hafa í för
með sér að fréttastofur Stöðvar 2
og Bylgjunnar verði sameinaðar
þannig að fréttastofa Stöðvar 2
annist með auknum mannafla einn-
ig fréttaþjónustu á Bylgjunni.
Spurningu um hvort þetta hefði í
för með sér að helstu atriði frétt-
atíma Stöðvar 2 yrðu áður lesin í
fréttum á Bylgjunni svaraði Páll
neitandi og sagði einhvers konar
deildarskiptingu fréttastofunnar í
undirbúningi.
Breskur ferða-
maður með stol-
ið greiðslukort
BRESKUR ferðamaður var liand-
tekinn fyrir að versla með stolnu
greiðslukorti á indverskum veit-
ingastað í Reykjavik í fyrradag.
Starfsfólki veitingahússins þótti
kort það sem maðurinn framvísaði
til greiðslu fyrir veittan viðurgjörn-
ing gamalt og snjáð og hafði sam-
band við greiðslukortafyrirtæki sem
hringdi til útlandatll að athuga hvort
kortið væri gilt. í ljós kom að því
hafði veirð stolið. Ferðamaðurinn var
handtekinn af lögreglunni og færður
yfirheyrslu.
Vatnsskortur í Skafitafelli
STARFSFÓLK þjóðgarðsins í Skaftafelli lauk í gær við að leggja um
eins kílómeters vatnslögn úr Eystrilæk og í þjónustumiðstöð staðarins.
Vatnsþurrð hafði orðið til þess að skammta varð vatn í þrjá daga á
svæðinu en með vatnslögninni er nú nægilegt vatn í þjónustumiðstöð
og á tjaldsvæðinu í Skaftafelli. Var vatn tekið af tjaldstæðum, en hægt
var að fara í sturtu að morgni en ekkert, vatn var þar að hafa eftir hádegi.
Að sögn Stefáns Benediktssonar,
þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, hefur
vart komið deigur dropi úr lofti þar
síðan um miðjan maí. „Við tökum
grunnvatn úr Skeiðarársandinum.
Þurrkarnir og 50% aukning ferða-
mannastraums hingað hefur orðið til
þess að það hefur iækkað um tvo
metra í brunninum. Það hefur aðeins
rignt í dag en það dugir engan veg-
inn til að grunnvatn hækki. Við feng-
um því piaströr frá Reykjalundi og
leiddum úr Eystrilæk í Skaftafelli
en fallhæð hans er um 60 metrar.
Þetta tók okkur tvo daga og var
mikið verk en því er nú lokið og
óhætt að láta af vatnsskömmtun,
Sem hafði staðið í þijá daga,“ sagði
Stefán.