Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
Eru
þeir að
fá 'ann
Einn einstakl-
ingur greinst
með alnæmis-
smit á árinu
EINN nýr einstaklingur heftir
greinst með HIV smit á Islandi
á þessu ári. Jafnframt hefur einn
greinst með alnæmij sem er loka-
stig sjúkdómsins. A árinu hafa
tveir einstaklingar hér á landi
látist af völdum alnæmis.
í frétt frá landlæknisembættinu
segir, að alls hafi 55 einstaklingar
á landinu greinst með smit af völd-
um HIV. Þar af hafi 14 greinst
með alnæmi, lokastig sjúkdómsins
og 7 séu nú látnir. Samanlagt ný-
gengi sjúkdómsins á landinu sé því
5,6 á hveija 100.000 íbúa.
Fram kemur, að hommar og
tvíkynhneigðir eru fjölmennastir í
hópi þeirra sem smitast hafa, eða
37. Fíkniefnaneytendur eru 8,
gagnkynhneigðir 4 og blóðþegar
4. Auk þess er einn hinna smituðu
bæði hommi og fíkniefnaneytandi
og orsakir fyrir smiti annars ein-
staklings eru óþekktar. Alls hafa
smitast 47 karlmenn og 8 konur.
Flestir þeirra eru á aldrinum 20 til
40 ára.
21 punda úr Laxá í Kjós
„Það eru komnir rétt rúmlega
300 fiskar úr ánni og í morguft kom
sá stærsti, 21 punds fiskur úr Hökl-
unum. Hollið sem hætti var með
tæpa 40 laxa. Þetta er engin neyð,
en þó allmiklu minna en í fyrra og
hitteðfyrra enda varla annars að
vænta þar sem áin hefur verið
hríðminnkandi og er nú orðin mjög
vatnslítil,“ sagði Árni Baldursson í
samtali við Morgunblaðið á fimmtu-
dag. Hann gat þess einnig, að spáð
væri úrhelli á næstu sólarhringum
og væri því von til þess að úr veið-
inni rættist, enda væri fiskur í sjón-
um fyrir utan sem biði vatnavaxta.
Smákippur í Álftá
Lítil veiði hefur verið í Álftá á
Mýrum enn sem komið er, enda áin
orðin að læk í þurrkunum. Regnið
í vikunni gerði lítið gagn, jörðin
gleypti vætuna í sig og skilaði engu
til árinnar. Þó voru komnir 17 lax-
ar á land um miðja vikuna og fyrstu
þrjá daga vikunnar veiddust 10
þessara laxa, nokkrir laxar tróðu
sér upp á stórstreyminu þrátt fyrir
vatnsleysið og veiðin glæddist að-
eins. Laxar sem fyrir voru liggja
eins og steinrunnir utan í steinum
í botni. Það er lax víða, en lítið
magn. Allt er þetta smár fiskur, 3
Finnskt
skólaskip
væntanlegt
FINNSKT skólaskip er væntan-
legt til Reykjavíkur frá Bretlandi
um þessa helgi, en á skipinu eru
ellefu unglingar á aldrinum 16-18
ára ásamt stýrimanni og skip-
stjóra.
Skipið, sem 16,5 metra langt
seglskip, er í eigu Landssambands
siglingafélaga í Finnlandi. Skipt
verður um áhöfn á skipinu hér á
landi, en ný áhöfn kemur með flugi
frá Finnlandi. Ungmennum í
íslenskum siglingaklúbbum verður
sýnt skipið á mánudags- og mið-
vikudagskvöld í næstu viku, en héð-
an fer það 19. júli áleiðis til Bret-
lands.
SPARISJÓÐIRNIR
fyrir þig og þína
til 6 pund, en stærstu fiskarnir
12,5, 9 og 7 pund. Flugan hefur
gefið betur allra síðustu daga.
Stóra-Laxá nokkuð lífleg
Stóra-Laxá hefur verið betri
heldur en nokkur þorði að vona,
þar eru nú komnir um 70 laxar á
land, rúmlega 30 stykki af efsta
svæðinu, um 20 af neðstu svæðun-
um tveim og 20 fiskar af miðsvæð-
inu. Þá hefur talsvert veiðst af
vænni bleikju á neðsta svæðinu.
„Þetta er nokkuð líflegt og menn
sjá talsvert af laxi, síðast eina 17
rosafiska í Hólmahylnum á efsta
svæðinu,“ sagði Friðrik D. Stefáns-
son hjá SVFR.
Hér og þar
Friðrik hjá SVFR sagði veiðina
ganga bærilega í Norðurá, síðasta
vikuholl hefði tekið 113 laxa, en
laxinn tæki grannt og illa og marg-
ir hefðu sloppið. „Það er mikill lax
í ánni, m.a. milli 600 og 700 fyrir
ofan Glanna samkvæmt teljara og
menn hafa séð talsvert af smálaxi
neðarlega í ánni. Ef vatnið eykst í
ánni ætti veiðin að taka verulega
við sér,“ sagði Friðrik. Hann sagði
einnig viðunandi veiði í Soginu,
síðustu tölur þaðan hefði hann frá
7. júlí, þá voru komnir 16 laxar úr
Alviðru, 7 úr Ásgarði, einn úr
Bíldsfelli og einn eða enginn úr
Syðri-Brú. Þetta er ekki óeðlilegt í
Soginu sem er síðsumarsá. Nýlega
voru komnir 8 laxar á land úr Hvítá '
eystri fyrir landi Snæfoksstaða og
nú munu komnir um 130 laxar úr
Rangánum samkvæmt upplýsing-
um Lúðvíks Gizurarsonar landeig-
anda á þeim slóðum. Er það met
og þó obbinn af veiðitímanum enn
eftir. Megnið hefur veiðst í Ytri-
Rangá, en hefur glæðst að undan-
förnu í eystri ánni. Flestir laxanna
til þessa voru stórir, tveggja ára
fiskur úr sjó, en Lúðvík sagði að
síðustu daga hefðu veiðst talsvert
margir gríðarsællegir 6-7 punda
fiskar sem væru komnir eftir eitt
ár í sjó.
Stigafstigi
settu marki með
Fyrir þá sem stig af stigi, en ákveðið, keppa að
settu marki, með pví td. að leggja eitthvað
fyrir mánaðarlega, er Trompbókin einn besti
sparnaðarkostur sem völ er á.
Tmmpbók
Sparisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags-
munir viðskiptavinanna og sparisjóðanna fari
saman. Trompbókin er ávöxtur pessarar stefnu.
Trompbókin er óbundin og jafnan opin til
úttektar. Hægt er að fara með hana í hvaða
sparisjóð á landinu sem er og leggja inn eða
út eftir þörfum.