Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
Englandsferð
Úr einkagarði
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
Þriðjudaginn 19. júní sl. lagði
hópur á vegum Garðyrkjufélags
íslands af stað í viku garðaskoð-
unarferð til Suður-Englands.
Flogið var til London þar sem
rúta beið og var hún næstu 5
daga farartæki hópsins. Keyrt var
sem leið lá til Guildford í Surrey,
þar var dvalist fyrstu þijár næt-
urnar, tvær næstu var gist í Roy-
al Tunbridge Wells í Kent og
síðustu tvær í London. Ætla ég
að segja í nokkrum orðum frá
fyrsta deginum. Fyrsti garðurinn,
sem skoðaður var, var Wisley-
garðurinn, garður hins konung-
lega enska garðyrkjufélags. Hann
er feikistór um 96 ha. Georg F.
Wilson, mikill áhugamaður um
garðrækt og gjaldkeri félagsins,
keypti hluta þessa svæðis 1878,
síðar fékk félagið svæðið að gjöf.
í Wisley er rekin mikil tilrauna-
og kennslustarfsemi. Garðurinn
er mjög margbreytilegur og er
skipt niður í mörg svæði, s.s.
ávaxtagarð, lynggarð, matjurta-
garð, rósagarð, vatnagarða, gróð-
urhús með fjallaplöntum og eins
fyrir • suðrænar tegundir að
ógleymdum steinhæðasvæðunum.
Þarna eru líka sjnágarðar, þar
sem sýndar eru hugmyndir að
heimilisgörðum fyrir ijölskylduna
á hinum ýmsu stigum. Barnafjöl-
skyldan getur séð hvernig hún
getur skipulagt sinn garð, einnig
hvernig má hafa garðinn þegai'
gömlu hjónin eru orðin ein, „uppa-
garður", þar sem mest er sígrænt
og sem minnst fyrirhöfn, því lítill
tími er fyrir garðvinnuna, garður
fyrir fatlaða þar sem öll beð eru
upphækkuð þannig að þægilegt
er að vinna við þau og breiðar
götur fyrir hjólastóla, ilmgarður
o.fl. Ræktunarstjóri fyrir fjölæru
garðblómin tók á moti okkur og
fór með okkur um svæðið og út-
skýrði og benti á ýmislegt athygl-
isvert. M.a. kom fram hjá honum
og reyndar alls staðar þar sem
við komum hversu mikið tjón hefði
verið í stórviðrunum í vetur, mátti
sjá auð svæði þar sem áður höfðu
verið stór tré sem höfðu eyðilagst
eða fallið og var búið að ijar-
lægja. Og vorannir höfðu þess
vegna verið miklar. A tilrauna-
svæðunum voru t.d. stór flæmi
með stjúpum og riddarasporum
og var verið að bera saman ýmsa
eiginleika þeirra, ég nefni þetta
vegna þess að okkur þótti heldur
glæsilegt að sjá heilu breiðurnar
svo fallega litar. í rósagarðinum
var m.a. sýningargarður þar sem
verið var að kynna nýjar rósir og
þar voru einnig sýnd allskonar
litaafbrigði bæði á blómum og
blöðum. Wisley-garðurinn er heils
árs garður og er sama á hvaða
árstíma farið er, alltaf er eitthvað
sem gleður augað, á vorin heilu
hlíðarnar þaktar laukblómum,
lyngrósir og ávaxtatré og haustin
fagra haustliti tijánna. Ritari
enska steinhæðakiúbbsins kom nú
til móts við okkur í Wisley og
vorum við í hans umsjá það sem
eftir var dags. Þarna var okkur
boðið að skoða fjóra einkagarða.
Ekki er hægt að lýsa með fáum
orðum því sem fyrir augu bar.
Hver garðurinn öðrum fallegri og
húsbændurnir afar elskulegir.
M.a. vorum við boðin velkomin á
einum staðnum með kampavíni
og öðrum staðnum með tebolla
og kökusneið. Hvernig stóð á því
að allur karlpeningurinn var allt
í einu kominn á gluggann í
bílskúrnum (og ein konan heyrðist
segja: „Ég læt bara sem ég þekki
þá ekki“)? Jú, fyrir innan var
gamall vel haldinn og bónaður
kappakstursbíll sem húsbóndinn
átti og stóð til að keppa á ein-
hvem næstu daga. Hann hleypti
þeim góðfúslega inn í helgidóm-
inn, stoltur eins og hani yfir áhuga
karlanna. Þarna var miirið krunk-
að í beð og potta. Garðarnir voru
afskaplega ólíkir, en alls staðar
sama natnin. Falleg steinhæða-
beð, tjarnir með gullfiskum, stór
blómabeð, gróðurhús og uppeldis-
reitir, tré af öllum stærðum, gerð-
um og lituin, gul, rauð, græn og
blá. Þar var leyst greiðlega úr
öllum spurningum og borið sam-
an. Skyldi þetta lifa hjá okkur,
kannski í garðskála. Jú, jú, þetta
er komið upp af fræi, ég ætti að
reyna. Það var hamingjusamur
hópur sem keyrði heim á leið að
kvöldi. Búinn að skoða glæsilegan
almenningsgarð og sjá fjóra
einkagarða sem hver og einn fékk
hjartað til að slá hraðar.
Ein úr hópnum.
í
I
I
I
Gott skrifstofuhúsnæði
óskast til kaups í borginni fyrir traust sameignarfélag með 40 ára starf-
semi að baki.
Margt kemur lil greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 nk. föstudag, 20.
þ.m., merkt: „Rétt eign - 9954“
Til söiu í Hafnarfirði
Lækjarkinn: Mjög fallegt og vandað steinhús, alls 188
fm og 26 fm bílskúr. Tvær íbúðir. Allt í mjög góðu
ástandi. Eftirstóttur staður.
Langeyrarvegur: Timburhús, hæð, kjallari og ris, alls
80 fm. 4ra herb. íbúð. Tvöfalt gler. Nýleg utanhúss-
klæðning. Góð einangrun. Verð 4,8-5 miilj.
Austurgata: Nýstandsett timburhús, tvær hæðir, 108
fm. 5 herb., stórt eldhús og vandað baðherb.
Ölsugata: Stein- og timburhús, tvær hæðir og kjallari,
alls 170 fm. Tvær íbúðir.
Opið í dag Árni Gunnlaugsson hrl.,
frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggiltur fasteignasali
Á fasteignmarkaðinn eru að koma til sölu m.a. eigna:
Úrvals íbúð - útsýni
5 herb. nýl. íb. við Rekagranda á 4. hæð og í risi um 120 fm. Innr. og
tæki af bestu gerð. Sv. Glæsil. útsýni. Bílhýsi. Gott lán.
í þríbýlishúsi í Þingholtunum
Neðri hæð 3ja herb. 88,5 fm nettó. Sérinng. Sérhíti. Endurbyggingu
næstum lokið. Geymsla í kj. Húsnæðisl. kr. 1,8 millj.
Þakhæð við Sólheima
Góð 4ra herb. íb. í fjórbhúsi 92 fm nettó. Nýl. gler og póstar. Sér-
hiti, svalir, sér þvottahús. Útsýni. Laus fjótl.
í Suðurhlíðum Kópavogs
5 herb. sérfb. á hæð og rishæð 146,6 fm í tvíbhúsi við Hlíðarveg.
Mikið endurnýjuð. Allt sér. Nýl. stór bflsk. 40 fm. Glæsil. lóð með
qróðurskála. Útsýni. Sanngjarnt verð. Laus eftir samkomtil.
gróðurskála. Útsýni. Sanngjarnt1
Sérhæð við Melabraut
Við nýja vistgötu á Seltjarnarnesi 4ra herb. 106 fm nettó. Allt sér. 3
svefnherb., ræktuð lóð. Þríbhús. Skuldlaus eign.
í þríbýlishúsi við Digranesveg
Stór og góð 2ja herb. jarðhæð 64 fm. Sérhiti, sérinng. Nýl. gler og
póstar. Nýr sólskáli. Nýl. parket. Stór ræktuð lóð. Gott verð.
í Hafnarfirði óskast
4ra herb. íb. fyrir duglegan sjómann á góðu aflaskipi. Lítið eínbýli kem-
ur til greina. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í borginni með frábæru útsýni.
Lækir - Teigar - nágrenni
Tii sölu 3ja herb. rúmgóð kj.íb. upp við Dalbraut. Sérinng., sérhiti,
nýtt gler. Skipti æskileg á 4-5 herb. íb. á nágrenninu.
Opiðídagkl. 10-16
Mikiil fjöldi
fjársterkra kaupenda.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Forstöðumaður íslenskrar
málstöðvar, próf. Baldur Jóns-
son, sendir mér svofellt bréf sem
ég þakka honum kærlega:
„Gísli minn blessaður.
Eg var að lesa síðasta þáttinn
þinn um íslenskt mál (544. þátt),
sem birtist í Morgunblaðinu í
dag, og þakka fyrir hann eins
og alla hina. Þú minnist á enska
orðið frustration, af því að einn
af lesendum þáttarins óskar eft-
ir góðri þýðingu á því. Hann
segir sig hafa heyrt orðið fötrun
og í framhaldi af því spyrðu
hvaðan það sé komið.
í Orðaskrá úr uppeldis- og
sálarfræði, sem Orðanefnd
Kennaraháskóla íslands hefir
tekið saman og Islensk málnefnd
gaf út í ritröð sinni 1986, er að
finna sögnina fatra (e. frustr-
ate) og hvorugkynsorðið fatur
(e. frustration), einnig samsetta
orðið faturþol (e. frustration
tolerance). Orðið fatur hefir
tvær merkingar. Undirstöðu-
merkingin er „það sem hindrar
marksækna athöfn". Hin síðari
er „leiði eða ergi, sem sprettur
af fatri 1 eða af mistökum og
ósigri“, eins og þetta er orðað í
bókinni. Af nafnorðinu fatur er
svo mynduð sögnin fatra, sem
merkir að „valda fatri“.
Hver sá sem lært hefir sögn-
ina fatra er vís til að mynda af
henni nafnorðið fotrun (um
,,frustration“). Þannig er það
eflaust til komið. Hitt er svo
annað mál að e.t.v. er ekki bein
þörf fyrir það ef upphafsorðið í
þessari fjölskyldu, fatur, er haft
um „frustration“. Þannig mun
Orðanefnd Kennaraháskólans
hafa liíið á málið, því að orðið
fötrun er ekki í safni hennar,
heldur einungis fatur.
Orðaskrá úr uppeldis- og
sálarfræði var fyrst gefin út
1979, fjölrituð sem handrit. Orð-
in fatur og sögnin fatra voru
þá þegar komin þar á blað. En
þessi oi'ð eru ekki nýyrði. Eins
og sjá má t.d. í orðabók Fritzn-
ers (undir fatr) kemur það fyrir
í fornu máli (Morkinskinnu og
Flateyjarbók) og í sömu heim-
ildum sögnin fatra (eða fatr-
ast). Fritzner þýðir nafnorðið
með „Ophold, Hindring“ og
sögnina með „opholde, hindre“.
Orðanefnd Kennaraháskólans
gerði því ekki annað en grípa
til orða sem fyrir voru í málinu.
Látum þetta duga að sinni.
Bestu kveðjur."
Baldur Jónsson sendi mér líka
Nordisk miljonytt (nr. 1 júní
1990), og þar fór í verra sem
síðar mun sagt verða.
Þá kemur Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, annar kafli,
sbr. .síðasta þátt:
„Mörg önnur staða- og bæja-
heiti mætti nefna, þar sem ýmist
er sagt í eða á. Um mörg þeirra
gildir sama regla og nes, stað-
hættir ráða. Þar má nefna t.d.
Brekku. Við segjum í Brekku í
Svarfaðardal, Eyjafirði og í Auð-
brekku í Hörgárdal,,1 en t.d. á
Brekku í Fljótsdal.j Eyfirsku
bæirnir stamia í brekkunni, en
Brekka í Fljótsdal uppi á henni.
Sama er að segja um Hól-Hóla,
t.d á Sólborgarhóli, en í Græn-
hól eða Þinghól í Kræklingahlíð,
á Hólum í Hjaltadal og á Reyk-
hólum, en 1 í Hólum í Öxpadal,
Eyjafirði, Reykjadal og Hóium í
Hornafirði. Ef bærinn stendur
uppi á hólnum eða hólaþyrpjng-
unni, erum við á Hólum eða
Hól(i), en standi hann undir eða
utan í hólnum, segjum við í
Hólum-Hól(i).
546. þáttur
aði, t.d. Ekkjufell, einnig á Suð-
urlandi, við Faxaflóa og í Dala-
sýslu. Dæmi: Skriðufell, Mosfell,
Meðalfell og Staðarfell. Þó er
sagt í Sandfelli í Öræfum og í
Tungufelli Árnessýslu. Síðan
segja Skagfirðingar á Mælifelli
og Felli í Sléttuhlíð.
Þá eru nöfnin: -fjörður, -höfn,
-vík og -vogur. Þar sem um ein-
staka bæi er að ræða, er sagt
í: Sveinn alþingismaður í Firði
í Mjóafirði, í Höfn í Siglufirði,
í Leirhöfn, Strandhöfn, Skjald-
arvík, Húsavík (prestssetrið),
Húsavík eystra, Vogi í Dala-
sýslu.
Eina undantekningin frá
þessari málvenju er á Rauðuvík
á Árskógsströnd. Þegar um þétt-
býlisstaði er að ræða, er venjan
að segja á t.d. öllum fjörðum
nema Hafnarfirði og Grundar-
firði, öllum höfnum frá Raufar-
öfn og Þórshöfn að Höfn í
ornafirði, en í Þorlákshöfn;
öllum víkum frá Hólmavík aust-
iUr og suður um til Breiðdalsvík-
mr, eftir það eru þéttbýlisstaðirn-
ir í vík vestur og norður um til
Bolungavíkur og Súðavíkur, en
svo segja mexm á Djúpavogi.“
Miklu betur kann ég við sam-
íjetninguna ungbarn heldur en
,iungabarn“. Ekki segjum við
*u ngalaml) heldur unglamb,
ekki tölum við um ‘ungafuglinn,
neldur ungfuglinn, og ung-
hæna er svo reyndar allt annað
en ungahæna.
Hins vegar get ég ekki fundið
þessari reglu stað í næstu nöfn-
um. Ymist er sagt í eða á um
bæina Fell og Fjall. Engir bæir
standa uppi á felli eða fjalli, sem
þeir eru kenndir við, og ég veit
ekki hvort á-bæirnir kunni yfir-
leitt að standa hærra en í-bæirn-
ir. En hér virðist í og á Felli
málvenjan fylgja landshlutum. í
Eyjafirði og Suður-Þingeyjar-
sýslu eru eingöngu í-fell, en
á-fell hins vegar á Fljótsdalshér-
Hlymrekur handan kvað:
Ég er jámgrýtisfrú Jóka Óla,
og ég fyririít kvenblókaskóla;
ég slæst berhent við róna,
ég reyki Kóróna,
og drekk rommið mitt án coca cola.
Auk þess vek ég athygli á
gagnmerkum nafnaskýringum
Jóns Hilmars Magnússonar rit-
stjóra á Akureyri í Norðurljós-
inu.
►
I
I
I