Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990 11 NISSAN línan synd í sínu besta skarti stað álitlegs hagnaðar svo aðeins er spurning um tíma hvenær miklu meiri niðurskurður verður óumflýj- anlegur. Önnur mistökin voru að reyna ekki að ná sættum í félaginu og opna það svo almenningur gæti keypt í því hlutabréf. Slíkt hefði ekki aðeins aukið geysilega tiltrú og áhuga á félaginu, heldur hefði þetta getað orðið til þess að leysa fjárhagsvandann til frambúðar. Þriðju mistökin voru tvíþætt. I fyrsta lagi að skrifa ekki undir samning eldri hluthafa við Sýnar hf., en úr því það fórst fyrir, að standa þá ekki svo stórmannlega að sameiningunni að hún gengi upp í stað þess að glutra henni niður á elleftu stundu eins og gert var. Fjórðu mistökin voru að missa Goða og Pál Baldvin út úr fyrirtæk- inu með þeim afleiðingum að á ör- skömmum tíma náði Sýn hf. undir- tökum í efniskaupum, hálfu ári áður en útsendingar áttu að hefj- ast. Fyrir bragðið átti Stöð 2 ekki annarra kosta völ er sameinast Sýn. Fimmtu mistökin voru að klúðra markaðssetningunni með þeim af- leiðingum m.a. að Stöð 2 hefur tap- að yfir 100 milljónum króna í brúttóauglýsingatekjum á fyrstu 6 mánuðum ársins, helming þeirrar upphæðar sem Reykjavíkurborg átti að ábyrgjast fyrir stöðina!!! Sjöttu mistökin voru stuðla ekki að sáttum og góðum almennings- tengslum með því að sætta deilur milli hluthafa innbyrðis og skapa fyrirtækinu jákvæða ímynd út á við. Fyrir bragðið er ímyndin í rúst og fyrirtækið á alls staðar í vök að veijast, jafnt hjá auglýsendum sem áskrifendum. Þar við bætist aragrúi smærri mistaka eins og læsingin góða sem mistókst og gerði ekki annað en tryggja endanlega að Morgunblaðið og Ríkissjónvarpið hafa nú endur- heimt fyrri auglýsingatekjur og Stöð 2 er hætt að vera ógnun við þá á auglýsingamarkaðnum. Sjöunda klúðrið: Ábyrgð Reykjavíkurborgar Margir hafa velt fyrir sér hvort það hafi verið rétt hjá stöðinni að sækja um ábyrgð til Reykjavíkur- borgar að upphæð -200 milljónir króna. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að þessi aðgerð hafi ein- faldlega verið með öllu óþörf. Það sem skipti þess í stað megin- máli var að sameiningin tækist. Með henni var hlutafé Stöðvar 2 orðið yfir 800 milljónir. króna og því þöif fyrir frekara lánsfé úr sög- unni. En stjórnendur Stöðvar 2 ákváðu að klúðra frekar sameining- unni en gefa eftir í samningum. Hvers vegna? Vegna þess að þeir urðu að láta Sýn hf. fá annað- hvort stjórnarformennskuna eða forstjórastöðuna í sinn hlut, en hvorki Þorvarður né Jóhann J. voru tilbúnir að standa upp úr stólum sínum . .. jafnvel ekki þótt það myndi bjarga fyrirtækinu. Má því segja að þaulseta þessara manna við stjórnvölinn hafi verið ein sú dýrkeyptasta í viðskiptasögu landsins og kunni að ríða fyrirtæk- inu að fullu. í stað þess að bjóða Sýn hf. strax í upphafi að velja annað hvort- embættið var málið þæft uns allt sprakk í loft upp. Abyrgð Reykjavíkurborgar átti að bjarga dæminu og gera þessa sameiningu óþarfa. En blessuðum Stöð 2 eftirJón Óttar Ragnarsson Fátt hefur verið sérkennilegra en að fylgjast með tilburðum nokk- urra kaupsýslumanna hér í borg með skólastjóra í broddi fylkingar reyna að reka opinberan fjölmiðil. Gildir það jafnt hvort heldur boð- skapurinn er ætlaður almenningi, öðrum hluthöfum eða starfsfólki, ávallt svífur yfir vötnum svo ótrúleg seinheppni að ógerningur er að vita hvort maður á að hlæja eða gráta andspænis þessum hrakfallabálk- um. Persónulega hefi ég lúmskt gam- an af þessu ruglaða liði sem einn daginn geislar af þakklæti yfir gripnum sem það keypti fyrir slikk og hinn daginn fær móðursýkisköst af mannvonsku og heift yfir að hafa „keypt köttinn í sekknum". Að sjá þá höggva Stöð 2 í spað er auðvitað hrikaleg sorgarsaga, en um leið óneitanlega spaugilegt þeg- ar þeir kalla sig bjargvætti fyrir- tækisins og annað í þeim dúr og reigja sig í heilagri vandlætingu. Með sljórnarfund í heinni Sérstaklega eru blaðamanna- fundirnir þeirra forvitnilegir. Að þessu sinni var tilefnið að agnúast út í íslandsbanka eina ferðina enn, út af gömlu máli; skuldasöfnun 1989 reyndist meiri en gert var ráð fyrir (ég myndi hafa meiri áhyggjur af árinu 1990). Meira að segja sjónvarpsstjórinn er byijaður með „leiðara" þrátt fyr- ir stóryrtar yfirlýsingar fyrir fáein- um mánuðum að hann ætlaði ekki — öfugt við hinn gerspillta fyrir- rennara hans — að vera andlit á skjánum! Kynnti hann framtakið með lúðraþyt sem „nýjung" á ljós- vakamarkaðnum. Næsta „bomb'a" var að gagnrýna opinberlega skuldabréf okkar félag- anna í þeirri von að knýja fram afslátt. Voru þessi plögg þó líklega það fyrsta sem þeir ráku augun í þegar þeir skoðuðu reikninga fé- lagsins áður en þeir keyptu Stöð 2 um áramótin á spottprís. Þessi bréf voru einfaldlega lausn á vandamáli sem kemur upp í öllum félögum — og nú þegar er komið upp meðal nýju hluthafanna — þar sem ábyrgðir upp á nokkur hundruð milljónir króna hvíla á fáum herðum sem hætta aleigunni fyrir rekstur- inn. Nýju hluthafarnir samþykktu nýlega á fundi að þeir ætluðu fram- vegis að taka sér ríflega veðleigu af hverri krónu sem þeir lána félag- inu. Þar að auki hafa þeir skenkt sér rausnarleg stjórnarlaun og þóknun fyrir yfirvinnu stjórnar- manna þegar álag keyrir um þver- bak. Stjórnendur í vanda Vandamál stjórnar og stjórnenda Stöðvar 2 hafa því miður ekkert með skuldabréf eldri hluthafa að gera. Þeir ættu þvert á móti að vera þakklátir fyrir að í kaupunum tókst ekki að uppfæra gengi á hlutabréfum eldri hluthafa þannig að þeir fengu fyrirtækið fyrir ölm- usuverð. Þvert á móti stafa þessi vanda- mál af því að hinir nýju hluthafar hafa gert a.m.k. 6 stórmistök á ferli sem spannar aðeins hálft ár. Er ekki annað að sjá en þessi mis- tök samanlagt séu þess eðlis að þau geti hæglega riðið fyrirtækinu að fullu þegar til lengri tíma er litið. Fyrir þessi mistök og ýmis smærri berst fyrirtækið í bökkum vegna heimatilbúinnar kreppu. Hvort því tekst að lifa hana af er undir ýmsu komið. En lítum aðeins á árangurinn af þeim sérkennilega stjórnunarstíl sem félagið hefur til- einkað sér á síðustu 6 mánuðum. Fyrstu mistökin voru að halda ekki uppsögnum 25 starfsmanna frá 1. des. sl. til streitu, þótt sárt væri auðvitað. Fyrir bragðið er fyr- irtækið rekið með builandi tapi í Jón Ottar Ragnarsson „Margir hafa velt fyrir sér hvort það hafi verið rétt hjá stöðinni að sækja um ábyrgð til Reykjavíkurborgar að upphæð 200 milljónir króna. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að þessi aðgerð hafi ein- faldlega verið með öllu óþörf.“ körlunum tókst að klúðra henni eins og öðru: Eru nú liðnir yfir þrír mánuðir frá því að það tók að kvis- ast innan Stöðvar 2 að miklir pen- ingar væru væntanlegir í júní. Fyrir meira en mánuði tóku þess- ir kvittir á sig fastari mynd. Stöðin átti von á fé frá borginni! Ekki veit ég hvernig borgarráð tók þess- um ótímabæra orðrómi eða hvað fór þarna á milli, en hefði ég setið í þessu mæta ráði hefði ég sagt: „Trúnaður er lágmarkskrafa, herramenn. Farið í rass og rófu!“ Enda þótt ég hafi verið óvenju- lega lítt tengdur fyrirtækinu undan- farna mánuði, aðeins verið vara- maður á fáeinum fundum, var ég fjórum sinnum búinn að heyra um þetta mál frá fjórum mismunandi aðilum, hálfum mánuði áður en málið var tekið fyrir hjá Borgarráði! Lokarorð Persónulega hefi ég ekki hug- mynd um hvort „uppljóstrun“ um skuldabréf okkar þremenninganna á blaðamannafundi markaði upp- hafið að nýrri aðför að okkur eldri hluthöfum, enda erfitt að vita hvað fram fer í heilabúum nýrra meiri- hlutaeigenda Stöðvar 2. Hitt er sólarklárt að þeir hafa engin skotfæri til að gera aðför að einum eða neinum og mega halda lystilega á spöðunum til þess að losa fyrirtækið úr því kviksyndi sem þeir hafa komið því í. Persónulega vona ég að þeim takist það þótt bjartsýnin fari þverrandi. Staðreyndin er hins vegar sú að eftir aðeins 6 mánaða útivist er orðið æði fátt í rekstrí þessa fyrir- tækis sem ekki þarfnast endurskoð- unar við. Það er því augljóst að sápan á Stöð 2 er ekki í rénum, þótt löðrið þynnist jafnt og þétt jafnvel frá degi til dags. Eiga hér augljóslega við huggun- arorð Jóns Hreggviðssonar í ís- landsklukkunni við samfanga sinn í Þrælakistunni á Bessastöðum þeg- ar hann heyrði hann rekja þá rauna- sögu er hann reyndi að töfra til sín kvenmannssbelg með svartagaldri, en þá reyndist karlmaður í bólinu hjá henni....Já, þú verður ábyggi- lega brenndur." Höfundur er fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. NISSAN^atroljr^urbo, á verði sem fær keppinautana til að... NISSAN 200 SX, alvörusportbíll með 170 alvöruhestöfl. NISSAN Sunny, fjölskyldubíll með sál og sportlegar hliðar. Sýnum allar gerðir af þessum skemmtilega bíl. NISSAN Micra,lítill og sætur með 4ra strokka vél og mjúkur í akstri. NISSAN Maxima, flaggskip sem gagnrýnendur segja að gerist ekki betra. NISSAN Pathfinder/Terrano, V.6. 3ja og 4ra dyra lúxusjeppar. NISSAN Proirie 4WD, útlit og tækni framtíðarinnar. NISSAN Sunny von 1.3, sem færir þér virðisaukann beint í vasann. Sýnum margt, margt fleira enda í sumarskapi■ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000 klandri í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.