Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 12

Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990 Af yfirraunsæi Svona var umhorfs fyrir utan Dóme á þriðja áratugnum. í for- grunni með hatt getur að líta skáldið Georges Malkine, þarnæst rit- höfundinn Joseph Kessel, en fyrir miðju sjálfa Kiki, drottningu Mont- parnasse þeirra ára. Myndin er tekin 1928. ________Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson Það hefur naumast farið framhjá listunnendum, að einn af höfuð- paurum súrrealistahreyfingarinnar, André Masson, hefur verið vel kynntur í sölum Listasafns íslands undanfarið. Er ég var að rannsaka sögu hreyfingarinnar í tiltækum bókum varðandi skrif mín um Masson og sýninguna, rakst ég á margt fróð- legt, sem kom mér stundum dálítið á óvart, ef þá mögulegt er að láta sér koma nokkuð á óvart, þegar súrrealistarnir eiga á annað borð í hlut. Margar sögur fara af þeim, enda um fjölgáfaða menn að ræða, sem komu allir mikið við sögu núlista aldarinnar, hvort heldur sem þeir héldu tryggð við stefnuna eða rifu sig lausa frá henni, en ræktuðu eigin garð af þeim mun meiri krafti. Masson fjarlægðist þá eftir 1929, en nálgaðist þá aftur seinna, og ég hef áður sagt frá því hvernig for með Giacometti í sérgrein um hann. Þetta voru og menn, sem létu ekki segja sér fyrir verkum og þróuðu allir mjög sérstæðan stíl, svo sem menn geta sannfærst um í uppslátt- arritum um listastefnuna. Á þriðja áratugnum, þegar þessir menn voru að hasla sér völl, var mikið líf í kringum þá og flestar frægar sögur af þeim eru frá þeim tíma. Þetta voru með sanni hvorki klemmdir menn né bitrir, en hittust nær daglega á einhverju kaffihús- inu og skvettu duglega úr klaufun- um svo að eftir var tekið, vægast sagt. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að þau kaffihús, sem þeir og aðrir listamenn Parísarborg- ar vöndu komur sínar á urðu fræg og lifðu á þeirri frægð í áratugi eftir að þeir hættu að sækja þau reglulega og sum eru í fullum blóma ennþá, þótt annað fólk sæki þau í dag og vafalítið mun færri lista- menn. Sjálfsmynd André Massons við kertaljós (1941). Til er samtímalýsing frá haust- dögum ársins 1923 á einu kvöldi á Dðme, er bregður upp sannverðugri lýsingu á því hvernig þar var um- horfs dags daglega. Menn sátu yfir lystauka á gangstéttinni, sem fékk sérstakt bragð af hinu fjölþætta lífi, er þar þróaðist á yfirfullnum staðn- um. Það sópaði að Kiki og starfs- systrum hennar fyrirsætunum, en frá borði þeirra barst jafnan pískur, skvaldur og háreisti og þar var allt- af eitthvað mikið að gerast. Kúb- istagengið frá Lohte og Léger og „La horde — pompierna" setti sér- stakan lit og líf á umhverfið á, meðan súrrealistarnir Man Ray, Tristan Tzara, Arp, Breton, Eluard og Aragon sátu og skeggræddu um kynlíf og kynduldir, ef þeir voru þá ekki í handalögmálum og smurðu hver annan með hráum eggjum. Þetta var á dögum eggja- stríðsins mikla. En prúðari hópur samanstóð af nefndarmönnum Sal- on de Tulierie, sem voru stútfullir metnaðar og varídir að virðingu sinni. Einnig ber að geta hóps list- höndlara og listiýna, sem sín á milli skiptust á talnarullum í mikl- um trúnaði. Þennan dag vat' Modigliani í háu gengi og daginn eftir átti að bóka Utrillo í fjórum núllum . . . Einhvetjir kunna að furða sig á því, að á bak við allt þetta sprell súrrealistanna og öll þessi læti, sem í og með þjónuðu þeim tilgangi að vekja athygli á þeim sjálfum og listastefnunni bjuggu ströng siða- lögmál og þessir menn voru í reynd allt öðruvísi en margur hugði. Þeir voru gáfaðir, skemmtilegir og hugmyndaríkir og fagrar sér- kennilegar konur löðuðust að þeim einsog væru þeir gæddir segul- magni. Frægar eru ástir þeirra er yfirtóku kofana, eins og áður segir frá, af þeim Miró og Masson í kál- garðinum á Rue Blomet 45, George Desnos og Georges Malkine, Desnos orti þar ljóð til hinnar fögru belgísku leikkonu Yvonne George og líkti henni við stjörnu á himin- hvelfingunni, en kynni þeirra hófust með því að hann ritaði listdóm um hana þar sem hún söng í Olympía leikhúsinu í París. Hin yndislega leikkona var á stöðugum utanlands- ferðum og Desnos var einungis einn af mörgum vonbiðlum hennar er vöndu komur sínar í hús hennar í Neuilly sur Seine. Desnos gat ekki neitað henni um neitt, í mörgum bréfum bað hún hann um vímu- efni, sem hún hneigðist æ meir að. Desnos og Malkine höfðu byijað að reykja ópíum árið 1925 og Malk- ine var raunar, einhverra hluta vegna, eini súrrealistinn sem opin- berlega fékk leyfi hins siðvanda list- hóps til að neyta vímuefna. Malkine lagði Caridad de Labet'- desque, sem var dóttir spánsks ein- vígasérfræðings, þ.e. eins og sagt var, þá vann hann fyrir fulltrúa Alsírs í franska þinginu og hafði það starf með höndum að skora á pólitíska andstæðinga mannsins og ryðja þeim úr vegi. Það var eftir því tekið hve þau Malkine og Caridad voru fallegt par og þau klæddu sig gjarnan þannig að mikla athygli vakti; fólk snéri sér við, þegar þau gengu hjá niður breiðgötu Montparnasse vel til höfð og ríkulega máluð. Fátt var í vanabundnum og föst- um skorðum nútímans og þannig opnaði Miró málverkasýningu í Galleríi Pierre, 13. rue Bonaparte, 1. Man Ray ljósmyndaði Miró árið 1926, þegar hann vann við gerð fortjalds að balletti Diaghilevs, Rómeó og Júlíu. 2. Við opnun sýningar sinnar á miðnætti 12. júní 1925 dansaði Miró við Kiki. Því miður á ég ekki til mynd af þeim viðburði, en hér hafa nokkrir nafnkenndir listamenn ritað nöfn sín á boðskortið. 3. í næstum fímm ár töfraði belgíska leikkonan Yvonne George skáldið og rithöfundinn George Desnos. 4. Malkine tileinkaði þessa ljósmynd af sér vininum Desnos. 5. Einstæður yndisþokki Yvonne George kemur vel fram á þessari mynd og má vera skiljanlegt að hún blés Desnos honum í brjóst andagift til margra nafhkenndra ljóða. 6. Caridad, listgyðja Malkines, var dansmær og seinna kvikmyndaleikkona. Snorri Arinbjarnar ________Myndlist______________ Eiríkur Þorláksson í mörg ár hafa sumarsýningar Norræna hússins verið fastur liður í myndlistarlífinu. Oftar en ekki hafa þetta verið hinar bestu sýning- ar, helgaðar einum listamanni, þar sem dregnir hafa verið fram helstu kostir viðkomandi í því rými sem salirnir í kjallaranum í Vatnsmýr- inni gefa möguleika á. Að þessu sinni er sumarsýningin helguð verkum Snorra Arinbjarnar (1901-58). Erþar samankomið gott úrval verka hans, og þar á meðal ýmsar myndir í einkaeigu, sem ekki hafa mikið verið á sýningum. Er sérstakur fengur að þeim hér, því óvíst er, hvenær hægt verður að skoða listaverk Snorra aftur í jafn- miklu samhengi og nú. Snorri var fæddur og uppalinn í Reykjavík, og byijaði snemma að teikna og draga til myndar. Eðlilega var landslagið helsta viðfangsefni hans í æsku, en þegar Snorri dvaldi tvö sumur hjá bróður sínum á Blönduósi tóku myndir hans að flalla meira um það sem stóð honum nær, húsin í þorpinu eða fólk á ferli og við vinnu; landslagið hvarf meira í bakgrunninn. Eftir vetrardvöl í Kaupmannahöfn 1924-25 hélt hann áfram að finna sig í myndverkinu, og 1928-29 ogaftur 1930-31 stund- aði Snorri listnám í Ósló, í félagi við Þorvald Skúlason, sem hann hafði kynnst á Blönduósi. Þegar heim var komið hafði kreppan lagt sína þungu hönd yfir þjóðlífið í landinu, og viðfangsefni listamanna í landinu tóku breyting- um samkvæmt því. Þó Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason og flestir aðrir myndlist- armenn landsins hafi gert kreppuna á einn eða annan hátt að viðfangs- efni sínu, virðist Snorri Arinbjarnar hafa nokkra sérstöðu með verkum sinum á þessum tíma. Viðfangsefni hans voru mannleg nálægð og mannlegt umhverfi fremur en fólkið sjálft; húsaþyrpingar, bryggjuvinna og götumyndir Snorra túlka á lát- lausan og auðskilinn hátt það farg, sem kreppan var þjóðinni, ef til vill betur en flestar myndir af mót- mælagöngum eða tilgangslitlu striti. " Þegar loks birti til í íslensku þjóð- félagi, gerðist það vegna hörmunga annars staðar. Landið lifði hina mestu uppgangstíma í sögu sinni, á meðan aðrar þjóðir börðust í hat- rammri heimsstyijöld. En upprisa íslensks þjóðlífs kom sterkt fram í verkum Snorra, án þess þó að myndefni hans breyttist mikið; hins vegar tók hann að nota heitari, efn- ismeiri og sterkari liti í hreinni flöt- um en áður, og einnig stækkuðu myndirnar. Verk hans á fimmta áratugnum eru rómantísk í eðli sínu og hita litanna, og leiða hugann til þess jafnvægis, sem manninum var nauðsynlegt að finna innan um Snorri Arinbjarnar: Sjálfsmynd. stríðsgróðann. Það er furðulegt til þess að hugsa, að Snorri hélt aðeins þrjár einkasýningar um ævina (1929, 1936 og 1945), auk þátttöku í sam- sýningum. 1952 hélt Félag íslenskra myndlistarmanna yfirlits- sýningu á verkum hans, sem kom mörgum í opna skjöldu, þar sem Snorri hafði lítt lialdið verkum sínum fram. En þá var ljóst að í málverkum sínum hafði Snorri náð að skapa heildstæða mynd hverju sinni; myndirnar standa fullkom- lega á eigin verðleikum, og þurfa engar ytri tilvísanir til að fanga áhorfandann. Hér var kominn einn af fremstu listmálurum þjóðarinnar. Sýningin í Norræna húsinu end- urspeglar nokkuð tíðarandann (og sýningartímann) nú í því að flest verkanna sem valin hafa verið á sýninguna eru frá fimmta áratugn- um, þegar birtan, hlýjan og upp- sveiplan einkenna myndir lista- mannsins, en færri eru frá kreppu- árunum, þegar litaval var daufara, í samræmi við- þjóðfélagsandann. Uppsetning sýningarinnar er í sam- ræmi við þetta, þar sem eldri mynd- irnar eru fremst, en þær yngri og hrifmeiri innar, sérstaklega í innri salnum. Áhorfendur taka líka fljótt eftir hversu mismunandi yfirborð mynd- anna er frá hinum ýmsu tímum. Verkin frá Ijórða og fimmta ára- tugnum eru gróf og áferðarmikil, og sum hver talsvert yfirmáluð, en síðustu verk Snorra eru mun flatari og fínlegri eða draumkenndari fyrir vikið. Sömuleiðis er ástand mál- verkanna mismunandi. Sum eru því miður £arin að springa, eins og t.d. „Gamli Gullfoss" (nr. 9), en önnur eru jafnfersk og þau séu nýmáluð, t.d. „Guli glugginn" (nr. 23) eða njóta þess að hafa nýlega verið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.