Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990
Tíðni kransæðastíflu lækkar á íslandi:
Arangur af breyttu
mataræði og minni
reykingum fólks
TÍÐNI kransæðastíílu á íslandi
hefur farið umtalsvert lækkandi á
þessum áratug, að því er fram
kemur í rannsókn á vegum Hjai'ta-
verndar og sagt er frá í nýút-
komnu riti samtakanna. Rann-
sóknin nær til áranna 1981-86 og
er hluti alþjóðlegrar rannsóknar
á orsökum og útbreiðslu sjúk-
dómsins sem Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin hefur umsjón með. Sam-
kvæmt niðurstöðum hennar fer
heildartíðni kransæðastíflu lækk-
andi, sem og dánartíðni af völdum
hennar og tíðni nýrra tilfella.
mui g unuiciuiu/ r .r o
Erlendir fulltrúar á ráðstefnu Flugmálastjórnar ásamt fulltrúum Flugmálastjórnar. Neðri röð f.v: Tre-
vor Paine, Tony Welch, Pétur Einarsson flugmálastjóri og Ed Adelson. Efri röð: Peter Wood, Walter
Gribben, R. Bebie, Graham Lake, Guðmundur Matthíasson, Þorgeir Pálsson, Haukur Hauksson og Leif-
ur Hákonarson. _________________
Fjölmenn ráðstefiia Flug’málastj órnar um íramtí ðarþ r ó n n í flugumferðarþjónustu:
Gervihnattatækni og sjálfvirkni
í stað núverandi flarskiptakerfa
FLUGMÁLASTJÓRN hélt Ijölmervna ráðstefnu um framtíðarþróun í
íjarskipta-, leiðsögu- og flugumferðarstjórnkeríúm í Reykjavík sl.
þriðjudag, 10. júlí. Erindi fluttu átta erlendir og innlendir sérfræðing-
ar.“ Þátttakendur voru yfir 100, þar á meðal voru innlendir fulltrúar
frá. samgönguráðuneytinu, flugráði, Flugmálastjórn, Veðurstofu Is-
lands, Landhelgisgæslunni, Háskóla Islands, Flugleiðum, Flugfélagi
Norðurlands, Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Félagi flugumferðar-
stjóra, Innkaupastofnun ríkisins, Flugmálafélagi Islands, Verkfræðinga-
félagi íslands o.fl.
Ráðstefnan hófst með ávarpi Pét-
urs Einarssonar flugmálastjóra, en
erindi fluttu Tony Welch, ráðgjafi
Flugmálastjórnar í ratsjártækni, Tre-
vor Paine, framkvæmdastjóri end-
urnýjunar alls flugumferðarþjón-
ustukerfis Kanada, Peter Wood,
framkvæmdastjóri flugdeildar gervi-
hnattafyrirtækisins INMARSAT, Ed
Adelson og Walter Gribben, fulltrúar
bandaríska fj arskiptafyrirtækisins
ARINC, Graham Lake og R. Bebie,
fulltrúar evrópska fjarskiptafyrir-
tækisins SITA og Guðmundur Matt-
híasson, framkvæmdastjóri flugum-
ferðarþjónustu Flugmálastjóraar, en
hann er jafnframt formaður alþjóð-
legs verkefnishóps um þróun flugum-
ferðarþjónustu á Norður-Atlantshafi.
Að framsöguerindum loknum fóru
fram pallborðsumræður sem dr. Þor-
geir Pálsson, ráðgjafi Flugmála-
stjórnar, stýrði. Fundarstjóri ráð-
stefnunnar var Haukur Hauksson,
varaflugmálastjóri, og fundarritari
var Leifur Hákonarson, forstöðu-
maður tölvudeildar Flugmálastjórn-
ar.
Umræður á ráðstefnunni snerust
um byltinguna sem verður á næstu
árum í ijarskiptum, flugleiðsögu og
flugumferðarstjórn. Aðalefni ráð-
stefnunnar fjallaði um það hvernig
gervihnattatækni og sjálfvirkni
munu verða tekin í notkun á næsta
áratug og koma í stað núverandi ijar-
skiptakerfa upp úr nk. aldamótum.
Nú þegar hafa þjóðir við Norður-Atl-
antshaf gert með sér samkomulag
um langtímaáætlun til að byggja
sínar flugumferðarstjórnarmiðstöðv-
ar í samræmi við þessa þróun.
Meðan á ráðstefnunni stóð gátu
þátttakendur fylgst með flugi flug-
vélar frá flugfélaginu Sabena, sem
var á leið frá Brussel til New York,
en vélin sendi frá sér staðarákvarð-
anir og fleiri upplýsingar í stafrænu
formi með reglulegu millibili beint
inn á tölvu í ráðstefnusalnum. Not-
aði flugvélin til þess gervihnattasam-
band þar sem tölvustreymi í stafrænu
formi kemur í..stað tals, en notkun
þessa fyrirkomulags mun verða æ
víðtækara á næstu árum. Þessi fjar-
skipti fóru fram í gegnum fjarskipta-
net fyrirtækisins SITA, sem er al-
hliða ijarskiptaþjónustufyrirtæki í
eigu fjölmargra flugfélaga, en ísland
tengdist þessu ijarskiptaneti form-
lega þennan dag.
Það er almenn niðurstaða ráð-
stefnunnar að ísland mundi áfram
gegna mikilvægu þjónustuhlutverki
FUK3MM-ASTJÖRN
Hér sést umferð flugvéla til vesturs um íslenska flugumferðarsvæðið
á venjulegum sumardegi. Hringirnir sýna hvernig ratsjártæki á ís-
landi og í Færeyjum, sem tengd eru Flugstjórnarmiðstöðinni í
Reykjavík, fylgjast með umferð flugvéla á Norður-Atlantshafi. Um
35% þeirra flugvéla, sem fljúga yfir Norður-Atlantshaf, njóta þjón-
ustu frá Flugstjórnarmiðstöðinni hér.
við alþjópaflugið á Norður-Atlants-
hafi, en ísland yrði að fylgja þróun-
inni eftir, m.a. með byggingu nýrrar
flugstjórnarmiðstöðvar. Kostnaður
vegna mannvirkja og þjónustu vegna
alþjóðaflugsins er greiddur af alþjóð-
legu fé. Þess má geta að alþjóðaflug-
málastofnunin (ICAO) greiðir ís-
Um Heimssýningiina í Sevilla
ATHUGASEMD frá Útflutningsráði íslands vegna ummæla Svavars
Gestssonar menntamálaráðherra um Heimssýninguna I Sevilla á Spáni
1992.
í viðtali við Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra í Morgunblað-
inu á fimmtudag talar hann um út-
færslu á hugmynd Guðmundar Jóns-
sonar arkitekts á sýningarskála, sem
kosta muni um 250 milljónir króna.
Hér er ekki rétt með farið.
Höfundur þeirrar tillögu um sýn-
ingarskála, sem valin var, er Guð-
mundur Jónsson arkitekt og áætlað-
ur kostnaður við það hús er um 120
milljónir króna. Heimssýningin í
Sevilla á Spáni byijar í apríl 1992
og mun standa fram í október sama
ár, þ.e. í um 6 mánuði.
Ráðgert er að um 40 milljónir
gesta skoði sýninguna. Ef gert er
ráð fyrir að um 10% þeirra gesta
heimsæki íslenska sýningarsvæðið
eru það 4 milljónir gesta á 6 mánuð-
um, en það jafngildir um 22 þúsund
gestum á dag að meðaltali, eða um
30 gestum á mínútu.
Islenska sýningarsvæðið er gegnt
því bandaríska, svo að gera má ráð
fyrir að athygli manna beinist mjög
að þessu svæði. Gert er ráð fyrir að
í ísienska sýningarskálanum verði
lítil veitingabúð, þar sem íslensk
matvæli og drykkjarvöi-ur verði á
boðstóium. Einnig verslun, þar sem
seidir verða minjagripir, ýmsar íslen-
skar vörur aðrar og matvæli í gjaf-
aumbúðum. Skálinn er þannig hann-
aður, að hann er sýning í sjálfu sér,
veggir eru úr áli, hann minnir á eld-
fjali, og hallandi þakið er glerlista-
verk, þar sem skráð er saga þjóðar-
innar.
Innandyra er leitast við að koma
á framfæri, á einfaldan en táknræn-
an hátt, menningu okkar og lífs-
háttum, okkar aðal atvinnugreinum,
orkulindum, óspilltri náttúru og
hreinu lofti. Lögð er áhersla á hið
ómengaða umhverfi sem íslenski
fiskurinn kemur úr. Gert er ráð fyr-
ir íslensku starfsfólki í skálanum
þessa 6 mánuði. Hver þjóð fær svo-
kallaðan þjóðardag og beinist þá öll
athyglin að viðkomandi þjóð. Þennan
þjóðardag standa viðkomandi þjóð
til boða glæsileg tónleikahús, óperu-
hús og leikhús, sem Spánveijar hafa
byggt á svæðinu. Þar gefst tæki-
færi til að halda tónleika, sýna óper-
ur, balletsýningar, eða hvað það
helst sem viðkomandi þjóð kýs að
kynna af sínum verkum og lista-
fólki. Þá er gert ráð fyrir að viðkom-
andi þjóðhöfðingi heimsæki sýning-
una þann dag.
Kostnaður við undirbúning, rekst-
ur sýningarskálans í 6 mánuði, auk
Upplýsingum er safnað um öll
kransæðastíflutiifelli fólks á aldrin-
um 25-74 ára. Árið 1981 þegar rann-
sóknin hófst var heildartíðni krans-
æðastíflu um 750 á landinu öllu, en
var komin niður í um 580 á árinu
1986. Tíðni nýrra tilfella var 1981
um 500, en var 1986 rétt rúm 400
og um 330 dóu af völdum kransæð-
astíflu 1981 samanborið við rétt rúm
200 árið 1986. Búið er að safna
gögnum um árið 1987 einnig, en
ekki er búið að vinna úr þeim.
Guðmundur Þorgeirsson, læknir,
sem er formaður rannsóknastjórnar
Hjartaverndar, segir að þessi fækkun
tilfella sé tölfræðilega marktæk og
það sé ekki ástæða til að ætla annað
en framhald verði á þessari þróun.
Hann sagði að margt benti til þess
að neysla á harðri dýrafitu færi
minnkandi, enda hefði kólester-
olmagn í blóði farið lækkandi hér-
lendis. Þá færu reykingar minnkandi
bæði samkvæmt gögnum Hjartar-
verndar og ekki síður samkvæmt
könnunum á reykingavenjum ungs
fólks. í þriðja lagi væri greinilegt
að of hár blóðþrýstingur væri oftar
greindur en áður, auk þess sem hann
væri meðhöndlaður af meiri kunnáttu
nú en var í upphafi þessara rann-
sókna fyrir tveimur áratugum.
„Þannig hafa allir þessir sterkustu
áhættuþættir lagast og þróunin
stefnir í rétta átt. Nokkur ár tekur
að það skili þeim árangri að sjúkdó-
matíðni lækki, en það virðist vera
að koma fram núna. í öðru lagi hef-
ur meðferðin á kransæðasjúklingum
batnað og þess vegna hefur dánar-
tíðnin einnig lækkað,“ sagði Guð-
mundur.
Hann sagði að reykingar væru
mjög sterkur áhrifaþáttur á krans-
æðastíflu og með því einu að hætta
að reykja minnkuðu menn hættuna
verulega strax vegna þess að rann-
sóknir sýndu að nikótínið sjálft hefði
veruleg áhrif á samloðun blóðflagna
og stíflumyndun, fyrir utan það að
stuðla að æðakölkun. Konur væru
sér á báti hvað snerti hættuna á
kransæðastíflu. Þær virtust hafa ein-
hveija náttúrulega vörn gegn þessum
sjúkdómi og hættan væru hverfandi
ef þær reyktu ekki. Það væru hins
vegar sjöfaldar líkur til þess að þær
dæju af kransæðastíflu ef þær reyktu
meira en 25 sígarettur á dag, saman-
borið við þær sem ekki reyktu.
lenskum stofnununum, m.a. Flug-
málastjórn, Pósti og síma og Veður-
stofu íslands, fyrir um 100 störf sem
unnin eru hérlendis vegna þjónustu
við alþjóðaflugið. Það er ljóst að það
eru miklir hagsmunir fyrir ísland að
halda þessum samningi um alþjóða-
fiugþjónustuna. _
ýmis kynningarkostnaðar, er áætl-
aður um 120 milijónir, þannig að
heildarkostnaður er áætlaður um
250 milljónir. Gert er ráð fyrir að
selja sýningarskálann að sýningu
lokinni, einnig að bjóða út rekstur
veitingabúðar og versiunar, þannig
að þegar upp er staðið dreifist kostn-
aður á fleiri hendur. Vænta'má, að
þarna gefist gott tækifæri tii að
kynna íslenskar fiskafurðir á svæði
sem nú þegar er mikilvægt markaðs-
svæði fyrir okkur íslendinga og sam-
keppnin er mjög hörð. Á markað
Evrópubandalagsins fara um 60%
af okkar útflutningsvörum. Ef vel
er á málum haldið má gera ráð fyr-
ir auknum ferðamannastraumi hing-
að til lands í kjölfar sýningarinnar.
Að lokum er vert að geta þess,
að sýningin er haldin árið 1992, á
sameiningarári Evrópu, þegar sam-
eiginlegur markaður Evrópu verður
að raunveruieika.
Jóhanna við málverkið „Flug"
Sýnir í
Skaftafelli
í dag, laugardaginn, 14. júlí
klukkan 15, hefst sýning á
málverkum og grafíkmynd-
um í veitingasal þjónustumið-
stöðvarinnar í Skaftafelli.
Jóhanna Bogadóttir sýnir
þar um 18-20 myndir sem unn-
ar eru á sl. tveim árum. Grafík-
myndirnar eru flestar unnar
með blandaðri tækni, nokkurs
konar einþrykk. Sýningin mun
standa til 15. ágúst og verður
opin á opnunartíma veitingasal-
anns.