Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 16

Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 Austur-Þýskaland: Leiða kauphækkanir til fj öldagj aldþrota? Austur-Bcrlín. Reuter. STARFSMENN í málmiðnaði í Austur-Þýskalandi sömdu í gær um miklar kauphækkanir og atvinnutryggingu, en talið er að hvort tveggja kunni að tefja umbætur og draga úr skilvirkni í þessari starfsgrein. Formaður vestur-þýska vinnuveitendasambandsins sagði að samningar af þessu tagi kynnu að minnka áhuga v-þýskra iðnfyr- irtækja á að fjárfesta í a-þýskum fyrirtækjum. Vestur-þýsk stofnun sem fylgist með hagþróun sagði að 20% kauphækkanir myndu leiða til skjóts gjaldþrots austur-þýskra fyrirtækja. NY STAÐA I SOVESKUM STJORNMALUM Til þess að afstýra verkfalli 1,7 milljóna starfsmanna í málmiðnaði var samið við samtök þeirra um 22,7% hækkun sem er afturvirk til 1. júlí og auk þess 5% hækkun í október. Jafnframt var samið um að engum starfsmanni yrði sagt upp fyrir 1. júlí á næsta ári. Á móti kemur að samið var um styttingu vinnuvikunnar úr 43 stundum í 40. Verður kauphækkunin því ekki eins mikil og prósentuhækkunin kann að gefa til kynna. I fyrradag náðu samtök um 200.000 starfsmanna í efnaiðnaði samningum um 35% kauphækkun en þeir höfðu hótað verkfalli til þess að knýja á um launahækkun. Menn sem málum eru kunnugir í A-Þýskalandi telja að þarlend iðn- fyrirtæki hafi ekki bolmagn til að standa undir kauphækkun af þessu tagi. Þá berast fréttir um að fjöldi fyrirtækja, sem nú semur um launa- hækkun, geti ekki einu sinni greitt þau laun sem í gildi voru á réttum tíma. Eftir hækkunina verða mánaðar- laun verkamanna í málmverum 1.400 mörk (um 50.000 ÍSK) að meðaltali í október eða rúmlega helmingi minni en vestur-þýskra starfsbræðra þeirra. Tugþúsundir verslunarmanna efndu tii mótmæla við þinghúsið í Austur-Berlín í gær og kröfðust trygginga gegn uppsögnum er verslunarkeðjur í eigu ríkisins yrðu leystar upp og seldar einkaaðilum. Gert var hlé á störfum þingsins meðan Lothar de Maiziere forsætis- ráðherra ræddi við fulltrúa fólksins. Hét hann því að það mundi njóta forgangs til að kaupa verslanir þeg- ar þær yrðu til sölu. Sagði hann ótta við atvinnuleysi ástæðulausan því engin starfsgrein önnur ætti eftir að vaxa og eflast jafn mikið og verslunin á næstu árum. Talsmaður ríkisstofnunar sem fer með landbúnaðarmál sagði í gær að fjöldi samyrkjubúa væri hættur að greiða starfsfólki laun vegna fjárskorts. De Maiziere sagði á þingi að fjárþröng í landbúnaði væri mik- il þar sem stofnanir ríkisins brygð- ust seint við beiðnum þeirra um peningafyrirgreiðslu. Beiðnir margra samvinnu- og samyrkjubúa þættu grunsamlega háar og því hefði þótt ástæða til að kanna ræki- lega hver raunveruleg fjárþörf væri áður en lán yrðu veitt. Wœ„. „ Borís Jeltsín l“isstsa?s«j jatsjeslav Shostakovskíj Lei*t09^ýöræöisvettvanas UMBÓTASINNAR HARÐLÍNUMENN Míkhaíl Gorbatsjov Jegor Lígatsjov 19 Forseti Sovétríkjanna í stjórnmálaráöinu og aðalritari flokksins ívan Polozkov V Alexander Jakovlev Leiötogi rússneska v Félagi í stjórnmálaráöinu kommúnistaflokksins 1 og hallur undir Gorbatsjov Vettvangur marxista Edúard Shevardnadze Leiötogar ókunnir Utanríkisráðherra og stuön- Vladímír Tjúlkín ingsmaður Gorbatsjovs Frumkvæöisráö Lance Bell REUTER Leningrad ROTTÆKIR UMBÓTA- SINNAR SKILA FLOKKS- SKÍRTEINUM SÍNUM Klofiiingnr sovéskra kommúnista: Harðlmumenn hafa enn valdaþræði í höndum sér Gorbatsjov fordæmir klofiiingsmenn Lýðræðisvettvangs Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. Umbótasinnarnir, sem hafa sagt skilið við sovéska kommúnista- flokkinn, eru flestir félagar í Lýðræðisvettvangi sem varð til í mars sl. Þá birtust í flokksmálgagninu Prövdu róttækar kröfúr í nafni samtakanna: Afiiema skyldi forréttindi flokksfélaga, brjóta niður skrifræðisvaldið og senda „marxískar kreddur" veg allrar veraldar. Míkhaíl S. Gorbatsjov forseti réðst í gær á klofhingsmenn í samtali við bandarísku CBS-sjónvarpsstöðina. „Ég fyrirlít þá sem hverfa á braut núna og leita skjóls annars staðar,“ sagði forsetinn. Samtökin Lýðræðisvettvangur voru stofnuð eftir fundi í 162 flokksfélögum í rúmlega hundrað borgum og fengu fljótlega stuðning um allt landið. Höfundur ávarpsins í Prövdu, Vjatsjeslav Shostakovskíj, er stjómandi hugmyndafræðiskóla kommúnistaflokksins í Moskvu en verður nú, eins og fleiri klofnings- menn, að leita sér að nýju starfi. Hann segist óttast að fasismi verði ofan á í Sovétríkjunum vegna vöru- skortsins og pólitíska umrótsins. „Ástandið er ekki ólíkt því sem var í Þýskalandi 1933,“ segir hann. Shostakovskíj telur þó að frjáis samtök námumanna, sem enn eru í burðarliðnum, og kirkjan geti orð- ið valdamikil öfl í samfélaginu. Lýðræðisvettvangur geti á hinn bóginn orðið kjarninn í nýjum flokki stjórnarandstæðinga en þess beri að gæta að allt stjórnmálalíf í landinu sé vanþróað vegna 70 ára kommúnistaalræðis. Einn leiðtoga vettvangsins, Vladímír Lysenko, segist telja að ný fylking lýðræðisafla geti þegar í haust sameinast um kröfur um samsteypustjóm og jafnframt að kosningum verði flýtt. Helstu flokk- amir sem sameinast gætu Lýðræð- isvettvangi eru Sósíaldemókratar, Frjálsir demókratar og Lýðræðis- flokkur Rússlands, undir forystu Níkolajs Travkíns. Klofningur er í síðasttalda flokknum, sem jafn- framt er öflugastur, vegna valda- baráttu Travkíns og Garrís Kasparovs, heimsmeistara í skák. Að sögn Lysenkos eiga allir flokk- arnir það sameiginlegt að þeir vilja koma á frjálsu markaðskerfi og bijóta einveldi kommúnista á bak aftur. Igor Tsjúbajs, sem rekinn var úr kommúnistaflokknum fyrir tveim mánuðum vegna opinskárrar gagn- rýni, efast um að margir flokksfé- lagar muni strax ganga úr honum, þótt ýmsar skoðanakannanir sýni mikið fylgi við Lýðræðisvettvang meðal flokksfélaga. „AUir sem taka slíkt skref verða að velta fyrir sér áhrifunum á starfið, launin, fjöl- skyldulífið, menntun barnanna," segir hann. Gamla flokksvélin hefur ennþá töglin og hagldirnar í þessum málum, ræður kjörum manna. 5.000 albanskir flótta- menn yfirgefa land Þessi mynd var nýlega tekin undan strönd Noregs og sýnir nýtt sovéskt orrustuskip af Sovremenníj-gerð á leið norður með Noregsströnd til Kóla-skagans. Fyrir eru sex skip af sömu gerð í sovéska Norðurflot- anum. Umsvif sovéska flotans valda foiystu- mönnum NATO-landa áhyggjum MIKILVÆGI herflota eykst um leið og fækkað er í hersveitum á landi í Evrópu og meira treyst á liðsauka, segir Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í vikuritinu Jane’s Defence Weekly. Blaðið vitnar einnig til hins nýja yfirmanns Atlantshafsher- stjórnar NATO, Leon A. Edney, sem segir, að vernd siglingaleiða sé nauðsynleg jafht vegna hernaðarþarfa og kaupsiglinga. Sendiráðum lokað í Tirana meðan hreinsað verður til á lóðum þeirra Brindisi, Róm, Bonn. Reuter. í ritinu er birt viðtal við Carlisle Trost flotaforingja, sem hefur nýlega látið af störfum sem æðsti yfirmaður bandaríska flotans. Hann segir, að bardagageta sovéska flotans sé meiri nú en hún var fyrir tveimur árum og hún verði líklega enn meiri eftir tvö ár. Hann segist ekki treysta sov- éska flotanum og telur að yfirmaður hans treysti ekki heldur yfirstjóm bandaríska flotans. Þá er skýrt frá því í þessu sama hefti af Jane’s Defence Weekly, að vestur-þýski flotinn ætli að efla styrk sinn á Norðursjó og leggja meiri áherslu á æfíngar þar en áður. U. Weisser foringi í þýska flotanum segir, að taka verði mið af því, hve Sovétmenn leggja mikið kapp á að endumýja Norðurflotann á Kóla- skaga og efla getu sína til land- gönguaðgerða auk þess sem þeir séu að taka ný stór herskip í notkun. Þá styrki þeir einnig afl sitt til loft- hernaðar og loftvama, svo sem með því að koma fyrir Backfíre-sprengju- þotum á Kóla-skaga. Weisser bendir einnig á, að Sovétmenn eignist á næstunni raunveruleg flugmóður- skip. Þýski flotaforinginn segir, að vegna þessa verði þýski Norðursjáv- arflotinn að geta stöðvað sókn so- vésks herafla á Atlantshafí og Norð- usjó. Hann verði að geta fundið óvinaskip sem komist inn á svæðið og snúist gegn þeim. Þá verði þýski flotinn að geta tryggt öryggi flutn- ingaskipa með því að vemda sigling- arleiðir og hreinsa tundurdufi. UM 5.000 albanskir flóttamenn komu með feijum til Ítalíu í gær- morgun, en þeir höfðu hafst við á lóðum sendiráða þriggja vest- rænna ríkja í Tirana, höfuðborg Albaníu, frá því í síðustu viku. Sendiráðunum hefur verið lokað meðan hreinsað verður til á lóðum þeirra en þar mun mjög óhrjálegt um að litast. Háttsettur embættismaður í ut- anríkisráðuneytinu í Róm sagði að vestur-þýsk stjórnvöld hefðu lagt til að ítalir, Frakkar og Vestur-Þjóð- veijar lokuðu sendiráðum sínum í Tirana til þess að koma í veg fyrir nýjan straum flóttamanna þangað. Ríkin greinir á um leiðir að þessu markmiði, en hugsanlegt er að þau minnki umsvif sendiráðanna. Til að byrja með verða þau lokuð vegna hreinsunarstarfa á lóðum sendiráð- anna. Hefur vestur-þýska stjórnin kallað mestan hluta sendiráðsmanna heim til læknisskoðunar. Flóttafólkið var flutt til skips í skjóli náttmyrkurs í fyrrinótt til þess að komist yrði hjá því að fleiri reyndu að slást í hópinn, en fregnir hermdu að hundruð manna sem ekki hefðu verið í sendiráðunum hefði tekist að komast um borð í feijurnar, sem fluttu flóttamennina til Italíu. Þang- að sigldu tvær ferjur með rúmlega 2.000 flóttamenn hvor og ein feija setti stefnuna á Marseille í Frakkl- andi með 545 Albani sem flýðu inn á lóð franska sendiráðsins í Tirana. Mikill hluti flóttamannanna sem siglt var með til Italíu höfðu hafst við í vestur-þýska sendiráðinu í Tir- ana. Fóru þeir um borð í sérstakar járnbrautarlestir í ítölsku hafnar- borginni Brindisi og þaðan lá leiðin tii Vestur-Þýskalands. Wörner heimsældr Sovétríkin Moskvu. Reuter. MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), kom í gær til Moskvu og er þetta í fyrsta sinn sem æðsti maður bandalagsins kemur til Sovétrikjanna i opinbera heimsókn. Wörner mun ræða við Míkhafl Gorbatsjov forseta og Edúard Shevardnadze utanríkis- ráðherra í dag, laugardag. Framkvæmdastjórinn verður fjóra daga í Sovétríkjunum. Fyrr í vikunni sagðist hann vilja nota heimsóknina til að sannfæra leiðtoga Sovétmanna um að Atlantshafsbandalagið og ríki þess, þ.á m. væntanlegt sameinað Þýskaland, væru á engan hátt hættu- leg Sovétríkjunum. Þannig hyggst hann leggja áherslu á friðaryfirlýs- ingu leiðtogafundar NATO í London í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.