Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 21 Krossanes: Akvörðun um framtíð verk- smiðjunnar tekin á mánudag ENGIN ákvörðun var tekin á hluthafafundi í Krossanesverk- smiðjunni sem haldinn var í gær um framtíð verksmiðjunnar. Annar hluthafafundur helur verið boðaður á mánudag. A fundinum í gær átti að ákveða endanlega hvort haldið yrði áfram uppbyggingu verksmiðj- unnar sem brann að morgni gamlársdags, eða hvort hætt yrði við uppbygginguna. Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður stjórnar Krossanesverk- smiðjunnar sagði að skömmu áður en fundurinn í gær hófst hafí nýr áhugaverður flötur á málinu kom- ið upp sem menn vildu skoða nán- ar. Því hafí verið ákveðið að fresta ákvörðun um framtíð verksmiðj- unnar fram yfir helgi, en fundur hefur verið boðaður kl. 10 á mánu- dagsmorgun. Hólmsteinn vildi ekki tjá sig nánar um hinn nýja flöt sem kom- ið hafi upp á málinu, en sagði að menn vildu halda öllum leiðum opnum og því yrði hinn nýi mögu- leiki skoðaður nánar um helgina. Val eigenda verksmiðjunnar stendur annars vegar um það að halda áfram uppbyggingu, en fram hefur komið að kostnaður við uppbygginguna er mun meiri en áætlað hafði verið og hins veg- ar að hætta við að endurbyggja loðnuverksmiðjuna, en skiptar skoðanir eru um það hvor leiðin sé vænlegri. Urgnr í Grímseyingnm vegna hárra fargjalda með Sæfara Ódýrara að sigla með Herjólfi til Vestmannaejja en með Sæfara til Grímseyjar Grímsey. MIKIL óánægja er á meðal Grímseyinga vegna fargjalda með feij- unni Sæfara. Grímseyingum þykja fargjöldin of há og benda m.a. á að mun ódýrara er að sigla með Heijólfi til Vestmannaeyja en með Sæfara í Grímsey en tíminn sem siglingin tekur er álíka langur. Fargjaldið með Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar og til baka kostar 3.650 krónur, en ef farið er með rútu frá Akureyri til Reykjavíkur kostar farið 4.450 krónur. Áður en feijan hóf sigiing- ar var rætt um að fargjaldið ætti að vera a.m.k. helmingi lægra en flugfar frá Akureyri til Grímseyj- ar. Svokallað mini-prís fargjald sem í boði er hjá Flugfélagi Norð- urlands á laugardögum og mánu- dögum er 3.752 krónur, en aðra daga er fargjaldið 7.402 krónur. Grímseyingar bera fargjaldið saman við siglingu með Heijólfi milli lands og eyja, en um er að ræða sama siglingartíma og á milli Dalvíkur og Grímseyjar. Far- gjaldið með Heijólfi er 1.400 krón- um lægra eða 2.300 krónur. Það er því mikill urgur í Grímseyingum vegna þessa máls. Þá þykja dagarnir sem siglt er út í eyju einnig óhentugir, en hing- að kemur feijan á mánudögum og föstudögum. Sérstaklega hefur það komið illa við verslun kaupfé- lagsins, en ýmsar vörur, kjöt og annað sem fyrirhugað er að selja fyrir helgina, er ekki komið fyrr en síðla á föstudegi. Ennfremur má nefna að FN fékk flutningsstyrk frá samgöngu- ráðuneytinu fram til 1. júlí sl. á alla fragt, en eftir að siglingar Sæfara hófust fluttist styrkurinn yfir á feijuna. Kostnaður við flutn- ing varnings með flugi er því mik- ill, en löng bið getur orðið eftir varningnum ef hann er fluttur með feijunni. Bára Leiðrétting Þuríður Snæbjamardóttir er varaoddviti í Skútustaðahreppi, en missagt var í frétt í blaðinu í gær að Hörður Sigurbjarnarson gegndi stöðunni. Hörður er hins vegar fyrsti varamaður í sveitarstjórn. Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Einar Falur Ytra-Krossanes afhent Akureyrarbæ Steingrimur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra afhenti Sigríði Stef- ánsdóttur forseta bæjarstjórnar fyrir hönd Akureyrarbæjar jörðina Ytra-Krossanes við athöfn í Minjasafnsgarðinum í fyrradag. Jörðin er um 165 hektarar að stærð og er hugmyndin sú að nýta hana til útivistar fyrir bæjarbúa. Ráðuneytið staðfestir niðurstöður kosninga Vestmannaeyj u m. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað í kærumáli Andrésar Sigmundssonar, efsta manns B-lisla, vegna bæjarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum. Niðurstaða ráðuneytisins er að úrslit kosninganna skuli standa óhögguð. Andrés kærði niðurstöðu kjör- nefndar sem skipuð var eftir að hann kærði niðurstöðu enduitalningar í Eyjum. Kjörnefnd úrskurðaði að úr- slit kosninganna. ættu að standa ór- öskuð og hefur ráðuneytið nú stað- fest þann úrskurð. Andrés sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri mjög hissa á niðurstöðu ráðuneytisins. Hann sagði að þeir svöruðu ekki þeim spurning- um sem hann hefði beint til þeirra og tækju ekki á þeim kæruatriðum sem hann hefði viljað fá svör við. „Mér fínnst það mjóg slæmt að það skuli ekki eiga að endurskoða lög um kosningar og sama ruglið eigi að halda áfram. Það virðisf vera að það sé góð og gild aðferð að strika yfir einhveija á listum eða teikna einhverja hakakrossa eða annað við listann til að atkvæðið teljist gilt. Næsta ski'ef mitt í málinu verður að skrifa dómsmálaráðherra og fara fram á gjafsókn til að fá skorið úr því fyrir hæstarétti hvernig á að* kjósa í íslenska iýðveldinu og hvern- ig á að túlka þau lög sem í gildi eru,“ sagði Andrés Sigmundsson. Grímur Eftirlit með ómerktum bifreiðum Samkvæmt reglugerð merkir rautt ljós á götuvita að ökutæki | skuii stöðvað við stöðvunarlínu eða við umferðarljósastólpa ef stöðvun- j arlína er ekki á vegi. Rautt ljós sem logar samtímis gulu ljósi hefur sömu merkingu og rauða ljósið eitt sér en gefur til kynna að grænt ljós sé að koma. Óheimilt er að halda áfram fyrr en græna ljósið er komið. Gult ljós eitt sér merkir að numið skuli staðar við stöðvunarlínu nema ökutækið sé komið það langt þegar það kviknar að ekki verði stöðvað með fullu öryggi í tæka tíð. Lögreglan hefur að undanförnu verið með ómerktár bifreiðir til eftirlits við umferðarljósagatnamót í borginni. Tilgangurinn er fyrst og fremst að ná til þeirra ökumanna sem virða ekki merkingu um- ferðarljósanna en aðrir ökumenn, sem virða þau , þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíku eftirliti. Sem betur fer eru þeir miklum mun fleiri en hinir en mikil slysahætta fylgir þeim fáu sem gerast brotleg- ir. Þeir eru ekki einungis sjálfum sér hættulegir heldur og öðrum ökumönnum, sem jafnan eiga sér einskis ills von. Undanfarið hafa orðið slys á ljósagatnamótum þar sem orsökina má rekja til þess að annar ökumannanna virti ekki umferðarljósin. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrri slíkt með ár- vekni og góðum ásetningi hvers einasta ökumanns um að virða umferðarijósin í hvívetna. Undirstrika ber að ómerktu eftirliti sem og öðru eftirliti lögreglunnar er beint gegn hugsanlegum brotamönn- um en ekki öðrum. Slíku eftirliti verður haldið áfram. Átthagamót Amameshrepps verður laugardaginn 21. júlí og hefstí Freyjulundi kl. 15.00 með kaffisamsæti og dagskrá. Dansleikur í Hlíðarbæ um kvöldið með Mióaldamönnum. Sveitungar, núverandi og brottfluttir, velkomnir. Netndln Til sölu Til sölu er fyrirtæki í rafverktakastarfsemi í fullum rekstri, staðsett á Eyjafjarðarsvæðinu. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. ■HlRÁÐGJÖF Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.