Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
24
Minning:
Kristján Þ. Ingibergs■
son, skipstjóri
Fæddur 23. febrúar 1947
Dáinn 3. júlí 1990
Okkur setti hljóð þegar fregnin
um að Diddi vinur okkar væri dá-
inn. Hann sem var svo lífsglaður
ogþróttmikill, og hann sem gegnum
árin hafði fyllt líf okkar svo mikilli
gleði, þegar hann geystist inn um
dyrnar með bros á vör.
Hann hét fullu nafni Kristján
Þórarinn Ingibergsson og var alltaf
kallaður Diddi af okkur vinum hans.
Hann var alinn upp hjá afa slnum
og ömmu á Asbrautinni hér í
Keflavík og alla tíð mat hann það,
sem þá bestu guðsgjöf að hafa feng-
ið að njóta nærveru þeirra á þess-
ari jörð. Afi hans var fyrirmyndin
að dugnaði, sem hann taldi að hver
maður ætti að líkjast, ef hann hefði
heilsu til.
Aðra guðsgjöf hlaut Diddi í þessu
jarðlífi. Þegar hann ungur að árum
kynntist konu sinni Kristínu Guðna-
dóttur, sem varð honum sólargeisli
í lífinu. Alla tíð mat hann hana
meira en nokkuð annað og glamp-
inn sem kom í augu hans, er hann
leit til hennar, sýndi þá ást er á
milli þeirra var. Kidda og Diddi
eignuðust þijú mannvænleg börn,
Önnu Maríu, Guðnýju og Ingiberg,
sem voru augasteinar þeirra, og
gleðin yfir barnabörnunum var mik-
il hjá afa og ömmu, sem umvöfðu
þau ást og umhyggju.
Kynni okkar Didda hófust, er við
litlir drengir renndum okkur á
skíðasleða í snjónum á Suðurgöt-
unni. Alla tíð síðan hefur vinátta
okkar verið fölskvalaus og skoðanir
okkar féllu vél saman. Aldrei man
ég eftír því að okkur yrði sundur-
orða, samgangur milli okkar var
tíður og við sóttum kjark hvor til
annars. Þau voru ekki ófá heimilin
í Keflavík sem hann Diddi rétti fisk
inn um dyrnar og hann gleymdi
ekki þeim sem minna máttu sín.
Við störfuðum saman í Lions-
klúbbnum Oðni frá stofnun hans,
málefni Lions voru lionum hugleikin
og þar sýndi hann sinn innri mann.
Það verður erfitt að mæta í haust,
þegar tvö skörð hafa verið höggvin
í raðlr okkar Lionsmanna á stuttum
tlma. Félagsmál voru áhugamál
Didda og fagurt mannlíf var undir-
staða lífsmáta hans. Kristján Ingi-
bergsson lauk prófi frá Sjómanna-
skóianum 1972 og var lengst af
skipstjóri á mb. Baldri KE 97, og
síðasta árið eigandi bátsins. Hann
barðist fyrir því að héðan færi
hvorki bátur né kvóti, en mest af
hans frítíma fór I félagsmál sjó-
mannastéttarinnar. Hann vann að
öryggismálum sjómanna, hvatti
menn I ræðu og riti til kaupa á
þyrlu til bjargar sjómönnum á hafi
úti. Hann var ófeiminn að láta skoð-
anir sínar I Ijós og fá umræður um
þær.
Lífíð er ekki sjálfsagt og bilið
milli lífs og dauða er svo stutt.
Elsku Kidda okkar og börn, við biðj-
um góðan Guð að styrkja ykkur og
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast svo góðum dreng.
Anna og Friðrik
Dagur var að kvöldi kominn þeg-
ar okkur barst sú harmafregn að
vinur okkar og æskufélagi Kristján
Ingibergsson væri dáinn, horfinn
svo skyndilega úr llfi okkar. Það
verður undarleg tilfinning að sjá
hann aldrei aftur þeysast hér um
eins og hann var vanur.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar við vorum börn og var margt
brallað saman á unglingsárunum.
Minningamar hrannast upp I hug-
ann hver annarri ljúfari og
skemmtilegri og sefa þær sorgina
og söknuðinn.
Diddi var sérstaklega lífsglaður
maður og var stutt I glettið brosið
og skjót tilsvörin, sem einkenndu
jafnan glaðlyndi hans. Hann var
óspar á að hugga þá minnimáttar
og mörgum færði hann nýjan fisk
I soðið, en sjómennsku stundaði
hann frá unga aldri. Það var mikið
átak hjá honum á sínum tíma þegar
hann dreif sig I Sjómannaskólann,
kominn með fjölskyldu, en með vilja
og áræði lauk hann skólanum með
miklum sóma.
Sjómennskan var honum allt og
var hann ávallt farsæll, hvort sem
hann var háseti eða skipstjóri. Diddi
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
fyrir sjómannastéttina, þar sem
hann taldi ekki eftir sér að vinna
að sem bestum hag sjómanna. Má
þar nefna öryggis- og björgunar-
mál, þar sem ný og stærri þyrla
var hans draumur.
Hann giftist eiginkonu sinni,
Kristínu Guðnadóttur, 27. nóvem-
ber 1965 og eignuðust þau þrjú
börn, Önnu Maríu, Guðnýju og Ingi-
berg. Diddi var sérstakur faðir og
bar börn sín á höndum sér og er
sorg þeirra mikil. Hann var lánsam-
ur að eignast tvö barnabörn, sem
hann var hreykinn af og var óspar
að keyra austur til þeirra, þegar
tími gafst til.
Það var gott að heimsækja þau
hjónin I Hamragarðinn og var Diddi
alltaf hrókur alls fagnaðar og áttum
við saman margar góðar samveru-
stundir, þar sem við ræddum um
lífið og tilveruna. Á þessum stund-
um kom alltaf I ljós að hann var
mjög trúaður maður.
Minningarnar munu lifa með
okkur að eilífu, við þökkum fyrir
þær og allar ljúfu samverustundirn-
ar. Kiddu, börnunum, foreldrum og
öðrum ástvinum sendutn við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður Guð veita ykkur styrk
í ykkar miklu sorg. Minningin um
góðan dreng lifir.
Eddi og Gerða
Það dimmdi skyndilega yfir öllu
er ég kom heim þriðjudagskvöldið
3. júlí sl. og mér var tilkynnt að
pabbi bestu vinkonu minnar væri
látinn. Það er erfitt að sætta sig
við að svona góður og lífsglaður
maður eins og Diddi sé numinn á
brott frá okkur svona fljótt. Öllum
er okkur ætluð einhver hlutverk hér
á jörðinni en Didda hefur verið
ætlað eitthvað meira enda er þörf
fyrir góða menn alls staðar. Og
ekki síður á hinum æðri slóðum,
sem við öll endum á, fyrr eða síðar.
Það fyrsta sem kom upp I huga
mér er ég heyrði þessar sorgarfrétt-
ir voru þ'éssi orð, þeir deyja ungir
sem guðirnir elska. Og það yrði
erfitt að ætla að rengja þau.
Kynni mín af Didda voru fremur
stutt en góð. Enda fannst mér hann
sú ímynd um hvernig góður faðir
ætti að vera. En hann var ekki
bara góður faðir barna sinni heldur
líka þeirra besti vinur og félagi.
Enda er þetta alveg sérstaklega
samhent fjölskylda. Ef eitthvað
bjátaði á hjá einhvetju þeirra voru
allir hinir tilbúnir að hjálpa. Og ég
veit það að þau ntunu standa saman
á þessari sorgarstund og styrkja
hvert annað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Guðný, Kidda, Beggi og
Anna María, Guð styrki ykkur og
leiði I þessari miklu sorg.
Fjóla Jónsdóttir
í dag er til grafar borinn vinur
minn Kristján Þórarinn Ingibergs-
son, skipstjóri og formaður Vísis,
félags skipstjórnarmanna á Suður-
nesjum. Sumar fregnir koma við
mann sem hnífsstunga og á eftir
fylgir níðþung þrúgandi tilfinning,
sem fyrst I stað kallar fram við-
brögð höfnunar. Maður hreinlega
neitar innst inni að trúa þeirri
harmafregn, sem sögð var. Þannig
fór fyrir mér er ég heyrði andláts-
fregn eins besta vinar thíns, Krist-
jáns Ingibergssonar, og samstarfs-
manns I stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands síðastliðin
ár.
Ég var á sjó er mér barst. þessi
harmafregn, veröldin var fögur,
logn og sólskin allt um kring, samt
varð tóm og deyfð, sársauki og jafn-
vel heift, hvers vegna hann I futlu
fjöri og á besta aldri. Maður með
mikinn áhuga og athafnaþrá. Góður
málsvari sjómannastéttarinnar,
enda valinn til forystu af stéttar-
bræðrum sínum á Suðurnesjum.
Kristján var vinur vina sinna.
Hann var sáttfús, jákvæður og lagði
mjög oft gott til mála. Skemmtileg-
ur félagi I góðra vina hópi. Það
mætti fara mörgum fleiri orðum
um drengskaparmanninn, félaga og
vin, störf hans og skoðanir I hags-
muna- og öryggismálum sjómanna-
stéttarinnar. Það sem ég vil og get
sett á blað nú er eingöngu það að
ég sakna hans sárt.
Kristján Þórarinn Ingibergsson
fæddist I Keflavík 23. febrúar 1947
og lést 3. júlí síðastliðinn.
Fyrir hönd okkar samstarfs-
manna hans I stjórn FFSÍ færi ég
eftirlifandi eiginkonu hans, Kristínu
Guðnadóttur, börnum og fjölskyld-
um innilegar samúðarkveðjur. (jóð-
ur guð styrki þau I sorginni við frá-
fall ástkærs eiginmanns og föður.
Félagsmönnum I Vísi, félagi skip-
stjórnarmanna á Suðurnesjum, fær-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu vinar míns,
Kristjáns Ingibergssonar.
Guðjón A. Kristjánsson,
skipsljóri.
Þau harmatíðindi bárust okkur
stjórnarmönnum I Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands að
kvöldi þriðjudagsins 3. júli sl. að
Kristján Þórarinn Ingibergsson
hefði látist, þá fyrr um kvöldið.
Kristján fæddist I Keflavík 23.
febrúar 1947. Foreldrar hans voru
Ingiberg Þ. Halldórsson, vélstjóri
hjá Hval hf. og María Auðunsdóttir.
Kristján hlaut sjómennskuna I
vöggugjöf og saltan sæ I æðarnar,
eins og gjarnan gerist um margan
sjómannssoninn. Það var öllum ljóst
er til þekktu að það rann sjómanns-
blóð I æðum hans og við sjávarút-
veg var hans áhugi bundinn, ásamt
því að vilja af öllum mögulegum
mætti byggja upp atvinnulíf á Suð-
urnesjum. Við kynntumst þessu vel
sem störfuðum með honum innan
stjórnar FFSÍ hin síðari ár.
Kristján var á ýmsum fiskiskip-
um, fyrst sem háseti og síðar sem
vélstjóri, enda ekki langt að sækja
þá þekkingu. Hann starfaði sem
vélstjóri á Baldri KE-97 á árunum
1968-1970. Hann útskrifaðist frá
Stýrimarinaskólanum I Reykjavík
1971. Árið eftir er hann orðinn
skipstjóri á ýmsum fiskiskipum.
Hann var síðast skipstjóri á mb.
Baldri KE-97.
Kristján Ingibergsson tók við
formennsku í Vísi, félagi skipstjórn-
armanna á Suðurnesjum, 8. janúar
1984. Fullyrða má að við andlát
Kristjáns Ingibergssonar, fellur frá
mikilhæfur stjórnandi og sérstakur
drenglyndismaður. Þegar Vísir hélt
upp á 40 ára afmæli sitt I desem-
ber 1985, var okkur nokkrum for-
ystumönnum FFSÍ, boðið til fagn-
aðarirts sem hófst fyrst á heimili
Kristjáns og eiginkonu hans,
Kristínar Guðnadóttur. Þessar
stundir eru okkur ógleymanlegar
og við minnumst þessa með sökn-
uði og trega þar sem við fáum ekki
lengur notið þess að eiga slíkar
stundir með þeim hjónum og félög-
um hans I Vísi. Einnig er skammt
að minnast ánægjulegra stunda,
þegar FFSÍ hélt formannaráðstefnu
I Keflavík I boði Vísis I desember
1988.
Kristjáni var mikið umhugað um
hagsmuni félagsmanna sinna og
átti margoft tal við okkur sem I
forsvari vorum hjá FFSÍ um þeirra
málefni, sérstaklega ef gengið hafði
verið á hlut þeirra. Hann bjó yfir
sérstökum hæfileika til að rr.iðla
málum og reyna að sætta stríðandi
fylkingar. Slík náðargáfa lærist
ekki á skóiabekk, hún lærist með
reynslunni og byggist á mannkær-
leikanum sem að baki býr.
Kristján var með skemmtilegri
mönnum að vera með I hvers konar
félagsskap, enda naut hann hylli
allra sem honum kynntust. Hann
gat haldið þrumandi ræður með til-
heyrandi fágætu orðskrúði og hik-
aði ekki við að setja markmiðið
hátt. Hann var einn fyrsti talsmað-
ur þess markmiðs að stuðla að
kaupum á stórri og öflugri björgun-
arþyrlu fyrir íslendinga. Hann lét
þessa skoðun sína I ljós I sköru-
legri ræðu sem hann hélt á öryggis-
málaráðstefnu sjómanna 1987.
Helstu rökin sem hann byggði kröfu
sína á, voru þau að þar sem tækni-
þróun og rekstur þyrlna, væri orð-
inn svo fullkominn, sem raun bæri
vitni, að unnt væri að vera með
afísingarbúnað við þyrlurnar og
þær væru orðnar svo stórar að þær
gætu borið heila áhöfn stærri fiski-
skipa, þá væri engin spurning um
að slík tæki þyrftum við íslendingar
að eignast. Hann fylgdi þessu máli
vel eftir æ síðan. I sama streng
tóku nemendur Stýrimannaskólans
I Reykjavík og hafa haldið ótrauðir
áfram söfnun til þessa átaks. Krist-
jáni var ljós sú staða sem upp gæti
komið fyrir skipstjóra skips á neyð-
arstundu, að ákveða hvetjum skyldi
auðnast að lifa eða bjargast og
hveijit' skyldu hljóta önnur örlög.
Þess vegna var stór björgunarþyrla
honum kappsmál.
Hann fór heldur ekki dult með
skoðanir sínar á stjórnun fiskveiða
eins og það kerfi kom honum fyrir
sjónir. Til marks um það hve mikið
traust þingheimur FFSÍ bar til hans
sl. haust, þá var hann kjörinn til
forystu fyrir starfshópi er skyldi
halda áfram mótun þeirra tillagna
er FFSÍ vill láta sitja I fyrirrúmi
sem fiskverndunarsjónarmið og
sem fiskveiðat' skuli stjórnast af.
En stefnumótun þings FFSÍ var og
er enn að fiskur skuli ekki seldur
óveiddur I sjó. Enda eru nær allir
sjómenn sammála um að það er
ekki fiskverndun að selja fiskinn
óveiddan hæstbjóðanda. Þar eru
allt önnur sjónarmið sem liggja að
baki og eiga því miður ekkert sam-
eiginlegt með fiskverndun. Enginn
var orðinn betur kunnugur þessum
málum en einmitt Kristján Ingi-
bergsson sem varð að sjá á bak
aflamarki I annan landsfjórðung.
Því er mikill söknuður I röðum sjó-
manna og yfirmanna innan FFSÍ
sem aðhylltust þau skýru og ein-
lægu rök fiskimannsins sem Kristj-
án heitinn átti svo gott með að
koma á framfæri.
En við, sem vitum um mátt hins
almáttuga, vitum vel að Kristján
hafði fengið hlutverk sem hann
ætlaði sér að vinna. Hann mundi
heldur ekki liggja á liði sínu ef
hann ætti þess kost að leiða mál-
efni sjávarútvegsins til betri vegar.
En oft fer á annan veg en ætlað
er og því miður er það svo að ýmis
réttiætismál geta snúist I algert
óréttlæti I höndum þeirra sem vald-
ir eru til að vera í forsvari og stjórna
I hinu opinbera kerfi. Kristján var
einn þeirra manna sem sýndi I
verki, hve vel hann gat afborið slíkt
mótlæti en jafnfram barist hetju-
legri baráttu við það I kyrrþey og
án þess að misnota aðstöðu sína.
Kristján sat mörg undanfarin
þing FFSÍ fyrir hönd Vísis og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir samtökin sem stjórnarmaður.
Hann sat I núverandi skólanefnd
Stýrimannaskólans I Reykjavík, átti
sæti á síðasta Fiskiþingi sem full-
trúi FFSÍ og sat I stjórn Fiskifélags-
ins. Hann var fenginn til að kynna
sér sérstaklega ýmis öryggismál
sjómanna I Amsterdam 1988 I sam-
vinnu við Slysavarnarfélag Islands,
ásamt því að kynna sér ýmis mark-
aðsmálefni sjávarafurða á alþjóð-
legri ráðstefnu um sama leyti.
Við sem störfuðum með Krist-
jáni, innan FFSÍ og sjáum nú á bak
okkar ágæta félaga, erum að von-
um þakklátir fyrir þær ánægju-
stundir og samvistir sem við áttum
með honum og félögum hans úr
Vísi. Við færum eftirlifandi eigin-
konu hans, Kristínu Guðnadóttur,
börnunum, fjölskyldunni og félags-
mönnum Vísis, innilegustu samúð-
arkveðjur með von um að minning-
in um góðan dreng lifi sem lengst.
Við getum sannarlega ályktað sem
svo að hann hafi nú verið kallaður
I flokk góðra félaga, þar sem bíða
hans ný og mikilvæg viðfangsefni
til úrlausnar.
Harald Holsvik í stjórn FFSÍ
í dag verður jarðsettur frá
Keflavíkurkit'kju Kristján Ingi-
bergsson, skipstjóri, sem varð bráð-
kvaddur að kvöldi 3. júlí sl. aðeins
43 ára gamall. Á slíkum stundum
eru spurningarnar áleitnar og
margar en svörin fátækleg. Við
Kristján kynntumst á vettvangi fé-
lagsmálanna, hann var í forustu-
sveit skipstjórnarmanna á Suður-
nesjum og síðar formaður Vísis,
félagsins þeirra. Fyrstu eiginlegu
samskiptin hófust innan FFSÍ (Far-
manna- og fiskimannasambandið)
en þar sátum við báðir í stjórn.
Á þann vettvang berast fjölmörg
mál og alls ekki öll af sömu rót
runnin. Flest eru tengd kjörum af
einhvetju tagi en önnur tengjast
samskiptum manna, þau eru yfir-
leitt vandmeðfarin og erfið. Ef
lausn á að finnast verða viðkom-
andi að tala hreint út um kjarnann
annars finnst aldrei varanleg lausn.
Frá samskiptum mínum við
Kristján á þessum vettvangi á ég
eingöngu ljúfar minningar. Eg man
hann á fundum reiðubúinn að leggja
þeim málum lið sem hann taldi
skynsamleg og til framfara, óragur
að hafna öðrum þótt þau féllu í
fjöldann.
Upp hafa komið innan FFSÍ deil-
ur milli stétta, svipaðar og í öðrum
samtökum. Slík mál eru viðkvæm,
stundum af þeim toga að leiðrétta
verður fyrri get'ðir eigi lausn að
fást, vera tilbúinn að breyta starfs-
háttum jafnvel þótt stundum bijóti
í bága við skoðanir samhetja. í
slíkum málum var Kristján heill og
óragur.
Eg man Kristján einnig á góðri
stund, ofarlega eru í huga lok
síðustu formannaráðstefnu sem
haldin var í Keflavík. Henni lauk
að vanda með sameiginlegu borð-
haldi. Þar þakkaði Kristján okkur
aðkomumönnum komuna til
Keflavíkur, með snjallri tækifæris-
ræðu eins og honum einum var lag-
ið. Með flutu nokkrar skemmtilegar
frásagnir um menn og málefni
samtímans. Við sem sátum undir
borðum skemmtum okkur konung-
lega. Kristján hafði næma kímni-
gáfu, kímnigáfu sem ekki særði
þann sém atvikinu tengdist heldur
færði hversdagsleg atvik í búning
sem vakti kátínu þeirra sem hlýddu.
Við leiðarlok streyma myndir
minninganna um hugann. Myndir
af góðum dreng sem hafði bætandi
og lífgandi áhrif á umhverfið hvar
sem hann kom og hvert sem hann
fór. Á kveðjustund stendur minn-
ingin ein eftir en hún mun lifa um
ókomin ár.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Megi algóður guð veita eiginkonu
börnum og öðrum aðstandendum
huggun og frið.
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags Islands