Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 25 Skyndilega var Kristján Þór Ingi- bergsson, Diddi eins og við nefndum hann alltaf, kvaddur héðan í blóma lífsins kvöldið 3. júlí sl. Fyrir nær tveimur árum fékk hann áfall sem hann virtist hafa komist yfir að fullu. Kallið kom því öllum á óvart nú. Hann fæddist 23. febrúar 1947 hér í Keflavík. Foreldrar hans voru María Auðunsdóttir og Ingiberg Þ. Halldórsson. Diddi ólst að mestu upp hjá móð- urforeldrum sínum, heiðurshjónun- um Onnu Kristjánsdóttur og Auð- unni Karlssyni á Ásabraut 2. Okkar næstu og bestu nágrannar í 20 ár. Diddi var því heimagangur hjá okkur frá barnæsku. Hann var ekki gamall þegar hann fékk fyrst að fara með okkur í dragnótaróður á mb. Baldri út í Buktina. Sextán ára byrjaði hann að fara með okkur í hlauparóðra og var svo að mestu á mb. Baldri þar til hann fór í Stýrimannaskólann. Þar lauk hann námi vorið 1971. Þá fór hann strax stýrimaður á mb. Hegra með Jóhanni Péturssyni, sem áður hafði verið með mb. Baldur. Árið 1972 var Diddi skipstjóri á mb. Ólafi II KE. Um skeið átti hann mb. Skagaröst með Sævari Brynjólfssyni og var þar skipstjóri. Eftir að þeir seldu Skagaröstina var hann að mestu með Þorsteini Árna- syni á ms. Ársæli. Árið 1981 kom Diddi aftur á mb. Baldur og þá sem skipstjóri. Þar fann hann sig vel, einkanlega á dragnótaveiðunum og náði á þeim betri tökum en flestir eða allir þau ár sem hann átti eftir. Öll árin hafði hann sömu sam- hentu skipshöfnina að mestu með sér á mb. Baldri. Diddi var nútíma skipstjóri. Hann var fljótur að tileinka sér öll ný tæki og náði leikni í að fara með þau og nýtti sér kosti þeirra. Ekki stólaði hann þó alfarið á tæknina, heldur lagði sig einnig eftir fræðum þeirra eldri og margar „lexíurnar" í dragnótafræðum nam hann í eldhúsinu hjá Óskari Jóns- syni, sem kenndur var við mb. Gull- þór á sinni tíð. Síðan í haust var hann búinn að bijótast í að eignast mb. Baldur sem seldur hafði verið til Akureyrar, til þess að hirða af honum kvótann. Sú sala 'var honum mikið áfall og kom honum sem öðrum mjög á óvart. Diddi var kominn í forustu í félagsskap skipstjórnarmanna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeirra vegum. Mest lét hann þó til sín taka í öryggismálum sjómanna. í einkalífi var Diddi mikill gæfu- maður. Kornungur valdi hann sér traustan lífsförunaut, Kristínu Guðnadóttur. Þau stofnuðu heimili aðeins 16 ára gömul. Ekki spáðu allir vel fyrir því til- tæki, en þau voru samhent og stað- ráðin í að hnekkja öllum hrakspám. Leystu öll sín vandamál ekki síður en þeir sem eldri voru og fljótlega varð heimili þeirra og sambúð til fyrirmyndar. Börnin urðu þrjú, Ánna María, bóndakona austur á Helluvaði III, sem á tvö börn, stúlku og dreng, Guðný, sem þegar hefir fest ráð sitt, og yngstur er svo Bergþór. Diddi var mjög hændur að afa sínum og sjaldan lét Auðunn sig vanta á bryggjuna þegar Baldur kom að landi. Það mátti vel sjá á honum hvernig Baldur hafði fiskað. Nú verða þáttaskil í lífi þeirra sem næst stóðu Didda, mest hjá þér Kidda mín og börnunum. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Olafur Björnsson Þann 3. júlí sl., þegar ný bæjar- stjórn Keflavíkur hélt sinn fyrsta fund, lést Kristján Þ. Ingibergsson, 5. maður á lista okkar sjálfstæðis- manna í nýafstöðnum sveitarstjórn- arkosningum, er hann var að koma heim úr stuttri ferð erlendis. Kristján hafði tekið ötulan þátt í kosningabaráttunni, eins og hans var von og vísa, og með glettni sinni og græskulausri kímni átti hann stóran þátt í þeim góða samstarfs- anda sem ríkti innan hóps okkar frambjóðenda. Hann hafði glaðst með okkur yfir góðum úrslitum kosninganna og nú lá fyrir honum að gegna stöðu fyrsta varamanns sjálfstæðismanna í bæjarstjórn næsta kjörtímabil ásamt því að vera formaður atvinnumálanefndar. Við fráfall hans er því skarð fyrir skildi. Kristján Þ. Ingibergsson var bor- inn og barnfæddur Keflvíkingur, fæddur 23. febrúar 1947. Foreldrar hans eru Ingiberg Þ. Halldórsson og María Auðunsdóttir. Eins og svo márgir stráklingar þess tíma í Keflavík, ólst Kristján að miklu leyti upp á bryggjunni. Hefur það án efa orðið til þess að hann var einn þeirra sem gerðu sjó- mennskuna að ævistarfi sínu. Hann byijaði snemma til sjós og var há- seti á ýmsum bátum en síðar vél- stjóri. Árið 1971 lauk Kristján prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var eftir það stýrimað- ur og skipstjóri, hin síðari ár var hann skipstjóri á mb. Baldri KE 97 og var gjarnan kenndut' við þann bát í daglegu tali. Hann var far- sæll sjómaður og fengsæll skip- stjóri. Ung að árum bundust þau tryggðarböndum, Kristján og Kristín Guðnadóttir, og saman tók- ust þau snemma á hendur hlutverk foreldra og rekstut' heimilis. Hvort tveggja fórst þeim einkar vel úr hendi og eignuðust þau 3 börn sem öll bera þess merki að vera alin upp við .ástríki og umhyggju foreldra sinna. Börn þeirra eru Anna María, f. 1962, Guðný, f. 1967, og Ingi- berg Þór, f. 1973. Þær systur hafa þegar stofnað sín heimili en Ingi- berg er enn í foreldrahúsum. Barna- börnin eru orðin 2. Kristján var ekki sú manngerð sem lætur sér nægja að sitja hjá og fylgjast með mönnum og málefn- um. Hann vildi aðhafast. Þannig hafði hann lengi látið að sér kveða innan sjómannastéttarinnar og voru öryggismál sjómanna honum sér- lega hugleikin. Kristján var formaður Vísis, fé- lags skipstjórnarmanna á Suður- nesjum, og átti sæti í Farmanna- og Fiskimannasambandi íslands. Hann var í stjórn Fiskifélags ís- lands og í stjórn Fiskmarkaðar Suðurnesja. Þá sat Kristján í skóla- nefnd Stýrimannaskólans í Reykjavík og var einnig virkur inn- an Lionshreyfingarinnar, en hann hafði m.a. gegnt formennsku í Li- onsklúbbnum Oðni í Keflavík. Að framansögðu má vera ljóst að Kristján hafði komið mörgu í verk þótt æviárin teldu ei meira en 43. En hann var ekki hættur, áfram skyldi haldið. Kristján hafði ásamt fleirum áhyggjur af versnandi stöðu sjávar- útvegs á Suðurnesjum og enn vildi hann aðhafast, nú á sviði sveitar- stjórnarmála. Af því varð ekki — kallið kom svo ótímabært og óvænt. Undirrituð átti því láni að fagna að geta talið Didda og Kiddu, eins og þau voru jafnan kölluð, til per- sónulegra vina. Sú vinátta hefur staðið allt frá því að ég flutti til Keflavíkur fyrir tæpum 20 árum og giftist einum „stráklinganna af bryggjunni". Engan grunaði nú að ekki gæfust fleiri samverustundir — að ekki fengjum við lengur notið glaðværðar og hnyttni Didda í vina- hópi. Ég háfði einnig hlakkað til að vinna með honum að sveitar- stjórnarmálum, því þar hafði hann margt til málanna að leggja. Nú er aðeins hægt að þakka og safna minningunum í sjóð er verður vand- lega geymdur. Ég vil fyrir hönd allra þeirra er skipuðu framboðslista sjálfstæðis- ntanna, þakka Kristjáni Þ. Ingi- bergssyni að leiðarlokum fyrir sam- starf og samveru. Við biðjum Guð að styrkja ástvini hans aila í þeirra þungu raun. Jónína Guðmundsdóttir Kveðjuorð Mig langar til að kveðja vin minn Didda með nokkrum fátæklegum orðum. Við Diddi höfðum þekkst frá því við vorum drengir, en vin- átta okkar styrktist ekki verulega fyrr en ég fór að stunda sjóinn, þá kynntist ég því hvern mann hann hafði að geyma. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa og segja manni til ef hann taldi sig þess umkominn. Þegar ég fór minn fyrsta snurvoðarróður bauðst Diddi til að koma með mér sem ég þáði, og hefur sú tilsögn reynst mér rnjög gott veganesti. Eftir því sem lengra hefur liðið hef ég betur gert mér grein fyrir því hversu heppinn ég var að fá þessa góðu tilsögn í upphafi. Það kom ekki ósjaldan fyrir að Diddi hafði samband við menn sem kontu ókunnugir inn á okkar veiðisvæði frá öðrum landshlutum, og varaði þá við því sem varast þurfti og sagði þeim til um þá hluti sem þeir þurftu að vita um, en oft tekur lang- an tíma fyrir menn að koma sér niður á veiðisvæði, því flestir skipta sér lítið að þeim. ■ Sama var með okkur heimabát- ana, alltaf var hann boðinn og bú- inn að aðstoða eða koma til hjálpar sama hvort lítið eða mikið lá við, smá tilsögn eða eins og þegar Blik- anum var bjat'gað frá því að reka upp í Stafnesið í suðvestanbrælu. Diddi var mjög skemmtilegur félagi, því þar fóru saman góðar gáfur og mjög skemmtileg kímni- gáfa, sem naut sín vel í þeim félags- málum sem hann gaf sig að, hvort sem vat' á vegunt sjómannasamtak- anna eða annarra félagasamtaka. Hann var tillögugóður og fylginn sér í öllum þeint málum sem hann tók sér fyrir hendur. Inn á heimili okkar Guðrúnar kom Diddi oft og var þá gjarnan sest við eldhúsborð- ið og málin rædd yfír kaffibolla. Okkur og börnunum þótti alltaf gott að fá hann í heimsókn og létt- ist þá brúnin á öllum og þó sérstak- lega á syni okkar honum Árna, en Diddi og hann voru alveg sérstakir vinir. Alltaf þegar Iliddi birtist í dyra- gættinni hljóp Árni upp um hálsinn á honum og stóð gjarnan við hliðina á honum eða reyndi alltaf að vera sem næst honum. Þeir heilsuðu allt- af hvor öðrum með því.að segja hvot' við annan: „Hvað segirðu, gamli seigur?“ Diddi var þolinmóður þegar Árni átti í hlut og við öll sem þekkjum til vitum að við fráfall Didda hefur Árni misst kæran vin. Elsku Kidda, Anna María, Guðný og Beggi, ég veit að sorgin er stór og mikið frá ykkut' tekið, en eitt eigið þið alltaf sem aldrei verður frá ykkur tekið og það er minning- in um góðan eiginmann og föður. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Raggi Sunna rís sæl úr unnum sest undir kvöld í vestri eins rennur ævin manna ört þar til daprast fartin. En skerfur hvers er hverfull hvik lífsþráin svikul, molna björg, brotna hörgar bresta stoðir svo flestar. (Jón frá Pálmholti) Þriðjudagurinn 3. júní rann upp bjartur og fagur. Einn í röð þeirra yndislegu sólskinsdaga sem við höf- um fengið að njóta undanfarið hér sunnanlands. Að vakna inn í svona dag er engu öðru líkt. Fyrirheit hans eru mörg. Munaðurinn að finna sólina verma sig. Blómin og grösin í sínum skæru litum. Spegil- sléttur sjórinn. Sólroðna kletta ber við bláan himinn. Fegurð náttúr- unnar hvert sem litið er. Það eina sem minnir á haustið og fallvaltleik lífsins eru ljósgrænir deplar langt í fjarska, nýslegin tún. En um það hugsum við ekki á svona fögrum degi. í dag þarf ekki að betjast við náttúruöflin, í dag eru þau á okkar bandi. Það veitir öryggi. En innst inni vitum við þó að öllum góðum dögum fylgir kvöld og þá daprast litir náttúrunnar í kulinu. Og áður en sólin settist í vestrinu þennan dag, hafði birta hennar fölnað í hugum okkar sem vissum að hann Diddi væri allur. Það var fyrir u.þ.b. 15 árum að leiðir okkar og Kristjáns Ingibergs- sonar, eða Didda eins og hann var jafnan kallaður, lágu saman. Alla tíða síðan höfum við átt því láni að fagna að mega telja þau hjónin meðal vina okkat'. Við fluttum burt frá Keflavík, það varð vík milli vina, en sambandið hélst og var ræktað svo sem kostur var. Þó að við viss- um að Diddi gengi ekki fullkomlega heill til skógar síðustu árin, hvarl- aði hugurinn ekki að veikindum þegar hann var annars vegar. Jafn- an vai' hann með gamanyrði á vör, brosið. leyndist í augnakrókunum og hressilegur hlátui'inn hljómaði í kringum hann. Upp í hugann kem- ur gömul staka sent á vel við. Þá mig höfðu glöpin grætt gafst ljðs í skugga hlýjan frá þér hefur brætt hélu á sálarglugga. Þannig var hann hlýr og gefandi og honum var jafnan hröð höndin ef hann hélt að einhver þyrfti hjálp- ar við. Menn sem eiga lífsafkomu sína undir óblíðum tökum íslenskrar veðráttu vita vel hve vamnáttug ntannskepnan er gagnvatt náttúru- öflunum. Þeir vita vel að kallið hinsta kemur oft óvænt og oft et' höggvið þar sem þess er síst von. Engu að síður ganga þeir æðrulaus- ir til starfa sinna. Enginn má sköp- um renna og ekkert er tilviljunum háð í forsjón almættisins. Þetta er bjargföst trú flestra sjómanna og þar var hann engin undantekning. Hann var trúaður maður og fjarri honum var að álíta að lífinu væri lokið við landamærin. Við stöndunt nú og horfum á eftir Didda sem kallaður er burt á miðjum annadegi. Við erum góðunt vini fátækari. En við verðunt að sætta okkur við það sem orðið er og reyna að læra að lifa með minn- ingunum og þeirri vissu að þegar við verðum kölluð, þá standi Diddi á ströndinni hinum megin og taki á móti okkur glaður og reifur eins og áður. Þessar fátæklegu línur eru skrif- ' aðar sem nokkurs konar þakklætis- vottur frá okkut' og börnurn okkar, fyrir það að hafa átt að vini góðan dreng sem gerði líf okkar svo miklu t'íkara. Huggunarorð mega sín lítils í þeirri sorg sem nú ríkir í Hamra- gat'ði 9. Þess vegna segjum við aðeins að endingu. Elsku Kidda, Anna María, Guðný, Beggi og allir aðrir ástvinir Kristjáns Ingibergs- sonar, Guð styrki ykkur. Sævar og Ebba Fyrstu tónleikarnit' voru í Húsavíkurkirkju föstudaginn 6. júlí og léku þar Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdótt- ir semballeikari og síðan léku þau í Reykjahlíðarkirkju á laugardag og í Akureyrarkirkju á sunnudag. MISHERMT var í blaðinu síðastlið- inn fimmtudag að Frans Andries- sen, varaforseti Framkvæntda- stjórnar Evrópubandalagsins, yrði á morgunverðarfundi hjá Verslun- Okkur félagana í Vísi setti hljóða er þær fregnir bárust að formaður okkar, Kristján Ingibergsson hefði látist að kvöldi 3. júlí síðastliðinn. Það er erfitt að skilja og trúa þeg- ar menn í blóma lífsins eru svo skyndilega burt kvaddir. En sláttu- maðurinn mikli virðist engan grein- armun gera á því hver okkar er næstur. Diddi, eins og hann var ævinlega kallaður, ólst upp í Keflavík. Strax á unglingsárum hóf hann störf við fiskvinnslu en síðan tók sjómennsk- an við. Sjómennsku stundaði hann til dauðadags, lengst af sem skip- stjóri á Baldri KE 97. Á vordögum 1973 gekk hann í Vísi, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, og gerðist strax virk- ur félagi. Árið 1981 er hann kosinn ritari félagsins, en tekur við fort mennsku 1984 og er formaðut' fé- lagsins til dauðadags. Ásamt því átti Diddi sæti í stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, hann sat í skólanefnd Stýrimannaskólans, síðustu ár hef- ur hann setið fiskiþing sem fulltrúi Suðurnesja og var á síðasta fiski- þingi kosinn í stjórn Fiskifélags Is- lands. Diddi lét öryggismál sjómanna mikið til sín taka og á ráðstefnu um öryggismál í september 1987 beindi hann m.a. þeim tilmælum til siglingamálastjóra að settar yt'ðu reglur unt að hluti smábáta yrði málaður skærrauðum lit svo þeir mættu betur sjást og er þetta orðin skylda í dag. Á sömú ráðstefnu ræddi hann ýtarlega um nauðsyn þess að keypt yrði stærri og öflugri þyrla fyrir landhelgisgæsluna en sá þáttur öryggismála var honum sér- staklega hugleikinn. Nú að leiðarlokum viljum við þakka honum fórnfúst og óeigin- gjarnt starf í þágu félags okkar og Sjómannasamtakanna í heild. Við færum eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum, okkar dýpstu sam- úð, með þeirri vissu að góður Guð styrki þau í þeirra miklu sorg. Vísir, félag skipstjórnar- manna á Suðurnesjum. Viðtökur voru góðar, en aðsókn ekki nógu góð á Húsavík, en ágæt í Reykjahlíð. Næstu vikurnar vet'ða tónleikar á nefndum stöðum og dögum og koma þar fram margir af okkar þekktu listamönnum. - Fréttaritari . , arráði íslands þann 13. þessa mán- aðar. Hið rétta er að fundurinn verður þann 27. á Hótel Sögu. Beð- ist er velvirðingat' á þessu mishermi: Morgunblaðið/Silli Guðrún og Kolbeinn á tónleikunum á Húsavík. Húsavík: Sumartónleikar á Norðurlandi Húsavík. SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi 1990 eru að byrja og heQast nú Qórða árið, vegna mikils áhuga og fórnfús starfs þeirra Margrét- ar Bóasdóttur óperusöngkonu og Björns Steinars Sólbergssonar organisia, sem eru upphafsmenn þeirra. Andriessen kemur 27. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.