Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.07.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990 33 Sjónvarpsáhorfendur vonsviknir í annars upptendraðri hrifiiingu Til Velvakanda. Vinsamleg skrif Baldurs Pálma- sonar í Velvakanda, m.a. vegna út- sendingar Sjónvarpsins á tónleikum Pavarotti, Domingo og Carreras frá Róm, eru kærkomið tilefni til þess að koma á framfæri nokkrum upplýs- ingum fyrir hönd Sjónvarpsins. Fyrst og fremst vil ég þakka Baldri Pálmasyni og öllum öðrum unnendum sönglistar og sjónvarps- efnis í hæsta gæðaflokki fyrir einstök viðbrögð við tónleikum meistaranna 7. júlí sl. Sem betur fer láta áhorfend- ur okkur sjónvarpsmenn oft vita um það, þegar þeim fellur sérlega vel við einhver dagskráratriði, en við- brögðin við Rómartónleikunum voru svo umsvifalaus, sterk og eindregin að langt er að leita samjafnaðar, og það er síður en svo einkennilegt þótt einasta umkvörtunin sé sprottin af þeim grun áhugasamra áhorfenda að þeir kunni að hafa misst af ein- hvenu eða eitthvað hafí verið af þeim haft. Innkaupa- og markaðsdeild Sjón- varpsins gerði samning í maí um sýningu Rómartónleikanna fyrir íslenska áhorfendur. Þá voru þeir áætlaðir 90 mínútur og upp á það hljóðar samningurinn. Vegna undan- úrslita í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu gat upphafi þeirra seinkað og tímasetningu þeirra allri þar með. Til þess að vera viðbúnir slíku pöntuðu ítalskir sjónvarpsmenn rúman tíma fyrir dreifingu um gervi- hnött, svo hún væri trygg þótt til framlengingar og vítaspyrnukeppni kæmi. Nú kom ekki til slíks og tónleik- arnir hófust á réttum tíma. Fljótlega mátti sjá staðfestu þess að rætast myndu spár þeirra, er að þeim stóðu eða keypt höfðu útsendingarrétt: Tónleikar söngvaranna þriggja Stefndu í að verða sérlega vel heppn- aðir. Þegar komið var í síðasta kafla þeirra var áhorfendum ljóst að þeir höfðu orðið vitni að einstæðum og framúrskarandi ánægjulegum list- viðburði. Síðasti kaflinn var syrpa af „léttum lögum“ sem Pavarotti, Domingo og Carreras fluttu saman, og að honum loknum var hinn eigin- legi tími tónleikanna liðinn. Þá tók við uppklapp í stemmningu sem eng- inn gat verið ósnortinn af, síst söngv- ararnir, sem eftir stutta ráðfærslu við samverkamenn ákváðu að endur- taka syrpuna. Við það lengdust tón- leikarnir um nær hálftíma fram yfir það sem áætlað hafði verið, nokkuð sem er mjög óvenjulegt í slíkri send- ingu og gat aðeins orðið vegna þess hve rúmur tími var enn til umráða á alþjóðlegu dreifingarkerfi, þar eð engin seinkun hafði orðið á knatt- spyrnunni. Við lok endurtekningar- innar, þegar þessi einstaka hátíð hafði þegar lengst um fjórðung um- fram áætlun, var svo send út afkynn- ing eins og vera bar. En þá hafði að líkindum gerst það sem gott fólk þekkir úr réttum og víðar, að hvorki söngvarar né áhorfendur gátu hugs- að sér að láta staðar numið, og það síðasta sem við sáum' til liinna fram- úrskarandi mannlegu þremenninga var að þeir sungu „Nessun Dorma“ fullum hálsi: Enginn sefur. ítölsku stjórnendurnir notuðu síðustu út- sendingarsekúndur sínar, þótt raun- ar væri tónleikunum lokið, en þær sekúndur dugðu ekki fyrir flutning lagsins alls — og það verður að segja íslenskum sjónvarpsáhorfendum til hróss að þeir urðu upp til hópa sár- lega vonsviknir í annars upptendr- aðri hrifningu sinni. Hafí „Nessun Dorma", og hugsan- lega fleiri lög sem ekki voru send út, verið tekin upp og eru fáanleg, þá mun Sjónvarpið gera sitt ítrasta til þess að útvega upptöku af þeim og senda út með endursýningu tón- leikanna síðdegis sunnudaginn 16. september næstkomandi. En jafnt þótt sú útvegun takist ekki er til- hlökkunarefni að eiga I vændum tveggja tíma endurfundi við lista- mennina og rómverska aðdáendur þeirra. Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri. Hljótum að geta séð okkur fært að aðstoða náungann Til Velvakanda. Morgunblaðið sagði frá því á baks- íðu 12. júlí að fjöldi fólks hefði ekið framhjá tvítugum Borgfirðingi sem var illa slasaður á fæti. Hvað er að gerast með íslendinga? Erum við að verða eins og þeir sem búa stórborg- irnar erlendis þar sem enginn þorir að skipta sér af bágstöddu fólki og öðrum sem eru í vandræðum? Sam- kvæmt fréttinni beið pilturinn í þtjá stundarfjórðunga upp á vegarbrún- inni og voru margir bílar sem óku fram hjá honum án þess að stoppa og athuga hvað væri að. Er ég viss um að enginn vildi hafa verið í spor- um piltsins og vonandi að þetta hafi verið einstakt tilfelli. Við íslendingar hljótum að geta séð okkur fært að aðstoða náungann þegar hann er í nauðum staddur. Því það er aldrei að vita nema maður lendi sjálfur í aðstæðum þar sem aðstoð væri vel ÞeS'n- íslendingur. Hestur i óskilum Á Indriðastöðum í Skorradal er óskilahestur, brúnn á lit, ómarkaður,u.þ.b. 10-12 vetra, gamaljárnaður. Upplýsingar í símum 93-70066 og 93-70005. Hreppstjóri Skorradalshrepps. EFLING SJÁLFSVITUNDAR OG PERSÓNUSTYRKS Dr. Paula Horan heldur námskeið i Reykjavík 27. til 30. júlí um ofanskráð efni. Sérstök áhersla lögð á að þátttakendur nái tengslum við eigið sjálf og læri að virkja jákvæð öfl innri vitundar; breyta hugsanamynstri sínu til aukinnar vellíðunar og lífsfyllingar. Upplýsingar og skáning: Hugræktarhúsið, Hafnarstræti 20, sími 91-620777. Opið frá 14.30-16.30 virka daga. Skráningu lýkur 20. júlí. útgáfu bókar með íslensku vættatali, þar sem gerð^ferður grein fyrir nafngreindum yfirnáttúrulegum verum sem einhverjar sagnir eru til um á íslandi. Leitað hefur verið fanga í öllum helstu þjóðsagnasöfnum og fornsögum. Heimildir um slírar verur geta þó leynst ótrúlega víða, ekki síst í munnmælum. Því biðjum við þá sem kannast við drauga, huldufólk, tröll, verndarvættir eða aðrar yfirnáttúrulegar verur, sem ekki er að^finna í stærri þjóðsagnasöfnum, að skrifa,okkur í draugadeildinni. Mál IMI og menning „Draugadeild“ Laugavegi 18, Reykjavík. BENETTON - VERZLANIRNAR verða lokaðar í dag vegna verðbreytinga Útsalan hefst á mánudag kl. 10 Benetton, Skólavöröustíg Benetton, Kringlunni cnellon SISLEY

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.