Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 35 KIMATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Islands- meistarar KA einir á botninum ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu er nú hálfnað, en 10. umferðin fer fram um helgina. Athygli vekur að íslandsmeistarar KA sitja einir á botninum — hafa aðeins sigrað Víking og Stjörn- una og gert jafntefli við ÍBV, en tapað öðrum leikjum. Valsmenn eru í efsta sæti, hafa unnið sex leiki, gert jafntefli við Víkinga, en tapað fyrir nýliðum Stjörnunnar og bikarmeisturum Fram. Efsta liðið mætir ÍA á Akra- nesi í dag, en Skagamenn eru í óvenjulegri stöðu — í botnbaráttu. Þeir hafa unnið neðstu liðin, KA og Þor, á heimavelli, gert jafntefli við Stjörnuna heima og Víking úti, en tapað öðrum leikjum, þ.á.m. 1:0 gegn Val. Víkingur fær KR í heimsókn á morgun. Heimamenn hafa leikið vel og eru i fimmta sæti eftir þijá sigra, fjögur jafntefli og aðeins tvö töp — gegn KR og KA. KR, sem vann Víking 2:1 í fyrstu umferð, er í öðru sæti eftir sex sigra og þijú töp — gegn ÍBV, Fram og Val. íslandsmeistarar KA taka á móti FH á mánudag, en FH vann fyrri leikinn 1:0. Liðin höfnuðu í tveimur efstu sætunum í fyrra, en hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. KA í fall- sæti og FH með fjóra sigra og fimm töp — gegn Víkingi, ÍBV, Þór, KR og Val. 13 óhappatala Fram? Um leið fer fram viðureign Fram og ÍBV í Laugardal. Framarar byij- uðu mótið með, miklum látum og virtust vera að stinga af, en 13 er greinilega ekki happatala liðsins. Að fimm umferðum loknum var markatalan 13:0 og stigin 13, en síðan komu þrír tapleikir í röð — gegn Víkingi, FH og Stjörnunni — og fjórða tapið var í bikarkeppn- inni, en loks í síðustu umferð birti til og bikarmeistararnir eru í 3. sæti með stigi meira en ÍBV. Nýlið- arnir hafa staðið sig vel, aðeins tapað tveimur leikjum — 4:0 gegn Fram og 4:1 gegn Val, gert jafn- tefli í síðustu þremur leikjum, en sigrað fjórum sinnum. Stjarnan og Þór leika í Garðabæ á sama tíma. Stjarnan vann fyrri leikinn 2:0 og hefur auk þess sigrað Val og Fram, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. Þór getur aðeins státað af tveimur sigrum, gegn FH og KA, og jafntefii gegn Fram, en norðanmenn hafa tapað öðrum leikjum. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U j T Mörk U J T Mörk Mörk Stig VALUR 9 4 1 1 11:5 2 0 1 43 15:8 19 KR 9 3 0 2 7:5 3 0 1 7:4 14:9 18 FRAM 9 2 0 2 9:4 3 1 1 8:3 17:7 16 ÍBV 9 3 1 1 8:8 1 2 1 4:6 12:14 15 VÍKINGUR 9 2 2 0 5:2 1 2 2 5:7 10:9 13 FH 9 3 0 2 8:4 1 0 3 6:9 14:13 12 STJARNAN 9 1 1 2 5:8 2 1 2 6:7 11:15 11 ÍA 9 2 1 1 7:5 0 1 4 3:11 10:16 8 ÞÓR 9 1 1 3 4:7 1 1 2 2:5 6:12 8 KA 9 1 1 1 3:2 1 0 5 5:12 8:14 7 ÍÞróttir helgarinnar KNATTSPYRNA 1. DEILD KARLA Laugardagur: ÍA-Valur..............kl. 14 Sunuudagur: Víkingur-KR...........kl. 20 Mánudagur: Fram-ÍBV..............kl. 20 Stjarnan-Þór..........kl. 20 KA-FH.................kl. 20 1. DEILD KVENNA Laugardagur: Þór-KR................kl. 14 4. DEILD KARLA Laugardagur: Huginn-Sindri.........kl. 15 2. DEILD KVENNA Sunnudagur: Einheiji-Valur....kl. 16.30 GOLF EM í GRAFARHOLTI Evrópumeistaramót unglinga í golfi, sem fram fer á Golf- velli GR í Grafarholti, heldur áfram í dag, en keppni lýkur á morgun. OPIÐ MÓT Opið mót, Coca Cola mótið, verður á Hólmsvelli í Leiru, í dag. Byijað verður að ræsa út kl. 8 og verður ræst tii kl. 14. Leiknar verða 18 holur, með og án forgjafar, FRAMDAGURINN Hinn árlegi Framdagur verður á morgun, sunnudag. Knatt- spyrnuleikir í öllum yngri fiokkum félagsins verða á Framsvæðinu við Safamýri frá kl. 12.30. Dagskráin endar á leik 3. flokks Fram og Vikings í bikarkeppni KSI, sem hefst kl. 16. Framkonur selja veitingar að vanda, frá kl. 14 þar til kl. 18. KEILA Öskjuhlíðarmótið fer fram í kvöld eins og venjulega á laugardagskvöldum og hefst kl. 20.00. .vr' REYKJAVIKURMARAÞON Mikilvægt að stígandinn í æfing- unum sé réttur Fjöldi æfinga í annarri viku verður hinn sami og í fyrstu viku. Hins vegar bætist aðeins við vegalengdirnar og ein æfingin hjá skemmtiskokkurunum verður hraðari. Mikilvægt er að stígand- inn í æfingunum verði réttur. Þannig mun bætast við ein æfing í þriðju viku og síðan lögð aukin áhersla á hraða í þeirri fjórðu. Seinasta vikan fyrir Reykjavík- urmaraþon verður hins vegar ról- eg. Rétt er að benda á að æski- legt er að teygja í u.þ.b. 10 mínút- ur fyrir og eftir hveija æfingu. Það dregur úr stirðleika og hjálp- ar líkamanum til að vera í jafn- vægi. Einnig vii ég benda byijend- um á að hlaupa ekki eingöngu á malbiki og reyna að komast á gras. Með því móti má draga úr stífleika. 2. vika Skemmtiskokk Hálfmaraþon 1. d. 6 km rólega 12 km rólega 2. d. Hvíid Hvíld 3. d. 3 km jafnt ökmjafnt 4. d. Hvíld 8 km rólega 5. d. 5 km rólega Hvíld 6. d. Hvíld 8kmjafnt 7. d. Hvíld Hvíld Útbúnaður Skóbúnaður er mjög mikilvægt atriði. Góðir skór eru ein besta forvörnin fyrir meiðsli. Skórnir eiga að vera þægilegir og hafa þykkan og mjúkan sóla, til að draga úr höggum upp í hælinn. Þetta er sérstklega mikilvægt fyr- ir þá sem er þungir. Gott er að eiga tvö pör til skiptanna. Keppn- isskór eru gjarnan þynnri og létt- ari. Það er ekkert atriði fyrir skokkara að kaupa slíka skó þar sem ávinningurinn hvað hraða snertir er í raun mjög lítill. í keppni ætti fólk aldrei að nota nýja skó heldur hafa hlaupið nokkrum sinnum í þeim áður. Um fatnað má almennt segja að hann á að vera þægilegur. Notagildi ætti ávallt að koma á undan öðrum gildum s.s. tísku. Einstaklingar eru misjafnir og eiga að búa sig eins og þeim kem- ur best. Þeir sem þurfa að nota vettlinga eiga að gera það o.s.frv. Varhugavert getur verið að gera allt eins og aðrir í hópnum því þeir hafa líkast til aðrar þarfir. Undanfarin ár hefur alls konar búnaður fyrir skokkara komið fram á sjónarsviðið. Nefna má þyngdarvesti, púlstæki, sérhæfð- ar skeiðklukkur, drykkjarbelti og kassettutæki. Sumt af þessu er ágætt en annað algjörlega óþarft og jafnvel truflandi. Fólk á að vera krítískt þegar það kaupir siíkan búnað, t.d. má nefna að þyngdarvesti ætti ekki að nota nema undir leiðsögn þjálfara: Með kveðju, Sigurður P. Sigmundsson. LANDSMOT UMFI M org un blaðiö/Þo rkei I 600 krakkar í UMFÍ hlaupi Úrslit í UMFÍ hlaupinu fóru fram í Mosfellsbæ í gær. Um 600 krakkar, víðs vegar af að landinu, mættu þá til leiks en þau höfðu unnið sér þátttökurétt í forkeppni. Talið er að alls hafi um 20.000 börn tekið þátt í forkeppninni út um land. Það eru krakkar á aldrinum 11-14 ára sem hlupu. Setningarathöfn Landsmótsins fór fram í gærkvöldi, og voru m.a. menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra viðstaddir. Einnig nokkrir keppendur frá því á Landsmótinu 1940 sem fraœ— fór í Haukadal. Mikil keppni var á svæðinu í gær í hinum ýmsu greinum og heldur hún áfram af krafti í dag og má sjá dagskrána á síðunni hér til hliðar. Landsmótinu lýkur annað kvöid.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.