Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 36
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
í sjálfheldu á skólaþaki
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
SLÖKKVILIDID í Reykjavík bjargaði um kvöldmatarleytið í gær þrem-
ur drengjum niður af þaki Snælandsskóla í Kópavogi. Höfðu þeir kom-
ist upp á þakið án teljandi erfiðleika en brast kjark þegar að því kom
að fara niður. Að sögn slökkviliðs voru drengirnir orðnir nokkuð skelk-
aðir er körfubíl slökkviliðsins bar að en þeir hresstust fljótt þegar
niður var komið.
Þorskblokk seld fyrir met-
verð á Bandaríkjamarkaði
VERÐ á þorskblokk hefur hækkað á Bandaríkjamarkaði síðastliðna
tvo mánuði um 7,7%, úr 1,90-1,95 Bandarikjadölum pundið í 2,05-2,10
dali, og er því búið að ná metverðinu, sem þar fékkst árið 1987, að
sögn Magnúsar Gústafssonar forstjóra Coldwater Seafood Corp., dótt-
urfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna i Bandaríkjunum. Verð
á þorskblokk liefur hækkað um 27,37» í Bandarikjunum á þessu ári.
„Við höfnm hækkað verð á þorskflökum umtalsvert undanfarið til að
vera samkeppnisfærir við Evrópu, þó ekki ja&imikið og verðið á blokk-
inni,“ segir Magnús.
Fljótsdalsvirkjun:
Hálfur ann-
ar milljarður
T vegagerð,
rannsóknir
og hönnun
ÞEGAR hefur verið varið 1.500
milljónum króna til undirbúnings
Fljótsdalsvirkjunar. Þarna er um
að ræða rannsóknar- og hönnun-
arvinnu, auk talsverðrar vega-
gerðar á Fljótsdalsheiði. Halldór
Jónatansson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir að þessi vinna
muni nýtast ef farið verður út í
4Mið virkja á Fljótsdal vegna nýs
álvers. Þær 300 milljónir, sem
Alþingi heimilaði að yrði varið
til virkjunarundirbúnings á
þessu ári, muni fara til að Ijúka
hönnunarvinnu og ganga frá út-
boðsgögnum fyrir Fljótsdals-
virkjun og stækkun Búrfells-
virkjunar.
Halldór sagði að af þessum 1.500
milljónum, á verðlagi síðustu mán-
aðamóta, hafi um 1.200 milljónum
■verið varið af Orkustofnun og Raf-
magnsveitum ríkisins, áður en
Landsvirkjun tók við virkjunarund-
irbúningnum. Gerðir hafi verið veg-
ir, sem nýtast inuni við gerð nýrrar
virkjunar, og einnig litlir stíflugarð-
ar vegna vatnamælinga. Þessi
mannvirki hafi verið færð til eignar
í reikningum Landsvirkjunar, og
afskrifuð eins og annar rannsókna-
og undirbúningskostnaður.
Halldór segir að stefnt sé að því
að strax eftir áramótin verði
stærstu verkþættirnir boðnir út, og
síðan gerðir verksamningar, þannig
að hægt sé að hefja vinnu á virkjun-
arsvæðunum að vori. Búið sé að
bjóða út vélar í stækkun Búrfells,
{ a^n eftir s® að bjóða út byggingar-
vinnu. Fyrir Fljótsdalsvirkjun þurfi
að bjóða út vélar, byggingarvinnu
og rafbúnað. „Að þessu verður unn-
ið til áramóta, auk þess sem ætlun-
in er að fara í vegagerð á F'ljótsdals-
heiði, sem við verðum að ljúka í
október, áður en veturinn gengur í
garð,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að þessar undir-
búningsframkvæmdir væru ástæð-
an fyrir því, að íslendingar væru
samkeppnishæfir um að bjóða orku
til nýs álvers. Án þeirra væri ekki
unnt að lofa öðrum orku til álvers
1994, eins og nú væri myndazt við.
Magnús Gústafsson sagði að
hækkanir tii framleiðendanna væru
ekki allar komnar til viðskiptavinar-
ins. „Við hækkuðum verð á ýsu úr
2,75 Bandaríkjadölum í 2,90 til að
fá meira framleitt af henni. Þá
minnkaði hins vegar salan en við
vonumst til hún aukist aftur núna
vegna verðhækkunar á þorski. Við
höfum hækkað verð á karfa lítils-
háttar en það hefur verið mikið
framboð af honum frá Kanada og
verðið hefur lækkað undanfarið. Við
höfum hins vegar selt beinlausan
karfa og fengið fyrir hann mun
hærra verð en Kanadamenn fá fyrir
sinn karfa. Okkur hefur gengið
ágætlega að selja ufsa og framboð
af hoiium hefur verið nægilega mik-
ið,“ sagði Magnús.
Hann sagðist telja að nú væri það
svipaður kostur fjárhagslega að
framleiða fyrir Bandaríkin annars
vegar og Evrópu hins vegar en hart
væri barist um hráefnið. „Við höfum
reynt að vera samkeppnisfærir um
hráefnið gagnvart framleiðendun-
um,“ sagði Magnús. Hann sagði að
lifnað hefði yfír framleiðslunni fyrir
Bandaríkjamarkað í síðastliðnum
mánuði. „Fyrstu sex mánuðina í ár
höfum við selt sama magn af unn-
inni vöru og á sama tíma í fyrra en
aðeins meira af flökum. Við höfum
hins vegar gengið á birgðir, bæði á
íslandi og hjá okkur sjálfum.
Vonandi verður gengisþróun okk-
ur hagstæð og við fáum þá athygli
framleiðendanna, sem við þurfum til
að halda viðskiptunum. Aðalatriðið
fyrir okkur er að fá nægilega mikið
af fiski frá íslandi til að halda þeim
viðskiptavinahópi, sem hefur reynst
okkur vel í gegnum árin en vegna
skorts á fiski höfum við tekið þann
kost að skammta helstu viðskipta-
vinum okkar fisk í hlutfalli við þeirra
fyrri viðskipti, eins og við gerðum
árin 1986 og ’87.“
Magnús sagði að þorskveiðar með
botnvörpu hefðu verið stöðvaðar við
Alaska, þar sem kvóti af lúðu sem
aukaafla með þorski hefði verið fyllt-
ur. Talið væri að um 100 þúsund
tonn af þorskkvótanum hefðu verið
óveidd þegar veiðarnar voru stöðvað-
ar. Til að fylla upp í þann þorsk-
kvóta telja menn að leyfa hefði þurft
eitt þúsund tonna viðbótarkvóta af
lúðu. Eitthvað af þorskinum næst
þó trúlega í önnur veiðarfæri. Magn-
ús sagði að á næsta ári kæmi hins
vegar áreiðanlega mikið af þorski
úr Beringshafinu og frá Norðmönn-
um úr Barentshafinu.
Tíðni krans-
æðasjúkdóma
hefur lækkað
BREYTT mataræði og minni
reykingar íslendinga hafa orðið
til þess að tíðni kransæðastíflu
hefur lækkað á síðasta áratug.
Þetta kemur fram í rannsókn
sem framkvæmd var á vegum
Hjartaverndar.
Að sögn Guðmundar Þorgeirs-
son, læknis og formanns rannsókn-
arstjórnar Hjartaverndar, er niður-
staðan tölfræðilega marktæk og
ekki ástæða til annars en að ætla
að framhald verði á þessari þróun.
Aðspurður um orsakir þess að til-
fellum fækkaði, nefndí Guðmundur
að neysla á harðri dýrafitu hefði
farið minnkandi, að reykingar
færu minnkandi og að of hár blóð-
þrýstingur væri oftar greindur en
áður.
Sjá nánar á bls. 14
39 manns eru á biðlista eft-
ir hjartaaðgerð hér á landi
Mælst til þess að sjúklingar verði sendir utan
BIÐLISTI vegna hjartaaðgerða við hjartadeild Landspítalans hefúr
aldrei verið eins langur og nú, þegar 39 manns eru á honum.
Vegna sumarleyfa verður að fækka aðgerðum í sumar. í júlí verða
framkvæmdar tvær aðgerðir á viku, ein á viku í ágúst og í septem-
ber er vonast til að hægt verði að framkvæma þrjár til fjórar að-
gerðir á viku. Því hefúr hjartadeildúi sent hjartasérfræðingum
bréf þar sem mælst er til þess að þeir sendi sjúklinga sína utan.
Grétar Ólafsson, yfirlæknir
hjartadeildar, segir það ákaflega
bagalegt að ekki sé hægt að fram-
kvæma allar hjartaaðgerðii' hér-
lendis. „Við höfum framkvæmt
76 aðgerðir það sem af er ári og
ætlum okkur að reyna að ná á
milli 130 og 140 aðgerðum á
þessu ári. Ef sinna ætti öllum
aðgerðum þyrfti að framkvæma
um 160-180 aðgerðir árlega.
Biðlistinn var kominn niður í
25 manns fyrir um mánuði en þar
sem hann lengdist svona mikið á
stuttum tíma fannst okkur ekki
stætt á að bæta fleirum við list-
ann. Þeir sem lengst hafa verið á
listanum, hafa beðið frá því í febr-
úar. En bráðaaðgerðum munum
við sinna eftir sem áður,“ segir
Grétar.
í ágúst verður hjartadeildinni
lokað en lteknar fá inni á lyflækn-
ingadeild með þá sjúklinga sem
skornir verða upp. Grétar sagði
starfsfólk hjartadeildar einnig
reiðubúið að starfa við kransæða-
útvíkkanir sem gerðar eru á veg-
um lyflækningadeildar og langur
biðlisti væri í.
Grétar sagði að óskað hefði
verið eftir við stjórnarnefnd
Ríkisspítalanna að fá leyfi til að
gera fjórar aðgerðir í viku í stað
þeirra þriggja sem gerðar eru
vikulega og viðbrögðin hefðu ver-
ið góð. Þá hefðu læknar hjarta-
deildar átt von á því að þeir pen-
ingar, sem færu í að borga ferðir
hjartasjúklinga utan, rynnu til
deildarinnar en ekki hefðu borist
nein svör við því.