Morgunblaðið - 02.08.1990, Side 1
ÚTFLUTINGUR: Viöskiptaumhverfi íslenska fyrirtækja óviöunandi?/4
ÚTGÁFA: Mun bókaþjóöin hætta aö gefa út menningarbækur?/4
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
Lífeyrissjóðir
Keyptu spariskírteini á sér-
kjörum fyrirrúman milljarð
Samtök lífeyrissjóða náðu samningi um 7,05% raunávöxtun
á spariskírteinum til 10 ára
LÍFEYRISSJÓÐIR hafa að undanförnu fest kaup á spariskírteinum í
flokknum „tuttugutíu" fyrir rúman einn miHjarð króna samkvæmt sér-
stökum samningi Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, Sambands al-
mennra lífeyrissjóða og Landssambands lífeyrissjóða. Samningurinn
hljóðaði upp á 7% vexti umfram verðtryggingu ef salan yrði meiri 500
milljónir en 7,05%, færi salan yfir 800 milljónir. Ríkið samdi beint við
lífeyrissjóðina þ.e. hvorki verðbréfafyrirtæki né banki annast söluna
og sparast með því móti sölulaun sem eru 1,5%. Sjóðirnir kaupa ekki
fyrir alla íjárhæðina nú heldur skuldbinda sig til að kaupa skírteinin
á þessu ári.
Alls hafa selst spariskírteini fyrir
um 4 milljarða á rúmum einum mán-
uði í kjölfar sérstaks tilboðs Þjón-
ustumiðstöðvar ríkisverðbréfa til
stærri kaupenda spariskírteina.
Þau kjör sém lífeyrissjóðirnir fá
að þessu sinni á spariskírteinum eru
nokkru hærri en bjóðast á almennum
markaði þar sem gildandi vextir af
fimm ára spariskírteinum eru nú
6-6,2%. „Við náum hærri ávöxtun
með því að vera með þetta milliliða-
laust," sagði Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða við Morgunblað-
ið. „Þetta er í fyrsta skipti sem Sam-
band almennra lífeyrissjóða beitir sér
fyrir þvi að sjóðirnir í sameiningu
safni saman fjárhæðum til þess að
gera samninga við ríkið og reyndar
Innlán
aðra aðila líka. Það er auðvitað mjög
stefnumarkandi fyrir lífeyrissjóðina
að hafa með þessum hætti komið sér
saman um að semja á einu bretti.
Við vorum með í huga bankatryggð
bréf í leiðinni en gallinn við þau er
sá að það er hending ef við fáum
bréf sem eru með svona langan
lánstíma. Það bendir ekkert í þá átt
að bankabréfin séu með hagstæðari
kjörum, þvert á móti. Vextimir af
Landsbankabréfum og öðmm banka-
bréfum liggja undir þessu marki.“
Hrafn Magnússon, segir að samn-
ingurinn við Þjónustumiðstöðina hafi
einnig hagstæð áhrif á skuldabréfa-
kaup lífeyrissjóðanna hjá Húsnæðis-
stofnun. Kjörin sem þar fáist ráðist
af meðalávöxtun spariskírteina.
Um 3,9% raunaukn-
ing frá áramótum
INN- og útlán banka og sparisjóða jukust lítillega að raunvirði á fyrri
helmingi þessa árs. í lok síðasta árs námu innlán þessara stofnana
107,8 miiyörðum króna en í lok júní 118,8 milljörðum sem er aukning
um 3,9% umfram verðlag á mælikvarða lánskjaravísitölu. Útlán jukust
hlutfallslega minna, úr 117,1 milljarði í 127,7 milljarða eða um 2,8%
að raunvirði.
Sáralitlar breytingar urðu á hlut-
deild einstakra banka. Eftir kaup
Landsbanka á Samvinnubanka töld-
ust þessir bankar hafa 41,1% innlána
saman í lok júní en í lok síðasta árs
hafði Landsbankinn 33,3% en sam-
vinnubankinn 6,7% innlána. Svipaða
sögu er að segja af útlánahliðinni,
þar urðu ekki marktækar breytingar
á hlutdeild einstakra banka á þessu
tímabili.
Minni vöxt útlána en innlána má
meðal annars rekja til þess að gengis-
bundin afurðalán minnkuðu að nafn-
gildi í íslenskum krónum um nær
1,3 milljarða en almenn útlán jukust
um 5% umfram hækkun láns-
kjaravísitölu.
AFK0MA bóka- og ritfangaverslana batnaði á síðasta ári þegar á heildina er litið sam-
kvæmt upplýsingum sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman. Afkoman er þó enn nei- kvæð
þar sem tap varð 2,2% af veltu og er þetta þriðja árið i röð sem svo háttar til f greininni.
Batamerki í afkomunni sjást þegar litið er á launagreiðslur bóka- o_g ritfangaverslana í hlutfalli
við veltu, en lítilsháttar lækkun varð á því hlutfalli í fyrra. Á hinn bóginn dregst veltan öriítið
saman að raungildi í fyrra eða um 0,62%. Eiginfjárhlutfallið hækkar á hinn bóginn eftir að hafa
lækkað verulega árin 1987 og 1986. Veltufjárhlutfalliö sem gefur vísbendingu um greiðsluhæfi
fyrirtækjannq í greininni hefur haldist kringum 1 frá árinu 1986 en það er að jafnaði talið eðli-
legt hlutfall. Alagningin er fundin með því að setja vörunotkun í hlutfalli við rekstrartekjur.
<
o
cð
ÞJÓNUSTA V I Ð
FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
Hlutabréf í neðangreindum félögum eru keypt og seld gegn staögreiöslu
hjá Landsbréfum h.f. og umboðsmönnum Landsbréfa um allt land.
Félag 19/7 19/7 Sölugengi/
Kaupgengl Sölugengi Innra viröi
Ehf. Alþýðubankans 1.16 1.22 97%
Eimskip 4.80 5.00 149%
Flugleiöir 1.82 1.92 93%
Grandi 1.71 1.80 129%
Hampiöjan 1.58 1.66 104%
Ehf. lönaöarbankans 1.56 1.63 91o/o
Olíuverzlun íslands 1.78 1.85 83%
Olíufólagiö 5.09 5.30 1040/o
Sjóvá-Almennar 5.62 5.85 317%
Skagstrendingur 3.56 3.75 70%
Skeljungur 5.09 5.30 -88%
Tollvörugeymslan 1.00 1.05 89%
Útgfól. Akureyringa 2.09 2.20 93%
Ehf. Verslunarbanka 1.33 ' 1.39 98o/o
‘ Áskilinn er róttur til að takmarka þá upphaeð, sem keypt er fyrir.
Kaup- og sölugengi er sýnl miöað viö nafnverö aö lokinni útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Miðað er viö innra virði 31.12.1989.
Rekstrarþjónusta Landsbréfa viö
fyrirtæki og stofnanir felur m.a. í sér:
Útboð hlutabréfa
Útboð skuldabréfa
Mat á hlutabréfum
Fjármög n u nar ráðg jöf
Fjárfestingarráðgjöf
Euro/Visa fjármögnun
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur meö okkur
Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands.