Morgunblaðið - 02.08.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
B 3
Fyrirtæki
Heildarsala Fríhafnarinnar
621 milljón frá áramótum
Ilmvötn o g snyrtivörur mest seldu vörurnar
HEILDARSALA Fríhafnarverslunarinnar nam á fyrstu sex mánuðum
ársins 621 milljón króna og er það svipað í krónutölu og á sama tíma
í fyrra, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar framkvæmdastjóra.
Fyrstu þrjá mánuði ársins drógst salan saman, en hefur aukist síðan
og nemur nú hálfu prósenti meira en í fyrra.
Samdrátt í sölu miðað við árið á
undan má að einhveiju leyti rekja
til þess að fyrstu þijá mánuði þessa
árs var ekki seldur bjór í Fríhöfn-
inni. Mest var selt af ilmvötnum
og snyrtivörum eða fyrir 148 millj-
ónir króna, því næst af áfengi fyrir
142 m.kr., tóbak var selt fyrir 61
m.kr., ýmsar vörur, s.s. fatnaður
og leðurvörur voru seldar fyrir 27
m.kr., úr og skartgripir fyrir 122
m.kr. og postulín fyrir 21 milljón
króna. Segir Guðmundur Karl að
rúmlega helmingur sölunnar sé
greiddur með greiðslukortum og sé
notkun þeirra sífellt að aukast, enda
sé margt fólk sem noti greiðslukort-
in á ferðalögum erlendis, þótt það
noti þau ekki innanlands og sé
Fríhöfnin fyrsti áfangi ferðalagsins.
í vetur er fyrirhuguð stækkun
sjálfsafgreiðsludeildar brottfarar-
verslunarinnar um um það bil 80
fermetra, sem teknir verða af kaffi-
stofu starfsfólks. Segir Guðmundur
Karl að vöruúrvalið geti ekki aukist
nema til stækkunar komi, en þegar
Hlutabréf
Faxamarkað-
urinn með lok-
að útboð
MIKILL áhugi reyndist vera fyr-
ir hlutabréfum í Faxamarkaðn-
um hf. sem nýlega voru seld í
lokuðu útboði. Alls seldust ný
bréf að nafnvirði 6 milljónir
króna á genginu 1,70 og hefur
hlutaféð allt verið greitt.
henni ljúki megi búast við auknu
úrvali af vörum sem pakkaðar eru
í einingar s.s. útvarpstæki og fleira
í þeim dúr. „Sjálfsafgreiðslan flýtir
mikið fyrir, því það eru allir í kapp-
hlaupi við tímann. Allt að eitt þús-
und manns getur komið her á einni
klukkustund og þá gildir að láta
allt ganga fljótt fyrir sig,“ segir
Guðmundur Karl.
Starfsfólki fjölgar um allt að
helming yfir sumartímann og er nú
um 120 manns á fjórum vöktum,
sem skiptist í tvær næturvaktir og
tvær dagvaktir, en margt af af-
greiðslufólki er í hálfsdagsstörfum.
Inni í þessum starfsmannafjölda er
fólk á skrifstofu.
S^ÍjafMnfersiunarinir
Áfeng|n'snyrtivðrur ^ ..*
SæígætiWdaVelar'úlvörp 0,U
Ýmsar vörur
Ur> skartgripjr
Postulín
HEILDARSALA
yy 87
^sasaaaasl
Erfyrirtæki þitt í alþjóðlegum viðskiptum?
ÞEKKING
ER UNDIRSTAÐA
VELGENGNI
UTFLUTNINGI
9 Verðbréfamarkaður íslands-
banka annaðist útboðið og bauð
ákveðnum aðilum hlutabréf fyrir
tilteknar fjárhæðir sem námu mest
875 þúsund krónum. Sumir skrif-
uðu sig fyrir hærri fjárhæð en áskil-
in var og er ljóst að mun meira
hlutafé hefði mátt selja en gert var
að þessu sinni.
Raunávöxtun sérkjara-
reikninga 1 .jan.- 30.júní
miöaö viö ársávöxtun
LANDSBANKINN
Kjörbók 3,0-4,9%
BÚNAÐARBANKINN
Gullbók 3,0%
Metbók 5,0%
ÍSLANDSBANKI
Sparileiö 1 2,73-3,83%
Sparileið 2 2,80-4,04%
Sparileið 3 5,45%
SAMVINNUBANKINN
Hávaxtabók 3,0%
Hávaxtareikningur 3,0-3,4%
SPARISJÓÐIR
Trompbók 3,0%
Öryggisbók 4,91-5,40%
VEXTIR al Hávaxtareikningi og Kjörbók
hækka eltir þvl hversu lengi mnistæða stendur
lengi óhreyfð á reikningunum. Vextir af eldri
sérkjarareikningum hjá íslandsbanka eru
svipaðir og al Sparileiðum. Nýjar reglur um
Sparileiðir tóku gildi t.júll. Reglur sem giltu um
Sparileið 1 kváðu á um að vextir færu stig-
hækkandi eftir þvi hversu lengi innistæða stóð
óhreyfð á reiknmgnum. Vextir af Sparileiö 2
vorp miðaðir við tiltekin fjárhæðarmörk. Vextir
af Öryggisbók fara á sama hátt stighækkandi
eftir fjárnæöum.
ÚTFLUTNINGSHANDBÓK
HEQLUR QQ WNNUAOFERIMR
i INNFLUTNINQSH ANDBÖK
'RKOLUH OC.VMNIMOFinOIR
öúnaðarbankinn kynnir aðgengilegar og vandaðar
handbækur sem auðvelda íslenskum inn- og útflutn-
ingsfyrirtækjum að sinna sínu starfi af fagmennsku,
forðast óþarfa mistök og leggja grunn að traustari
viðskiptum til hagsbóta fyrir alla landsmenn.
• Hverjar eru helstu reglur um inn- og útflutning?
• Hvaða vinnuaðferðir hafa reynst hagkvœmar?
• Hvaða þjónusta stendur inn- og útflytjendum til
boða?
• tivar er best að leita upplýsinga um vörur og
markað?
• Hvers þarfsérstaklega að gœta við samningsgerð?
• Hvernig á að nálgast kaupendur og seljendur?
• Hvað um tryggingamál, tollamál og eftirlit?
• Hverjar eru helstu fjármögnimarleiðir?
• Hvað um greiðslufyrirkomulag?
• Hvernig lán fá inn- og útflytjendur?
• Hvað er nauðsynlegt að vita um meðferð banka-
ábyrgða?
• Hvernig líta helstu inn- og útflutningsskjöl út og
hvernig á að útfylla þau?
• Erlendur viðskiptaorðalisti, helstu skammstafan-
ir, listiyfir bœkur og tímarit um markaðsmál o.fl.
• Óteljandi aðrir efnisþœttirfyrir nýja inn- og útflytj-
endur og minnispunktar fyrir þá sem meiri
reynslu hafa.
Tryggið ykkur handbækur Búnaðarbankans í
næsta útibúi. Hvor bók kostar aðeins 600 krónur.