Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 Markaðsmál íslensk fyrirtæki á vöru- sýningu íLeníngrad TÍU íslensk fyrirtæki ásamt Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja munu taka þátt í alþjóðlegri vörusýningu í Leníngrad sem stendur yfir dagana 6.-15. ágúst. Utflutningsráð hefur skipulagt og undir- búið þátttöku fyrirtækjanna á sameiginlegu 50 fermetra sýningar- svæði. Þau fyrirtæki sem taka þátt eru Marel, Kvikk, Stava, Hamp- iðjan, Vélsmiðjan Oddi, Sæplast, Sjóklæðagerðin, J. Hinriksson og Icecon. Marel mun jafnframt sýna hjá umboðsmönnum sínum í Sovétríkjunum og Rafboði tekur þátt í sýningunni með erlendum samstarfaðilum sínum. Iðnlánasjóður styrkir þátttöku fyrirtækj- anna í sýningunni. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náð árangri í sölu á vélum og tækjum fyrir sjávarútveg til Sov- étríkjanna m.a. Marel, Kvikk, Stava og nú síðast Traust verk- smiðja. Þannig hefur Marel flutt út þangað á annað hundrað sjó- vogir. Kvikk hefur selt hausklofn- ingarvélar og Stava flokkunarvél. Þá má nefna að Traust verksmiðja hefur selt skelverksmiðjur og laxa- slátrunarlínur til Sovétríkjanna. Niðurstöður markaðskönnunar sem Útflutningsráð gerði í Sov- étríkjunum benda til þess að mikl- ir möguleikar séu fyrir íslenskar vörur og tækniþekkingu þar í landi. Bogi Sigurðsson, markaðs- stjóri hjá Útflutningsráði, segir að mikill markaður sé fyrir vélar og tæki í fiskvinnslu og veiðum. Sov- étmenn vanti búnað og tæki til að auka framleiðnina og verða þannig samkeppnishæfari á er- lendum mörkuðum. „Við bindum miklar vonir við sýninguna í fram- haldi af þessari markaðskönnun og í framhaldi af því munum við taka ákvörðun hvort gert verði frekara átak í Sovétríkjunum. Þátttakan í sýningunni er próf- steinn á hvort við eigum að eyða tíma og leggja fjármagn í mark- aðssetningu á þessum markaði." Hlutabréfamarkaður SYIMIIMG — Hampiðjan er meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi. Myndin er tekin á sjávarútvegssýningunni World fishing ’86. * Hlutaíjárútboð hjá Armannsfelli Auglýsingar Breytingar á eignarað- ild Islensku auglýsinga- stofunnar KRISTJÁN og Friðrik Friðriks- synir hafa selt hlutabréf sín í fslensku auglýsingastofunni öðrum eigendum fyrirtækisins. Litlar eða engar breytingar verða í kjölfar þessarar sölu og mun Kristján starfa áfram að sérverkefnum fyrir stofuna. Þetta kom fram í samtali við Jón Karlsson einn af eigendum íslensku auglýsingastofunnar, en aðrir eigendur eru þeir Jón- as Olafsson og Olafur Ingi Ol- afsson, sem jafnframt er stjórn- arformaður. Aðspurður sagði Kristján Frið- riksson að til að byija með muni hann vera áfram einn af föstum starfsmönnum stofunnar, en síðar stefni hann að því að vinna í lausa- mennsku (freelance) og einbeita sér að sjónvarpsframleiðslu. En Kristján hefur verið höfundur og leikstjóri flestra sjónvarpsauglýs- inga íslensku auglýsingastofunn- ar, m.a. þeirra sem hafa unnið keppni ÍMARKS sl. 2 ár. „Ég ákvað að selja minn hlut til að snúa mér alfarið að sjónvarps- framleiðslu, og það fer hreinlega ekki saman við að sinna öðrum verkefnum og að stjóma stofu,“ sagði Kristján. STJÓRN Ármannsfells hf. hef- ur ákveðið að bjóða út nýtt hlut- afé á almennum markaði og er áætlað að sala hlutabréfa hefjist 16. ágúst _n.k. hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka. Aðal- fundur félagsins sem haldinn var síðastliðið vor samþykkti að heimila útboð á nýju hlutafé að fjárhæð um 31 milljón króna að nafnvirði. Útboðslýsing og upphafsgengi bréfanna verður ekki gert opinbert fyrr en sala bréfanna hefst. Á síðastliðnu ári nam velta fyrirtækisins 532 milljónum og hagnaður um 16 milljónum. félagið fullbúnum öðrum áfanga húss félagsvísindadeildar fyrir Háskóla íslands og i siðustu viku var skilað 29 par- og raðhúsum fullbúnum til Verkamannabústaða í Reykjavík við Krummahóla 1-59. Samgöngur Helstu verkefni félagsins nú eru íbúðabyggingar fyrir Samtök aldr- aðra við Sléttuveg (52 íbúðir), byggingar fyrir félagið Réttarholt við Hæðargarð (42 íbúðir) og til almennrar sölu við Ásholt (64 íbúðir) auk verksmiðjubyggingar fyrir flokkunarstöð Sorphreinsun- ar höfuðborgarsvæðisins. Stjórn fyrirtækisins skipa nú þeir Árni Vilhjálmsson, prófessor, dr. Gunn- ar Birgisson og Gunnar Lárusson. Land- og sjóflutningar keppa um hylli kaupmanna Sjóflutningar eru yfirleitt ódýrari en landfiutningar eru tíðari ÁKVÖRÐUN stjórnenda KEA um að hætta rekstri vöruflutninga- bifreiða fyrirtækisins og flytja vörur sjóleiðina til Akureyrar hef- ur vakið nokkra athygli á þeirri samkeppni sem ríkir á milli vöru- flutninga á landi annars vegar og á sjó hins vegar. Nokkur fyrir- tæki hafa reynt bæði sjóflutninga og landflutninga á undanförnum mánuðum og virðist helsti kosturinn við sjóflutninga vera sá, að þeir eru iðulega ódýrari en landflutningar en á móti kemur að ferðir á landi eru yfirleitt tíðari og hægt er að keyra vöruna beint á áfangastað. Samkvæmt _ upplýsingum Ár- manns Amar Ármannssonar, for- stjóra Ármannsfells, hefur rekstur félagsins gengið vel á þessu ári eins og mörg undanfarin ár, en í ár hafa umsvifin aukist verulega. Síðustu mánuði hafa verið gerðir þrír nýir verksamningar að uþp- hæð um 1 milljarður króna og í síðustu viku var gengið frá samn- ingi um fyrirhugaðar framkvæmd- ir fyrir Búseta. Hjá fyrirtækinu starfa nú hátt á annað hundrað manns og er gert ráð fyrir að fjölga þurfi starfsfólki á næstu mánuðum. Fyrir skömmu skilaði svo sem kunnugt er. Gengi hlutabréfa hefur undan- farin ár hækkað langmest í desem- ber en í ár hefur orðið gífurleg hækkun það sem af er árinu. „Ef eftirspumin eykst með haustinu má reikna með að það verði erfið- ara að útvega bréf,“ sagði Svan- björn Thoroddsen, hjá HMARKI við Morgunblaðið. „Ávöxtun af hlutabréfum hefur verið góð und- anfarið og enn er mikil eftirspum Nathan & Olsen hófu fyrir tveimur mánuðum að senda sínar vörur út á land skipaleiðina í stað landleiðarinnar og telja sig þannig sem gefur tilefni til hækkana. Það er því um að gera að kaupa sem fyrst bæði til að tryggja sér bréf, skattfrádráttinn og mjög góða ávöxtun í framtíðinni. Það stefnir allt í áframhaldandi verðhækkan- ir.“ Sala hlutabréfa hjá HMARKI hefur verið mest í Flugleiðum eða 84 milljónir, 75,6 milljónir í geta lækkað vöruverð til lands- byggðarinnar. Að sögn Hilmars Fengers forstjóra Nathan & Olsen er ekki enn komin full reynsla á Granda, 33,6 milljónir í Hluta- bréfasjóðnum og 23 milljónir í Eignarhaldsfélagi Iðnaðarbankans hf. HMARK hefur nú til sölu hluta- bréf í Granda, Hampiðjunni og Eignarhaldsfélagi Iðnaðarbankans Biðlisti kaupenda er eftir bréfum flestra hinna félaganna sem eru á skrá. Eins og frá er greint í blað- inu í dag er von á nýjum hlutabréf- um í Ármannsfelli á markað um miðjan ágúst. Heimild til hlutaljár- aukningar var samþykkt á aðal- fundi Hlutabréfasjóðsins hf. og má reikna með að boðið verði út nýtt hlutafé með haustinu. Þá má telja líklegt að nýtt hlutafé í Eim- skipafélaginu verði boðið út á þessu ári að fjárhæð allt að 100 milljónir að nafnvirði. hvernig skipasamgöngurnar gef- ast, en allt útlit er fyrir að þeim muni verða haldið áfram í stað þess að flytja landleiðina. ÁTVR bauð út áfengisflutninga nýlega, og var Eimskip með lægsta - tilboðið, en það voru Stefnismenn, sem hrepptu vínflut- ingana norður á Akureyri vegna þess að skipafélögin geta einungis boðið vikulega flutninga. Þór Odd- geirsson hjá ÁTVR sagði að land- flutningar hefðu tvo kosti umfram sjóflutninga. I fyrsta lagi væru tíðari ferðir og í öðru lagi væri auðveldara að afferma bílana sem stöðva við útsölurnar heldur en gámana sem vínið er flutt í með skipum. Skipafélögin og vöruflutninga- félögin starfa eftir taxta frá Verð- lagsstofnun, en hins vegar er ekki óalgengt að skipafélögin semji við hvern viðskiptavin fyrir sig um afslátt. Kristinn Arason fram- kvæmdastjóri Vöruleiða segir að þungaskattur og olíukostnaður sé alltof stór hluti af útgjöldum vöru- flutninga, þannig sé greiddur af einni ferð norður um 16.000 kr. þungaskattur og olíukostnaður sé 6.000.- kr. Þessi kostnaður fer allt upp í 30.000 kr. hjá bíl með aftanívagni. Hann segist hafa þá trú að þegar fram í sæki verði yfirleitt flutt með bílum vegna tíðra flutninga. í sama streng tók Jóhann Gunnar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Dreka hf. á Akur- eyri. Hann sagði að margir hefðu áður reynt sjóflutningana, en flest- ir hefðu gefist upp á þeim vegna stopulla ferða. Hlutabréf Sala hjá Hlutabréfamarkaðnum fjórfalt meiri en í fyrra VELTA í viðskiptum með skráð hlutabréf hjá HMARKI, Illuta- bréfamarkaðnum hf., var 305 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins. Þetta er nokkru meiri velta en allt síðastliðið ár en þá fór stór hluti sölunnar fram undir lok ársins. Miðað við sama tíma í fyrra hefur veltan meira en íjórfaldast á þessu ári. Gera má ráð fyrir að ef þróunin verður sú sama út árið verði eftirspurn í desem- ber jafnvel enn meiri en í fyrra þegar hlutabréfasala sló öll met

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.