Morgunblaðið - 02.08.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 02.08.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 B 7 BÆKUR Þorkell Sigurlaugsson Islensk-ensk viðskiptaorðabók Höfundar: Þórir Einarsson og Terry G. Lacy Útgefandi: Örn og Örlygur 1989, 398 blað- síður. Það krefst mikillar þolinmæði og þrautseigju að skrifa orðabók og það verk hentar ekki þeim sem vænta skjótfengins árangurs og ijárhags- legs ávinnings. Þetta verk líkist á sinn hátt vinnu skógræktarmanns- ins, sem sér árangur starfs síns mörgum árum eftir að hann gróður- setti fyrstu plöntumar. Oft hef ég dáðst að Sören Sörenssyni, sem sýndi svo fáheyrða þolinmæði er hann skrifaði Ensk-íslensku orða- bókina á efri árum og náði að ljúka sínum hluta verksins eftir margra ára ef ekki áratugar þrotlaust starf. Mér kom það ánægjulega að óvör- um þegar út kom íslensk-ensk við- skiptaorðabók í lok síðastliðins árs. Það verk unnu Þórir Einarsson próf- essor við viðskiptadeild Háskóla ís- lands og Terry G. Lacy, doktor í félagsfræði. En útkoma þessarar orðabókar sýndi mér það meðal ann- ars, hve brýnt er að prófessorar við Háskóla Islands hafi aðstöðu til og áhuga á því að vinna að vísinda- og rannsóknarstörfum eða öðrum verk- ÞÓRIR EINARSSON TERRY G. LACY ÍSLENSK ENSK VIÐSKIPTA ORÐABÓK 1II000 orð og orðasambönd 1325 staríslieiti 167 gjaldmiðlaheiti M efnum, sem tengja háskólann við atvinnulífið og fólkið í landinu. Gagnleg og auðveld Eftir að hafa notað bókina tals- vert undanfarna mánuði, finn ég hve hún reynist mér gagnleg og auðveld í notkun. Vandi höfundanna hefur trúlega verið nokkur vegna þess að íslenskt mál og atvinnulíf byggist enn á hugmyndafræði, menningu og atvinnustarfsemi veiðimanna- og landbúnaðarþjóðfélagsins. íslending- ar eiga ekki margra áratuga hefð í iðnaði og verslun á sama hátt og önnur vestræn ríki. Hér hafa menn ekki tileinkað sér ýmis vinnubrögð í nútíma atvinnurekstri og þaðan af síður byggt upp þann orðaforða sem til þarf. Oft er notast við eitt orð um rnjög víðtæka merkingu, þar sem enskan býr hins vegar yfir mörgum orðurn allt eftir eðli þess sem verið er að fjalla um. Gott dæmi um þetta eru ensku orðin „budget“, „plan“, „financial plan“, corporate plan“, „strategic plan“, „estimate", „project" eða „forecast". Á íslensku er almennt talað um áætlun. Líklega hefur bóndanum eða útgerðarmann- inum dugað áður fyrr ágætlega að nota orðið „áætlun“ um það að áætla stærðir engjanna eða sigling- artímann út á miðin. Á undanförnum árum hafa tímarnir breyst og farið er að tala um stefnumarkandi áætl- anir (strategic plans), fjárhagsáætl- anir (operational budget), rekstrará- ætlanir (financial budget), verkefna- áætlanir (project plans), heildaráætl- anir (corporate plans) o.s.fiv. Jafnvel áætlanir bóndans og útgerðarmanns- ins eru orðnar flóknari. Mig grunar að ýmsum erlendum bankamenn og aðrir sem eiga við- skipti við okkur Íslendinga finnist þeir koma að nokkuð tómum kofun- um þegar þeir ræða við starfsbræður sína hér á landi. Líklega eru ekki allir á einu máli um það hveiju skal svara þegar spurt er hvað sé „stra- tegy, policy, direction, objectives og goals“ ákveðins fyriretækis, hvað þá þjóðfélagsins í heild. Gömlu slagorðin sem menn lærðu í sveitinni eða á Alþingi duga því miður oft skammt, og því er rnjög gagnlegt (conveni- ent, feasible og handy) fyrir menn að hafa Ensk-íslenska orðabók þeirra Þóris Einarssonar og Terry G. Lacy við höndina. Tungan skiptir okkur máli Okkur íslendinga skiptir tungan vissulega miklu máli. í framtíðinni megum við ekki einangra okkur frá atvinnulífi og hagkerfi annarra þjóða. Við fáum ekki varðveitt menn- ingu okkar, tungu, atvinnulíf og lífs- kjör með einangrunarstefnu. Við þurfum aftur á móti að leggja aukna rækt við sérstöðu okkar, tungu og menningu með því að hvetja alla til að þroska, þróa og varðveita sérein- kenni okkar. Það eru séreinkenni okkar og þekking, en ekki einangr- un, sem skipta máli. Það er jafnframt brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr að ný orð, hugtök og tækni séu ís- lenskuð og notuð eftir því sem kost- ur er í kennslu og starfi. í íslensk-ensku orðabókinni eru 15.000 orð og orðasambönd, 1.325 starfsheiti og 1.6,7 gjaldmiðlaheiti. Bókin er því nvjög umfangsmikil og skilur ekki mörg orð eftir óþýdd. Þó hef ég orðið var við að nokkur orð vantar og sá til dæmis ekki þýðingu á orðinu hlutverk, sem „mission“ eða stefnumótun sem „strategy". Einna áhugaverðastur fannst .mér kaflinn um starfsheiti, því þá áttaði ég mig á því hve vel við íslendingar höfum í raun staðið okkur við að íslenska starfsheiti. Orðabók er aldrei fullgerð eða endanlega lokið. Þess vegna er freist- andi að halda þrotlaust áfram að fullkomna verkið. Þetta er heldur ekki frumraun Þóris og Terry, því þau skrifuðu Ensk-íslenska við- skiptaorðabók árið 1982 sem þau eru nú að vinna að endurskoðun á og verður gefin út næsta vetur. Bók Þóris og Terry var vel undir- búin og eiga höfundar þakkir skildar frá atvinnulífinu fyrir þetta verk. Orðabókin er gagnleg öllum þeim sem eru í viðskiptum við erlenda aðila og fyrr eða síðar verður hún einnig í bókahillum bænda og útgerð- armanna víða um landið þegar þeir verða komnir í alþjóðaviðskipti. FRAKTBÓKUNARKERFIÐ • Fljótvirkara • Öruggara • Nákvæmara ÞÚ GETUR FENGIÐ UPPLÝSINGAR UM: ♦ Staðfestingu bókunar á ákveðið flug ♦ Fraktflug hvert/hvaðan sem er í veröldinni ♦ Hvar sendingin er stödd hverju sinni ♦ Hverjir sjá um framhaldsflutninga ♦ Hver fljótasta og/eða ódýrasta leiðin er INNFLUTNINGUR Simi: 690101 Fax: 690464 UTFLUTNINGUR Simi: 672824 Fax: 672355 ÞÚ HEFUR HEIMINN í HENDI ÞÉR MEÐ FLUGLEIDIR frakt Œ -f © -f © %0 i 1 Bl @ i % c ® © * * Stefnir I Enn Eitt Metár Á Hlutabréfamarkaði HMARK III l' I AIIRI.I AMAUKADURINN III IÚtlit er fyrir a5 í ár verði slegin met á innlendum hluta- bréfamarkabi. Fleiri en eitt af stærstu almennings- hlutafélögunum hafa lýst áhuga á því aö bjóöa út nýtt hlutafé á árinu og má því reikna með aö fram- boö hlutabréfa aukist með haustinu. Einnig hefur komiö fram aö reglugerö sem leyfir fjárfestingar íslendinga í erlendum hlutabréfum er væntanleg. Þessu til viðbótar hefur sala hlutabréfa hjá HMARKI það sem af er árinu fjórfaldast miöaö við sarna tímabil í fyrra. HMARKSVlSITALAN 2.8.1990 655 STIG BREYTING FRÁ ÁRAM.: +58,6% GENGl HLUTABREFA 2. AGUST 199« KAUPGENGI SÖLUGENGI JÖFNUN 1990 ARÐUR 1990 SÖLUGENGI INNRA VIRÐI BREYTING F. ÁRAM. Eimskipafélag islands hf 4,76 5,00 25,00% 10,00% 149,00% +52% Flugleiöir hf 1,82 1,91 25,00% 10,00% 92,00°/ +45% Hampiðjan hf 1,62 1,70 25,00% 8,00% 103,00% +27% Hlutabréfasjóðurinn hf 1,53 1,61 25,00% 10,00% 107,00% +23% jslandsbanki hf 1,54 1,62 0.00% 5,00% 92,00% +8% Eignarh.fél. Alþýðub. hf 1,20 1,26 0.00% 10,00% 100,00% Eignarh.fél. Iðnaðarb. hf 1,56 1,64 24,65% 10,00% 91,00% +18% Eignarh.fél. Versl.b. hf 1,31 1,38 24,65% 10,00% 97,00% +19% Grandi hf 1,75 1,84 0,00% 0,00% 130,00% +17% Olíufélagið hf 5,00 5,25 20,00% 10,00% 103,00% +92% Sjóvá - Almennar hf 6,20 6,50 20,00% 10,00% 335,00% +90% Skagstrendingur hf 3,50 3,67 25,00% 10,00% 68,00% +46% Skeljungur hf 5,20 5,46 25,00% 10,00% 95,00% Tollvörugeymslan hf 1,02 1,07 25,00% 6,00% 114,00% +20% Kaupgengi er margfeldisstuöull á nafnverö, aö lokinni ákvöröun um útgáfu jöfnunar- hlutabrófa. Áskilinn er réttur til aö takmarka þá fjárhæö sem keypt er fyrir. Innra viröi í árs- lok 1989. Breyting frá áramótum tekur miö af útgáfu jöfnunarbréfa og greiðslu arös. Hlutabréfamarkaðurinn hf hefur afgreiöslur aö Skólavöröustíg 12 og hjá VÍB í Ármúla 13a. Verið velkomin. VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, Reykjavík, Slmi: 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustíg 12, Reykjavik, Sími: 2 16 77. © ) % i © CE3 $ Ý f i °% © ® ŒCD) ÍR ® om)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.