Morgunblaðið - 02.08.1990, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
Bretland
Verður raforkufyrirtækið Power-
Gen seltán hlutabréfaútboðs?
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SEINT í síðustu viku upplýsti John Wakeham, orkumálaráð-
herra Bretlands, að til greina kæmi að selja raforkufyrir-
tækið PowerGen í einu lagi hæstbjóðanda. Fyrirtækið
Hanson Industries hefur átt viðræður við orkumálaráðuney-
tið um málið. Orkumálaráðherrann sagði á laugardag að
Hanson Industries kynni að verða greidd þóknun fyrir
kaupin. Mikil ólga er í stjórnmálum um þetta mál.
Undirbúningur einkavæðingar
bresku raforkufyrirtækjanna hef-
ur gengið skrykkjótt. Fyrst átti
að bjóða hlutabréf í þeim föl á
markaði í haust, en því varð að
fresta um sex mánuði. Síðan varð
að draga kjarnorkuverin út úr
sölunni vegna þess, að talið var
að þau væru óseljanleg, enda væri
kostnaður við framleiðslu raforku
úr þeim mun hærri en nokkurn
mann óraði fyrir. Einnig hafa
samningar nýstofnaðra raforku-
framleiðslufyrirtækja og dreifíng-
arfyrirtækisins gengið stirðlega.
Verulegt tap og uppsagnir
starfsfólks
Síðasti þátturinn í þessum und-
irbúningi, sem hefur vakið at-
hygli, er yfirlýsing orkumálaráð-
herrans frá því í síðustu viku.
Raforkuframleiðslufyrirtækjunum
í Englandi og Wales hefur verið
skipt í tvennt. PowerGen er minna
fyrirtækið. í síðustu viku tilkynnti
það, að verulegt rekstrartap hefði
orðið sl. ár og þriðjungi af 15
þúsund starfsmönnum yrði sagt
upp.
Hanson, lávarður, aðaleigandi
Hanson Industries, er eindreginn
stuðningsmaður Margaret That-
cher forsætisráðherra og hefur
greitt umtalsverðar fjárhæðir til
Ihaldsflokksins undanfarin ár.
Áhugi hans á að kaupa PowerGen
í heilu lagi hefur komið mönnum
í opna skjöldu, en venjan hefur
verið sú við sölu ríkisfyrirtækja,
að hlutabréf í þeim hafa verið
boðin almenningi á hagstæðum
kjörum. Kostnaður við slíkt hlut-
afjárútboð er talinn verða um 15
milljónir sterlingspunda (ríflega
einn og hálfur milljarður ISK).
Hann myndi sparast við sölu til
Hanson Industries.
Talsmenn Verkamannaflokks-
ins í orkumálum hafa sakað stjórn
Thatcher um að reyna að fara á
bak við almenning með slíkri sölu
og hygla vildarvini sínum. Þeir
hafa einnig sakað orkumálaráð-
herrann um að ætla að greiða
verð fyrirtækisins niður með óleyf-
ilegum hætti og fara á bak við
framkvæmdanefnd EB.
Vitað er um önnur fyrirtæki,
sem áhuga hafa á að kaupa Pow-
erGen. Bresku fyrirtækin RTZ og
GEC, þýska fyrirtækið Veba og
japanska fyrirtækið Mitsubishi
hafa verið nefnd. Einnig hefur
Samband lýðræðislegra námu-
manna, sem klauf sig út úr breska
námumannasambandinu í verk-
fallinu 1984-85, boðið einn millj-
arð sterlingspunda (ríflega 100
milljarða ISK) í fyrirtækið með
stuðningi blaðajöfursins Roberts
Maxwells.
John Wakeham, orkumálaráð-
herra, lýsti því yfir á sunnudag,
að öllum yrði heimilt að bjóða í
fyrirtækið á jafnréttisgrundvelli.
KAUP ■— Áhugi Hansons
lávarðar á að kaupa PowerGen
í heilu lagi hefur komið mönnum
í opna skjöldu.
Evrópubandalagið
Fyrirtæki og einstakling-
ar kæra ríkissijórnir
Brussel. Reuter
EINSTAKLINGAR og fyrirtæki gegna sífellt stærra hlutverki í því
að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnir EB-landanna framfylgja
lögum Evrópubandalagsins. Þetta kemur fram í skýrslu sem tekin
var saman fyrir bandalagið um það hvernig lögum EB væri fylgt
eftir og birt var í siðustu viku.
Fjöldi kvartana vegna brota á
lögum EB fer vaxandi ár frá ári. Á
síðasta ári bárust 1.195 kvartanir
til stjórnkerfis EB í Brussel frá ein-
stakíingum og fyrirtækjum borið
saman við 1.137 árið áður. Bretar
voru aðfínnslusamastir og kvörtuðu
247 sinnum, þá Frakkar 185 sinn-
A
OMRON
Afgreiðslukassar, afgreiðslukerfi
DIGI
Tölvuvogir, strikamerkj aprentarar
RANK XEROX
Ljósritunarvélar, faxtæki
Velkomin í verslanir okkar.
SKRiFSTOFUVELAR SUNJDWF
HVERRSGÖTU 33 - SlMI 623737 • NÝBÝLAVEGI 16 - SlMI 641222
-tækni og þjónusta á traustum grunni
um og Spánveijar 184 sinnum.
Það hefur reynst EB erfitt að
framfylgja þeim lögum sem eiga
að ríkja innan bandalagsins. Evr-
ópudómstóllinn hefur engin tök á
að beita þau aðildarríki refsingum
sem bijóta lög EB. Á síðasta ári
höfðaði framkvæmdastjórn EB 312
sinnum mál ábhendur aðildarríkjun-
um tólf fyrir meint brot á lögum
Bandalagsins. Á sama tíma voru
höfðuð 352 mái á hendur aðild-
arríkjunum fyrir að hafa dregið um
of að gera lög EB að landslögum
þar sem það á við eða að hafa ekki
staðið rétt að því. Mörg málanna
koma aldrei fyrir Evrópudómstólinn
því að málsaðilar semja um lyktir
þeirra.
Fjöldi kvartana frá Bretum virð-
ist lýsa áhyggjum þeirra af mengun
og umhverfismálum að nokkru
leyti. Eru margar kvartana þeirra
tilkomnar vegna slælegs eftirlits
með því að lögum um mengunvarn-
ir sé framfylgt.
MEIMGUIM —-■ Fjöldi kvartana vegna brota á lögum EB fer
vaxandi ár frá ári. Eru margir þeirra til komnar vegna lélegs
eftirlits með því að lögum um mengunarvarnir sé framfylgt.
IMoregur
Versnandi afkoma
hjá Norsk Hydro
Osló, Reuter
NORSK Hydro, stærsta iðnfyrirtæki Noregs, hagnaðist um 1,27
milljarða norskra króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem er
talsvert minna en á sama tíma í fyrra er hagnaður þess varð 1,7
milþ'arðar norskra króna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að
þetta megi rekja til lækkandi verðs á afurðum fyrirtækisins sem
eru allt frá olíu til áls.
Samdrátturinn varð allur fyrstu
þijá rnánuði ársins en síðan komst
bann í svipað horf og í fyrra.
Aukin framleiðsla á borpöllum fyr-
irtækisins í Norðursjó gerði þá
meira en að bæta upp lægra olíu-
verð.
Norska ríkið á 51% í Norsk
Hydro. Tilkynningin um verri af-
komu hafði lítil áhrif á gengi
hlutabréfa í fyrirtækinu á veðr-
bréfamarkaðinum S Osló.