Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
Iðnaður
Viðskiptaumhverfí íslenskra
iðnfyrirtækja óviðunandi
Fjármagnsmarkaðurinn aðalvandinn segja forsvarsmenn Traust—verksmiðju
TRAUST-verksmiðja hf. í Kópavogi hefur á þessu ári náð samning-
um við Sovétmenn um sölu á tækjum og búnaði fyrir sjávarútveg
fyrir á þriðja hundrað milljóna króna. Að sögn Trausta Eiríkssonar
tæknilegs framkvæmdastjóra verksmiðjunnar hefur það mjög háð
fyrirtækinu að það hefur ekki fengið bankafyrirgreiðslu hér innan-
lands. Traust-verksmiðja varð að leita til erlendra banka eftir fyrir-
greiðslu og náðist samkomulag við vestur-þýskan banka. 1 kjölfarið
kom upp sú ósk að vestur-þýsk fyrirtæki sætu fyrir við val á undir-
verktökum og því hefur þetta Ieitt til þess að minnl vinna hefur
verið leyst af hendi hérlendis en ella vegna útflutningsins að mati
Trausta.
Traust-verksmiðja tók til starfa
í upphafi síðasta árs og er arftaki
Trausts hf. sem var stofnað árið
1979 en varð gjaldþrota að sögn
Trausta þegar margir viðskiptavina
þess lentu í erfiðleikum vegna
skyndilegs verðfalis á hörpudiski.
Hann telur að þessi saga fyrirtækis-
ins sé helsta ástæða þess að ekki
hefur tekist að fá innlenda banka
til að veita fyrirtækinu fyrir-
greiðslu. Trausti og Ólafur Jónsson
stjómarformaður Traust-verk-
smiðju segja að það að fá engan
innlendan banka til að eiga við-
skipti við sig sé í raun að hrekja
fyrirtækið úr landi þótt það hafi
létt þeim róðurinn að komast í við-
skipti við vestur-þýska bankann.
Útflutningur til
Sovétríkjanna
Að sögn Trausta er fyrirtækið í
örum vexti. Á fyrri helmingi þessa
árs seldi Traust-verksmiðja vélar
og tæki fyrir 76 milljónir króna sem
er ívið meira en allt árið í fyrra en
Trausti gerir ráð fyrir að heildar-
veltan á árinu verði þó mun meiri
eða á fjórða hundrað milljóna. Fyrr
á þessu ári seldi fyrirtækið skel-
verksmiðjur til tveggja sovéskra
aðila og auk þess hafá verið seld
tæki til vinnslu á laxi fyrir um 160
milljónir króna til tveggja annarra
aðila í Sovétríkjunum. Trausti segir
að samningaviðræður hafi verið í
gangi um kaup á frekari tækjum
til vinnslu á laxi og gerir ráð fyrir
að þeir samningar verði undirritaðir
í september en auk þess hefur
Traust-verksmiðja gert sovéskum
aðilum tilboð um kaup á öðrum
tegundum tækja sem Sovétmenn
eru að athuga.
Hönnun tækjanna er unnin á ís-
landi og ýmis lykiltæki framleidd
af Traust-verksmiðju en stór hluti
er keyptur af undirverktökum. Um
25 manns vinna hjá verksmiðjunni.
Trausti segir að hluta þess sem
keypt er af undirverktökum hefði
verið hægt að kaupa á íslandi ef
fyrirtækið hefði komist í viðskipti
við innlendan banka en ekki neyðst
til að skipta við þann vestur-þýska.
Búnaðarbankinn hefur einn banka
veitt fyrirtækinu nokkra fyrir-
greiðslu vegna framleiðslu á skel-
verksmiðjunum sem seldar voru til
Sovétríkjanna fyrr á þessu ári og
fyrirtækið hefur átt í lítilsháttar
viðskiptum við Sparisjóð vélstjóra,
sem ekki hefur full erlend viðskipti
og getur því ekki boðið alla þá þjón-
ustu sem fyrirtækið þarf á að halda.
Þeir Trausti og Ölafur benda á
að þótt þess séu dæmi að íslenskir
aðilar hafi átt í erfiðleikum með að
fá greiðslur frá sovéskum kaupend-
um undanfarin misseri hafi hverf-
andi áhætta fylgt þeirra viðskiptum
því að sovésku fyrirtækin, sem eru
sameign (joint-venture) Sovét-
manna og Vesturlandabúa, hafi lagt
fram fullgildar bankaábyrgðir. Auk
þess sem endanlegir kaupendur
flytji sumir hveijir framleiðsluna
út til Vesturlanda og hafi því tekjur
í traustum gjaldmiðlum. Kaup-
samningarnir eru í Bandaríkjadoll-
urum.
Endalok fyrirrennara
hræða
Trausti segir að svo virðist sem
menn í bankakerfinu treysti sér
ekki til að taka fyrirtækið í almenn
bankaviðskipti vegna þess hver
verði því meiri.
Erfitt að fá uppgefnar tölur um
afkomu forlaganna og er Almenna
bókafélagið eina fyrirtækið sem
gefur upp tölur. Eins og fram hefur
komið var tapið þar á sl. ári rúm-
lega 40 milljónir. Vandi AB hefur
m.a. verið sá, að mikið er lagt upp
úr gæðum ýmissa bóka, sem örfáir
kaupendur eru að, og fjárfestingar
hafa verið of miklar á skömmum
tíma. Þannig voru opnaðar þijár
verslanir með skömmu millibili; á
Seltjamanesi, í Kringlunni og í
Mjódd. Hins vegar hefur blaðamað-
ur Morgunblaðsins fyrir satt að
menn í bókaheiminum bíði með
öndina í hálsinum eftir að sjá hvort
AB lifir hið mikla tap af eða hætt-
ir rekstri.
Skólabækur tryggur
markaður
Þá er skólabókaútgáfan dæmi
út af fyrir sig. Þar er Mál og menn-
ing með nánast einokun á bókum
fyrir framhaldsskólanema. Kenn-
ingar eru uppi um að kennarar sem
eru margir hveijir vinstri sinnaðir
hafa bent nemendum á að kaupa
endalok fyrirrennara þess urðu en
telur að það sé óþarfi því að for-
svarsmenn fyrirtækisins hafi ekkert
brotið af sér, nýja fyrirtækið standi
vel og nýir aðilar hafi komið til liðs
við þá sem fyrir voru. Auk þess séu
sovésku kaupendurnir traustir og
leggi fram bankaábyrgðir sem er-
lendir bankar, þar á meðal sá
vestur-þýski sem fyrr var minnst
á, telji góðar og gildar. Einkum
finnst þeim Trausta og Ólafi að
hlutur Iðnlánasjóðs í þessu máli sé
lítill en sjóðurinn hefur ekki treyst
sér til að veita Traust-verksmiðju
fyrirgreiðslu. Trausti segir að for-
svarsmenn fyrirtækisins hafi leitað
til stjórna.r Iðnlánasjóðs eftir fyrir-
greiðslu vegna útflutningsins og
stjórnarmenn hafi tekið vel í mála-
leitan þeirra en engu að síður hafi
umbeðin aðstoð ekki fengist.
„Þetta vekur upp spurninguna,
til hvers er Iðnlánasjóður ?,“ segir
Ólafur. Hann segir að meðal þess
sem þeir hafi beðið Iðnlánasjóð að
gera sé að ábyrgjast viðskipti fyrir-
tækisins við banka til þess að liðka
fyrir því að Traust-verksmiðja gæti
opnað ábyrgðir við erlenda fram-
leiðendur en að það hafi ekki geng-
ið eftir þrátt fyrir að sjóðnum sé
heimilt að veita slíka tryggingu.
Trausti segir að starfsemi fyrirtæk-
isins hafi til þessa að mestu verið
fjármögnuð með eigin fé en að það
geti ekki gengið til lengdar og hamli
vexti þess auk þess sem ijárskortur
hafi ýmislegt óhagræði í för með
sér og aukakostnað. Ólafur segir
að jafnframt því sem leitað sé eftir
fyrirgreiðslu á fjármagnsmarkaði
standi til að auka hlutafé verksmiðj-
unnar.
sínar bækur þar og smám saman
hefur Mál og menning orðið eina
bókaforlagið sem sér um þennan
markað. Iðunn og AB munu þó
gefa út námsbækur, þótt í litlum
mæli sé. Þetta er mjög tryggur
markaður, sem önnur bókaforlög
hljóta að reyna að komast inn á og
því er ljóst að aðrir en Mál og
menning líta { átt til skólabóka-
markaðarins með meiri þunga en
áður.
Framtíðarsýn
Sú framtíðarsýn sem blasir við
íslenskri bókaútgáfu virðist vera
svipuð og annars staðar í heiminum:
Einingarnar munu stækka, lítil for-
lög verða smátt og smátt úr sög-
unni með harðnandi samkeppni og
meiri hagræðingu, færri titlar verði
gefnir út, og búast má við meiri
samvinnu í dreifingu. En þá situr
eftir stóra spurningin: Munu erfið-
leikar í bókaútgáfu og -sölu verða
til þess að bókaþjóðin hætti smám
saman útgáfu menningarbóka,
ljóðabóka og dýrra vandaðra bóka,
sem að öllu jöfnu fáir kaupendur
standa að?
Basl er bókaútgáfa
eftir Hildi Friðriksdóttur
MIKLIR erfíðleikar hafa steðjað að bókaútgáfu á undanförnum árum
og sífellt fleiri forlög sameinast eða leggja upp laupana. í þessari
grein eins og öðrum gengur forlögunum að sjálfsögðu misvel. Á
þessu ári hafa nokkur útgáfufyrirtæki hætt starfsemi sinni og enn
er ekki útséð um hvort fleiri fara á hausinn áður en árið er liðið.
Hluti vandans virðist vera sá að upplög bókanna eru of lítil og titl-
arnir of margir þannig að salan pr. bók hefur ekki náð upp í það
magn sem þarf til að standa undir kostnaði. Auk þess er dreifíngar-
kerfí útgáfufyrirtækja þungt í vöfum, þ.e.a.s. hver útgáfa fyrir sig
dreifír eigin bókum þannig að fyrir jól má sjá hvern sendibílinn af
öðrum á Laugaveginum afgreiða tiltölulega fáar bækur hver um sig
í bókaverslanirnar. Engin verðsamkeppni hefur verið á bókum milli
bókaverslana og útgefendur fylgja meira eða minna hver öðrum.
En það eru ekki einungis bóka-
útgáfur sem eiga í basli heldur er
sömu sögu að segja um bóka- og
ritfangaverslanir, eins og fram
kemur á forsíðukorti viðskipta-
blaðsins I dag. Þar sést að raun-
velta þessara verslana hefur dregist
saman um 0,62% frá fyrra ári,
meðan raunvelta allrar verslunar í
landinu hefur aukist um 6,35%.
Þetta segir þó ekki alla söguna, því
ef Iitið er á nokkur ár aftur í tímann
sést að t.d. árið 1987, þegar raun-
velta allrar verslunar á landinu
eykst um 20,52%, eykst hlutur
bóka- og ritfangaverslunar aðeins
um 0,94%. Af viðtölum við fólk í
bókageiranum virðist niðurstaðan
vera sú, að það beri sig engan veg-
inn að vera einungis með bókaversl-
un, heldur verði verslunareigendur
að finna eitthvað annað til að laða
viðskiptavini að, hvort sem um er
að ræða ritföng eða einhvers konar
gjafavöru.
Bókaklúbbar gnllegg
forlaganna
I raun má segja það sama um
bókaforlögin, það gengur ekki að
byggja eingöngu á almennri bóka-
útgáfu, m.ö.o. jólabókamarkaðnum.
Enda ef litið er til stærstu forlagan-
ana þá má sjá að þau hafa flest
farið inn á nýjar brautir, með því
til dæmis að stofna bókaklúbba og
hafa þannig a.m.k. sum hver niður-
greitt almennu útgáfuna með hagn-
aði af þeirri og annarri starfsemi.
— Auðvitað skiptir máli að vera
ekki með öll eggin í sömu körf-
unni, eins og í öðrum rekstri, sagði
einn útgefendanna.
Samskiptasamningur milli bók-
sala og útgefenda er mjög sérstak-
ur að því leyti að bóksalar geta
skilað flestum bókum til baka til
útgefenda og taka bóksalar þannig
ekki áhættu með að sitja uppi með
óseldar bækur. Vegna þessa geta
bóksalar ekki haft útsölu á þeim
bókum, sem þeir vilja nema af þeim
lager sem þeir kaupa. Þó geta þeir
í samráði við útgefendur haft tilboð
á ákveðnum bókum og hefur sá
háttur verið notaður einkanlega úti
á landi. Þessi samningur rann út á
síðastliðnu ári og hefur ekki náðst
samkomulag um nýjar sameiginleg-
ar reglur. Því hafa útgefendur nú
sett sér ákvðeðinn ramma eða við-
miðunarreglur, sem gera það að
verkum að nú er orðið meira frelsi
í því hvemig viðskipti þeirra við
bókabúðirnar fara fram.
Utgefendur, sem hafa hingað til
bundist mjög sterkum einokunar-
samtökum, virðast vera farnir að
slaka á klónni. Menn hafa þannig
velt því fyrir sér hvort reyna eigi
að hafa verðlag fijálsara. Fólk er
vant því að neysluvörur séu ódýrari
í stórmörkuðum heldur en í smærri
verslunum og hefur sú umræða
komið upp öðru hvoru, hvort, leyfa
eigi misjafna verðlagningu. í stað-
inn fyrir fast verð muni útgefendur
birta einhvers konar miðviðunar-
verð. Heyrst hefur á sumum útgef-
endum, að þessi breyting muni
verða jafnvel í haust. — Þegar
harðnar á dalnum eru menn ekki
tilbúnir að bindast óformlegum ein-
okunarsamtökum eins og í góðæri.
Menn byija að svindla og kerfið fer
að brotna niður. Þessu munu neyt-
endur fagna, en jafnframt muiiu
fleiri heltast úr lestinni, er haft eft-
ir einum útgáfustjóranum.
Bækur of dýrar?
— Bókaútgáfa er ekkert gullgraf-
arfyrirtæki, eins og margir virðast
halda, sagði einn af framkvæmda-
stjórum slíks fyrirtækis og annar
bætti um betur: Maður er fljótur
að tapa einu bílverði, ef bók mis-
heppnast. — Að því er blaðamaður
Morgunblaðsins kemst næst, er
þumalputtareglan sú, að gera má
ráð fyrir að meðalreyfarabók kosti
eina milljón króna í framleiðslu,
síðan bætist við markaðskostnaður,
höfundarlaun, sem bundin er fyrst
og fremst af hlutfalli sölu, og fleira.
Ekki er óalgengt að þurfí að selja
bækur í 1200-1500 eintökum til að
ná inn kostnaði. En þá eru sumir
sem telja að bókaútgefendur hafi
gert þau reginmistök að selja bæk-
ur of dýrar. Verð á venjulegri af-
þreyingarbók geti skipt meginmáli
í sölu. Segjum að hægt sé að selja
bók á 2.500 krónur, en einungis séu
seld 100 eintök, þá er hrá innkoman
250.000, Iækki hins vegar verðið
niður í 1.500 kr. má reikna með
að salan um það bil tvöfaldist og
innkoman geti þannig orðið
300.000,- krónur. Þetta er auðvitað
happdrætti eins og annað og bygg-
ir á viðbrögðum almennings.
Ljóst er að með afnámi virðis-
aukaskatts nú í haust munu þær
bækur sem komnar eru út lækka,
en það mun verða mjög erfitt ef
ekki ómögulegt fyrir hinn almenna
neytanda að fylgjast með því þegar
búið er að nema virðisaukaskatt af
bókum hvort útgefendur lækka
nýjar bækur sem koma á markað
því sem virðisaukaskatti nemur.
Einn viðmælandi blaðsins sagði að
útgefendur gerðu sér fulla grein
fyrir nauðsyn þess að bækur lækki
í verði. Og heyrst hafa þær raddir,
að útgefendur þurfi jafnvel að
lækka verðið enn meir og taka sjálf-
ir á sig kostnaðinn vegna þess að
almenningur muni ekki sætta sig
við nema töluvert mikla lækkun.
Ætla má, að taki útgefendur kostn-
aðinn sjálfír á sig verði ennþá erfíð-
ara fyrir forlögin að láta dæmið
ganga upp, nema söluaukningin
Morgunblaðið/KGA
BOKSALA — Undanfarin 3 ár hafa ekki verið uppgangstímar
hjá bóka- og ritfangaverslunum og hefur raunvelta þeirra dregist sam-
an um 0,62% frá fyrra ári, meðan raunvelta allrar verslunar í landinu
hefur aukist um 6,35%.