Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990
B 5
Morgunblaðið/Sverrir
SJAVARUTVEGUR — Traust-verksmiðja framleiðir ýmis tæki og vélar til notkunar í sjávarút-
vegi og fer megnið af framleiðslunni á erlenda markaði. Hér sést Trausti Eiríksson tæknilegur framkvæmda-
stjóri verksmiðjunnar við hluta af flökunarborði fyrir lax sem verksmiðjan framleiðir.
Þekking flutt út
Trausti segir að það hafi verið
og sé stefna fyrirtækisins að mæta
örum vexti með því að notast í
ríkari mæli við undirverktaka og
því hafi starfsmönnum lítið fjölgað
þrátt fyrir aukin umsvif. Þeir
Trausti og Ólafur telja báðir að
fyrirtækið geti hæglega framleitt
vöru sem stenst samkeppni við
framleiðslu erlendra samkeppnisað-
ila ef tekst að fjármagna framleiðsl-
una. Þeir segja að vísu að fram-
leiðslukostnaður sé hærri hér en
víða en það sé einungis hluti heild-
arkostnaðarins, það sem þeir séu í
raun að selja sé innlend verk- og
tækniþekking. Menn frá Traust-
verksmiðju aðstoða við uppsetningu
tækjanna ogþjálfa starfsfólk í notk-
un þeirra.
Keppinautar Traust-verksmiðju
eru einkum dönsk, norsk og vestur-
þýsk fyrirtæki. Auk þess að selja
til Sovétríkjanna hefur Traust-verk-
smiðja átt í viðskiptum við öll ríki
Norður-Atlantshafs og í ár er meg-
nið af framleiðslunni flutt út.
Að mati Trausta hefði það verið
áfall fyrir íslenskan útflutnings-
iðnað ef fyrirtækinu hefði ekki tek-
ist að standa við samningana við
Sovétmenn þótt þeir síðarnefndu
hefðu getað lagt fram fullgildar
bankaábyrgðir, það hefði vakið upp
efasemdir hjá erlendu kaupendum
um að íslenskum fyrirtækjum væri
ekki treystandi meðal annars vegna
þess hve vanþróaður íslenski fjár-
magnsmarkaðurinn væri. „Þetta
hefði að ósekju getað skaðað önnur
íslensk iðnfyrirtæki," segir Ólafur.
Hann segir að til þess að íslensk
iðnfyrirtæki geti staðist sífellt
harðnandi samkeppni á mörkuðum
sameiginlegrar Evrópu á næstu
árum þurfi talsverðar framfarir að
verða á íslenskum fjármagnsmark-
aði, verði þær ekki sé lítil von til
þess að íslensk fyrirtæki verði sam-
keppnishæf. „í þessu ljósi má enn
spyrja, hvert er hlutverk Iðnlána-
sjóðs ?,“ segir Ólafur. GM
AUGLÝSANDI
í sanilesnum auglýsinguiii á Kás 1 o#* 2:
• Nærðu eyrum þorra þjóðarinnar. Þar með þínum
markhópi. • Þú getur valið úr 15 auglýsingalímum
á virkum dögum. • Auglýsingarnar birtasl
samdægurs. • Auglýsingaféð nýtist vel.
(Snertiverð er hagstætt)
Auglýsing í samlestri á Rás 1 og 2 ber árangur hvort
sem hún er ein slök eða hluti af herferð.
AuglýsingadeiUlin er opin: Kl. 08-18 virka daga.
Kl. 08-12 laugardaga. Kl. 10-12 sunnudaga.
Starfsfólk auglýsingadcildar er þér innan handar
- hringdu! Síminn er 693060.
RIKISÚTVARPIÐ
AUGLÝSINGADEILD
SÍMI693060
Ertu á milli
f járfestinga ?
Ríkisvíxlar bera mjög góöa
forvexti eins og sést á töflunni.
Þá er hægt að fá fyrir hvaða
upphæð sem er en lágmarks-
fjárhæð þeirra er 500.000 kr.
Lánstíminn er frá 45 til 120
dagar eftir eigin vali, sem gerir
Þú færð ríkisvíxla í Þjónustu-
miðstöð ríkisverðbréfa, Hverfis-
götu 6, og í Seðlabanka íslands.
Einnig er hægt að panta þá í
gegnum síma, greiða með
C-gíróseðli og fá þá síðan senda
í ábyrgðarpósti.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Seblabanki íslands, Kalkofnsvegi 1, sími 91 - 69 96 00. Þjónustumiðstöö Ríkisveröbréfa, Hverfisgötu 6, 2.hæð, sími 91 -
Kaup á ríkis- !
víxlum er einn
besti millileikur-
inn sem þú
getur leikið ef þú átt handbært
fé til að fjárfesta fyrir á næst-
unni en vilt ávaxta það vel og
örugglega þangað til.
wRÍKISVÍXIU**
wmxw
MiwaJuUj
þér kleift að skipu-
leggja nýja fjárfest-
ingu með fullkomnu
öryggi um að féð sé
til reiðu þegar á þarf að halda.
Auk þess gilda um þá mjög
hagstæð tekju- og eignarskatts-
ákvæði.
Lánstími / binditími Ávöxtun á ári
Ríkisvíxlar: 45-120 dagar 12,85% -13,03%