Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 8
hýtt SÍMANÚMER auglýsingadeilda^ ftt^spitiMí&ifr fUiíjfUnittWa^lí^ HÝTT SÍMANÚNAER BLAÐAAFGRElÐSlD; VIÐSKIPn AIVINNULÍr «w» MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 fttregðisiMðfeifr Fataiðnaður Sveiflurnar í tískuheiminum sífellt styttri - segir Giinther Spiesshofer forstjóri Triumph International, eins stærsta fata- framleiðanda í heimi TRIUMPH International er líklega umsvifamesta fyrirtæki heims í framleiðslu kvenundirfatnaðar og eitt stærsta fyrirtæki í fataiðnaði í heimi, veltir um 1,8 milljörðum þýskra marka á þessu ári. Undanfar- in ár hefur það verið að færa út kvíarnar og frarnkjiðir einnig íþrótta- fatnað undir vörumerkjunum Golden Cup og Happy Days, raunar er fyrirtækið stærsti framleiðandi sundfatnaðar í Evrópu. Fyrir skömmu keypti það franska fataframleiðandann Hom og ætlar að hasla sér völl á markaðinum fyrir karlmannafatnað. Forstjóri fyrirtækisins, Giinther Spiesshofer, var á íslandi undir lok síðasta mánuðar og hitti blaða- mann Morgunblaðsins að máli. Eitt af því sem vekur athygli í sögu þessa risafyrirtækis er að það er enn, rúmri öld eftir stofnun þess, fjölskyldufyrirtæki. Triumph var stofnað í Þýskalandi árið 1886 af afa Spiesshofer og mági hans. ís- lensk fjölskyldufyrirtæki ná fá þess- um aldri og því var Spiesshofer spurður hveiju hann teldi mega þakka að Triumph hefði náð þessum háa aldri með þessu rekstrarformi. Hann sagði forsjálni stofnendanna ráða þar miklu, þeir hefðu sett ákveðnar reglur um það hvernig haga skyldi rekstrinum sem reynst hefðu vel. Til dæmis er mestöllum hagnaði fyrirtækisins haldið eftir og nær enginn arður greiddur til eig- enda sem í raun eru launþegar hjá fyrirtækinu. Spiesshofer tekur reyndar fram að þeir séu ekki van- haldnir í launum. Með þessu hefur tekist að halda fjármagni í fyrirtæk- inu til uppbyggingar þess. Alþjóðafyrirtæki Triumph International er alþjóða- fyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. Vörurþess eruseldarí 120þjóðlönd- um og það á dótturfyrirtæki um all- an heim, vörur þess eru framleiddar í Qölda landa í bæði Asíu og Evrópu af 25.000 starfsmönnum. Sjálfur hefur Spiesshofer aðsetur í Munchen, fyrirtækið er skráð í Sviss og stærsta verksmiðja þess er í Austurríki. Spiesshofer var spurður að því hvernig gengi að framleiða fatnað í löndum Vestur—Evrópu í samkeppni við framleiðslu frá löndum þar sem framleiðslukostnaður er yfirleitt lægri. Spiesshofer svaraði því til að þegar um tískuvörur væri að ræða þyrfti framleiðslan að komast fljótt á markað og því þyrfti að hafa verk- smiðjumar nálægt mörkuðunum. Um 30% framleiðslu fyrirtækisins fer á markað í Vestur—Þýskalandi þar sem það hefur yfir 50% markaðs- hlutdeild. Þeim markaði er meðal annars þjónað frá verksmiðjum fyr- irtækisins í Austurríki, Ungverjal- andi og Júgóslavíu en fyrirtækið hefur einnig verksmiðjur í V—Þýska- landi og fleiri löndum Evrópu auk Asíu. „Sveiflur tískunnar verða sífellt tíðari,“ segir Spiesshofer og bendir á að í ljósi þess að um tíu mánuði taki að fá nýja vöru flamleidda í Morgunblaðið/Sverrir KVENNÆRFOT — Gúnther Spiesshofer forstjóri Triumph Intemational við hluta af framleiðslu fyrirtækisins. Það hefur lengst af einbeitt sér að kvennærfatnaði en hefur nú einnig hafið framleiðslu á íþróttafatnaði og fest kaup á frönsku fyrirtæki sem selur karlmannafatnað. Asíu og koma henni á markað í Vestur—Evrópu sé illmögulegt að framleiða tískuvörur þetta langt frá markaðinum. Hann segir að fyrir- tækið reyni að koma þeirri ímynd til neytenda að um sé að ræða tísku- fatnað sem fari vel og sé vandaður en reyni síður að eltast við dýrasta hluta markaðarins, hátískuvörur, og láti hann eftir nokkrum minni fyrir- tækjum. Spiesshofer segir þó að mest áhersla sé ætíð lögð á gæði vörunnar og telur að það sé ein helsta skýringin á velgengni fyrir- tækisins. Erfitt að fá starfsfólk Spiesshofer segir að helsta vanda- málið við verksmiðjurekstur í Vestur—Evrópu sé fólgið í því að fá starfsfólk til að starfa í þeim því að íbúarnir séu lítt hrifnir af verk- smiðjuvinnu og vilji helst ekki vinna t.d. við saumavélar. Hann segir að ekki hafí verið ákveðið hvort fyrir- tækið setji á stofn verksmiðjur í Austur—Þýskalandi eftir samein- ingu þýsku ríkjanna, það fari meðal annars eftir launaþróun þar. Hins vegar segir hann að rætt hafi verið um að setja á stofn verksmiðjur í bæði Póllandi og Tékkóslóvakíu. Til skamms tíma hafði austur—þýskt fyrirtæki leyfi til að framleiða og selja undir Triumph merkinu en sam- komulag náðist um að því yrði hætt við efnahagssamruna þýsku ríkjanna. „Það er ekki hægt að hafa tvö fyrirtæki með sama nafni í einu landi,“ segir Spiesshofer. Spiesshofer segir að verksmiðjur fyrirtækisins séu afar tæknivæddar, meðal annars til að mæta skorti á starfsfólki. Hann segir þó að lítill munur sé á verksmiðjum Triumph í Evrópu og Asíu hvað þetta varðar því að þótt vinnuafl sé ódýrara í Asíu séu svipaðar vélar notaðar til þess að auðveldara sé að halda uppi sömu gæðum á framleiðslunni frá öllum verksmiðjunum. „Við sendum ekki gömlu vélarnar til Asíu og höld- um áfram framleiðslu með þeim þar eins og sumir gera,“ segir Spiesshof- er. Triumph selur meðal annars til Japan og segir Spiesshofer að Japan- ir séu afar kröfuharðir kaupendur og sætti sig ekki við einn lausan þráð í fatnaðinum hvað þá meira. Umsvifum fyrirtækisins í Asíu er stjómað frá Hong Kong. Spiesshofer kom til íslands í leyfi til að veiða lax í Norðurá og gekk veiðin ágætlega að hans sögn. Vegna þess að þetta var fyrsta ferð hans til íslands notaði hann einnig tækifærið og ræddi við umboðsaðila Triumph á Islandi, Ágúst Ármann heildverslun, um íslenska markaðinn og hvernig mætti betur þjóna hon- um. Fyrirtæki ísinn reiinur ljúflega ílslendinga EMMESS ísgerðin er annað tveggja fyrirtækja sem séð hafa um að framleiða ís fyrir íslend- inga undanfarna áratugi. Emm- ess ísgerðin er í eigu Mjólkur- samsölunnar sem hefur framleitt og selt ís í þrátíu ár. í dag er ísgerðin rekin sem sér fyrirtæki innan Mjólkursamsölunnar og framleiðslan er seld undir sér- stöku vörumerki. Við ísgerðina starfa að jafnaði 30 til 35 manns, en fyrirtækið er til húsa í Braut- arholti í Reykjavík. Sölustarfsemi Emmess ísgerðar- innar var endurskipulögð síðastliðið vor. Að sögn Magnúsar Ólafssonar framkvæmdastjóra, voru breyting- arnar aðallega fólgnar í því að gera sölustarfsemi'isgerðarinnar sjálf- stæða, en hún hafði áður tengst annarri sölu Mjólkursamsölunnar. í kjölfar endurskipulagningarinnar flutti söludeildin í sama húsnæði og ísgerðin, en hafði áður verið í húsnæði Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi. Magnús sagði að þessar breytingar leiddu af sér betri þjón- ustu og aukin samskipti viðskipta- vina og framleiðanda auk þess að vera liður í því að auka sérstöðu ísgerðarinnar innan Mjólkursamsöl- unnar enn frekar. „Stærsta vandamálið hjá okkur er hve markaðurinn er lítll. Þessi vandi blasir við mörgum íslenskum fyrirtækjum, en kemur kannski ver við okkur en flesta aðra matvæla- framleiðendur vegna þess að við erum sífellt að koma fram með nýjungarí framleiðslunni. Hönnun- arkostnaður er hlutfallslega dýr á íslandi, enda kostar jafn mikið að hanna umbúðir hvort sem þær eru framleiddar í þúsundum eða hundr- uðum þúsunda eintaka," sagði Magnús, en Emmess ísgerðin setur nýja framleiðslu á markaðinn að jafnaði tíu til fimmtán sinnum á ári. Síðastliðið vor bættist jurtaís á vörulista Emmess ísgerðarinnar þegar hafin var framleiðsla á ís sem unninn er úr jurtafeiti, en fyrirtæk- ið hafði fram að því eingöngu fram- leitt tjómaís. Jurtaísinn hlaut strax mjög góðar viðtökur og hefur salan á honum farið fram úr björtustu vonum manna að sögn Magnúsar. „Við erum auðvitað mjólkurvinnslu- fyrirtæki og markmiðið er að koma afurðum bænda á framfæri. Hitt er svo annað mál að með því að framleiða ís eingöngu úr ijóma er- um við sennilega að vinna vöruna úr dýrasta hráefni sem til er. Útúr búð er jurtaísinn 15% ódýrari en ijómaísinn," sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að hráefni til ísgerðar væri dýrt á íslandi, sér-. staklega undanrennuduftið. Á móti kæmi hinsvegar að innflutningur á ís er verndaður, en þar gæti breyt- inga verið að vænta. Framleiðsla á jurtaís er einn þáttur f þeirri við- leitni fyrirtækisins að vera viðbúið aukinni samkeppni ef innflutningur á ís verður gefinn frjáls. Kjörís, sem er hinn ísframleiðandinn á íslandi notar eingöngu jurtafeiti í ísinn. „Við erum alls ekki smeykir ef við fáum að keppa við erlend fyrirtæki á jafnréttisgrundvelli. Það er hins- vegar svo að hráefni er mun dýrara hér en í öðrum Vestur-Evrópulönd- um,“ sagði Magnús. íslendingar borða mikið af ís og er meðalneyslan milli tíu og fimmt- án lítra á mann á ári. ísneyslan er nokkuð jöfn milli landshluta og sagði Magnús það vera nærri lagj að helmingur íssölunnar væri á stór Reykjavíkursvæðinu. Emmess er með umboðsaðila á Akureyri, Siglu- firði, Egilsstöðum, ísafirði og í Vestmannaeyjum sem sjá um sölu og dreifingu á sínum svæðum. Auk þess er seldur ís úr tveimur stórum bílum sem eru’ í ferðum um landið. í Reykjavík og nágrenni eru m'arg- ir sölubílar á ferðinni og selja þeir beint í búðirnar. Bílarnir eru tölvu- væddir og eru bílstjórarnir í beinu sambandi við söluskrifstofuna þannig að auðvelt er að uppfylla þarfir viðskiptavina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.