Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
Utgerðarfélag Akureyringa:
Morgunblaðið/Einar Falur
Sólfarið svífur á stall
Höggmyndin Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara var vígð með óvenjulegum hætti á afmælis-
degi Reykjavíkur á laugardag. Dráttarbíll kom akandi með verkið þangað, sem því hafði verið valinn stað-
ur, og stór krani sveiflaði því á fótstallinn. Sólfar er stærsta höggmyndin í borginni, smíðað úr ryðfríu stáli og
á því að standast ágjöf, en það stendur á odda, sem skagar í sjó fram við nýju Sæbrautina og snýr stafni á
haf út. Sjá frétt bls. 20.
Hraðfrystihús Kefla-
víkur hf. keypt fyrir
7 5 milljónir króna
Gömlu hluthafarnir í HK kaupa frystihúsið
AÐALVÍK KE, frystitogari Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. (HK),
var afhentur Utgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í Njarðvík í gær.
ÚA gerði samning um kaup á togaranum 10. júlí síðastliðinn, sem
var endanlega staðfestur á fundi hluthafa í HK í gær. Skuldir
Hraðfrystihúss Keflavíkur eru 525 milljónir króna en ÚA kaupir
Aðalvík KE fyrir 450 milljónir króna. ÚA kaupir einnig öll hluta-
bréf í HK fyrir 75 milljónir króna en hlutaféð er rúmar 100 millj-
ónir. Gömlu hluthafarnir í HK kaupa að öllum líkindum frysti-
hús, lausafjármuni og stofnfjársjóði HK, en brunabótaverðmæti
frystihússins er um 200 milljónir.
Sambandið á 67% í HK,
Keflavíkurbær 20%, Kaupfélag
Suðurnesja 12% og Verkalýðs- og
sjómannafélag Suðumesja 1%.
Eldey hf. gerði í gær tilboð í
rækjutogarann Hafþór RE, sem
er í eigu ríkisins, og hugsanlegt
er að afli skipsins verði unninn í
frystihúsi HK ef af kaupunum
verður, en lítill rekstur hefur verið
í frystihúsinu síðastliðið eitt og
hálft ár. „Við gerðum tilboð í
Hafþór vegna þess að Aðalvík var
seld frá Suðurnesjum og við sjáum
okkur einnig leið að efia Eldey hf.
með þessum hætti,“ sagði Jón
Norðfjörð stjómarformaður Eld-
eyjar hf.
Hilmar Viktorsson og Símon
Ólason voru ráðnir af stjórn HK
sem umsjónarmenn fyrirtækisins
á fimm mánaða greiðslustöðvun-
artímabili þess, sem rann út í
gær. Hilmar Viktorsson segir að
tekist hafi að forða HK frá gjald-
þroti. Kröfuhafar hafi með samn-
ingum fallið frá sínum ítrustu
kröfum en helstu kröfuhafar voru
Fiskveiðasjóður og Landsbankinn.
„Ef HK hefði farið í gjaldþrot
hefðu almennir kröfuhafar ekki
fengið krónu upp í sínar kröfur
en með okkar aðgerðum náðum
við því að kröfuhafar töpuðu ekki
öllu sínu,“_ segir Hilmar.
Símon Ólason og Hilmar Vikt-
orsson sendu skiptaráðandanum i
Keflavík bréf í gær, þar sem segir
meðal annars: „Engin þeirra leiða,
sem reynt var að fara og lýst hafði
verið í greiðslustöðvunarbeiðnum,
svo sem að fá nýja aðila inn í rekst-
ur félagsins, reyndist fær, þrátt
fyrir mikinn velvilja sveitarstjóm-
armanna og fleiri á svæðinu, sem
var ekki síst umhugað að halda
kvóta skipsins heima í héraði. Við
teljum að allar aðrar leiðir hafi
verið reyndar til þrautar og sala
skipsins, samhliða því að ná samn-
ingum við kröfuhafa, hafi verið
eina færa leiðin til að komast hjá
gjaldþroti, sem þýtt hefði stórfellt
tjón fyrir allflesta kröfuhafa fé-
lagsins.“
Sjá einnig frétt bls. 4.
Bráðabirgðalögin ógilda
samning flugum ferðarstj óra
- segir Einar Oddur Krisljánsson
„VIÐ sjáum ekki annan flöt á þessum samningi en að bráðabirgðalög-
in sem sett voru um daginn ógildi hann. Við fullyrðum að svo sé,“
sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands
íslands, um nýgerðan kjarasamning ríkisins við flugumferðarsljóra.
Einar Oddur sagði að samtök
vinnuveitenda hefðu ekki skýrt af-
stöðu sína til þessa samnings fyrir
ríkisstjórninni enda litu menn svo
á að bráðabirgðalögin ógildi ótví-
rætt þetta samkomulag. „Við trúum
því ekki að ríkið hafí nokkra aðra
skoðun á þessu máli. Samningurinn
við flugumferðarstjóra á sér enga
hliðstæðu. Við þekkjum enga hlið-
stæðu þess að skertur starfsaldur
sé bættur öðruvísi en með auknum
lífeyrissjóðsgreiðslum,“ sagði Einar
Oddur.
Enn er til athugunar hjá lögfræð-
ingum fjármálaráðuneytisins hvort
bráðabirgðalögin taki til samnings
flugumferðarstjóra. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er talið
líklegt að svo sé. Verði það niður-
staðan lækka flugumferðarstjórar
um þá sex launaflokka um næstu
mánaðamót, sem þeir hækkuðu 1.
ágúst og fá aftur þá 22 yfirvinnu-
tíma sem þeir létu af hendi fyrir
hækkunina. Þá mun vera ætlunin
að fjármálaráðherra taki málið upp
í heild sinni við samgönguráðherra,
en samgönguráðuneytið gaf út
reglugerðina um lækkun starfsald-
urs flugumferðarstjóra.
Öm Friðriksson, varaforseti Al-
þýðusambands Islands, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það væri
enginn vafi á því að í samningi flug-
umferðarstjóra væri samið um
verulega meiri launabreytingar en
almennt hefði verið samið um. „Að
vísu er vísað til þess að þær séu
til að mæta skertum starfsaldri, en
ég held að allir myndu telja það
verulega kjarabót ef þeir. gætu
hætt 60 ára gamlir og fengið sem
svarar launum til sjötugs í hærra
kaupi.“
Aðspurður sagði Örn að það hefði
engin breyling orðið á þeirri afstöðu
Alþýðusambandsins að gera kröfu
til sömu launabreytinga og aðrir
fengju, en það er ein af forsendum
febrúarsamninganna. Það hefði
ekki verið ætlunin með febrúar-
samningunum að ýmsir hópar gætu
komið á eftir og samið um miklu
meira en láglaunafólkið hefði feng-
ið, eins og oft hefði viljað brenna
við. Hann sagði að hagfræðingar
Alþýðusambandsins væru að skoða
hvað fælist í samningnum og for-
ysta ASÍ myndi fara yfir það með
þeim í dag.
Leigubílstjóri rænd-
ur 30 þúsund krónum
TVEIR menn réðust á leignbíl-
stjóra uin klukkan Qögur í gær-
morgun, brugðu ól um háls hon-
um og stálu af honum veski með
um þrjátíu þúsund krónum.
sem kom á staðinn og leitaði um
nágrennið án árangurs. Rann-
sóknarlögregla, ríkisins hefur
fengið málið til rannsóknar.
Hækkanir hjá ferðaskrifstofum:
Hækkanir ýmist dregnar til
baka eða dregið úr þeim
V erðlagssto fnun vill að öll hækkunin verði dregin til baka
FERÐASKRIFSTOFUR þær sem hækkuðu verð á ferðum sínum um
2,5% í síðustu viku hafa allar annaðhvort failið frá tilkynntri hækk-
un eða dregið verulega úr henni. Ferðamiðstöðin Veröld-Pólaris
lækkaði verð á ný um 1% í gær en Samvinnuferðir-Landsýn og
Úrval-Útsýn hafa alfarið fallið frá hækkun. Verðlagsstofnun fór í
gær fram á að hækkanir yrðu dregnar til baka og sagði Karl Sigur-
hjartarson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, að ferðaskrif-
stofur myndu svara þeirri beiðm
Samvinnuferðir-Landsýn lýstu
því yfír á laugardaginn að ferða-
skrifstofan myndi draga til baka
þá 2,5% verðhækkun sem þegar
væri orðin. I _gær ákvað svo ferða-
skrifstofan Urval-Útsýn að falla
einnig frá 2,5% hækkuninni. „Þetta
var aldrei neitt stórmál að okkar
rnati," sajgði Knútur Óskarsson,
forstjóri Urvals-Útsýnar. „80% af
þeim sólarlandafarþegum sem eiga
eftir að fara eru þegar búnir að
ganga frá sínum rnálurn." Hann
sagði að þær forsendur sem byggt
hefði verið á hefðu verið rangar og
eftir staóið rétt um 1% þörf til
í dag.
hækkunar.
Ferðamiðstöðin Veröld-Pólaris
sendi sömuleiðis frá sér tilkynningu
í gær þar sem segir að ákveðið
hafí verið að verða við tilmælum
ASÍ um lækkun verðs á vöru og
þjónustu .með því að lækka verð
sólarlandaferða um 1%.
Karl Sigurhjartarson, formaður
Félags íslenskra ferðaskrifstofa,
sagði allar ferðaskrifstofur nú hafa
orðið við beiðni ASÍ um að lækka
verð á þjónustu sinni. Taldi hann
það hafa verið gert alveg óháð til-
mælum Verðlagsstofnunar. „Það
má segja trúlegt að beiðnin frá ASÍ
sé til komin vegna 2,5% hækkunar
ferðaskrifstofa en við höfum samt
sem áður skilið bréfið þannig að
um sé að ræða erindi til allra fyrir-
tækja í landinu um að þau lækki
verð á þjónustu sinni um að minnsta
kosti 1%,“ sagði Karl. Þess vegna
hefði stjórnin mælt með því að
menn lækkuðu verð ef þeir treystu
sér til þess. Karl sagði einnig að á
fundi með Verðlagsstofnun í gær
hefðu verið gerðar athugasemdir
við útreikninga Félags íslenskra
ferðaskrifstofa um þörf á verð-
hækkun. Hefði Verðlagsstofnun
lagt fram útreikninga sem sýndu
að verðhækkunarþörfín, að með-
töldum innlendum kostnaðarhækk-
unum, væri 1,35%. Sagði hann
Verðlagsstofnun hafa farið fram á
að öll 2,5% hækkunin yrði engu að
síður dregin til baka og bjóst hann
við að þeirri béiðrti yrði svarað af
ferðaskrifstofunum í dag.
Mennirnir, sem eru um tvítugt
og voru klæddir í ljósbláan galla-
fatnað, að sögn bílstjórans, komu
í bíl hans á Skólavörðuholti og
báðu um að sér yrði ekið að
Flyðrugranda. Á leiðinni fór
mönnunum ekkert á milli. Þegar
þangað var komið drógu þeir upp
5 þúsund króna seðil og spurðu
hvort bílstjórinn gæti skipt. Hann
kvaðst geta það og dró upp veski
sitt en jafnskjótt brá annar mann-
anna leðurreim eða -ól um háls
bílstjóranum og herti að. Á meðan
tók hinn seðlaveskið. Mennirnir
hlupu síðan í norðurátt og hurfu
bílstjóranum sjónum.
Hann hringdi strax á lögreglu
Sterkasti maður heims;
Jón Páll sigr-
aði keppnina
JÓN PÁLL Sigmarsson sigraði
um helgina í keppninni um titilinn
Sterkasti maður heims. Er þetta
í Ijóröa sinn sem hann fer með
sigur af hólmi í þessari keppni.
Keppt var í átta greinum, en
keppnin fór fram í Finnlandi að
þessu sinni. Hún var æsispennandi,
og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu
umferð.
Visa Island:
••
Oll greiðslu-
kort frá Kúvæt
eru vákort
ÖLL Visa-greiðslukort frá
Kúvæt hafa verið auglýst
sem vákort og hefúr af-
greiðslufólk verið beðið um
að taka slík kort úr umferð,
hvar sem menn reyni að
framvísa þeim í viðskiptum.
„Yfirleitt auglýsum við ekki
önnur kort en þau sem við vit-
um að hafa verið notuð hér á
landi en í þetta skipti erum við
að vekja almennt athygli á því
að þar sem írakar eru búnir
að taka yfír Kúvæt og banka-
kerfi landsins þá má ekki taka
nein greiðslukort frá því landi
sem greiðslu fyrir einu ■ eða
neinu. Bankakerfið er allt lam-
að og greiðslur eru ekki trygg-
ar,“ sagði Einar. Hann sagði
að Visa International hefði til-
kynnt þetta um allan heim og
kvaðst telja að önnur alþjóðleg
greiðslukortafyrirtæki hefðu
gert hið sama.