Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 3

Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 3 Fiskvinnslufyrirtækið Dvergasteinn hf. stofnað á Seyðisfírði: Eignir Norðursíldar og Fiskvinnslunnar keyptar á 102 millj. ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Dvergasteinn hf. var stofnað á Seyðisfirði síðastliðinn laugardag og er markmiðið með stofnun fyrirtækisins að kaupa fyrrum eignir Fiskvinnslunnar hf. og Norðursíldar hf. sem Byggðastofnun og Landsbanka Islands voru slegnar á uppboði fyrir ekki alls löngu. Um er að ræða tvö fiskvinnsluhús með tækjum. Geng- ið hefur verið frá kaupsamningi, og verður kaupverðið 102 milljónir króna. Stofnaðilar hins nýja fyrirtækis eru bæjarsjóður Seyðisijarðar, útgerðarfyrirtækið Gullberg hf., hafnarsjóður Seyðisfíarðar og verka- Iýðsfélagið Fram. Stefnt er að því að afla.um 80 milljóna króna hlutafé í fyrstu, en í framtíðinni er ætlunin að hlutafé verði um 120 milljónir króna. Stofn- aðilarnir fjórir leggja 40 milljónir króna til fyrirtækisins, bæjarsjóður og Gullberg 15 milljónir hvort, en hinir tveir 5 milljónir. Ætlunin er að fyrirtækið verði almenningshluta- félag, og hafa nokkrir aðilar þegar keypt hlut í því. Stjórnarformaður félagsins, Ólafur M. Ólafsson út- gerðarmaður, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri verið að leita að framkvæmdastjóra fyrir fé- lagið, en engin ákvörðun hefði verið tekin um skipakaup. Vilyrði hefur fengist frá Byggðastofnun og Landsbankanum fyrir kaupum fyrir- tækisins á þrotabúum Fiskvinnsl- unnar og Norðursíldar og verður kaupverðið, að sögn Þorvaldar Jó- hannssonar bæjarstjóra, 102 milljón- ir króna, sem munu greiðast á næstu fimmtán árum. Fyrstu þrjú árin eru hins vegar afborgunarlaus. Auk Ólafs eiga þeir Sigurður Jónsson bæjartæknifræðingur og Jón Guðmundsson fulltrúi vérkaiýðs- félagsins Fram sæti í stjórn félags- ins. Prestar mótmæla húsaleiguhækkun PRESTAFÉLAG íslands hefur harðlega mótmælt hækkun á leigu fyr- ir embættisbústaði presta og krafíst þess að hækkunin verði látin ganga til baka. Segja talsmenn félagsins að hækkunin sé almennt á bilinu 100-200% og jafngildi 10-15% kjararýrnun hjá þeim prestum sem þetta snertir, en þar sé einkum um unga presta að ræða í fámenn- ari prestaköllum sem hafi litla möguleika til að afla sér aukatekna. Á blaðamannafundi sem Prestafé- lagið boðaði til kom fram að þessi hækkun veki sérstaka undrun með tilliti til þess að stjórnvöld skírskoti mjög til svonefndrar þjóðarsáttar og spyija megi hvort það samræmist henni að auka sérstaklega álögur á eina stétt manna. Leiguhækkunin tók gildi 1. ágúst. Fram kom að leig- an hafi verið á bilinu frá rúmum tvö þúsund krónum í um níu þúsund krónur. Eftir hækkunina er hún lægst rúmar tvö þúsund og hæst í rúmar 17 þúsund krónur. Um er að ræða 72 prestsetur og eykst gjald- taka ríkisins úr 114.414 krónum á mánuði i 568.838 krónur við hækk- unina. Gjaldtakan er byggð á lögum frá 1968 og reglugerð frá 1982. Fram\ kom að Prestafélagið hafi alla tíð mótmælt að lögin næðu til embættis- bústaða presta, en þeim mótmælum hafi aldrei verið sinnt. Þá var á það bent að starfskjör presta væru lök og það hefði fengist óbein viðurkenning á því síðastliðið vor þegar sameiginleg nefnd ríkisins og Prestafélagsins var sett á fót tii að endurskoða starfskjör presta. Embættisbústaðir presta séu víða í lélegu ástandi og óþarflega stórir og því fylgi mikill kostnaður að kynda þá. Þannig sé hitunarkostnað- ur víða á bilinu 8-13 þúsund krónur á mánuði og eigi leiga á bilinu 10-18 þúsund krónur að bætast við greiði presta almennt 18-30 þúsund krónur í húsnæðiskostnað, sem þeir nota í þágu embættisins. Það sé hátt hlut- fall af 80 þúsund króna grunnlaun- um. Hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fengust þær upplýsingar að leiga fyrir embættisbúsatði væri rúmar 9 þúsund krónur að meðal- tali. Leigan hefði ekki hækkað í nokkur ár vegna mistaka, þar sem skýrt væri kveðið á um það í reglu- gerð að leiguna ætti að endurskoða með vissu millibili. Flug-leiðir: Skrifsto fuhúsnæði í New York til leigu FLUGLEIÐIR auglýstu um helgina að fynrtækið vildi leigja hluta af skrifstofuhúsnæði sínu í New York í Bandarílgunum. Að sögn Hólm- fríðar Árnadóttur hjá Flugleiðum er ástæðan sú að húsnæðið sé og hafi alltaf verið of stórt fyrir Flugleiðir. Hóimfríður Árnadóttir sagði að Flugleiðir hefðu flutt inn í þetta húsnæði fyrir þremur árum og hefði það verið tekið á leigu þar sem stað- setning og annað hentaði mjög vel. Það hefði hins vegar verið allt of stórt og því hefði komið upp sú hug- mynd hvort ekki mætti nýta það betur til dæmis með því að setja upp þar íslenska viðskiptamiðstöð sam- hliða skrifstofuhaldi Flugleiða. Boðið er upp á að Flugleiðir annist síma- þjónustu og að aðgangur sé veittur að telefaxi, telexi og ljósritun. Sagði hún eitt íslenskt fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þjónustu um nokkuð skeið. Væri þetta góður kostur fyrir íslensk fyrirtæki sem vildu hafa aðstöðu í New York en hefðp ekki bolmagn til að setja upp eigin skrifstofu. Hólmfríður sagði að ekki væri verið að draga saman seglin á New York-skrifstofu Flugleiða. Hins veg- ar hefði dregið úr Norður-Atlants- hafsfluginu síðan húsnæðið var tek- ið á leigu. Gestir í Árbæjarsaftii á leið framhjá Smiðshúsi. í baksýn er Dillonshús. Morgunbiaðið/Emar Faiur Metaðsókn að útivistarsvæðum borgarinnar: Islendingar kröfuharð- ari gestir en útlendingar - segir Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður Tóvinna í Árbæ. BORGARBÚUM býðst nú að eyða frítíma sínum á fjöl- breytilegri hátt en áður og virðast gera það ef marka má aðsókn að Árbæjarsafni, Hús- dýragarðinum í Laugardal og útivistarsvæðinu í Viðey. Met- aðsókn hefur verið í Árbæjar- safni í sumar, yfir 50 þúsund manns hafa sótt Húsdýragarð- inn frá því hann var settur á laggirnar í maí síðastliðnum og á síðasta ári komu um 30 þúsund manns í Viðey. Forstöðumaður í Árbæjarsafni er Margrét Hallgrímsdóttir borg- arminjavörður og sagði hún að aðsókn að safninu hefði aukist mjög að undanförnu, eða um 50% frá fyrra ári. Á milli 30-40 þús- und manns hefðu sótt safnið það sem af er sumri. Helstu fram- kvæmdir sem eru á döfinni í Árbæjarsafni er klæðning á húsi sem stóð áður á Suðurgötu 7. Húsið er merkilegt fyrir þær sakir að það var byggt árið 1820 og síðan byggt við það í áföngum þannig að tók ekki sína endan- legu mynd fyrr en 1880. Ráð- gert er að ljúka klæðningu húss- ins, sem er með bindiverki, í haust. Fimm smiðir eru starfandi við safnið og þeirra verkefni verður að ganga frá húsinu að innan. Margrét sagði að íslendingar sem sæktu safnið væru kröfu- harðari en útlendir gestir og vildu helst alltaf hafa einhveija sýningu í gangi. Nóg hefur verið af þeim í sumar og má þar nefna sumarsýningu safnsins, Reykjavík á stríðsárunum. Margrét sagði að undirtitill sýn- ingarinnar, „Og svo kom blessað stríðið...“ hefði farið fyrir bijóstið á mörgum útlendingnum sem ætti erfitt með að skilja hvað væri svo blessað við þær hörmungar sem stríðið hafði í för með sér. Anhað hefði verið uppi á teningnum hér á landi, stríðið hefði fært landsmönnum atvinnu og komið þeirri þróun af stað að Reykjavík breyttist úr þorpi í borg. Þá hefur í Miðhúsum og Vélar- sal staðið yfir prentsýning í til- efni af 550 ára afmæli prentlist- arinnar. Síðastliðinn sunnudag var haldinn sérstakur búskapar- og heimilisiðnaðardagur á safn- inu og var þá sýnt hvernig ull er lituð, spunnið er úr hrosshár- um og ofin eru bönd. Safninu hefur áskotnast gamall vefstóll og var ofið á hann í Efstabæ gestum til fróðleiks og ánægju. I safninu er starfrækt krambúð þar sem hægt er að kaupa ýmsa smávöru og sagði Margrét að sú nýbreytni hefði mælst mjög vel fyrir hjá gestum. Þá hefur verið messað á hveijum sunnudegi í Árbæjarkirkju í sumar. Safnið er opið daglega frá 10-18 að mánudögum undanskildum fram til 1. september. Gott samstarf hefur verið með Árbæjarsafni og Húsdýragarðin- um í Laugardal og um síðustu helgi voru dýr úr garðinum sýnd á safninu. Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðs- ins, sagði að aðsókn að safninu hefði verið afar góð í sumar, eða yfir 50 þúsund manns frá opnun. Ýmislegt hefur veriðgert gestum til afþreyingar, til að mynda hefur verið sýnt hvernig loð- kanínur eru klipptar, slegið er með orfi og ljá og gestum boðið að bragða á kexi með kalkún- eggjum. Tómas sagði að í haust yrði kennsla fyrir ellefu ára skólanemendur í bústörfum. Nú hefði garðurinn ásamt Árbæjar- safni fest kaup á yfir 100 ára gamalli léttikerru sem nýtist sem safngripur hjá Árbæjarsafni og til flutninga á vörum og fólki innan Húsdýragarðsins. Kerran var flutt inn frá Danmörku 1984 og var í eigu Nonnahúss á Akur- eyri. Eftir heimsókn í Húsdýra- garðinn má bregða sér yfir sund- ið til Viðeyjar en fastar ferðir eru á milli lands og eyjar. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Við- ey, sagði að aðsókn hefði aukist mikið í sumar og þakkaði hann það helst góðri veðráttu. Sagði að hann að skipulagðar væru gönguferðir á Vestureyna og Austureyna og búið sé að leggja veg að Viðeyjarhlaði og yfir á Eiðið, þar með hefði Vestureyjan opnast mikið. Þar hefðu verið merktar inn gönguleiðir með' til- liti til listaverks Richards Serra, stuðlabergssúlnanna, og hefði fólk sótt þangað gífurlega mikið. Hann sagði aðfornleifauppgröít- urinn drægi einnig að sér fjölda fólks og rústir þorpsins austur á Sundbakka. í kjallara Viðeyjar- stofu er sýning á gömlu Viðeyj- arprenti og munum úr fornleifa- uppgreftrinum. Þórir sagði að einnig hefði það færst í vöxt að fólk komi til Við- eyjar til að njóta útiverunnar, komi þá með nesti og börnin og barnakerrurnar. iRA rð nrttei C-i jh*»iírit.*;í9aö in 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.