Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 4

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 VEÐUR ísafjörður: Frá slysstað í Hallarmúla. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Ók á bam og stakk af TVÖ umferðarslys urðu á Suð- urlandsbraut í Reykjavík laust eftir klukkan 17 í gær. Þrír meiddust en enginn lífshættu- lega, að sögn lögreglu. Barn varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut við Teppabúðina. Ökumaður bílsins fór af vettvangi án þess að gefa sig fram. Á leið á slysstaðinn ók lögreglu- maður á bifhjóli á gangandi veg- faranda á Suðurladnsbraut vð Hallarmúla. Bæði vegfarandinn og lögreglumaðurinn, sem féll af hjól- inu og skrámaðist, voru fluttir á slysadeild en voru ekki, fremur en barnið, taldir alvarlega slasaðir. Mikil eftirspurn eftir verkafólki Aflamark Suðumesjaskipa 11% minna 1990 en 1986 > # - segir Halldór Ibsen hjá Utvegsmannafélags Suðurnesja AFLAMARK Suðurnesjaskipa var 41.333 tonn í þorskígildum um síðustu áramót, eða rúmlega 18% minna en árið 1986 en sem hlutfall af heildaraflamarki alls Iandsins minnkaði aflamark svæðisins aftur á móti um rúm 11% á sama tímabili, mælt í þorskígildum, að sögn Halldórs Ibsen framkvæmdastjóra Utvegsmannafélags Suðurnesja. „Einstakir Suðurnesjabátar geta hins vegar verið á sóknarmarki og veitt umfram aflamark sitt og þá landa aðkomubátar í einhverjum mæli á Fiskmarkaði Suðurnesja," Allir togarar frá Keflavík, Njarðvík og Garði, 9 talsins, hafa verið seldir á síðastliðnum 6-7 árum, að sögn Ellerts Eiríkssonar bæjar- stjóra í Keflavík. Frá Suðurnesjum eru nú gerðir út fimm togarar, þrír frá Sandgerði og tveir frá Grindavík. Miðnes hf. í Sandgerði gerir út Ólaf Jónsson GK og Svein Jónsson KE og Valbjörn hf. í Sandgerði gerir út Hauk GK. Hópsnes hf. í Grindavík gerir út Hópsnes GK og Þorbjöm hf. í Grindavík Gnúp GK. Halldór Ibsen segir að um síðustu áramót, hafí Suðurnesjaskip, 12 rúmlestir eða stærri, verið 90 tals- ins, samtals 14.196 rúmlestir með 41.333 tonna kvóta í þorskígildum. Árið 1984 hefðu Suðurnesjaskip hins vegar verið 109 talsins, samtals egir Halldór Ibsen. 17.743 rúmlestir með 48.622 tonna kvóta í þorskígildum, en þá var Suð- urnesjaflotinn stærstur. Halldór segir að Suðurnesjaskip- um hefði því fækkað um 17% á þessu tímabili en þeirra hlutur hefði minnkað um rúmlega 14% í heildar- skipafjölda landsins á tímabilinu. Meðalskip á Suðurnesjum hefur hins vegar heldur bætt við sig í þorsk- ígildum talið, eða um 1,3%, á meðan meðaltal allra skipa í landinu hefur minnkað um 1%, þegar tekið er mið af úthlutuðum aflakvóta á skip yfír 10 rúmlestir. Suðurnesjaskip voru með um 41.300 tonna kvóta í þorskígildum um síðustu áramót, eða 11,3% af heildarkvótanum, 50.600 tonna kvóta árið 1986, eða 12,7% af heild- arkvótanum og 48.600 tonna kvóta 1984, eða 12,9% af heildarkvótan- um. Skip frá Grindavík og Sand- gerði voru hins vegar með meiri kvóta um síðastliðin áramót en árið 1984. Grindavíkurskip voru með 17.184 tonna kvóta um síðustu ára- mót, eða 4,4% meiri kvóta en 1984 og skip frá Sandgerði voru með 10.523 tonna kvóta um áramótin, sem er 9% meiri kvóti en 1984. Skip frá Garði voru með 1.422 tonna kvóta um síðastliðin áramót, sem er 60% minna en 1984. Keflavíkurskip höfðu 11.020 tonna kvóta, eða 25% minna en 1984 og skip frá Vogum höfðu 1.184 tonna kvóta, sem er 3% minna en 1984. Njarðvíkingar áttu engan kvóta um áramótin en voru hins vegar með 3.048 tonna aflakvóta 1984. Frá Suðurnesjum voru í fyrra gerðir út 110 bátar undir 10 tonn- um, þar af 50 frá Kefiavík, 12 frá Garði, 12 frá Grindavík, 12 frá Vog- um, 10 frá Sandgerði, 10 frá Njarðvík og 2 frá Höfnum. „Mér finnst þetta stórt skref aftur á bak í sögu útgerðar á Suðurnesjum. Þessir bátar stunda jöfnum höndum línu-, neta- og handfæraveiðar allan ársins hring og finnst manni stund- um sótt af meira kappi en forsjá. Árið 1984, fyrsta kvótaárið, voru gerðir út örfáir slíkir bátar héðan frá Suðurnesjum og þá aðeins með handfæri yfír hásumarið," sagði Halldór Ibsen. Lamb skotið á færi, fleg- ið og verkað Djúpavogi. BÓNDINN á Teigarhorni, Krislján Jónsson, fann eitt lamba sinna dautt í laut á landareign sinni nýlega. Hann tók um horn því og fannst það þá óvenjulétt. Skýringin reyndist sú að dýr- ið hafði verið skotið, flegið að aftan og hirtur úr því hryggur og bæði læri. Svo virðist sem lambið hafi verið skotið með stórum riffli af 40-50 metra færi og síðan verið dregið í lautina þar sem gert var að því. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Riffil- patróna fannst í grenndinni og verður hún send til rannsóknar í Reykjavík. GB VEÐURHORFUR I DAG, 21. AGUST YFIRLIT j GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1020 mb hæð, en vaxandi 990 mb lægð um 300 km austsuöaustur af Hvarfi þokast norðaustur. SPÁ: Allhvöss austan og suðaustanátt og rignig um mestallt landið fram eftir morgni en undir hádegi snýst vindur í hægari suðvestan- ðtt með skúrum suðvestanlands. Þegar líður á daginn lægir einnig í öðrum landshlutum og styttir upp með hægri suölægri átt norðan- lands og austan undir kvöld. Heldur kólnandi síðdegis, fyrst suð- vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestlæg átt um mestalit landið, þó ef tii vill norðaustanátt á Vestfjörðum. Skúrir um sunnan- og vestan- vert landið en þurrt að mestu og líklega bjart veður norðaustan- lands. Heldur kóinandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestlæg eða norðvestlæg átt og áfram kólnandi. Skúrir um landið vestanvert og einnig sums staðar norðan- lands en léttskýjað á Suðausturlandi og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Lettskyjao Hálfskýjað Skyjað Alskyjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -| o Hitastig: 10 gráður á Celsius *\J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur ÞrumUveður m mm Akureyri Reykjavik Bergen 11 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 20 Narssarssuaq S Nuuk 4 Óslá 13 Stokkhölmur 15 10 skýjað hálfskyjað téttskýjað skýjaft þoka skýjað léttskýjað Barcetona Beriín Chicago Frankfurt taePalmaa London LosAngetes Uixemborg Madrid Momreai NawYork Orlando Parts Róm Vín Washington 19 18 iíé: 15 21 17 17 11 16 14 19 16 24 20 15 17 niii 18 21 ||16 skýjað skýjaft | rígnlng aiskýjað heiftskirt skur rignktg vantar skýjaft téttskýjað skjöaft skýjað skýjað skýjað helðskirt skýjaft Þökumóöa skýjað vantar ísafiröi. UMTALSVERÐ eftirspurn er eftir ófaglærðu verkafólki á ísafirði og er stór hluti af síðum bæjarblaðanna undirlagður af auglýsingum eft- ir fólki í hin margbreytilegustu störf. Á atvinnuleysisskrá í sumar hafa verið að meðaltali fimm manns. í fyrri viku voru þeir sjö, þar af fjórir útlendingar þar sem vinna hefur legið niðri í frystihúsum vegna sumarleyfa. Mikil vinna er í rækjuverksmiðjunum og útlit fyrir að fisk vinnslustöðvar muni starfa óslitið út árið þótt flest- ar gætu þegið meiri fisk. Litlar framkvæmdir eru fyrirhug- aðar hjá ísafjarðarbæ á árinu nema að verið er að undirbúa lagningu olíumalar á nokkrar götur, þar á meðal nýja tengingu við hafnar- svæðið. Þá er verið að vinna við jarð- vegsskipti og lagningu bundins slit- lags á Isafjarðarflugvöll, verið er að leggja veg að munna væntanlegra jarðgangna um Breiðadals- og Botnsheiði en þar þarf jafnframt að færa vatnsból. Úlfar Leifur Asgeirsson prófessor látinn LEIFUR Ásgeirsson, doktor í stærðfræði og prófessor við Há- skóla íslands, er látinn. Leifur var fæddur þann 25. maí árið 1903 að Reykjum í Lundar- reykjadal, sonur Ásgeirs Sig- urðssonar bónda og Ingunnar Daníelsdóttur kennara. Leifur varð stúdent frá MR árið 1927. Hann tók doktorspróf við háskólann í Göttingen 1933, og var skólastjóri héraðsskólans á Laugum 1933-1943, er hann hóf stærðfræði- kennslu við HÍ. Sem prófessor starf- aði Leifur síðan á árunum 1945- 1973. Þá var hann forstöðumaður rannsóknarstofu í stærðfræði við Raunvísindastofnun háskólans 1966-1973. Eftirlifandi maki Leifs er Hrefna Kolbeinsdóttir. Leifur Ásgeirsson prófessor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.