Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
5
jf
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, simi 606080
Lóggilt veröbréfafyrirtæki. Aöiti aö Veröbréfaþingi íslands.
Afkoma ríkissjóðs svipuð
og fjárlög gera ráð fyrir
Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
ÚTLIT er fyrir að afkoma ríkis-
sjóðs verði svipuð og ijárlög
gera ráð fyrir á þessu ári í
heild, samkvæmt upplýsingum
sem fram komu á blaðamanna-
fundi Olafs Ragnars Grímsson-
ar ijármálaráðherra í gær.
Samkvæmt endurskoðaðri áætl-
un mun halli á rekstri ríkissjóðs
verða 3.954 miljónir króna á
árinu, en fjárlög gera ráð fyrir
að hallinn verði 3.687 milljónir.
Afkoma ríkissjóðs fyrri hclming
ársins varð 2,3 milljörðum
króna betri en gert var ráð fyr-
ir á fjárlögum og er það einkum
þakkað bættum skilum á virðis-
aukaskatti og hertum inn-
heimtuaðgerðum.
verði ekki gripið til sérstakra að-
gerða af hálfu viðkomandi ráðu-
neyta. Þrátt fyrir þetta er gert ráð
fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs
verði svipuð og gert var ráð fyrir
á fjárlögum.
Olafur Ragnar Grímsson fj'ár-
málaráðherra þakkaði það meðal
annars aukinni innlendri lánsfjár-
öflun að aukinn stöðugleiki væri
nú í peningamálum. Hann sagði
stöðugleikann um þessar mundir
vera meiri en verið hefði undanfar-
in 20 ár eða lengur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Embættismenn fjármálaráðuneytisins greina frá afkomu ríkissjóðs
fyrstu sex mánuði ársins. Frá vinstri Halldór Árnason, Marianna
Jónasdóttir, Bolli Þór Bollason, Oiafur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra, Magnús Pétursson og Þórhallur Arason.
í endurskoðaðri áætlun um af-
komu ríkissjóðs 1990 kemur fram,
að gert er ráð fyrir að tekjur
hækki um milljarð króna, verði
92.546 milljónir í stað 91.545
milljóna á fjárlögum. Helsta skýr-
ing þessa munar er talin vera að
álagning gjalda fyrir gjáldárið
1990 skili meiri tekjum en áætlað
var og munar þar mestu um tekju-
skatt félaga. Fjármálaráðherra
sagði það benda til þess að afkoma
fyrirtækja árið 1989 hafi verið
betri en áætlanir fjárlaga gerðu
ráð fyrir. Gjöld hækka samkvæmt
sömu áætlun um 1.268 milljónir
króna, úr 95.232 milljónum í
96.500 milljónir.
Lánsfjárþörf ríkissjóð er nú
áætluð um 4.904 milljónir króna
á árinu, en fjárlög áætluðu hana
vera 3.277 milljónir. Miðað við
fjárlagatöluna er lánsfjárþörfin
1,4% af vergri landsframleiðslu,
en var 2,6% í fyrra og 3,3% 1988.
Áætlað er að innlend lántaka verði
10.905 milljónir, erlend lán verði
greidd niður um 470 milljónir og
greidd verði 5.562 milljóna króna
skuld ríkissjóðs við Seðlabankann.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs
fyrstu sex mánuði ársins námu
44.525 milljónum króna, 3.060
milljónum hærri en gert var ráð
fyrir með fjáraukalögum. Það er
hækkun um 30% frá sama tíma í
fyrra. Hækkun verðlags hækkaði
um 20% á sama tímabili. Innheimt-
ar tekjur hækkuðu því um 7% að
raungildi Embættismenn fjár-
málaráðuneytisins segja skýringar
þessa fráviks einkum vera tvær,
annars vegar hafi innheimta eldri
skattskulda verið betri en reiknað
hafi verið með, meðal annars
vegna betri skattskila í virðisauka-
skattskerfi en söluskattskerfi og
vegna hertra innheimtuaðgerða,
hin meginskýringin sé að inn-
heimtar tekjur af virðisaukaskatti
hafi verið meiri en áætlað var.
Þessi áhrif segja þeir að séu fyrst
og fremst tilfærsla innan ársins,
en leiði ekki til aukinna tekna
ríkissjóðs fyrir árið í heild.
Þá varð innheimta beinna
skatta tæplega 1.300 milljónum
króna meiri fyrra helming ársins
en reiknað hafði verið með og er
það skýrt með aukinni innheimtu
eldri skattskulda.
Útgjöld ríkissjóðs fyrstu sex
mánuði ársins námu 47 milljörðum
króna, eða 825 milljónum umfram
áætlanir. Það er hækkun um 21%
frá sama tíma í fyrra. Almenn
rekstrargjöld hækkuðu um 192
milljónir umfram áætlun, trygg-
ingagreiðslur um 876 milljónir,
hins vegar lækkuðu vaxtagjöld um
168 milljónir og stofnkostnaður
um 109 milljónir. Fjármálaráð-
herra sagði að óvissa ríkti um
þróun útgjalda síðari hluta ársins,
þar sem ýmsir útgjaldaliðir eins
og á sviði trygginga- og mennta-
mála stefndu fram úr fjárlögum,
Einar Pétursson i Reykjavikurhófn.
Allir landsmenn geta
eignast
ÍSLANDSBRÉF
Bjartsýni og baráttuandi hefur
ætíð einkennt stóru stundirnar í
lífi og starfi íslensku þjóðarinnar.
Þegar miklir hagsmunir eru í húfi
stöndum við saman og fáum
miklu áorkað. Á þeirri hugmynd
grundvallast íslandsbréf.
íslandsbréf eru eignarhluti í sam-
eiginlegum sjóöi sparifjáreigenda,
þar sem fjárfest er í ýmsum tegund-
um vel tryggðra verðbréfa. Með því
að eignast hlutdeild í sjóðnum geta
einstaklingar notið þess ávinnings
sem felst í því að dreifa fjárfesting-
um og njóta góðrar ávöxtunar.
Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma,
þekkingu eða fjárráð til að notfæra
sér þá kosti sem felast í því að dreifa
fjárfestingum. íslandsbréf leysa
vandann.
íslandsbréf eru nánast fyrirhafn-
arlaus fjárfesting og henta vel
jafnt ungum sem öldnum hvort
sem um er að ræða háar eða lágar
upphæðir.
Reglubundinn sparnaður er mikil-
vægur. Þannig öðlast fólk skilning á
gildi sparnaðar og lærir að bera
virðingu fyrir verðmætum. Þótt
upphæðirnar séu ekki háar, er gott
að venjasig áað leggja hluta af tekj-
um sínum í örugga og arðbæra fjár-
festingu. Á nokkrum árum getur
þannig myndast álitlegur sjóður.
Dæmi:
Fermingarbarn fær íslandsbréf
að upphæð 20.000 krónur. Á
hverju ári leggur það fyrir svipaða
upphæð af sumarlaunum og
kaupir íslandsbréf. Tíu árum
síðar er sjóðurinn orðinn næstum
290.000 krónur að núvirði.*
* Án innlausnargjalds, miðað við að 8% árleg raun-
ávöxtun náist á sparnaðartimanum.
Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá
um alla umsýslu, svo að eigendur
íslandsbréfa geta notið áhyggju-
lausrar ávöxtunar.
Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f.
Komið og fáið nánari upplýsingar,
bæklinga og aðstoð hjá ráð-
gjöfum okkar og umboðsaðilum í
útibúum Landsbanka íslands og
Samvinnubankans um land allt.