Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
Afmæli Reykjavíkur:
Umhverfís- o g menningar-
málum gert hátt undir höfði
REYKJAVÍK átti 204 ára af-
mæli á laugardaginn, 18.
ágúst, sem haldið var upp á
með ýmsum hætti af hálfu
borgaryfirvalda. Einkum var
menningar- og umhverfis-
málum gert hátt undir höfði
á afmælisdaginn.
Hátíðahöldin hófust með því
að opnað var formlega þjónustu-
rými fyrir aldraða að Dalbraut
18-20. Borgarstjóri og borgar-
fulltrúar drukku þar morgunkaffi
með íbúunum. Eftir hádegið var
svo haldið upp á 30 ára afmæli
Fæðingarheimilis Reykjavíkur,
sem ber upp á afmælisdag borg-
arinnar. Davíð Oddsson afhjúpaði
á lóð Fæðingarheimilisins stytt-
una „Móðir og bam“ eftir Tove
Ólafsson, sem borgaryfírvöld
gáfu heimilinu í afmælisgjöf.
Klukkan fjögur fór fram
óvenjuleg vígsluathöfn lista-
verksins _ „Sólfars“ eftir Jón
Gunnar Ámason myndhöggvara.
Dráttarbíll kom akandi með lista-
verkið að fótstalli þess í fjömnni
við Sætún, og stór krani hífði
verkið á sinn stað. Verkið stend-
ur á odda, sem skagar fram í
sjóinn, en þar á að útbúa útsýn-
is- og áningarstað við nýju Sæ-
brautina.
Að lokum var móttaka í Höfða,
þar sem afhentar vom viðurkenn-
ingar fyrir snyrtilegt umhverfi
og listamenn heiðraðir. Fegursta
gata Reykjavíkur var valin
Klapparás í Seláshverfi. íbúar við
Frostafold 14 fengu viðurkenn-
ingu fyrir fallega lóð fjölbýlis-
húss. Melstaður við Grandaveg
og Langahlíð 13-17 þóttu dæmi
um gömul hús, sem vel hefði
tekizt að gera upp. Þá fengu
fimm fyrirtæki og stofnanir við-
urkenningu fyrir snyrtilega lóð.
Morgunblaðið/Einar Falur
Svava Björnsdóttir borgarlistamaður tekur við viðurkenningar-
skjali af Davíð Oddssyni borgarstjóra.
Megas þakkar fyrir starfslaunin, sem honum voru veitt til þriggja
ára.
Borgarlistamaður Reykjavíkur borgarinnar að veita Magnúsi
1990-1991 var útnefnd Svava Þór Jónssyni, Megasi, starfslaun
Björnsdóttir myndlistarmaður. til þriggja ára.
Þá ákvað menningarmálanefnd
Höggmyndin Móðir og barn eftir Tove Ólafsson var afmælisgjöf
Reykjavíkur til Fæðingarheimilisins. Fjöldi borgarbúa kom í af-
mælisveizluna.
Borgarbúar virða Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar fyrir sér, þar
sem það er komið á pall sinn og snýr stafni út á Sundin.
»
í
»
►
Samningar um fulla
þátttöku Islendinga
í vísindaáætlun
Evrópubandalagsins
SAMNINGUR um fulla þátttöku íslendinga í vísindaáætlun Evrópu-
bandalagsins, sem miðar m.a. að greiðari samskiptum evrópskra
vísindamanna (SCIENCE-programme), er til umfiöllunar á þingi
Evrópubandalagsins og verður væntanlega tilbúinn til undirritunar
í lok þessa árs. Samkomulag er um að undirbúa framkvæmd hans
m.a. með því að auglýsa nú þegar eftir umsóknum um styrki frá
SCIEN CE-áætluninni.
SCIENCE-áætlunin styrkir
ýmiss konar verkefni sem valin eru
á grundvelli mats á vísindalegum
og tæknilegum gæðum umsókn-
anna, enda miðist verkefnin við að
koma á fót kerfisbundinni samvinnu
og samskiptum á milli evrópskra
vísinda- og tæknimanna. Megintil-
gangur áætlunarinnar er að auð-
velda útbreiðslu nýrrar þekkingar
yfir landamæri og á milli rann-
sóknastofnana. Þannig er vísinda-
mönnum frá aðildarríkjum áætlun-
arinnar, sem hafa sérhæft sig í
mismunandi fræðigreinum, veitt
tækifæri til þess að læra hver af
öðrum í viðleitni sinni að skapa
nýja þekkingu.
Áætlunin leitast við að efla rann-
sóknir í aðildarríkjunum og draga
úr vísindalegum og tæknilegum
mismun á milli þeirra. Áhersla er
lögð á að styrkja verkefni sem eru
fjölfagleg, fela í sér nýbreytni og
stuðla að því að bijóta niður hindr-
anir á milli mismunandi sviða evr-
ópskra rannsókna og þróunarverk-
efna.
SCIENCE-áætlunin nær til allra
fræðigreina raun- og náttúru-
vísinda, svo sem stærðfræði, eðlis-
fræði, líffræði, jarðfræði, haffræði,
verkfræði og vísindalegrar mæli-
tækni.
Umsóknir má senda hvenær sem
er, en reikna verður með sex mán-
aða biðtíma eftir svari. Umsókna-
reyðublöð og allar nánari upplýsing-
ar fást hjá Rannsóknaráði ríkisins
og Vísindaráði.
I
I
I
I
I