Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
17
Bach-tónleikar í Skálholti
______Tónlist_____
Jón Ásgeirsson
Sveitaorgelleikarinn Johann Se-
bastian'Bach var ekki heimsmaður
og auk þess ófrumlegur og gamal-
dags í tónsmíðum sínum. Tónskáld-
skapur hans var eins konar niður-
lagshljómur í þeirri tegund tónverka
sem tekið var til við að semja um
það bil eitt hundrað og fimmtíu árum
áður. Nýr tími sinfónískrar tónlistar,
nýrra formgerða, hljóðfæra og hug-
mynda um list gerði verk hans óþörf
og óaðgengileg. Þegar sú liststefna,
klassíkin, sem útrýmt hafði barokk-
inni, var algengin og tekin að gaml-
ast og rómantíkin lagt sitt til við að
afnema klassísk gildi, þá var blásið
rykið af gulnuðum blöðum meistar-
ans og verk hans dásömuð. Það hef-
ur valdið sagnfræðingum nokkrum
heilabrotum að einmitt rómantíkin
hafi endurreist þetta gamla tónmál
og haliast að tvennu, í fyrra lagi,
að uppgötva tónskáld sé í eðli sínu
rómantískt atferli og í öðru lagi, að
rómantíska tónlist hafi skort þá
tækni sem tónlist Bachs var svo auð-
ug af og að þessi samanburður sé
einnig ástæðan fyrir vaxandi vin-
sældum hans í dag.
Fyrri Sumartónleikamir síðustu
listahelgarinnar í Skálholti voru helg-
aðir meistara J.S. Bach. Flytjendur
voru Hörður Áskelsson, orgelleikari,
FRÖNSK FLAUTUTÓNLIST
eftir Ferrod, er nefnast Bergére cap-
tive Jade og Toan-Yan og tónleikun-
um lauk með þremur skáldlegum
verkum eftir Jolivet, nefnilega Sær-
ingaþulu frá 1936 og tveimur þáttum
úr verkinu Meinlæti frá 1962, sem
bera yfirskriftina „Til að leyndar-
dómurinn geymist skulum við vera
hljóð þar til þögnin er fullkomin“ og
„0, kona sem veist ekki að þú barst
heiminn í þér“.
Manuela Wiesler hefur hljóðfærið
á valdi sínu og drottnar yfir tónmáli
verkanna og því hefur leikur hennar
fengið nýja dýpt í sýn hennar á inn-
viði listarinnar, sem er lokað svið
fyrir þeim er enn eru að kljást við
tæknivandamálin. Tónninn og blæ-
mótun hans er eins og taltexti, per-
sónuiegur og ástríðufullur, mildur
og dulúðlegur, glettinn og leikandi,
ber i sér sýn yfir víðfeðm akuriendi
mannlegra tilfmninga. Leikur Manu-
elu er mikil listamennska sem ekki
verður skilgreind en aðeins notið.
Síðustu Sumartónleikarnir að
þessu sinni voru helgaðir franskri
flaututónlist og það var flautusnill-
ingurinn Manuela Wiesler sem sló
botninn í þessa sumartónlistarhátíð
í Skálholtskirkju. Það er við hæfi,
því það var einmitt Manuela ásamt
ásamt Helgu Ingólfsdóttur sem lagði
grunninn að vinsældum þessara sér-
stæðu tónleika.
Sérkennilegt er hversu ýmis hljóð-
færi og stíltegundir tengjast þjóðum
og hafa tónlistarsagnfræðingar velt
þessu fyrir sér. Virginalið var nær
því sérsvið Englendinga á tímum
Tudoranna, fjölradda kórsöngur sem
næst uppfinning Niðurlendinga, org-
elsnillingar flestir þýskir, söngur og
fiðluleikur glæsilegastur á Ítalíu og
flautan, sem hafði notið mikilla vin-
sælda sem barokkhljóðfæri, varð eins
konar tákn fyrir franska tónlist á
fyrri hluta 20. aldar. Klassíkin og
rómantíkin náðu aldrei að nýta flaut-
una almennilega til túlkunar á til-
Mianuela Wiesler
finningum en það voru Frakkar, sem
ávallt hafa verið sakaðir um skraut-
girni, er fundu leið til að nýta lipur-
leik flautunnar í „impressionísku"
tónmáli sínu.
Manuela Wiesler hefur ávallt haft
mikið dálæti á franskri flaututónlist
og leikið hana löngum af mikilli leikni
og innsæi. Á efnisskrá Manuelu var
Syrinx eftir Debussy, Smáverk eftir
Ibnert, Density eftir Varése, þrjú lög
Manuela Wiesler
Hörður Áskelsson Inga Rós Ingólfsdóttir
Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og
Manuela Wiesler flautuleikari. Á efn-
isskránni voru Sálmforleikurinn
Schmucke dich, o liebe Seele (BWV.
654), fyrsta gambasónatan (BWV.
1027), sónata í e-moll (BWV. 1034),
fyrir flautu og basso continue og
orgelpassacaglian fræga (BWV 582)
í c-moll. Hörður Áskelsson flutti
sálmforleikinn og passacagliuna á
orgel kirkjunnar og lék bæði verkin
af smekkvísi. Það má vera að radd-
skipan sú sem Hörður notaði í sálm-
forleiknum sé „kórrétt" en svo mik-
ill munur á styrk gagnraddanna og
sálminum, sem var að þessu sinni,
gerir sálminum of hátt undir höfði,
svo að meistaralegt raddferli gagn-
raddanna týndist og var ógreinilegt
á móti útfærslunni á sálminum, sem
er í raun andstætt hugmyndum
kontrapunktsins, þar sem allar radd-
ir eru jafnar að stöðu.
Passacaglian var leikin af yfii-veg-
un og þar var raddskipan mjög skýr.
Gambasónatan í g-dúr var ágætlega
leikin af Ingu Rós Ingólfsdóttur en
vantaði sterkari andstæður í hraða.
Hörður Áskelsson lék undir á nýja
continue-orgel kirkjunnar og sá einn-
ig um continue leikinn ásamt Ingu
Rós í flautusónötunni, en þar fór á
kostum flautusnillingurinn Manuela
Wiesler. Manuela lék verkið meist-
aralega-vel. Tónmyndun hennar hef-
ur auðgast að blæbrigðum og hend-
ingamótum öll orðin mun mýkri og
hlýrri en undirritaður man frá fyrri
tíð. Ró endurfundanna við verkefnin
er ríkjandi í túlkun hennar og vanda-
málin hætt að vera bundin við ytri
útfærslu en vísa nú æ meir að inni-
haldi verkanna. Þannig er þroska-
saga listamanna endalaus átök, sem
fá dýpri merkingu að fengnum nýjum
sigrum.
Vaskhugi
Forritió sem sér um sölureikninga, viðskipta-
menn, lager, vsk, innheimtu o.s.frv., svo að
þú getir einbeitt þér að arðbærari starf-
semi! Röskur og nákvæmur meðhjálpari á
skrifstofuna.
Hringdu og fáóu sendar nánari upplýsingar.
íslensk tæki,
Garðartorg 5, sími 656510.
DANF0SS SKAPAR
VELLÍÐAN Á HEIMIUNU!
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Mikil útbreiðsla DANFOSS ofnhitastilla á
(slandi sýnir að þeir eru í senn nákvæmir og
öruggir.
Æ fleiri gera nú sömu kröfurtil baðblöndun-
artækja og velja hitastilltan búnað frá
DANFOSS.
Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu
Þú stillir þægilegasta hitann í hverju
herbergi og DANFOSS varðveitir hann ná-
kvaemlega, hvernig sem viðrar.
Og í baðinu ertu alitaf víss um réttan
vatnshita. Það er ekki síst öryggi fyrir þá eldri.
Aukin uellíðan, lœgri orkukostnaður.
HÖRPUDEILDIN LEIKUR Á ALS 0DDI
má/i
HÖRPU MÚRAKRÝL er terpentínuþynnt akrýlmálning,
ætluð fyrir múr og steinsteypta fleti utanhúss.
MÚRAKRÝL er öndunarvirk og alkaiíþolin,
hefur frábæra viðloðun, bindur mjög vel duftsmitandi fleti
og hleypir raka auðveldlega út í gegnum sig.
Sterkur leikur í vörn og sókn.
HARPA lífinu lit.
3
g
3
<
ÞEGAR Á HEILDINA ER LITIÐ ÞARF EKKI AÐ SPYRJA AÐ LEIKSL0KUM
íis'bihiKi/ 3srt) íj tjit,L>r*tlIfi i