Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
Bráðabirgðalög' og þjóðarsátt
eftir Ögmund
Jónasson
Það er alvarlegt mál þegar gengið
er á gerða samninga að ekki sé á
það minnst þegar þeir eru hreinlega
numdir úr gildi með lögum. Það er
alvarlegt fyrir samtök launafólks,
stjórnmálamenn og siðferði í samn-
ingum þegar slíkt gerist. Þetta er
slíkt alvörumál að öllum sem á ein-
hvern hátt tengjast því beint eða
óbeint ber skylda til að gaumgæfa
það á gagnrýninn hátt.
Á undanfömum árum og áratug-
um hafa íslensk stjómvöld oftsinnis
ógilt eða skert kjarasamninga.
Stundum hefur lagasetningu verið
beitt á einstök stéttarfélög en iðulega
hefur slíkum ráðstöfunum verið
stefnt gegn launafólki í heild. Eftir
að lög voru sett á alla kjarasamninga
í byrjun sumars árið 1988 voru menn
samdóma um að nóg væri komið af
þessari óhæfu og vom uppi heit-
strengingar á meðal launafólks að
taka höndum saman um að koma í
veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Að
öðrum kosti væri fijálsum samnings-
rétti í voða stefnt og þar með leik'
reglum réttarríkisins.
En hvar em þá útifundirnir og hið
samstillta átak nú þegar kjarasamn-
ingar BHMR em numdir á brott með
lagaboði? Hvar er samstaðan — hvers
vegna taka menn ekki höndum sam- -
an gegn lagasetningu sem öllum ber
saman um að sé slæm? Staðreyndin
er sú að þótt ríkisstjórnin hafi staðið
forkastanlega að málum og sæti
réttilega ámæli fyrir sinn hlut þá
verður ekki fram hjá því horft að
víðar er pottur brotinn. Það er ekki
að ástæðulausu að brigslyrði og
ásakanir ganga nú á víxl milli launa-
mannahreyfinga, því rætur vandans
liggja einnig þeim megin samninga-
borðsins. Þetta verðum við að viður-
kenna og horfast í augu við ef okkur
á annað borð er alvara að færa
málin til betri vegar og koma á þeirri
sjálfsögðu skipan að kjarasamningar
séu viðurkenndir og virtir — ekki
stundum, heldur ætíð og ævinlega. •
Sú staða sem nú er uppi verður
mönnum því aðeins skiljanleg að
þeir skoði þá kjarasamninga sem
gerðir hafa verið á síðustu misserum,
markmið þeirra og innihald.
Samtök launafólks kveðast flest
hver vilja beita sér fyrir breyttri
tekjuskiptingu í landinu launafólki í
hag. Þetta ætti að vera öllu launa-
fólki sameiginlegt hagsmunamál og
svo er að sjálfsögðu einnig í raun.
Nýlegar upplýsingar um hagnað í
heimi fjármagns- og stórfyrirtækja
og tekjur þeirra sem þar fara með
völdin hafa enn á ný fært okkur
heim sanninn um að sameiginlegum
tekjum þjóðarinnar er ranglátlega
skipt. Þegar þessi gjá er skoðuð
bliknar allt annað í samanburði.
Engu að síður er fólk ekki reiðubúið
að horfa framhjá því að einnig á
meðal almenns launafólks er umtals-
verður kjaramunur. Og vissulega
skiptir það máli hvort menn hafa
fimmtíu þúsund krónur í dagvinnu-
laun eða eitt hundrað þúsund krón-
ur. Innan samtaka launafólks og
þeirra í milli er iðulega tekist á um
þennan mun og vill þá gjarnan hver
hyggja að sínu.
Svo rammt kveður að þessu að
oft eru þeir fyrirvarar settir inn í
kjarasamninga að hækki aðrir hópar
umfram viðkomandi þá skuli hann
eiga rétt á sömu hækkun. Vill þá
hver hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta
hefur ákveðna og auðsæja ókosti í
för með sér. Þegar til lengri tíma er
litið torveldar þetta t.d. að koma á
ýmsum tilfæringum og leiðréttingum
í launakerfinu sem hlýtur að vera
nauðsynlegt í þjóðfélagi sem sífellt
tekur breytingum.
Kjarabætur ekki sóttar með
viðhengistryggingum
En það er ekki nóg með að menn
noti viðmiðunar- eða viðhengistrygg-
ingar af þessu tagi til að tryggja
eigin stöðu innan kauptaxtakerfisins.
Margir hafa talið sjálfum sér trú um
að með þessu móti megi sækja kjara-
bætur fyrir launafólk almennt. Rök-
semdafærslan gengur þá út á að
bindi sig hver við annan — þá sjái
víxlverkunarákvæðin til þess að
ágengir hópar og baráttusinnaðir
þoki öllum upp á við. Staðreyndin
er allt önnur. Þegar litlir hópar ná
ekki fram annarri tryggingu en við-
miðun við næsta hóp þá flýtur allur
mannskapurinn í lausu lofti og er
látinn steypast niður í kaupmætti,
oft í tugum prósenta talið annað-
hvort með gengisbreytingum eða
öðrum leiðum ef stjórnvöldum býður
svo við að horfa. Með viðhengis-
tryggingum treystum við ekki kaup-
máttinn heldur tökumst við fyrst og
fremst á um það hvar einstakir hóp-
ar skuli standa í launastiganum.
Út á þetta gengu samningar
BHMR og ríkisstjórnarinnar vorið
1989, að leiðrétta stöðu háskóla-
manna innan ríkiskerfisins gagnvart
launamönnum með sömu menntun á
hinum almenna vinnumarkaði, auk
þess sem þáttum á borð við peninga-
lega og stjómunarlega ábyrgð skyldi
gefið aukið vægi. Þetta skyldi gert
á grundvelli samanburðarfræða, en
á meðan sú vinna væri unnin og
komið í framkvæmd skyldu félags-
menn í BHMR eiga kröfu á öllum
þeim hækkunum sem samið væri um
í almennum kjarasamningum. Skyldi
þetta svo fram ganga næstu fimm
árin. Með öðrum orðum, félagsmenn
í BHMR áttu kröfu á að fá allar þær
IVIII TOLVUUTSALA TVm
TÖLVUSALAN H.F. GEFUR ALLT AÐ 30%
AFSLÁTT AF TÖLVUM OG TÖLVUBÚNAÐI TIL
MÁNAÐARMÓTA ÁGÚST/SEPTEMBER.
í tilefni þess að TVM, sem er stórfyrirtæki í framleiðslu á hágæða tölvuskjám, hefur gert
Tölvusöluna að umboðsaðila sínum á íslandi, þá munum við gefa mikinn afslátt af öllum
tölvuskjám, tölvum og tölvubúnaði út ágúst eða á meðan birgðir endast.
PC MAGAZINE, eitt virtasta tölvublað heims, valdi VGA skjá frá TVM sem besta valkost
("Editors Choise") af öllum þeim skjám sem þeir höfðu prófað.
Nú býðst þér einstakt tækifæri til að kaupa hágæða litaskjá sem býður upp á Ijósmyndagæði, þ.e.
mun meiri myndgæði en venjulegir VGA litaskjáir (upplausn 1024 x 768 í stað 640 x 480) á lægra
verði en venjulegir VGA skjáir.
Einnig bjóðum við mjög öflugar 386 tölvur (ekki SX) bæði 25MHz og 33MHz með 85MB og
150MB diskum. Tölvurnar eru með bæði 3.5" og 5.25" disklingadrifum og með 16 bita 512KB
skjákorti.
Fast Verð Tilboð Afsl.
-SuperSync 3A hágæða litaskjár 65.000 48.850 30%
-Prisma VGART 1024 skjákort 16 bita með 512KB minni 21.900 15.330 30%
-JAFUCO-INTEL 386 25MHz 85MB diskur SuperSync 3A, 2MB minni 365.000 273.750 25%
-JAFUCO-INTEL 386 33MHz 150MB diskur SuperSyrtc 3A, 4MB minni 565.000 423.750 25%
-JAFUCO-INTEL 286 12MHz 30MB diskur Einlitaskjár 640KB minni 172.000 120.000 30%
-EX-88 PC/XT 12MHz 360KB drif 70.000 48.500 30%
Allt að 30% afsláttur gefinn á aukahlutum til ágúst loka. Afsláttarverð miðast við staðgreiðslu.
Opið næstkomandi laugardag frá kl. 10-16.
Tölvusalaixi hf
Suðurlandsbraul 20
108 Reykjavík
Sími 91-83777
ft i n í íS&lftfflliQfr Hiiti
launahækkanir og kjarabætur sem
BSRB semdi um í hálfan áratug auk
sérstakra hækkana sér til handa.
Þegar talsmenn BHMR segja að
hvorki ASÍ né BSRB éigi að semja
fyrir þeirra hönd, þá er það nú einu
sinni byggt inn í þeirra eigin samn-
inga að svo skuli vera. Én spuming-
in snerist ekki um það eitt að fá allt
sem aðrir fengju heldur ívið meira.
Þannig mætti snúa dæminu við og
segja að samið hafi verið um það
fyrir hönd BSRB að með skipulegri
umsköpun launakerfisins skyldum
við dragast aftur úr félagsmönnum
BHMR. Þetta er vert að hafa í huga
nú þegar spurt er um samstöðu.
Þar sem ríkisvaldið hafði fallist á
kröfu BHMR um að jöfnuð yrðu kjör
félagsmanna samtakanna við það
sem tíðkast í sambærilegum störfum
annars staðar í þjóðfélaginu hefði
verið rökrétt að finna viðmiðunar-
bindingu á meðal háskólamanna í
einkageiranum en ekki í okkar launa-
kerfi eins og gert var. Með því móti
var einfaldlega byggður inn í launa-
kerfí ríkis og sveitarfélaga aukinn
launamunur háskólamenntuðu fólki
í hag. Þetta gagnrýndum við á af-
dráttarlausan hátt þegar eftir gerð
BHMR-samningsins í fyrrasumar.
Innan BSRB eru einnig stórir hóp-
ar sem krafist hafa leiðréttingar
sinna kjara og eru kröfur um þetta
settar fram á ýmsum forsendum.
Jafnframt er þó ljóst að kauptaxtar
hjá ríki og bæ eru almennt alltof
lágir. Það er einnig staðreynd að
þegar kreppa tók að árið 1988 eftir
skammvinnt góðæri, þá rýrnaði
kaupmáttur jafnt og þétt. Ekki bætti
úr skák þegar stefndi að því í vetrar-
byrjun í fyrra að kaupmátturinn héldi
áfram að hrynja. Það er að segja ef
ekkert yrði að gert. Það var af þess-
um ástæðum sem ákveðið var að
gera það að forgangsverkefni að
stöðva kaupmáttarhrunið með samn-
ingum, fresta leiðréttingum um sinn
— sameinast þess í stað um að ná
fram kaupmáttartryggingu og síðar
kaupmáttaraukningu fyrir taxta-
kerfið i heild sinni.
Kaupmáttarhrunið stöðvað
Ljóst er að þetta mun ganga eft-
ir. Kaupmáttarhrunið hefur þegar
verið stöðvað en eins og vikið verður
að síðar mun árangurinn í framhald-
inu ráðast af því hve launafólki auðn-
ast að standa saman um að þrýsta
á breytingar sem færa raunverulegar
kjarabætur til allra — ekki aðeins í
nokkra daga eða vikur heldur til
frambúðar.
Fólk telur sig hafa lært af biturri
reynslu að kjarasamningar á vegum
heildarsamtaka sem ekki hafa að
geyma haldgóðar tryggingar séu
ekki til eftirbreytni. Þetta á vissulega
við um okkur félaga í BSRB. Eitt
nöturlegasta dæmi þessa er gengis-
íi i
GRILL - BAKSTURS
ÖRBYLGJUOFN
ÞREFALT- NOTAGILDI:
1) GRILL-STILLIING 900 wöti
2) BLÁSTURS-STILLING (BAKSTUR) 1100 wölt
3) ÖRBYLGJUSTILLING 600 wölt
60 MÍNÚTRA KLUKKA. EINFALDUR (X'. TVEGGJA
HÆÐA SNÚNINGSDISKUR. 16.5 LÍTRA. ÍSLENSKUR
LEIBARVÍSIR, MATREIDSLUNÁMSKF.II) INNIFAUÐ
SUM ARTCLBOiJ KR. 29.950 stgr.
RÉTT VERÐ KR. 34.750 slgr.
SD Aíborgunarskilmálar [£]
VÖNDUÐ VERSLUN
Ögmundur Jónasson
„Staðreyndin er nefni-
lega sú að nú er lag til
að vinna markvisst að
því að bæta kaupið.“
fellingin sem gerð var strax eftir
langvinnt verkfall BSRB árið 1984.
Þar var endi bundinn á margra vikna
verkfall án þess að kaupmáttartrygg-
ing væri knúin fram og því fór sem
fór. Með þessu móti tóku stjórnvöld
kauphækkun til baka þegar eftir að
samningum og verkfalli var lokið.
Verkfallið 1984 færði launafólki að
sönnu margvíslega og mikilvæga
ávinninga en það breytir þó ekki því
að með stjómvaldsaðgerð var í raun-
inni framkvæmd kauplækkun þótt
ekki væri formlega gengið á samn-
inga eins og nú hefur verið gert.
í fyrra var gengi krónunnar fellt
um 30 prósent og á árinu öllu féll
kaupmáttur um 10 prósent að meðal-
tali. Viðhengistryggingar BHMR eða
annarra einstakra hópa breyttu þar
að sjálfsögðu engu um. Þegar svo
var komið, hlutu samtök launafólks
að spyma við fótum: stöðva þessa
óheillaþróun og snúa undanhaldi í
sókn. Það gat ekki gerst öðruvísi en
með víðtækri samstöðu launamanna.
Það var varla að undra að atvinnu-
rekendur væm reiðubúnir fyrir sitt
leyti að stuðla að lækkun verðbólgu
og stöðugleika í þjóðfélagi þar sem
hundruð fyrirtækja hafa rambað á
barmi gjaldþrots. Það sem hins vegar
er nýtt er vilji almennings til að reyna
nýjar leiðir. Á þeim vilja vom kjara-
samningarnir sem kenndir hafa verið
við þjóðarsátt byggðir.
í álitsgerð Félagsdóms sem fylgdi
dómnum í máli BHMR og ríkisins
er staðhæft að fyrst hafi verið gerð-
ir kjarasamningar á hinum almenna
markaði en opinberi geirinn undir
merkjum BSRB hafi fylgt í kjölfarið.
Þetta er ekki aðeins rangt heldur
byggist þetta á gmndvallarmisskiln-
ingi um eðli samninganna. Kjara-
samningar BSRB og ASÍ voru gerð-
ir samhliða og undirritaðir með fárra
klukkustunda millibili. Áður en að
þessu kom höfðu farið fram ítarlegar
viðræður á milli Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og Alþýðusam-
bandsins um möguleika á því að sam-
einast um þau meginmarkmið að
stöðva kaupmáttarhrunið jafnframt
því sem staða yrði sköpuð til að
bæta kaupmátt taxtalauna. Samn-
ingsgerðin var fyrst og fremst tækni-
leg útfærsla á þessum meginmark-
miðum.
Samstaða stærstu
heildarsamtaka
Ljóst var að því aðeins væri þetta
gerlegt að allir væru með — að launa-
mannahreyfingin í heild sinni sam-
einaðist um þessi markmið. Þetta var
mönnum ljóst hvort sem þeir voru í
NÝTT
BLAÐAAFGRBÐSL-
iiiimi