Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
19
BSRB eða ASÍ. Þetta hefði ríkis-
stjórninni að sjálfsögðu átt að vera
ljóst einnig og hefja þegar í stað við-
ræður við BHMR um þátttöku í þess-
ari tilraun.
Þrátt fyrir þá samstöðu sem mynd-
aðist milli stærstu heildarsamtaka
landsins vildu margir hafa vaðið fyr-
ir neðan sig. Þar er án efa komin
skýringin á því að Alþýðusambandið
gerði það að forsendu í sínum samn-
ingum að launaþróunin yrði hin sama
hjá öllum hópum launafólks. Mun
þetta hafa verið metið sem svo að
samningárnir yrðu ekki samþykktir
að öðrum kosti. BSRB setti hins veg-
ar ekki ákvæði af þessu tagi inn í
sína samninga. Vildu samtökin þann-
ig leggja áherslu á það grundvallar-
viðhorf að samstöðu ætti að byggja
á fijálsum og fúsum vilja og gagn-
kvæmri tillitssemi. En þá þarf líka
að sýna hana þegar hagsmunir innan
launamannahreyfingarinnar rekast á
eins og nú hefur komið á daginn.
Þar sem félagsmönnum í BHMR
bar samkvæmt samningi og úrskurði
Félagsdóms almenn launahækkun
upp á 4,5% umfram aðra óskaði ríkis-
stjórnin eftir viðræðum við fulltrúa
BSRB um það hvernig samtökin
myndu bregðast við slíkri hækkun.
Við sem þátt tókum í þeim viðræðum
bentum á að samningsbundinn rétt
til endurskoðunar á kaupgjaldsá-
kvæðum ætti BSRB ekki fyrr en í
nóvember að undanskildum þeim
hækkunum sem rauð strik í septem-
bermánuði kynnu að færa okkur.
Myndum við að sjálfsögðu standa við
okkar samninga að þessu leyti og
þannig ekki standa í vegi fyrir iauna-
hækkunum til annarra. Þetta er
grundvallaratriði.
Við bentum þó jafnframt á að við
teldum okkur eiga rétt á kjarabótum
til jafns við aðra sem notið hefðu
góðs af kauphækkunum og öðrum
kjarabótum sem við hefðum samið
um. Þegar til lengri tíma væri litið
þá væri það því að okkar mati ekki
ásættanlegt að ein samtök opinberra
starfsmanna, þ.e. BHMR, högnuðust
af ávinningum annarra samtaka, þ.e.
BSRB, án þess að það væri gagn-
kvæmt. Ef almenn launahækkun
gengi síðan yfír allan launamarkað-
inn eins og allt benti til þá væri eðli-
legt að launanefnd BSRB og ríkis-
ins, sem sett var á fót í tengslum
við kjarasamningana til að taka á
verðlags- og kaupgjaldsmálum, end-
urskoðaði ákvæði um launahækkanir
til félagsmanna í BSRB. í rauninni
hefði annað verið óframkvæmanlegt
því forsendur kjarasamninga BSRB
hefðu brostið ef almennar víxihækk-
anir hefðu orðið á launamarkaðnum.
Óhjákvæmilegt að leysa
hnútinn
Dæmið var eins augljóst og verða
mátti. BHMR fengi 4,5% launahækk-
un. Vinnuveitendasambandið hefði
látið samsvarandi hækkun ganga til
ASÍ samkvæmt samningi þessara
aðila. BHMR hefði þá að nýju nýtt
sér víxlverkunarákvæði eigin samn-
inga til 4,5% hækkunar og síðan
koll af kolli. Þetta staðfestu forystu-
menn BHMR að yrði framvindan.
Sá hængur var á að þessar hækkan-
ir voru ekki kaupmáttartryggðar.
Fjölmiðlum láðist mörgum hveijum
að geta þess að I tilboði Vinnuveit-
endasambandsins til Alþýðusam-
bandsins var jafnframt krafa um að
allar fotsendur samninganna yrðu
teknar upp eða allt það sem varðar
verðlagsmál og gengi eins og sagði
orðrétt í tilboði atvinnurekenda. Þá
var ljóst að losna myndi um skuld-
bindingar bænda og stjórnvalda um
frystingu á verðlagi innlendrar land-
búnaðarvöru. Hér við bættist sú
krafa BSRB að ekki yrði hvikað frá
þeim kaupmáttartryggingum sem
fólust í kjarasamningunum.
Þetta er sá hnútur sem þurfti að
leysa. Framhjá þessu verður ekki
horft þegar þessi mál eru skoðuð.
Það er deginum ljósara að hér þurfti
einhver að hliðra til, slá af sínum
kröfum eða fresta framkvæmd um
sinn. Þessa ósk og síðar kröfu setti
BSRB á hendur ríkisstjóminni og
BHMR svo forða mætti mönnum frá
því sem utanríkisráðherra hefur líkt
við umferðarslys og má til sanns
vegar færa að því leyti að slys geta
verið alvarleg auk þess sem þau geta
skilið eftir djúp sár.
En þetta slys var hægt að forð-
ast. Til þess þurfti tvennt, ríkisstjóm
sem skildi að samninga ber að virða
en þurfí að breyta þeim skuli þess
freistað í tíma að ná um það sam-
komulagi, en ekki eins og gerðist,
með einhliða ákvörðun rétt áður en
4,5% áttu að koma til útborgunar.
Með slíku framferði var engu líkara
en verið væri að loka á sáttaleið. í
annan stað hefði BHMR að mínu
mati mátt skoða samningsrétt sinn
í ljósi hagsmuna og vilja annars
launafólks. Þegar grundvallaratriði
koma til álita í samskiptum félaga-
samtaka sem ættu að eiga samleið,
þá kann meirihlutavilji að vera gildi,
ekki síður en samningsréttur, sem
við viljum í heiðri hafa. Einmitt þetta
ákváðu fjölmennir hópar innan BSRB
og ASI að gera — að fresta um sinn
sérhagsmunamálum og láta þau
víkja fyrir heildarhagsmunum. Það
er ekki þar með sagt að hópar eigi
aldrei að beijast fyrir sérhagsmun-
um, því síður að hvika frá þeirri kröfu
að samningsréttur sé virtur. En stað-
festa í þessu efni má ekki leiða til
óbilgirni. Einmitt vegna þess að við
viljum veija samningsréttinn er ljóst
að þegar upp kemur ágreiningur og
gagnstæðir hagsmunir innan okkar
raða gengur ekki að_ stinga höfðinu
í sandinn. Þá þurfum við að viður-
kenna vandann og leysa hann með
samkomulagi.
Forræðishyggjumönnum hefur
gengið erfiðlega að skilja hvers
vegna kjarasamningarnir í vetur
nutu svo mikils stuðnings sem raun
bar vitni. Helstu skýringar sem þeir
kunna er að benda á fortöluhæfileika
forystumanna atvinnurekenda og
samningsvilja forystumanna í verka-
lýðshreyfingunni. Hér gleymist að
kjarasamningarnir nutu stuðnings
yfirgnæfandi meirihluta launafólks
og er þeim sem nú tala um klofning
og bálin björt innan verkalýðshreyf-
ingarinnar hollt að hafa í huga að í
áratugi hefur ekki verið eins mikil
samstaða um markmið á meðal
íslenskra launamanna og einmitt nú.
Þorri íslensku þjóðarinnar stóð að
samningunum í vetur.
Meiri kaupmátt
Ég hygg að ástæður þessa séu
margar'. Því fer fjarri að sú skýring
ein dugi að menn hafi óttast frekari
kjaraskerðingu og atvinnuleysi þótt
þetta hafi vissulega ráðið miklu. Hitt
vegur þyngra að fólk er búið að fá
yfir sig nóg af því að hlaupa hring-
inn í kringum sjálft sig án Jiess að
nái raunverulegum árangri. Á meðan
tekjumunur hefur aukist á Islandi,
okrið viðgengist, stórfyrirtæki og
íjármagnsfyrirtæki blómstrað sem
aldrei fyrr er almennt launafólk jafn-
vel ijær því en áður að dagvinnan
dugi því til framfæris.
Kjarasamningarnir í vetur sem
leið eru krafa um breytingar. Þeir
eru ólíkir öðrum samningum að því
leyti að þeir eru krafa um byijun en
ekki endi. Fæstir þeirra sem sam-
þykktu samningana voru ánægðir
með kjör sín hvað þá að þeir teldu
að eigin laun væru orsök verðbólg-
unnar eins og sumir eru að brigsla
okkur um að hafa haldið. Mönnum
er hins vegar ljóst að það þarf að
taka á mörgum þáttum til þess að
ná raunverulegum árangri. Nú dugar
ekki lengur að einblína á tekjurnar
einar heldur þarf að fara í saumana
á útgjöldum heimilanna og þjóðar-
innar ailrar ef því er að skipta. Það
þarf að koma í veg fyrir sóun og
sólundun hvort sem hún er í einka-
geira eða í skjóli opinberra aðila.
Launafólk er búið að fá sig full-
satt á því að semja um laun sem
ekki verður lifað af á meðan aðrir
taka sér milljónir á mánuði. Fólk er
búið að fá nóg af því að horfa á
stjórnvöld reiða fram milljarða til
kvótaþega og milljónir á milljónir
ofan tii aðalverktaka þessa lands. Á
þessu viljum við breytingar, ekki
bara upp á fáein prósent sem hirt
verða af okkur án þess að við fáum
rönd við reist. Nú stendur krafan
hærra. Þess vegna voru menn tilbún-
ir að leggja á hiliuna um sinn inn-
byrðis ágreining. Nú vilja menn
árangur.
Margir hafa löngum sameinast um
þá fullyrðingu að hér á landi væri
ekki hægt að auka kaupmátt til
frambúðar nema verðbólgunni yrði
náð niður fyrst. Það hefur tekist og
nú er sú krafa gerð að unnið verði
að því að auka kaupmáttinn, bæta
lífskjör alls launafólks. Þá mega
menn ekki vera hræddir við að
styggja fámenna sveit bankastjóra
með því að ná niður ijármagnskostn-
aði, þá mega menn ekki vera hrædd-
ir við að stokka upp hvort sem er í
landbúnaði eða sjávarútvegi, eða
hagga samanþjöppuðu valdi stórfyr-
irtækjanna. Staðreyndin er nefnilega
sú að nú er lag ‘til að vinna_ mark-
visst að því að bæta kaupið. í fyrsta
lagi er hægt að lækka .tilkostnað
heimilanna og þannig bæta kaup-
máttinn án þess að verðbólga sé til
staðar. I öðru lagi þarf að færa til
launafólks milljarða sem eignahluti
þjóðarinnar nýtur góðs af á meðan
öðrum eru búin bág launakjör með
margföldum vinnudegi. Þessu þarf
að breyta og nýta til þess skatta-,
velferðar- og launakerfið.
Því miður virðist hugmyndaauðgi
atvinnurekenda og stjórnmálamanna
vera takmörk sett þegar kemur að
þessu grundvaliaratriði. Þess vegna
þarf samstillt átak launafólks til þess
að eitthvað gerist í raun. Því öflugra
sem þetta átak verður því meiri
ástæða til bjartsýni fyrir okkur öll.
Höfundur er formnður BSRB.
Hagstætt tengiflug
til Hamborgar
M/jzr
Laugavegi 3, sími 62 22 11
Úlpur
Rúllukragabolír
Buxur
Skór
frá kr. 3,
frá kr.
frá kr. 2.495
frá kr. 1.995
3 'gj siýy ir* ^