Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA Á annað hundrað útlendingar flutt- ir á leynilega staði Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR hafa nú flutt á annað hundrað vestræna borgara á leynilega staði. Þeir segjast ætla að sleppa þegnum fímm vinveittra ríkja úr landi en ekki hefur komið til þess enn þá. Talið er að um 13.000 Vestur- landabúar séu nú í Irak og Kúvæt. Vitað er að 185 Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa verið fluttir á ókunna dvalarstaði- í framhaldi af tilkynningu íraka um að borgarar fjandsamlegra ríkja yrðu fluttir á hernaðarlega mikilvæga staði. Starfsmaður frönsku sjónvarpsstöðv- arinnar TFl í Bagdad sagðist hafa heyrt að Bandaríkjamönnunum væri haldið í hjólhýsum umhverfis ra- forkuver í nágrenni höfuðborgarinn- ar. Frönsk stjórnvöld segja að 27 Frakkar hafi verið fluttir á brott á leynilegan stað síðastliðinn fimmtu- dag. Frakki sem ekki var í þeim hópi hringdi á sunnudag í eiginkonu sína, Elsu Quenton, og sagði að ver- ið væri að flytja sig til Basra í suður- hluta íraks og hann óttaðist að hann myndi ekki sjá hana aftur. Konan sagði eftir samtalið að hún teldi að manni sínum hefði verið leyft að hringja til þess að setja fjölskyldur gíslanna undir sálrænan þrýsting. Bandarísk og bresk yfirvöld hafa vísað á bug boði íraka um að gíslun- um verði sleppt ef herir þeirra yfir- gæfu Persaflóasvæðið og viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna yrði af- létt. írakar tilkynntu á sunnudag að þeir ætluðu að hleypa einhveijum þeirra Austurríkismanna, Svía, Svisslendinga, Finna og Portúgala sem eru í Kúvæt og írak úr landi. Væri þétta gert vegna þess að ofan- talin ríki hefðu ekki sent hermenn til Persaflóa. Fleirum yrði sleppt ef ríkisstjórnir landanna afléttu vip- skiptabanni. Stjómvöld í Sviss og Svíþjóð hafa neitað að aflétta bann- inu. Danska utanríkisráðuneytið hefur mælt með því við þá hundrað Dani sem eru í írak og Kúvæt að þeir fylgi fyrirskipunum íraka um að safnast saman á þremur hótelum í Kúvætborg. Ýmis önnur ríki hafa hins vegar ráðlagt þegnum sínum að óhlýðnast skipuninni. írakar hafa skipað erlendum ríkjum að loka sendiráðum sínum í Kúvætborg fyri.r föstudag. Vestræn ríki segjast flest ekki ætla að hlýða þeirri fyrirskipun. Jórdanir hafa skorað á íraka að hægja á flóttamannastraumnum úr landinu til þess að auðveldara sé að taka á móti fólkinu þegar það kemur til Jórdaníu. Allt að 20.000 manns hafa farið yfír landamærin á degi hveijum að undanförnu og hefur skapast mikið öngþveiti af þeim sök- um. Talið er að um 20.000 Egyptar bíði þess í höfninni í Aqaba við Rauðahafíð að verða fluttir heimleið- is. **K+y*-* á -1 ’ *; J t r ’\*&H Reuter Bandaríska freigátan Raid, sem búin er eldflaugum, á siglingu á Persaflóa. Freigátan er sögð hafa skotið viðvörunarskotum að írösku olíuskipi á Hormuz-sundi sl. laugardag. Hernaðarviðbúnaðurinn eykst stöðugt við Persaflóa Salalah í Óman, Nikosíu. Reuter. Hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna við vinveitt ríki á Arabíu- skaga eykst sifellt. Tilkynnt var í gær að sextán flutningavélar banda- ríska flughersins fengju aðgang að flugvöllum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og að Bandaríkjamenn myndu selja Saudi-Aröbum fleiri orrustuþotur. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum heimuluðu á sunnudag erlendum hersveitum að koma til landsins. Fjölþjóðlegu hersveitirnar við Persaflóa eru nú skipaðar meira en 300.000 hermönnum og er þetta einn mesti hernaðarviðbúnaður frá því heimsstyijöldinni síðari lauk. 18. DAGUR STRIÐSASTANDS VIÐ PERSAFLOA Mánudagur 20. ágúst: Sunnudagur 19. ágúst: írakarskipa útlendum 40_Bretar fluttir ertndrekum ab loka til óþekktra ákvörðunarstaða sendiráðum TYRKLAND " JSRAEL- Bandarískir embættismenn, sem eru með Dick Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, á fjögurra daga ferð hans til Persaflóaríkja, sögðu að Bandaríkjastjórn hygðist selja Saudi-Aröbum fleiri F-15 orr- ustuþotur. Ekki var vitað í gær hversu margar þotur Saudi-Arabar fengju en þeir eiga nú þegar 58 F-15 orrustuþotur og fá tólf til við- bótar afhentar bráðlega. Cheney ræðir í dag við stjórnvöld í Saudi- Arabíu. Bandaríkjamenn hafa þegar fímm risastórar herflutningavélar af gerð- inni C-130 á Bateen-flugvelli í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum og þangað verða sendar ellefu til viðbót- ar. Þær eiga að flytja matvæli, vopn og fleira til um 90.000 bandarískra hermanna á Persaflóasvæðinu. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tilkynntu á sunnu- dag að hersveitum frá arabalöndum og öðrum vinveittum ríkjum yrði heimilað að koma til landsins. Ekki er vitað hvaða arabaríki sendi her- sveitir þangað. Stjórnvöld landsins höfðu eins og Kúvætar sætt harðri gagnrýni íraka fyrir að stuðla að lágu olíuverði með offramleiðslu. Um 5.000 hermenn frá Egypta- landi og um 2.200 frá Sýrlandi og Marokkó hafa verið sendir til Saudi- Arabíu. Bretar hafa sent tíu herskip og 24 orrustuþotur til Persaflóa og hafa hafíð samningaviðræður við stjómvöld í Bahrain um aðgang að flugvöllum í landinu. Meira en 300.000 erlendir her- menn eru nú á Persaflóasvæðinu og um 60.000 til viðbótar eru á leiðinni Laugardagur 19. ágúst: Bandarískt herliö,- tekur sér stööu Sunnudagur 19. ágúst: Tveir banda- rískir tundur- spillar fara inn á Rauöahaf REUTER | Laugard. 18. ágúst: Bandaríska herskipfö Reid skýtur viövörunar- skotum aö tveimur iröskum olíuskipum Mikil reiði í Sýrlandi í garð Iraka: Spjótín standa á Saddam og óvíst hvernig hann bregst við Damaskus. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞAÐ er á vitorði manna hér í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, að þeir fjendurnir Hafez Assad Sýrlandsforseti og Saddam Hussein íraks- forseti hafa haft samband eftir óopinberum leiðum til að ráðgast um hvað gera skuli í Persaflóadeilunni. A hinn bóginn er greinilegt að Sýrlendingar hyggjast ekki gera neitt það sem orðið gæti Saddam til bjargar enda gætir hér djúpstæðrar reiði í garð íraka. „Vitaskuld verðum við að finna leið til lausnar þessari deilu en hún á ekki að verða til þess að bjarga Saddam úr þeirri klemmu sem hann hefur komið sér í,“ sagði Zahar Jannan, ráðuneytisstjóri í sýrlenska upplýsingaráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. „Saddam hefur greinilega villst á leiðinni til Pal- estínu, hafí hann haldið sig vera að fara þangað. Frelsari Palestínu fer nefnilega ekki um Kúvæt,“ bætti hann við. í sýrlenska utanríkisráðuneytinu sögðust menn vona að hófsamir arabaleiðtogar svo sem Hassan Ma- rokkókonungur og jafnvel Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi gætu talið Saddam Hussein ofan af því að grípa til efnavopna. „Við viljum leysa deil- una með samningaviðræðum en nú hefur Saddam verið stillt upp við vegg og það er aldrei að vita hvem- ig hann bregst við í þeirri stöðu,“ sagði háttsettur embættismaður í sýrienska utanríkisráðuneytinu. Hann kvaðst ekki hafa heyrt um væntanlega sameiningu Jórdaníu og Iraks, sem jórdanskir heimildarmenn boðuðu í síðustu viku en bætti við að því fáránlegri sem fréttir af hug- myndum Saddams Husseins væru því líklegri væru þær til að verða að veruleika. Aðspurður um viðbrögð Sýrlendinga sagði hann: „Sýrlands- forseti mun bregðast við eins og honum einum er lagið.“ Hann bætti við að ekki þyrfti að útskýra þetta nánar fyrir þeim er þekktu vitsmuni Assads forseta. Það er ekki ný bóla að Saddam Hussein sé í litlum metum hér í Sýrlandi og reiðin í garð hans er djúpstæð. „Hann er sjálfur djöfullinn í mannsmynd," sagði Rasheed, kaff- ishúsastjóri á Gamla markaði hér í Damaskus, er hann var inntur álits á sunnudagskvöld. Sýrlenskir emb- ættismenn halda því fram að óvænt sáttagjörð Iraka og Irana í Persaf- lóastríðinu stofni á engan hátt sam- bandi írana og Sýrlendinga í tvísýnu. Kveðast þeir raunar hafa fengið tryggingu fyrir þessu frá Hashemi Rafsanjani Iraiisforseta. Þrátt fyrir þetta má heita líklegt að sýrlensk stjómvöld séu mjög óróleg vegna friðarsamnings írana og Iraka og greinilegt er að það traust sem emb- ættismenn segjast hafa á Rafsanjani er ekki öldungis í samræmi við það sem almenningur fullyrðir. Fyrr- nefndur Rasheed var a.m.k. fullur efasemda: „Ég má ekki segja það en guð veit að íranir eru jafnvel svikulli en Saddam." þangað. Bijótist út stríð yrði hægt að tvöfalda liðsaflann á stuttum tíma. Að minnsta kosti 1.200 orr- ustuþotur eru á svæðinu og 120 herskip, þar á meðal fímm flugvéla- móðurskip. Efnavopn gegn kjarnavopnum Talið er að um 170.000 íraskir hermenn séu í Kúvæt. íraksher hef- ur um milljón manna undir vopnum og írösk stjórnvöld skýrðu frá því á sunnudag að ein og hálf milljón manna í Bagdad-borg einni hefði skráð sig í sveitir sjálfboðaliða. Breska tímaritið Jane’s Deferíce Weekly skýrði frá því á laugardag að írakar hefðu yfir að ráða um tíu sovéskum sprengjuþotum af gerð- inni Sukhoj Su-24, sem Atlantshafs- bandalagið nefnir Fencer. Þoturnar gætu gert árásir á skip og herstöðv- ar hvar sem er á Persaflóasvæðinu eða Mið-Austurlöndum og eru geys- inákvæmar. Tareq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS á laugardag að írakar myndu ekki beita efna- vopnum gegn Bandaríkjamönnum nema þeir síðarnefndu beittu kjarn- orkuvopnum. Vestur-þýska frétta- tímaritið Spiegel skýrði frá því um helgina að fyrrum valdhafar Austur-Þýskalands hefðu aðstoðað íraka við að framleiða efnavopn en Rainer Eppelmann, varnarmálaráð- herra A-Þjóðveija, vísaði fréttinni á bug. Viðskiptabannið: íraskt skip slapp til Aqaba Dubai, Amman. Reutcr. ÍRASKT skip lagðist að bryggju í jórdönsku hafnarborginni Aqaba við Rauðahaf á sunnudag, þrátt fyrir viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna og flotaviðbúnað Vesturveldanna. Bandarísk herskip skutu á íraskt oliuskip á laugardag en það stansaði ekki; Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með ferðum skipsins. Talið er að annað íraskt olíuskip sé á leið til olíuhafnar Iraka við Mina al-Bakr norðarlega við Persa- flóa og muni e.t.v lesta þar olíu til að láta reyna á viðskiptabannið. Að sögn heimildarmanna hjá skipaútgerðum hlíta skip, önnur en írösk, viðskiptabanninu. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa gefíð stjórn- endum herskipa sinna leyfi til að beita valdi til að tryggja að við- skiptabannið gegn Irak verði ekki brotið. Franska stjórpin segir sína menn á Persaflóa munu koma fram af,,fyllstu ákveðni." Iraska fragtskipið í Aqaba, er nefnist Zein al-Qaws, mun vera hlað- ið ýmsum varningi, þ. á m. pappír, til kaupenda í Jórdaníu og Irak. Egypskir embættismenn sögðu skip- ið hafa siglt um Súezskurð á föstu- dag. Þeir hefðu talið að það flytti matvæli og efnahagslegar refsiað- gerðir SÞ tækju ekki til slíkra flutn- inga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.