Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
23
Bretland:
Kvikmyndin Alþjóð-
legir skæmliðar leyfð
Múslimar fagna ákvörðuninni
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
BANNINU á kvikmyndinni Al-
þjóðlegir skæruliðar var aflétt
sl. fóstudag, m.a. vegna áskor-
ana rithöfundarins Salmans
Rushdie sem myndin lýsir sem
glæpamanni. Rushdie segir
Ijáningarfrelsið öllu æðra. Tals-
menn breskra múhameðstrúar-
manna fögnuðu ákvörðuninni.
Kvikmyndin Alþjóðlegir skæru-
liðar, sem er flutt inn til Bretlands
frá Pakistan, greinir frá skærulið-
anum Salman Rushdie, sem drekk-
ur sig í öngvit og myrðir múha-
meðstrúarmenn og er á allan hátt
hið versta illmenni. Breska kvik-
myndaeftirlitið bannaði hana fyrir
nokkru, en áfrýjunardómstóll ák-
vað sl. föstudag að aflétta bann-
inu.
Rithöfundurinn Salman Rus-
hdie ritaði áfrýjunardómstólnum
bréf til stuðnings því, að heimilað
yrði að sýna myndina. I bréfinu
hvatti hann dómstólinn til að af-
létta banninu, því að það gæti
komið í veg fyrir, að hann næði
sáttum við múhmameðstrúar-
menn. Hann sagðist vera mótfall-
inn því að nota hegningarlögin til
að ritskoða listaverk og þótt kvik-
myndin væri augljóslega níð um
sig, sæi hann enga ástæðu til að
gera undantekningu á andstöðu
sinni við ritskoðun hennar vegna.
Einn meðlimur dómstólsins
sagði, að bréf Rushdies hefði ráð-
ið úrslitum um ákvörðun dómstóls-
ins._
Á næstu vikum verður mynd-
böndum dreift með myndinni og
sýning hafin á henni í nokkrum
stórborgum Bretlands. Eftirspurn-
in er mikil og talið er að eigendur
sýningarréttarins hagnist veru-
lega.
Frímannssyni, fréttarilara Morgunblaðsins.
Talsmenn breskra múhameðs-
trúarmanna hafa fagnað þessari
ákvörðun og sögðu það myndu
hafa verið óþolandi, hefði bók
Rushdies, Söngvar Satans, verið
leyfð, en myndin bönnuð. En þeir
sögðu, að stuðningur Rushdies við
afléttingu bannsins myndi ekki
þýða neinar sættir við múhameðs-
trúarmenn. Andstaða þeirra við
bók hans stæði óhögguð.
Reuter
Serbnesk kona í Króatíu greiðir atkvæði um aukið sjálfræði minni-
hluta Serba í júgóslavneska sambandsríkinu. Atkvæðagreiðslan á
sunnudag hefur aukið mjög á spennu í Kroatíu milli Serba og Kró-
ata og er talin hætta á borgarastyijöld í Júgóslavíu.
Júgóslavía:
Mikill órói í Króatíu eft-
ir atkvæðagreiðslu Serba
Knin. Reuter.
SERBAR í júgóslavneska lýðveldinu Króatíu ögruðu yfirvöldum með
því að efna til atkvæðagreiðslu á sunnudag. Spennan milli Króata
og Serba hefur magnast mjög og er landið nú á barmi borgarastyrj-
aldar. Atkvæðagreiðsla hófst í bænum Knin nálægt Adríahafsströnd-
inni eftir að vopnaðir Serbar höfðu sett upp vegatálma til að koma
í veg fyrir að króatíska lögreglan reyndi að stöðva kosningarnar
en ekki kom til neinna átaka. Atkvæðagreiðslan var haldin til að
leggja áherslu á menningarleg réttindi serbneska minnihlutans í
Króatíu.
Serbar og Króatar hafa eldað
saman grátt silfur í tvær aldir.
Þeir hafa í sameiningu farið með
völd í landinu en sú samvinna hefur
versnað stöðugt síðan kommúnistar
misstu völdin í Króatíu í maí sl.
Talsmenn forsetaembættis Júgó-
slavíu og hersins sögðu að reynt
yrði að koma í veg fyrir borgara-
styrjöld með öllum tiltækum, lög-
legum ráðum.
Serbar, vopnaðir rifflum og
handsprengjum, settu upp vega-
tálma með því að fella tré og stóðu
Yfírlýsing George Blake:
Kom uppum sex
himdruð
• /
njosnara
London. Reuter.
BRESKI gagnnjósnarinn George
Blake segist hafa skýrt Sovét-
mönnum frá störfum 600 félaga
sína er unnu fyrir bresku leyni-
þjónustuna víða um heim. Honum
tókst að flýja úr Wormwood
Scrubs-fangelsinu í Bretlandi
árið 1966 með ævintýralegum
hætti, naut til þess stuðnings so-
vésku öryggislögreglunnar, og
hefur síðan búið í Sovétríkjunum.
Blake lýsti þessu yfir í viðtali við
blaðið Sunday Express. Áður var
talið að Blake hefði skýrt _sovéskum
húsbændum sínum í öryggislögregl-
unni, KGB, frá 42 njósnara. Hann
sagðist ekki iðrast þess að hafa
svikið félaga sína og hélt því fram
að Sovétmenn hefðu heitið því að
enginn þeirra, sem hann kæmi upp
um, yrði tekinn af lífi. „Enginn
líflátinn? Það getur ekki verið að
hann hafi trúað því. Þetta er ósvífni,
þegar hugað er að því hvernig
tímarnir voru,“ sagði Sir Dick
White, fyrrum háttsettur yfirmaður
í bresku leyniþjónustunni, MI-6.
Hann tók þátt í að yfirheyra Blake
er sviksemi hans varð ljós.
KGB veitti Blake leyfi til að eiga
viðtal við breska blaðið. Hann sagð-
ist hafa borið örlitla ljósmyndavél
stöðugt á sér í starfi sínu hjá MI-6
og myndað allt sem hann hafi kom-
ist yfir. Hann er nú kvæntur so-
véskri konu og á nítján ára gamlan
son. Síðast sást hann á almanna-
færi í Moskvu við útför Kims Phil-
bys, annars bresks njósnara, er
einnig starfaði fyrir Sovétmenn, en
hann lést á síðasta ári.
við þá vörð. Lögregluyfirvöld af-
hentu Serbum í heimavarnaliði
staðarins vopn og voru við því búin
að til átaka kæmi.
Króatar og Serbar eru tveir
stærstu þjóðernishóparnir í Júgó-
slavíu, tala nokkurn veginn sömu
tungu en hinir fyrrnefndu eru ka-
þólskir, voru lengi undir stjórn
Austurríkismanna og nota latínulet-
ur. Serbar hins vegar heyra til Rétt-
trúnaðarkirkjunni, og nota kyrílskt
letur og lutu öldum saman Tyrkjum.
Serbar eru alls um átta milljónir.
Leiðtogar Serba í Króatíu, sem eru
600.000 af 4,5 milljónum íbúa,
krefjast meiri framlaga til mennt-
unar auk tungumála- og menning-
arréttinda en þeir hafa ekki lýst
því yfir hvað þeir ætla að gera að
atkvæðagreiðslunni lokinni. Margir
þeirra sem tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni vissu ekki hvað þeir
voru að greiða atkvæði um.
Serbar segja að þeir hafi verið
beittir órétti síðan hin hægrisinnaða
lýðræðishreyfing Króata kom
kommúnistum frá völdum í maí með
því m.a. að höfða til þjóðernis-
kenndar Króata. Serbar óttast end-
urtekningu þess sem gerðist í síðari
heimsstyijöldinni þegar hundruð
þúsunda Serba, gyðinga og sígauna
voru drepin af fasistahreyfingu
Króata.
Yfirvöld í Króatíu segja Serba
ekki hafa neinar sannanir fyrir því
að þeir hafi verið ofsóttir og ásaka
kommúnistastjórnina í Serbíu, sem
er stærsta lýðveldi landsins, um að
reyna að koma á óstöðugleika í
Króatíu með yfirráð í Júgóslavíu
allri í huga.
Kaupmannahöfn:
Ellilífeyris-
þegar stunda
búðahnupl
Kaupmannahöfn. Reuter.
Ellilífeyrisþegar í höfuðborg
Danmerkur virðast hafa fundið
nýjan tilgang með Iífinu, lög-
regluyfirvöldum til mikils ama.
í tíu vikna herferð, sem gerð var
nýlega gegn búðahnupli, var aldurs-
hópur ellilífeyrisþega langfjölmenn-
astur. Lögreglumenn gómuðu 106
manns eldri en 65 ára en til saman-
burðar aðeins 81 á aldrinum 15 til
25 ára.
„Það er skömm að því að afar
og ömmur skuli vera meiri þjófar
en barnabörn þeirra þegar þau ættu
einmitt að vera góðar fyrirmyndir,"
sagði Willi Eliasen lögregluforingi.
Pakistan:
Sovéskir fangar gáf-
ust upp eftir flugrán
Karachi. Reuter.
SOVÉSKRI 170 sæta farþegaþotu var rænt í innanlandsfiugi í fyrra-
kvöld og snúið til Pakistans. Pakistönsk yfirvöld neituðu vélinni í
fyrstu um lendingarleyfí en þegar flugmaður tilkynnti að nær ekkert
eldsneyti væri eftir á vélinni var leyfið veitt og vélin lenti á flugvelli
í höfupborginni Karachi.
Vélin, sem er í eigu sovéska flug-
félagsins Aeroflot, var á leið frá
Nerijungri í Síberíu til annarrar
borgar í Síberíu. Um borð voru 92
farþegar, þar af 15 fangar. Eftir að
föngunum hafði tekist að yfirbuga
þijá lögregluþjóna sem gættu þeirra
létu þeir snúa vélinni aftur til Nerij-
ungri og hleyptu 41 farþega, konum
og börnum, úr vélinni og fengu vopn
í staðinn. Þar gáfust sex fangar upp
og yfirvöld leyfðu tveimur föngum
til viðbótar að fara úr fangelsinu í
vélina að kröfu flugræningjanna.
Frá Nerijungri var flogið til Tas-
hkent í sovésku Mið-Asíu og báru
flugræningjarnir þar fram þær kröf-
ur sínar um að komast til útlanda..
Þegar flogið var þaðan var ferðinni
í fyrstu heitið til Nýju Delí á Indl-
andi en indversk yfirvöld höfðu veitt
leyfi fyrir lendingu vélarinnar. Fan-
garnir sögðust vilja fara til Asíu-
lands, helst Pakistans, en pakistönsk
yfirvöld gáfu ekki lendingarleyfi. Til
að koma í veg fyrir að vélin lenti í
Karachi var ýmsum tiltækum farar-
tækjum ekið út á flugbrautir. Það
var ekki fyrr en flugmaður vélarinn-
ar tilkynnti að eldsneyti dygði aðeins
til nokkurra mínútna flugs og brot-
lending væri óhjákvæmileg að lend-
ingarleyfi var gefið. Vélin lenti
klukkan 7.30 að íslenskum tíma á
flugvellinum í Karachi. Mörg hundr-
uð hermenn umkringdu vélina og
flugvallarsvæðið og hleyptu engum
inn á það.
Flugræningjarnir hótuðu að
skemma vélina og gera áhöfninni
mein ef ekki yrði sett eldsneyti á
vélina. Tveimur og hálfri klukku-
stund eftir lendingu gáfust flugræn-
ingjarnir upp og voru fluttir burtu.
Farþegarnir voru allir heilir á húfi.
Volvo 244 QL >87. Ljósblár
met., sjáffsk., vökvast.,
útv/segulb. Ek. 42.000. Verö
I.OOO.OOO.
Ford Slerra 2000 station '86.
Beige, 5 gfra, útv/segulb.,
sóilúga, vetrardekk. Ek.
138.000 km. verð 550.000.
Saab 90 '87. Rauður, 5 gfra,
3 dyra, 2000 cc vél útv/seg-
ulb. Ek. 55.000 km. Verð
650.000.
Dalhatsu Charade CX ’88.
Hvítur, sjðlfsk., 5 dyra,
útv/segulb. Ek. 37.000. Verð
590.000.
MMC Lancer ’88. Hvítur,
sjálfsk., vökvast., útv/seg-
ulb. Ek. 44.000 km. Verð
750.000.
Volvo 244 GL '85. Qrár málm-
litur, sjálfsk., vökvast.,
útv/segulb. Ek. 70.000 km.
Verð 760.000.
Fjöldi annarra notaðra úrvals
bíla á staðnum og á skrá.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870.
BÍLAGALLERÍ
Opið virka daga frá kl. 9-18.
Laugardaga f rá kl. 10-16.
MMC Qalant '86. Sllfurmet.,
sjálfsk., útv/segulb. Ek.
91.000. Verð 550.000.