Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 25

Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 25 cek hefði tekizt að búa til sósíalisma „með mannlegri ásýnd“, ef honum aðeins hefði enzt lengur valdadag- ar. Framkvæmdaáætlun tékkneska kommúnistaflokksins frá því í apríl 1968 var full mótsagna og tómt hálfkák. Engar breytingar voru fyr- irhugaðar á valdakerfinu. Það kom því aldrei til greina að Dubcek smíðaði mannlega ásýnd á kerfið. Mannlegur sósíalismi er ekki til. Sósíalismi er kerfi mannhaturs og dauða. Ef menn vilja það ekki, verða menn að aðhyllast samfélagshætti sem leyfa mönnum að lifa í sann- leika. En þá verða menn að gefa upp á bátinn stuðning við „sósí- alisma“. Þeir tékkneskir og slóvakir sós íalistar og kommúnistar, sem lentu upp á kant við Husak, mega gjarn- an kalla sig „andófsmenn“ fyrir mér. Og þeir mega gjarnan stinga saman nefjum við íslenzka sósíal- ista. En það kemur ekki mál við mig, og snertir lítt baráttu Tékka og Slóvaka fyrir frelsi. Nokkur orð höfð eftir Havel Vaclav Havel hefur gert grein fyrir skoðunum sínum í nokkrum greinum. Þar lýsir hann raunsætt aðstæðum í Tékkóslóvakíu á valda- skeiði Gústavs Husaks. Hann.segir t.d.: „Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þetta ástand getur aðeins leitt til þess að smám saman grotna sundur allir siðgæðismæli- kvarðar, að allt velsæmi rotnar,og það læsist um þjóðfélagið vantrú á alla merkingu og á slík gildi sem sannleikur, reglufesta, einlægni, velvild, virðúleiki og heiður. Lífið hrapar niður í það að vera það eitt að tóra við djúpt siðleysi, sem stafar af því að menn gefa alla von upp á bátinn og hætta að trúa því að lífið hafi nokkra merkingu. Það lætur okkur enn einu sinni standa frammi fyrir því, hvernig nútíma tæknimenning leikur menn grátt og ég tel hörmulegt og bærir þann- ig á sér, að mönnum hverfur hið algjöra og ég kýs að kalla kreppu mannlegrar samsemdar. Því að mannleg samsemd fellur um koll og hvernig á að draga úr fallinu með kerfi sem svo ruddalega heimt- ar af mönnum að þeir séu eiithvað annað en þeir eru? Reglu er komið á. En fyrir það verður að greiða það verð að lama andann, deyða hjartað og leggja lífið í eyði.“ Havel segir, að þetta valdakerfi beri dauðann í bijósti sér. Það legg- ur dauðafnyk af þeirri „röð og reglu“ sem valdakerfið heldur uppi, því að það lítur á hvert lífsmark, hveija einstaka dáð, einstaklings- bundna tjáningu, hugsun og óvenju- lega hugmynd eða ósk sem rautt ljós, er gefur til kynna rugl, óreiðu og stjórnleysi. í þessu þóðfélagi er regla á hlutunum, en án lífs. Menn fínna til þess að þeir eru beygðir í Arnór Hannibalsson „Þegar langpínt fólk í Austur-Evrópu loks reis upp í lok árs 1989, hrundi allt kúgunar- kerfíð eins og spila- borg. Sögu hins svokall- aða „sósíalisma“ er að ljúka. Hver sá sem samt sem áður telur sig geta lýst sig „sósíalista“ hlýtur að tala gegn betri samvizku.“ svaðið, auðmýktir og sviptir mann- legum virðuleik. „Það er alið kerfisbundið á því versta í okkur og það blásið út: eigingirni, hræsni, afskiptaleysi, ragmennska, ótti, uppgjöf og við- leitni til að losna undan persónu- legri ábyrgð, hveijar sem afleiðing- arnar verða.“ Havel ávarpar Husak þessum orðum: „Þér og ríkisstjórn yðar hafa valið auðveldustu leiðina fyrir yður og þá hættulegustu fyrir þjóð- félagið: leið innri hrörnunar sem á þó að líta vel út; að kæfa lífið til að allt geti verið samræmt; þér hafið valdið andlegri og siðgæðis- legri kreppu í þjóðfélagi voru, og þér níðist á mannlegum virðuleika til þess eins að vernda vald yðar.“ Þetta skrifar Vaclav Havel í Opnu bréfi til Gústavs Husaks. í annarri ritgerð, sem hann kallar Vald hinna valdalausu sýnir hann fram á, hversu stjórn af þessu tagi verður að falsa allt. Hún falsar for- tíðina. Hún falsar nútíðina. Hún falsar framtíðina. Því er sagan og skáldskapurinn hættuleg, einkum ef þau halda fram einhveiju sem er satt. Hvers vegna var Solzenitsin rekinn úr landi? Af því að valdið var með því að reyna að stöðva framrás sannleikans, sannleiká sem gæti komið af stað ófyrirsjáanleg- um hræringum hið innra með mönnum og gæti leitt til pólitískra átaka með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Það er freistandi að halda áfram að vitna í Havel. Aðeins skal hér bent á til viðbótar ofansögðu, að Havel gerir góða grein fyrir hinum svokallaða „bardaga fyrir friði og sósíalisma“ í ritgerð sem hann nefn- ir Viss hlédrægni grandskoðuð (Anatomie jednej zdrzenlivosti). Hann sýnir þar hversu þessi viðvar- andi herferð sovétvaldsins er hönn- uð til þess að hengja menn á klafa alræðisins. Hvað hyggja sósíalistar um stefnu Vaclavs Havels? Sá sósíal- isti, sem lýsir yfir fylgi við skoðan- ir hans, hlýtur jafnframt að lýsa því yfir að hann sé ekki sósíalisti. Hann verður að velja. Hann getur ekki þótzt styðja hvorttveggja. Um heilsteypta sósíalista Charta 77 Sósíalistar hafa margir hveijir lýst samúð með Charta 77. Með þeim orðum er átt við yfirlýsingu, sem var gefin út árið 1977 og þeir Jan Patocka, Vaclav Havel og Jiri Hajek stóðu fyrir. Þeir lögðu áherzlu á, að yfirlýsingin væri pólitískt hlutlaus. En svo einfalt er málið ekki. Yfirlýsingin leggur áherzlu á eftirfarandi: Rétt til tjáningarfrelsis, rétt til menntunar, rétt til að leita eftir, fá og út- breiða upplýsingar, rétt til trúfrelsis, rétt til að vera laus undan ger- ræðisíhlutun ríkisins í einkalíf, fjölskyldu, heimili og bréfaskipti. A yfirborðinu eru þetta kröfur sem allar siðmenntaðar þjóðir gera, og vestræn lýðræðisríki leitast við að uppfylla. Þó að höfundar yfirlýs- ingarinnar reyndu að haga orðum sínum þannig, að hún gæti skírskot- að til sem flestra, þá er ljóst, að hver sá sem heldur fram þessum kröfum getur ekki samtímis stutt sósíalískt alræðisríki. Það er því varla hægt að taka þann sósíalista alvarlega, sem segist samtímis vera sósíalisti og aðhyllast þær hugsjón- ir sem Charta 77 setur fram. Árna þáttur Björnssonar Árni Björnsson ritar grein í Morgunblaðið 8. marz 1990 og tíundar þar, að hann hafi hjálpað ýmsum tékkneskum skoðanabræðr- um sínum, og er það allt gott og blessað. Árið 1968 var hann reiðu- búinn til að lýsa opinberlega við- brögðum almennings í Prag við innrás Varsjárbandalagsins. Það er einnig allt gott og blessað. En at- hygli vekur, að Árni telur engin afrek fram á þessu sviði frá því ári og allt til 1978. Hvað kemur til? Skýringin kynni að vera sú, að árin 1970 til 1977 var Árni formaður Tékknesk-íslenska félagsins (eða Tékknesk-íslenska menningarsam- bandsins). Það var einmitt á þeim árum þegar Gustav Husak var að murka lífið úr leifunum af andstöðu við stjórn hans. Munu sendimenn hans hér á landi hafa kunnað vel að meta allan vinskap, sem hérlend- ir menn sýndu honum og hirð hans. Árni tók.við formennsku í TÍM af Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi. Árið 1968 heiðraði þáverandi stjórn Tékkóslóvakíu Björn með Tékkn- esku vináttuorðunni úr gulli. Engar sögur fara af því, að eftirmaður hans hafi fengið þessa orðu, þegar hann lét af formennsku 1978. Eftir því sem næst verður komist hefur félagsskapur þessi aldrei látið í ljós nokkurn stuðning við Vaclav Havel eða við skoðanir hans, né heldur mótmælt fangelsunum hans, þar til allt í einu að Havel kom til Islands sem forseti. Að vísu mun hafa verið rætt um það í stjórn félagsins í febrúar 1989 að mót- mæla tugthúsun Havels, en varð ekki af. Árni hefur lýst því yfir í blaða- greinum, að hann telur sig sósíal- ista, jafnvel einlægan og heilsteypt- an sósíalista. Hann hefur og lýst andstöðu við stalínisma og þeirri skoðun sinni að undir forystu Alex- anders Dubceks hafi „ráðandi kommúnistaflokkur í fyrsta sinn í mannkynssögunni borið sig til að koma á raunverulegum sósíalisma“ (Þjv. 14.1.78, 8.3.78, 19.8.83). Hann hefur og allan þennan tíma verið trúr og tryggur félagsmaður í flokki, sem miðar að því að „koma á sósíalískum samfélagsháttum“ og að því að koma á félagslegri eign á ýmsum mikilvægustu auðlindum og framleiðslugögnum. Máigögn þessa flokks hafa ítrekað, að nann á sér sinn hugsjónagrundvöll í Kommúnistaflokki íslands, sem stofnaður var 1930. Þing Alþýðu- bandalagsins 1980 hyllti þá, sem löngum voru í fararbroddi baráttu- sveitar íslenskra sósíalista, þá Lúðvík Jósepsson, Brynjólf Bjarna- son og Einar Olgeirsson. Ritstjóri Þjóðviljans lýsti því yfir í forystu- grein 14. ág. 1977, að „þráðurinn frá því fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitthvað sem á milli ber óslit- inn“. Sá sem starfar af heilindum fyr- ir þennan flokk getur ekki talið neinum trú um, að hann aðhyllist samtímis allt aðra hugmyndafræði og andstæða. Ilelga þáttur Haraldssonar Helgi Haraldsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8.3.90 og kallar hana Nú þegar birtir og hlýnar. Méð einhveijum krókaleiðum les Helgi það út úr grein minni, að ég hafi með einhveiju móti mótmælt samskiptum við fólk í Austur-Evr- ópu og telji fólk sem við slíkt fæst „gagnrýnislausa taglhnýtinga Moskvuvaldsins“. Mér er gersam- ærð og fnsins hagga vart ákvörðunum þess ráð- herra. Fiskifræðingar mæla reynd- ar með þessu, nú eru þeir orðnir vissir um að Grænlandsgangan komi og þeir miða sínar hámarkstil- lögur við það að stofninn standi í stað. Ef því ráðherra fer nú ekkert fram úr tillögum fiskifræðinga (bjartsýni það!) og heldur sér við 310 þús. tonn, hversu stór verður þá stofninn á næstu árum? Fiski- fræðingar reikna það út í nýútkom- inni skýrslu sinni 1990. Utkoman er tæp 990 þús. tonn 1992 og síðan fer hann minnkandi. Það er um 100 þús. tonnum minna en stofninn var í fyrra. Eftir að Grænlandsgangan hefur skilað sér, og vonandi skilar hún sér, er því nú reiknað með að þorsk- stofninn verði 70 þús. tonnum minni en fiskifræðingar töldu f fyrra að ' hann yrði ef engin Grænlandsganga Einar Júlíusson kæmi en ráðherra einfaldlega færi að þeirra ráðum varðandi veiðarnar í ár og næsta ár. Hvenær kemur næsta tækifæri til uppbyggingar stofnsins? Svona fer sú uppbygging. Stofn- inn fer minnkahdi þrátt fyrir Græn- landsgönguna. Það er að vísu reikn- að með því að hann muni vaxa alls um 120 þús. tonn á árum Græn- landsgöngunnar en á síðasta ári hrundi stofninn um 220 þús. tonn. Spá fiskifræðinga um vöxtinn á næsta ári er einnig mjög bjartsýn. Ef þyngdaraukningin verður sú sama og á síðasta ári verður stofn- inn í byijun næsta árs 120 þús. tonnum minni en nú er reiknað með. Það má segja að síðan í fyrra sér búið að eyða allri Grænlands- göngunni og ríflega það áður en hún kemur. Ráðherra á alls ekki alla sökina, þorskurinn hefur þyngst minna en fiskifræðingar reiknuðu með 1989. Nýliðunin 1989 (klakið 1986) var einnig sú minnsta sem sögur fara af, helmingi minni en í meðallagi. Það getur víst eng- inn gert að því þótt þorskurinn fyndi ekki loðnuna sem hann ætlaði að éta og fiskifræðingar fundu ekki einu sinni. Ekki hefði nein grisjun hjálpað honum til þess og vart er hægt að ætlast til þess að ráðherra breyti ákvörðunum sínum þess vegna. Það koma tímar, koma ráð og nýjar Grænlandsgöngur. Það virðist vera 10-11 ára sveifla í þorskstofninum seni ég tel stafa af því að 10 ára fiskar og eldri (stór- þorskastofninn) gagnist stofninum betur en þeir 3—5 ára fiskar sem fiskifræðingar kalla hrygningar- stofn. Við næstu Grænlandsgöngu má þá búast árið 2003. Ráðherra getur strax farið að lofa því að hún verði nú örugglega notuð til að byggja upp (eða endurlífga) þorsk- stofninn. Hve stór er þorskstofninn? Þorskstofninn sem var hátt í 3 milljónir tonna eftir uppbyggingu stríðsáranna telja fískifræðingar nú vera 870 þús. tonn. Þeir mæla „stofnstærðina" eins og þeir hafa alltaf gert með þvi að margfalda saman fjöldann í hveijum árgangi ■ í byijun árs með meðalþunga fisks- ins á árinu. Auðvitað vita þeir vel að útkoman er alls ekki stofnstærð- in þótt þeir séu ekkert að flækja málið með því að útskýra það nán- ar í sinni skýrslu. Stofnstærðin í byijun árs 1991 fæst með því að margfalda saman fjöldann og þung- ann í byijun árs. Það gera um 750 þús. tonn í byrjun þessa árs og í lok ársins verður stofnstærðin um 530 þús tonn. Um næstu áramót stækkar veiðistofninn síðan skyndi- lega um stærð fjögurra ára eða 87 árgangsins eða um 150—160 þús. tonn. Bestu og einföldustu leiðina til að finna bæði stærð og (meðal) fiskveiðidánarstuðui veiðistofnsins lega fyrirmunað að skilja, hvernig Helgi fær eitthvað slíkt út úr orðum mínum. Mér hefur aldrei komið til hugar að gagnrýna íslenzkt fójk, sem hefur viljað hjálþa vinum sínum . austan járntjalds. Eg hef sjálfur stundað slíka aðstoð og vil að sem flestir fari eins að. Ég hef reynt að stuðla að stúdentaskiptum Is- lands og Póllands. Ég hef oft og margsinnis sagt það hverjum sem heyra vill, að. ég teldi að það ætti að vera hluti af grunnnámi barna að kynnast ástandinu austan járn- tjalds. Þaðanafsíður hefur mér nokkru sinni dottið í hug að gagnrýna þá, sem fóru austur fyrir til að leita sér menntunar. Helgi Haraldsson stundaði nám hjá Islandsvininum' og andófsmanninum (svo sem hann tekurtil orða) Mikhail Stéblín-Kam- énski. Mér hefur aldrei á ævinni dottið í hug að halda, að Helgi hefði ekki átt að menntast af þessum manni. Um Mikjál Jónsson (eins og hann vildi kalla sig) hefur Helgi skrifað á öðrum stað: „Aldrei seldi hann þó sál sína.“ Það er einmitt slíkt fólk sem gerir lífið þess virði að lifa því, sem vegur upp á móti dauðaöflunum, sem Havel kallar svo; Ég hef einmitt lagt til, að þeir sem ofsækja menn eins og Mikjál í nafni einhverra valdahagsmuna, eigi skilið gagnrýni og engan stuðn- ing. Slíkir valdhafar, sem Havel * segir lifa á lygi og fölsunum, fram- leiða enga menningu. Það telst því ekki til menningarstarfsemi að mæla máli þeirra. I grein minni 28.2. lýsti ég því ósamræmi sem er milli þess að lýsa sig sósíalista og jafnframt að hylla Vaclav Havel. Hvernig af því leiðir, að ég hafi verið á móti því að halda opnu menningarsambandi við þjóðir Austur-Evrópu, — það get ég ein- faldlega ekki skilið. Helgi Haralds- son hefur að óþörfu hleypt há- spennu á ímyndunaraflið. Niðurlag Þegar langpínt fólk í Austur-Evr- ópu loks reis upp í lok árs 1989, hrundi allt kúgunarkerfið eins og spilaborg. Sögu hins svokallaða „sósíalisma“ er að ljúka. Hver sá sem samt sem áður telur sig geta lýst sig „sósíalista" hlýtur að tala gegn betri samvizku. Éf einhver er sá til sem segir: Um austurevrópu- sósíalisma hirði ég lítt, því að minn sósíalismi er miklu betri, — þá hvílir á honum sú byrði að sýna fram á að sósíalismi geti þrifizt, þótt sagan færi heim sanninn um, að sósíalismi endar ætíð með skelf-v ingu. Sá maður verður þá að gera betur en Marx og Engels og Lénín og öll heila vitringa- og leiðtoga- hjörðin sem kom hinu sögulega slysi til leiðar. Höfundur er prófessor við Háskóla íslunds. (F) tel ég vera að leysa jöfnurnar: Stofnstærð = Afli/F = N' (l-exp(-F-M))/(F+M) Þar sem M, náttúrulegi dánar- stuðullinn er 0,2 og N er heildarný- liðun veiðistofnsins á árinu þ.e. þessi „stofnstærð" í byijun árs eða' umrædd 870 þús. tonn. Útkoman er 626 þús. tonn. Meira er nú ekki af veiðanlegum þorski í sjónum og því ekki hægt að veiða sém áður fyrr. Kjörsókn gefur nú aðeins um 115 þús. tonn. Að mati útgerðar- manna (Fiskifréttir 29/6/90) nægir fimmtungur flotans til að ná þeim afla. Græddur er geymdur þorskur telur formaður LÍU næstum einn á báti. Vextirnir eru háir, í kjor- punkti u.þ.b. jafnháir náttúrulega dánarstuðlinum M = 20% og hag- kvæmast er þá að hirða þá alla í« okkar vasa. Við núverandi ofveiði- aðstæður hefur vöxturinn minnkað þótt vextirnir séu nú allt að helm- ingi hærri, eða um 40%. Það er ekkert vit í að veija þeim til neins annars en að stækka höfuðstólinn sem orðinn er allt of lítill. Við höfum heldur engan rétt til annars, ekkert frelsi til að ganga þannig á rétt komandi kynslóða. Höfundur er eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.