Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
27
Vátryggingafélag Islands:
Afrýjar ekki en sældr
um skráningu á VIS
VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands mun ekki áfrýja þeirri ákvörðun
vörumerkjaskrárritara að synja um skráningu á vörumerkinu VÍS,
vegna andmæla greiðslukortafyrirtækisins Visa International, að
sögn Inga R. Helgasonar stjórnarformanns Vátryggingafélagsins.
„Við leggjum áherslu á að hér
er um orðmerki að ræða og höfum
óskað eftir staðfestingu og löggild-
ingu á myndmerki okkar af sömu
stöfum, sem er fráleitt að geti vald-
ið ruglingi; þar eru allt aðrir litir
og stílbragð og engin leið að villast
á því og myndmerki Visa,“ sagði
Ingi R. Helgason. „Við viljum ekki
skaða hagsmuni Visa; erum bara
að skammstafa eftir málvenju okk-
ar íslenska nafn, sem við höfum
löghelgi yfir í hluthafafélagaskrá.
Ef réttur Visa er meiri en það þá
beygjum við okkur bara fyrir því,
enda geri ég mér vonir um að við
finnum náð fyrir augum vöru-
merkjaskrárritarans hvað mynd-
merki okkar varðar," sagði hann.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
20. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
- verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 81,00 66,00 77,34 31,541 2.439.545
Þorskur (st.) 84,00 84,00 84,00 0,342 28.728
Smáþorskur 66,00 66,00 66,00 0,381 25.146
Ýsa 120,00 80,00 104,73 5,419 567.537
Karfi 41,00 30,00 39,69 59,460 2.359.873
Ufsi 48,00 28,00 45,35 35,825 1.624.837
Smáufsi 34,00 28,00 29,79 2,905 86.502
Steinbítur 70,00 49,00 54,04 1,061 57.341
Langa 50,00 46,00 48,87 2,087 102.002
Lúða 270,00 90,00 149,23 0,279 41.636
Koli 35,00 20,00 28,01 0,088 2.465
Keila 20,00 20,00 20,00 0,078 1.560
Langlúra 20,00 20,00 20,00 0,028 560
Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,001 70
Samtals 52,60 139,496 7.337.802
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(sl) 87,00 72,00 80,57 46,529 3.748.880
Ýsa (sl.) 122,00 50,00 92,49 16,984 1.570.975
Karfi 42,00 37,00 37,88 3,221 122.041
Ufsi 47,00 39,00 39,92 3,357 134.027
Steinbítur 54,00 46,00 47,91 0,966 46.278
Háfur 29,00 29,00 29,00 0,158 4.582
Langa 47,00 46,00 46,68 2,510 117.166
Lúða 295,00 205,00 261,25 0,862 225.200
Skarkoli 46,00 20,00 40,80 1,974 80.532
Keila 12,00 12,00 12,00 0,146 1.752
Skata 79,00 • 5,00 52,51 0,068 3.571
Skötuselur 400,00 175,00 186,48 0,196 36.550
Lýsa 25,00 22,00 24,14 0,171 4.128
Gellur 380,00 380,00 380,00 0,016 6.08Ó
Blandað 55,00 20,00 34,40 0,141 4.850
Undirmál 77,00 30,00 50,69 3,213 162.852
Samtals 77,87 80,513 6.269.464
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 103,00 55,00 81,96 59,598 4.884.681
Ýsa 110,00 50,00 76,13 37,387 2.846.170
Karfi 48,00 30,00 43,72 2,978 130.212
Ufsi 49,00 15,00 31,92 21,774 695.022
Steinbítur 62,00 57,00 59,37 0,231 13.715
Langa 58,00 49,00 54,98 2,780 152.833
Lúða 410,00 200,00 355,53 0,955 339.530
Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,926 64.840
Koli 57,00 57,00 57,00 0,101 5.757
Keila 32,00 10,00 24,74 1,410 34.880
Blálanga 49,00 49,00 49,00 0,073 3.577
Skata 76,00 76,00 76,00 0,308 23.408
Skötuselur 430,00 430,00 430,00 0,019 8.170
Lýsa 19,00 19,00 19,00 0,091 1.729
Blandað 45,00 26,00 35,17 2,162 76.048
Samtals 70,96 130,793 9.280.552
Olíuverð á Rotterdam-markaði
1.-17. ágúst, dollarar hvert tonn
• ' ,
I"
P' '. 5 ú. igij jyPwj prKmS®- IpyprSHHfc^/r'*
rv. f V Jst'jfmk.
1111 |II M
fe ,í '*****&, • X l: 'J
Leikarar og annað starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur komu saman í gær í Borgarleikhúsinu að loknu
sumarleyfi.
Leikfélag Reykjavíkur:
Þrjár sýningar í æfíngu
LEIKARAR og annað starfsfólk leikár Leikfélagsins að hefjast,
Leikfélags Reykjavíkur kom annað árið í Borgarleikhúsinu.
saman í gær í Borgarleikhúsinu Þijár sýningar eru nú í æfingu
að loknu sumarleyfi. Nú er 94. í Borgarleikhúsinu, Fló á skinni
Tónleikar Rolling Stones:
Enn beðið lokasvars
hlj óms veitarinnar
ENN er ekki ljóst hvort af tónleikum Rolling Stones verður hér á
landi að sinni, en þó er ljóst að þeir verða ekki um næstu mánaða-
mót líkt og fyrirhugað var. Að sögn talsmanns þeirra sem hugðust
greiða götu hljómsveitarinnar ef af yrði bíða þeir enn lokasvars frá
hljómsveitarmeðlimum.
Talsmaðurinn sagði tónleikana
hafa átt að vera utan venjulegrar
tónleikaferðar Rolling Stones, sem
lýkur á næstu dögum. Hann sagði
persónulegan umboðsmann eins
hljómsveitarmeðlima hafa haft
samband við menn her á landi að
fyrra bragði og þeir verið í stöðugu
sambandi við hann síðan og sent
utan allskyns upplýsingar sem ósk-
Hornafjörður:
Nýja Hauka-
fellið strandar
Höfn.
HAUKAFELLIÐ SF 111 strand-
aði á föstudag rétt innan við Ós
og sat þar í nokkra tíma. Skipið
komst á flot rétt fyrir hádegi,
þrátt fyrir að mikil fjara væri
ennþá, en Haukafell er frekar
djúprista, eða á við meðal togara.
Haukafellið landaði í gær 20
tonnum eftir sína fyrstu veiðiferð.
Að sögn Axels Jónssonar skipstjóra
líst honum mjög vel á allar aðstæð-
ur í skipinu. Hann kvað þá hafa
verið að veiðum í um einn og hálfan
sólarhring að þessu sinni. Menn
hefðu verið að prófa búnað og tæki
og hefðu ekki miklir byrjunarerfið-
leikar gert vart við sig. J(JG
að var eftir. Enn væri svo beðið
lokasvars frá hljómsveitarmeðlim-
um, en tíminn væri of naumur til
að hægt yrði að halda tónleikana á
næstu vikum eins og upphaflega
var fyrirhugað.
eftir Georges Feydeau í leikstjóm
Jóns Sigurbjörnssonar, Ég er hætt-
ur, farinn! eftir Guðrúnu Kristínu
Magnúsdóttur í leikstjóm Guðjóns
Pedersens og Ég er meistarinn, eft-
ir Hrafnhildi Guðmundsdóttur í
leikstjórn Kjartans Ragnarssonar.
Fló á skinni er það verk sem
hvað mestum vinsældum hefur átt
að fagna af öllum gangstykkjum
Leikfélagsins fyrr og síðar. Það var
sýnt fyrir fullu húsi í Iðnó á ámnum
1972-1975.
Ég er hættur, farinn! er fyrsta
leikverk Guðrúnar Kristínar, en
leikritið vann til fyrstu verðlauna í
leikritasamkeppni Leikfélagsins
sem haldin var í tilefni af opnun
Borgarleikhússins.
Ég er meistarinn er fmmsmíð
Hrafnhildar Hagalín Guðmunds-
dóttur, verk samið fyrir þijá leikara
og iítið rými og fer því væntanlega
vel um það á Litla sviði Borgarleiks-
hússins. . ............
(Ur frettatilkynningu.)
Evrópuráðið:
Albert Guð-
mundsson
fastafiilltrúi
ALBERT Guðmundsson, sendi-
herra íslands í París, liefur verið
, skipaður fastafulltrúi íslands hjá
Evrópuráðinu í Strassborg.
í frétt frá utanríkisráðuneytinu
segir, að Albert hafi verið skipaður
fastafulltrúi frá og með 1. ágúst
síðastliðnum.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
17. - 19. ágúst
1990.
í heild reyndist helgin með ró-
legra móti, þó hefðbundinn erill
væri eins og venjulega upp úr
miðnætti og fram undir morgun,
á föstudags- og laugardagskvöld.
Ölvun var nokkur og sinnti lög-
regla alls um 115 ölvunarköllum,
en auk þess komu 20 aðilar á lög-
reglustöðina og báðu um nætur-
gistingu. Af þeim sem gistu
fangageymslur lögreglu voru 7
færðir fyrir dómara, flestir vegna
óspekta. Dómari ýmist veitti þeim
árninningu, eða dæmdi í sektir.
Eitthvað varð um að skemmt-
anahald í heimahúsum og utan
þeirra gerðist hávaðasamara en
nágrannar þoldu og var lögregla
alls send 26 sinnum í hús, til að
biðja fólk sem gerðist einum of
kátt að lækka og alls 17 sinnum
var beðið um að hugað yrði að
hávaða utandyra.
Þrisvar var tilkyrtnt til lögreglu
að fólk hafi orðið fyrir líkams-
meiðingum og var það oftast
vegna pústra, en ekki alvarlegs
eðlis.
Tíu rúðubrot voru tilkynnt til
lögreglu og í þrem tilfellum voru
handteknir þeir sem grunaðir voru
um verknaðinn. Sex sinnum var
tilkynnt um eld, en reyndist ekki
meiriháttar, en í tveim tilfellum
höfðu menn hafið matseld, en
ekki haft biðlund og sofnað út frá
pottum og pönnum.
Alls voru tilkynnt til lögreglu
29 umferðaróhöpp, en þar af voru
þijú umferðarslys, en ekki er vitað
til þess að nokkur hafi slasazt
alvarlega, þá lentu aðilar, grunað-
ir um ölvun, tvisvar í óhöppum.
Aðeins 12 ökutæki voru ijar-
lægð með kranabifreið og gefur
það vonandi til kynna að ökumenn
leggi bifreiðum sínum betur en
fyrr.
Þjónusta lögreglu við borgara
var mikil eins og alltaf og meðal
annars voru 37 ökutæki opnuð
auk fimm íbúða.
Talsvert var að gera í umferð-
armálum og voru alls 14 teknir
vegna gruns um ölvun við akstur.
Þá voru 40 teknir fyrir of hraðan
akstur og sex þeirra urðu að sjá
á eftir ökuskírteinum sínum til
lögreglu. Auk þessa voru 32 aðrir
ökumenn kærðir fyrir önnur um-
ferðarlagabrot.
Aðfaranótt laugardagsins voru
lögreglumenn í Lækjargötu varir
við að verið var að hnupla ein-
kennishúfum þeirra. Þeir sem það
reyndu voru umsvifalaust teknir
og færðir á lögreglustöðina í mið-
borginni þar sem varðstjóri mess-
aði yfir þeim.
Sömu nótt var tilkynnt um
vopnaðan mann við Hótel Borg,
en þegar betur var að gáð var
hann með leikfangabyssu.