Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 31 íslandsmótið í atskák: Flestir beztu með í undanrásunum Skák Margeir Pétursson VINSÆLDIR hálftímaskáka, eða atskáka, virðast ætla að ná hing- að til lands. íslandsmótið í grein- inni er haldið með nýju sniði í ár. Fyrst eru háðar undanrásir og þeir sextán skákmenn sem í úrslitin komast munu tefla út- sláttareinvígi. Lokaeinvíginu mun væntanlega verða sjónvarp- að beint. Atskákkeppnir með þessu fyrirkomulagi hafa farið fram í Englandi, Frakklandi og í V-Þýzkalandi og heppnast mjög vel. Sjö stigahæstu skákmenn landsins komast beint í úrslitin, en flestir aðrir öflugustu skák- mennirnir voru önnum kafnir um helgina við taflmennsku á þrem- ur undanrásamótum. Á mótinu í Reykjavík var teflt um sjö sæti. Þar sigraði Þröstur Þórhallsson, alþjóðameistari, mjög örugglega. í öðru til sjötta sæti voru Björgvin Jónsson, Elvar Guð- mundsson, Hannes Hlífar Stefáns- son, Þröstur Árnasom Áskell Örn Kárason og Jóhannes Ágústsson. Á Akureyri sigraði Rúnar Sigurpáls- son og á Vestfjarðamótinu í Súðavík Ágúst S. Karlsson, en teflt var um eitt sæti á hvorum stað. Röð efstu manna á mótunum þremur varð þessi: Reykjavík: 1. Þröstur Þórhallsson 8 v. af 9 mögulegum. 2. Björgvin Jónsson 7 v. 3-6. Elvar Guðmundsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason og Áskell Örn Kárason 6 ’A v. 7-10. Jóhannes Ágústsson (39 stig), Sæberg Sigurðsson (38,5 stig), Bragi Halldórsson (37 stig) og Sig- urður Daði Sigfússon (36,5 stig) allir 6 v. 11-13. Ögmundur Kristinsson, Þrá- inn Vigússon og Eggert Isólfsson 5 ’/z v. 14-20. Andri Áss Grétarsson, Tóm- as Björnsson, Magnús Gunnarsson, Arnaldur Loftsson, Magnús Örn Úlfarsson, Ingvar Ásmundsson, Halldór Ólafsson og Sigurður Inga- son 5 v. Akureyri: 1. Rúnar Sigurpálsson 9 v. af 10 mögulegum 2-3. Gylfi Þórhallsson og Halldór G. Einarsson 7 v. Vestíjarðamótið fór fram á kaffi- stofu frystihússins Frosta á Súðavík: 1. Ágúst S. Karlsson 4 v. af 5 mögulegum 2. Magnús Pálmi Örnólfsson 3'A Stig réðu því að Jóhannes Ágústsson var úrskurðaður í sjö- unda sætið á Reykjavíkurmótinu, en Sæberg er fyrsti varamaður, Bragi annar og Sigurður Daði þriðji. Varamennirnir eiga býsna góða möguleika á að komast í úrslitin, því ólíklegt er að allir stórmeistar- arnir geti verið með. Það myndi þýða að Hannes Hlífar, Þröstur Þórhallsson eða Björgvin, einn eða fleiri, yrðu inni á stigum og þá losna sæti fyrir varamenn. Stefnt er að því að halda úrslita- keppnina í byrjun janúar á næsta ári. Það leiðir af hlutarins eðli að atskákir eru ekki eins vel tefldar og kappskákir með fulium tíma. Baráttan er hins vegar mun líflegri, sérstaklega undir lok skákanna þegar þær snúast upp í hreinar hraðskákir. Við skulum nú líta á eina frá mótinu í Reykjavík. Eftir rólega byrjun nær sigurvegarinn óvæntri sókn, sem hvítur finnur enga vörn við. Síðustu leikirnir bera síðan miklu tímahraki vitni. Hvítt: Bragi Halldórsson Svart: Þröstur Þórhallsson Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - d5 4. Bg5 — c6 5. cxd5 — exd5 6. e3 - Be7 7. Bd3 - 0-0 8. Dc2 - Rbd7 9. Rf3 - He8 10. 0-0 - Rf8 11. Habl - a5 12. a3 - Re4 13. Bxe7 — Dxe7 14. b4 — axb4 15. axb4 — Rg6 Teflendur hafa hingað til þrætt fremur fornfálegt afbrigði upp- skiptaafbrigðisins í drottningar- bragði. 15. — Bf5 er algengara, en því er svarað með 16. Bxe4 — dxe4 17. Re5 og hvítur stendur ívið betur. 16. b5 - Bg4 17. bxc6? Með þessu gefur hvítur höggstað á sér, en hann gat hér valið um mjög traustar leiðir, 17. Bxe4 — dxe4 18. Rd2 eða 17. Rd2 strax. 17. - Bxf3 18. gxf3 \$S0 ■ i Góð ending — maigir litir Söngnámskeið Svan- hvítar Egilsdóttur DAGANA 27. ágúst til 8. september nk. verður söngnámskeið á vegum Svanhvítar Egilsdóttur í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík á Laugavegi 178. Svanhvít, sem er Hafnfirðingur að uppruna, byijaði snemma nám í píanóleik, lærði söng hjá Franz Mixa og síðar í Leipzig, Vín og Graz. Eftir stríð hélt hún námskeið víða um heim t.d. í Japan, Finn- 18. - Rh4! 19. Re2? Tapleikurinn. Svartur hótaði máti með 19. — Dg5+, svo það var úr vöndu að ráða. Bezti kosturinn virðist 19. Khl, með þeirri hugmynd að svara 19. — Rxf3 með 20. Bxe4 - dxe4 21. Dxe4! - Dxe4 22. Rxe4 — Hxe4 23. cxb7 og hvítur hefur fullnægjandi bætur fyrir mann í endataflinu. 19. - Rxf3+ 20. Kg2 - Dh4! Nú gengur 21. Kxf3 ekki vegna 21. - Rg5+ 22. Kg2 - Dh3+ 23. Khl — Rf3 og hvítur er óveijandi mát. 21. h3 - bxc6 22. Rg3 Tapar skiptamun, en hvítur hafði hvort eð var tapað peði og var í krappri vörn. Til gamans skulum við láta lokin fylgja. 22. - Red2 23. Dxc6 - Rg5 24. Hhl - Rxbl 25. Bxbl - Had8 26. Ba2 - Re4 27. Hel - Rxg3 28. fxg3 - De4+ 29. Kf2 - Hc8 30. Dxd5 - Hc2+ 31. He2 - Hxe2+ 32. Kxe2 - Dc2+ 33. Kf3 - Ddl+ 34. Kf4 - Dfl+ 35. Df3 — g5+ 36. Kg4 — h5+ 37. Kxg5 — Dxf3 og hvítur gafst upp. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Verð til að taka eftir: Vöðlur frá kr. 3.990.- Mikið úrval af regnfatnaði. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-13. SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gcgnt Tónabíói) landi, Taiwan og „Mozarteum" í Salzburg, auk námskeiðanna á ís- landi. Undirleikarar á námskeiðinu eru Ólafur Vignir Albertsson og Hólm- fríður Sigurðardóttir. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu á f |I; {) &77ijy Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Blomberq KÆ L I S K A PAR KS180 185L kælir Mál:H109B50D58 cm KS 282 /KS 242 225 L kælir/55 L frystir / 194L kælir/52 L frystir Mál:H157B55D58 cm / Mál:Hl42B55D58 cm . & Hér sést hluti af úrvalinu, sem við bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. BLOMBERG kæliskápur er sönn kjarabót!! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 16995 og 622900 <r /KS 182 169 L kælir/16 L frystir iI:H109B50D58 cm f KS 140 143L kælir il:H85B50D58 cm' KS 142 129L kælir/14 L frystir Mál:H85B50D58 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.