Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 34

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 Minning: Sigríður Bachmann hjúkrunarkona Í dag fer fram útför Sigríðar Bachmann sem andaðist í Land- spítalanum 10. ágúst síðastliðinn. Með örfáum orðum langar okkur fyrrum nemendum Sigríðar að minnast hennar. Við áttum því láni að fagna að hún var skólastjóri og einn aðal- ^kennari í hjúkrunarfræði við Hjúkr- unarskóla íslands á skólaárum okk- ar. Sigríður lauk hjúkrunarnámi við University College Hospital School of Nursing, London í júlí 1927 og framhaldsnám stundaði hún næsta árið í heilsuvernd og kennslu við Bedford College University of London, en til þess hlaut hún styrk frá Alþjóða Rauða krossinum. Eftir heimkomuna starfaði hún hjá Rauða kross-deild . Akureyrar og síðan hjá Rauða krossi íslands. Á þeim árum ferðaðist hún um landið og kenndi á námskeiðum heimilishjúkrun og hjálp í viðlögum. Ennfremur stjórnaði hún sjúkra- % skýli í Sandgerði, sem rekið var af Rauða krossi Islands. Á þeim tima var ekkert sjúkrahús á Suðumesj- um. Það voru því margþætt hjúkr- unarstörf sem hún innti þar af hendi við erfið skilyrði og minntist hún oft á þennan tíma með orðunum „þegar ég var suður með sjó“. Góð' hjúkrunarmenntun og víðtæk reynsla hennar í starfi hjálpaði henni að tengja á svo lifandi og minnisstæðan hátt bæði bóklega og verklega þætti hjúkrunar. Okkur bekkjarsystrum eru öllum ákaflega ' minnisstæðar kennslustundir Sigríðar því hún bjó yfir sérstökum hæfileikum til kennslu, framsetning hennar var einstök og hversu vel henni tókst að útskýra allt á lifandi og skemmtilegan hátt, gerði kennslustundirnar ógleymanlegar. Árið 1936 fór Sigríður í 10 mán- aða námsferðalag til Ameríku, til að kynna sér kennslu og rekstur hjúkrunarskóla. Sú ferð var henni bæði styrkur og gott veganesti við að endurskipuleggja hjúkrunar- námið hér á landi. Hún var lausráðinn kennari við skólann frá árinu 1937, eða eins og hún sjálf orðaði það „lánuð af Rauða krossinum til að skipuleggja forskólann og kenna við hann“. Heimild var í lögum frá árinu 1932 að forskóli væri starfandi við skólann en vegna skorts á kennara hafði ekki verið hægt að nýta þá heimild. Eftir að Sigríður, fyrsti hjúkrunarkennarinn, var ráðin, varð mikil breyting til batnaðar á öllu námsfyrirkomulagi. Þá var bóklegt nám kennt í námskeiðum og nemendur ekki við verklegt nám samtímis. Námsgreinum var Ijölgað og kennsla í hjúkrunarfræði stór- aukin. Fastráðinn kennari var hún við skólann frá 1941 til 1948 og skólastjóri frá árinu 1948 til ársloka 1953, þá tók hún við starfi forstöðu- —* konu Landspítalans sem hún gegndi þartil hún lét af störfum árið 1968. Starfsferill Sigríðar var stórbrot- inn. Sterkur persónuleiki hennar lýsti atöllum verkum hennar. Virð- ing og hlýja einkenndu hana ávallt hvar sem hún fór. Faglega hugs- andi var hún, og vakandi yfir öllu því sem betur mátti fara. Hún sótti mikið ráðstefnur og þing um hjúkrunarmál bæði hér á landi og erlendis, og var fær um að nýta sér það besta sem hún sá og heyrði. Fyrir störf sín að málum hjúkrun- ar fékk Sigríður verðskuldaðar við- urkenningar. Florence Nightin- gale-orðunni var hún sæmd árið 1957 og riddarakrossi ísl. fálkaorð- unnar árið 1958. Ennfremur var hún heiðursfélagi í Hjúkrunarfélagi íslands. Mörgum trúnaðarstörfum gegndi hún gegnum árin á sinni farsaálu starfsævi. Sigríður var hámennt-uð hjúkrun- arkona og hefði getað orðið fremst í röðum hjukrunarkvenna hvar sem er í heiminum, en hún kaus að helga íslandi óskipta krafta sína. Hún veitti hjúkrunarstéttinni það braut- argengi sem hún býr að enn í dag. Að lokum viljum við skólasystur þakka Sigríði ógleymanleg skólaár sem reynst hafa okkur heilladijúgt veganesti bæði í lífi og starfi. Við færum fjölskyldu hennar og vinum einlægar samúðarkveðjur. F.h. hjúkrunarfræðinga braut- skráðra í mars 1954. Ásdís Olafsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir. Sigríður Bachmann andaðist á Landspítalanum 10. ágúst sl. Með henni er héðan farinn einn af frum- hetjum nútíma heilbrigðisþjónustu á íslandi. Sá sem þetta ritar kynntist ekki Sigríði í starfi en fékk nokkur tæki- færi til að hitta og spjalla við þessa skynsömu og yfirveguðu konu eftir að hún hafði sest í helgan stein. Það fór ekki milli mála að Sigríð- ur bjó yfir mikilli þekkingu og hún hafði þrátt fyrir aldurinn brennandi áhuga og gnægð skynsamra hug- mynda um framtíð Landspítalans og heilbrigðisþjónustu á íslandi. Sigríður var á sínum tíma einn af umsvifamestu stjórnendum þessa lands, stjórnandi allri hjúkrun á stærsta spítala þjóðarinnar. Hún var stjórnandi á tímum þéringa og vissrar fjarlægðar milli yfirmanna og starfsfólks og sjúklinga. Þrátt fyrir tíðarandann tókst henni að halda miklum og góðum persónu- legum tengslum við bæði sjúklinga spítalans og ekki síður við starfs- fólkið. Þótt nú sé nokkuð um liðið síðan Sigríður starfaði síðast á Landspít- alanum eru þeir margir sem minn- ast hennar með þakklæti og hlýju. Margir eru þeir hjúkrunarfræðingar sem Sigríður með sínum persónu- leika hvatti til dáða. Hún var sjálf Til greinahöfunda Minningarorð Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta daga eða næstu daga. Að undanförnu hefurþað færst mjög í vöxt, að minningargreipar berast til biitingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt ný minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær eru sífellt endurteknar í blaðinu. Þá mun Morgunblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það. Ritstj. dugleg að fylgjast með nýjungum á slnu sviði. Hún hvatti og studdi margan starfsmanninn til fram- haldsmenntunar hér heima og er- lendis. Fyrir hið óeigingjarna starf Sigríðar vill starfsfólk og stjórnar- nefnd Ríkisspítala þakka. Davíð Á. Gunnarsson Komið er að kveðjustund og erf- itt að koma orðum að minningum sem vakna. Sigríður hefur hlotið hvíldina og langri ævi lokið. Hún var Iöngum kölluð fröken Bach- mann og hafði ég oft heyrt frænku mína Þuríði Þorvaldsdóttur óg Sigríði Eiríksdóttur minnast á hana í minningum sínum úr hjúkrunar- starfi. Ekki er það ætlun mín að rekja æviferil Sigríðar, enda ófáir til þess sem betur þekkja. Kynni okkar Sigríðar bar að þeg- ar ég starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur á Heilsuhælinu í Hveragerði, en þangað kom hún til hvíldar og endurhæfingar veturinn 1983. Hún varð tíður gestur á heimili mínu á meðan á dvölinni stóð. Við ræddum um hjúkrun, bæði „þá og nú“ og heillaðist ég af víðsýni hennar og ákveðni. Hún hafði skemmtilegt skopskyn og var óhrædd að gera eilítið grín að sjálfri sér. Persónu- leiki hennat' og atorka hafa skapað henni fastan sess í íslenskri hjúkr- unarsögu og verður hennar ætíð. minnst í því sambandi. Ekki er ég ein um að hafa hvatn- ingu frá Sigríði til að fara utan til frekara náms I hjúkrun. Eit sitt er ég léði máls á því að hætta í hjúkr- un, því mér fyndist ég litlu áorka, minntist Sigríður orða læknis sem hafði sagt við hana á yngri árum: „Þú getur engum hjálpað nema þú takir áhættu.“ Þannig bar hún gott skynbragð á hug hins unga og bráðláta einstaklings enda þekkti hún hann af eigin raun. Það er okkur sem yngri erum ómetanlegt að hafa kynnst frum- kvöðli eins og Sigríði og kemur ljóð sænska skáldsins Alf Henriksson mér í hug í því sambandi: Sá lítur aldrei framávið sem ekki lítur til baka sá býr illa að bamabarni sem skortir áhuga á afa sá veit lítið um umhverfið sem ekki ber skynbragð á tímann sá hugsar lítið um aðra sem eíngöngu lifir í stund og stað. Sigríður Bachmann var svo sann- arlega frumkvöðull í íslenskri hjúkr- unarsögu og viljum við i námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands þakþa henni framsýni og hugsjón. Ég þakka Sigríði sam- fylgdina og bið góðan Guð að gefa henni frið og blessa aðstandendur í söknuði þeirra. Guðrún Kristjánsdóttir Er ég heyrði af skyndilegum veikindum og síðar andláti Sigríðar Bachmann hjúkrunarkonu, fyrrver- andi skólastjóra Hjúkrunarkvenna- skóla íslands og forstöðukonu Landspíialans fannst mér að skil hefðu átt sér stað í sögu íslensku hjúkrunarstéttarinnar. Sigríður var um árabil ein áhrifamesta hjúkr- unarkona landsins, mótaði fyrst hjúkrunarmenntun á íslandi og síðar hjúkrunarþjónustuna á stærsta sjúkrahúsi landsins, Land- spítalanum. Ég kynntist Sigríði fyrir tæpu ári síðan. Ég hafði hringt til hennar og farið fram á að hún segði mér frá hjúkrun fyrr á öldinni, vegna verkefnis sem ég vinn að. Brást hún þegar vel við og bauð mér að koma í heimsókn á heimili sitt á Eiríksgöt- unni. Eyddum við saman síðdegi við að rifja upp sögu hjúkrunar, sérstaklega á fyrri hluta aldarinn- ar. Sýndi Sigríður mér ýmis gögn sem hún hafði geymt, sagði mér frá hjúkrunarnámi sínu í Englandi, starfi sínu fyrir Rauða krossinn og árunum við hjúkrunarkennsluna og stjórnunarstörfin. Vildi hún allt fyr- ir mig gera. Síðar hittumst við nokkrum sinnum og fylgdist hún- þá alltaf grannt með því hvernig mér gengi að vinna að verkefni mínu. Var áhugi hennar mér mikill stuðningur og hvatning. Það var þó ekki fyrr en nú í sum- ar er mér gafst tækifæri að vinna úr þeim gögnum sem ég hafði safn- að og kynna mér sögu hjúkrunar nánar að ég gerði mér fyllilega grein fyrir þ'ví hve víðtækt framlag hennar var. Ég mun ekki rekja það hér, aðrir eru betur færir til þess. Það sem vakti þó sérstaklega at- hygli mína var hversu framsýn og áræðin Sigríður var. Hún var ætíð opin fyrir nýjungum sem hugsan- lega gætu orðið til að bæta hjúkr- unarþjónusta hvort sem var í menntamálum eða tengt sjálfri umönnuninni og hikaði ekki við að reyna nýjar leiðir. Þessi eiginleiki framar öðrum tel ég að hafi gert hana að þeim frumkvöðli og braut- ryðjanda innan hjúkrunar sem hún var. Ég kveð Sigríði með hlýju, glöð yfir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari merku konu. Kristín Björnsdóttir „Við hefðum öll viljað gera bet- ur.“ Þannig endar viðtal við Sigríði Bachmann í Morgunblaðinu árið 1975. Þar riijar hún upp merkan og fjölbreytilegan starfsferil sinn og minnist samstarfsmanna sinna, hinna „frábæru áhuga- og athafna- manna sem voru í forustu Rauða kross íslands", eins og hún orðaði það. Við hin sem eftir sitjum, nú þegar Sigríður er kvödd, erum stolt yfir öllu því sem hún gerði og var okkur og finnst að hún hafi sett markið nógu hátt og náð góðum árangri, þótt henni hafi sjálfri fund- ist að hún hefði viljað betur gera. Sigríður var fædd á Harrastöð- um, Miðdölum. Foreldrar hennar voru Guðjón J. Bachmann frá Geld- ingaá, Leirársveit, Borgarfirði, vegaverkstjóri í Borgarnesi, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir úr Norðurárdal. Sigríður var elst í samhentum stórum systkinahópi og átti alla tíð sitt annað heimili í Borgarnesi. Tvítug að aldri fór hún í Kvennaskólann, Blönduósi. Þá var enginn hjúkrunarskóli til á íslandi. Þær sem hugðust fara utan til náms byijuðu samt iðuiega sinn námsferil hér heima. Sigríður komst á Sjúkrahús Akureyrar er Steingrímur Matthíasson var þar yfirlæknir og taldi það ætíð eitt sitt mesta happ í lifinu að fá notið tilsagnar hans vegna þess hvað hann var uppörvandi fyrir ungt námsfólk og hafði mikinn áhuga á að fræða aðra. Að hennar mati var margt af því sem hann kenndi hjúkrunarnemum hið besta vega- nesti. Góð sambönd hans í Bretlandi urðu til þess að Sigríður komst í hjúkrunarnám við University Coll- ege Hospital í London og þaðan brautskráðist hún árið 1927. En hún lét sér ekki nægja það heldur bætti við ársnámi í heilsuvernd og hjúkrunarkennslu við Bedford Coll- ege for Women, University of Lond- on. Segja má að hún hafi alltaf haft nokkra sérstöðu innan um allar okkar skandinavísk-lærðu hjúkrun- arkonur, ekki síst eftir að við bætt- ust ný viðhorf og sambönd sem hún öðlaðist á 10 mánaða námsferð í Bandaríkjunum árið 1935 sem farin var til að kynna sér rekstur hjúkr- unarskólaog heilsuverndarhjúkrun. Heim sneri hún frá London glöð yfir því að fara aftur til Akureyrar þar sem hún hóf störf við heimilis- hjúkrun og heilsuverndarhjúkrun á vegum Rauða kross deildarinnar þar. Erfitt var að koma sjúklingum á spítala og mörgum reyndist sjúkrahúsvist hvort eð er of dýr. Þess vegna var mikil þörf fyrir góða hjúkrun í heimahúsum. Árið 1931 tók hún svo við starfi Kristínar Thorqddsen hjá Rauða krossi íslands. Á þeirra vegum hélt hún námskeið víða um landið í heimahjúkrun og hjálp í viðlögum í 10 ár, og var þar með góð kynn- ing á hjúkrunarstarfi. Auk þess starfaði hún á hveiju ári á ver- tíðinni í Sandgerði, sem hún lýsti svo: „Starfið var fólgið í ýmiss kon- ar aðhlynningu við sjómennina og við hinar verstu aðstæður. Starfið var unnið nánast í ijörunni, ég gekk þar á milli manna, gerði allar smá- aðgerðir í sjóbúðunum þar sem rýmt var fyrir mér hveiju sinni.“ Þetta breyttist til batnaðar þegar sjúkra- skýlið komst upp í Sandgerði. Þótt aðalstarf Sigríðar hafi í hugum flestra verið við Hjúkrunar- kvennaskóla íslands og sem for- stöðukona á Landspítalanum skipti hinn veigamikli þáttur Rauða kross- ins í lífi hennar og starfi fyrr og síðar að mínu mati mestu máli varð- andi atburðarás. Hjá Rauða kross- inum tók hún við starfi Kristínar Thoroddseri og sagan endurtók sig í hjúkrunarskólanum og á spítalan- um, en þær voru miklir og nánir vinir og samstarfsmenn um lengri tíma. Það var lán okkar er nutum leiðsagnar þeirra. Rauði kross ís- lands starfrækti fyrstu svokallaða forskóla hjúkrunarskólans í 4 ár, frá árinu 1937, og þá varð auðvitað hjúkrunarkennarinn Sigríður þeirra eigin Rauða kross systir. Geta má þess að nemendur hennar, stúlkurn- ar 13 er þá hófu nám, voru viku áður én Sigríður veiktist að halda upp á það að 50 ár voru liðin frá því að þær voru brautskráðar frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Sigfíður var með þeim þétta kvöld glöð og hress og hafði orð á því að það væri næsta ótrúlegt að hún hefði fengið að samfagna þeim ár- lega í 50 skipti. Skyldu margir kennarar geta sagt hið sama? í augum okkar sem byijuðum í námi árið 1940 var Sigríður alltaf fyrst og fremst Rauða kross hjúkr- unarkona. í kveðjusamsæti sem stjórn RKÍ hélt Sigríði Bachmann daginn áður en hún hóf störf sem kennsluhjúkrunarkona á Landspít- alanum var haft orð á því að vand- fundin væri jafn vel menntuð Rauða kross-hjúkrunarkona og að það væri ósk stjórnenda RKÍ að „sá andi Rauða krossins, sem hún hefir tileinkað sér, mætti koma fram í þeirri hjúkrunarkvennastétt, sem hún nú á _að móta“. Sigríður var í stjórn RKI, seinna heiðursfélagi og Rauði krossinn sæmdi hana Flor- ence Nightingale-orðunni. Sigríður var fastráðinn kennari við HSÍ frá árinu 1941-1948 og skólastjóri næstu 4 árin. Minnist ég hennar sem vinar bæði frá nema- tíma mínum og síðar sem sam- starfskonu og vináttan hélst allt til hennar æviloka. Hún vissi vel hvað það var miklu auðveldara að þurfa ekki að fara utan til náms. Þess vegna varð henni það kappsmál að til tækist sem best hér heima. Við mátum hana mikils sem kennara, hún gerði miklar kröfur til nemenda sinna og var sjálf góð fyrirmynd. Ég sé hana enn fyrir mér þar sem hún hitti okkur tvo nemendur sína í stiganum á Landspítalanum og reyndi kappsfull að eggja okkur að fara í framhaldsnám, helst strax að námi loknu. Að hennar mati var þetta afar nauðsynlegt og hún virt- ist ekki hugsa út í það að yfirleitt var krafist eins til tveggja ára starfsreynslu til þess að komast í framhaldsnám í hjúkrun, né heldur að allar leiðir voru lokaðar á stríðsárunum nema til Ameríku, en það þýddi jafnvel þriggja vikna sjó- ferð í skipalest til að komast þang- að. Hún Sauðst til að útvega okkur Rockefellei'-styrk og þegar töf varð á að fá hann gerði hún bara aðrar ráðstafanir sem dugðu vel. Það var bara hreint ekkert til fyrirstöðu frekar en endranær. Mér finnst ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.