Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 35
35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
eiga henni svo mikið að þakka,
ekki hvað síst fyrir þessi tvö
ánægjulegu ár vestan hafs.
Störf hennar við skólann og
spítalann á miklum breytingaskeið-
um voru alla tíð mjög krefjandi en
Sigríður lét þau aldrei hlekkja sig.
Hún kunni þá list að aðskilja hæfi-
lega þann heim sem var að finna
innan stofnunar og hins sem var
fyrir utan og njóta beggja. Þess
vegna varð starfið henni aldrei of-
viða og því síður þurfti hún að láta
tryggð við fjölskyldu og vini logn-
ast út af, en hvort tveggja var mikil-
vægt til endurnýjunar á starfs-
ánægju og lífsgleði. Sigríður sótti
mikið leikhús, ekki hvað síst ef hún
var í Bretlandi, hún var tíður gest-
ur á tónleikum og ferðaðist innan-
og utanlands. En hún lét sér ekki
þetta nægja og hafði ríka þörf fyr-
ir að deila viðburðunum með öðrum
og naut þess að segja frá ferðum
sínum, jafnvel inn í heim bók-
mennta og leikhúsa. Hún var raun-
sær hugsjónamaður sem alltaf var
í góðu jafnvægi og hélt andlegri
og líkamlegri heilsu svo til alla ævi.
Farsælli ævi hreinskiptinnar
konu er lokið og við sem kveðjum
hana finnum fyrir tómleika. En það
væri mikil og ósanngjörn eigingirni
ef við gætum ekki fagnað, úr því
sem komið var vegna veikinda-
áfallsins í síðustu viku, komu dauð-
ans sem allra meina bótar og líknar-
gjafa aldraðri konu. Við eigum þó
okkar björtu endurminningar um
hana og vonum að sú birta er fylgdi
henni alla tíð og blessunaróskir
okkar megi lýsa henni áfram á
eilífðarbraut.
María Pétursdóttir
Sigríður Bachmann, fyrrverandi
forstöðukona á Landspítalanum,
lést eftir stutta sjúkdómslegu 10.
ágúst sl. Hún fékk hvíldina á þeirri
stofnun er hún hafði helgað starfs-
krafta sína.
Sigríður var ein þeirra kvenna á
þriðja áratugnum, sem gerðu sér
grein fyrir nauðsyn þess fyrir þjóð-
félagið að fá vel menntaðar hjúkr-
unarkonur til starfa og að stuðla
bæri að framgangi hjúkrunar-
menntunar á íslandi.
Hún sigldi til Englands og lauk
hjúkrunarnámi við University Col-
lege Hospital School of Nursing og
stundaði framhaldsnám í heilsu-
vernd og kennslu við Bedford Coll-
ege for Women, University of Lond-
on 1927-1928.
Eftir heimkomuna 1929 hóf hún
störf hjá Akureyrardeild Rauða
krossins við hjúkrun í heimahúsum
og heilsuvernd. Á árunum 1931-
1941 starfaði hún hjá Rauða krossi
íslands og ferðaðist um landið og
kenndi heimilishjúkrun og hjálp í
viðlögum á námskeiðum. Einnig
annaðist hún hjálparstarf í þágu
sjómanna í Sandgerði.
Sigríður fór til Bandaríkjanna
1935 og dvaldi þar í 10 mánuði til
þess að kynna sér rekstur hjúkr-
unarkvennaskóla íslands og skóla-
stjóri 1949-1953, eða-þar til hún
tók við stöðu forstöðukonu Land-
spítalans 1954. Þeirri stöðu gegndi
hún til 1968, er hún lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Þegar Sigríður Bachmann tók við
forstöðukonustöðunni stóðu fyrir
dyrum framkvæmdir við nýbygg-
ingu Landspítalans. Var það mikið
lán fyrir stofnunina að fá konu með
slíka þekkingu, reynslu og framsýni
til að setjast í þann stól.
Sigríður fylgdist grannt með nýj-
ungum og tækni á sviði hjúkrunar
og fylgdi fast eftir framkvæmdum
og umbótum og þá fyrst og fremst
með bættan hag sjúklingsins að
leiðarljósi. Sigríður sat í skólanefnd
Hjúkrunarkvennaskólans, en það
fylgdi embætti forstöðukonu Land-
spítalans, og beitti sér stöðugt fyrir
endurbótum á hjúkrunarmenntun
hérlendis auk þess sem hún þreytt-
ist aldrei á að hvetja og. tryggja
íslenskum hjúkrunarkonum tæki-
færi til framhaldsnáms erlendis.
Það má segja að markmið hjúkr-
unar á Landspítalanum í tíð Sigríð-
ar Bachmann hafi í raun verið svip-
uð og þau eru nú, byggð á svipuðum
grundvallarviðhorfum. Sterkir
stjórnendur eins og Sigríður Bach:
mann setja ætíð mark á alla starf-
semi. Hún var fyrirmynd í dagleg-
um. störfum. Fas hennar einkennd-
ist af hlýlegum virðuleik og hún
hafði með framkomu sinni og
stjórnunarstíl sterk mótandi áhrif.
= ÖRTÖLVUTÆKNI
Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 687220, Fax 687260.
§ með NEC V20 örgjörva
| • 10MHz tiftíðni • 640KB vinnsluminni •
| eitt disklingadrif • 20MB harðan disk
3 • 12" svart/hvítan skjá • MS-DOS 4.01 stýri-
kerfi • Prentaratengi • RS-323 tengi
• 102 lyklaborð • HugKORN heimilisbókhald
Tilboðsverð
stgr. kr.
83.900
HAUSTTILBOÐ
Tulip PC Compact 2,
Jl
í ár á Landspítalinn 60 ára
starfsafmæli. Á slíkum tímamótum
skoðar maður gjarnan hvað hefur
áunnist og hvert við stefnum. Óhætt
er að fullyrða að starfsemi og þjón-
usta spítalans stenst fyllilega sam-
anburð við það sem best þekkist í
nágrannalöndum okkar og er það
ekki síst að þakka brautryðjendun-
um Sigríði Bachmann og samstarfs-
fólki hennar, sem lögðu grunninn
að því sem við nú byggjum á. Við,
sem nú störfum við hjúkrunarstjórn
á Landspítala, höfum sumar starfað
með Sigríði og þekkjum störf henn-
ai' af eigin raun, en aðrar af orð-
spori. Þó nokkuð sé' liðið síðan
Sigríður Bachmann stóð hér í
brúnni má finna áhrif starfs hennar
víða.
Þó vinnugleði hennar virtist lítil
takmörk sett og vinnudagurinn oft
langur tókst Sigríði að sinna hugar-
efnum sínum og fylgjast með alls
kyns málefnum af vakandi áhuga.
Henni var sýndur margvíslegur
sómi. Hún var gerð að heiðursfélaga
Rauða kross Islands, hlaut heiðurs-
merki Rauða kross íslands, sæmd
Florence Nightingale-orðunni og
Hinni íslensku fálkaorðu.
Hjúkrunarfræðingar á Landspít-
ala kveðja Sigríði Bachmann með
virðingu og þakklæti og biðja Guð
að blessa minningu hennar og það
starf sem hún vann í þágu hjúkrun-
ar á íslandi.
Við vottum aðstandendum henn-
ar innilega samúð.
F.h. hjúkrunarstjórnar Land-
spítalans, Vigdís Magnúsdóttir
hjúkrunarforstjóri.
Vinningstölur laugardaginn 1 8■ ágÚSt 1990
18)Ö(
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 2.475.388
O £. 4af5Íyjl} 5 101.993
3. 4af5 144 6.108
4. 3 af 5 4.805 427
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
8.392.028 kr.
UPPLYSINGAR
: SÍMSVARI 681511 -
LUKKULINA
991002
MOTTU OG TEPPA
20-50%
Gram
TepP'
afsláttur