Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
37
Hvermg verða kjörm bætt?
eftir Einar Emilsson
í tengslum við deilur um kjara-
samninga að undanfömu hafa menn
velt fyrir sér markmiðum með starfi
samtaka launafólks. í þeirri umræðu
hefur komið fram í fjölmiðlum gagn-
rýni frá félögum og forustumönnum
BHMR á forustumenn annarra sam-
taka. Hafa þeir verið sakaðir um,
að þá skorti vilja til að vinna að kjara-
bótum fyrir sína félaga. Einnig hefur
komið fram hjá félaga í BHMR (Þjóð-
arsálin á Rás 2, 30.7.), að BRSB og
ASÍ hafi ekki sýnt vilja til víðtækrar
samstöðu í kjarabaráttunni.
Slík gagnrýni frá samtökum, sem
ætlast til þess að allt annað launa-
fólk færi þeim fyrirhafnarlaust allar
kjarabætur, jafnframt því sem þeir
gætu setið að ákveðnum leiðrétting-
um fyrir sig eina, er alveg fráleit.
Það væri skrítin staða ef öll stéttarfé-
lög væru með slíkt ákvæði í sínum
kjarasamningum. Hvaða launagreið-
andi þyrði þá að ríða á vaðið og verða
fyrstur til að hækka launin hjá sínum
viðsemjendum? Víðtæk samstaða
getur aldrei náðst á grundvelli þess-
arar hugsunar, en samstaða er okkur
nauðsynleg ef okkur á að takast að
ná árangri.
Þegar hins vegar grannt er skoðað
ættum við í höfuðdráttum öll að eiga
þau höfuðmarkmið sameiginleg að
vilja bæta kaupmátt kauptaxta.
Spurningin er um leiðir til að ná
þessu marki. í BSRB var þetta rætt
mjög ítarlega í upphafi vetrar. Okkar
niðurstaða var sú að nú væri komið
að því að gera eitthvað raunhæft í
málunum, sjá til þess að það, sem
við sendum um, gufaði ekki jafnóðum
upp. Finna nýja leið upp úr dal kaup-
máttarrýrnunar, þar sem vart hefur
sést til sólar undanfarin ár. Leið, þar
sem við ættum ekki á hættu að renna
niður aftur um leið og fyrsta hjalla
væri náð, jafnvel niður fyrir þann
stað þar sem við vorum á áður.
Þetta hefur að sjálfsögðu verið
markmið verkalýðshreyfingarinnar
lengi en þessi hugsun fékk byr undir
báða vængi síðastliðið sumar. Þá
höfðum við gert samninga, sem fólu
í sér margvíslegar tryggingar sem
þó héldu misvel. Þegar þessar trygg-
ingar fóru að gefa sig var mótmælt
hressilega og safnaðist fólk saman
til útifunda víðsvegar um landið.
Þessir fundir sýndu betur en flest
annað, hve mikil alvara fólki var að
reyna nýjar leiðir til að bæta kjörin
og umfram allt að tryggja þau. í
framhaldi af þessu ákvað BSRB að
leita eftir sem víðtækustu samstarfi
á meðal launafólks um þessi megin-
markmið. Það var mat manna, að
nú væri þörf samstöðu ef takast
ætti að snúa þessu dæmi við. Það
tókst og nú er árangurinn að byija
að koma í ljós. í fyrsta lagi tókst
að koma í veg fyrir frekara kaup-
máttarhrap sem allir höfðu spáð. í
öðru lagi nálgumst við nú þann tíma-
punkt að kaupmáttur kaupvaxta rís,
ekki bara fáeinar vikur, heldur til
frambúðar. Til þess er leikurinn gerð-
ur. Markmiðið er að skapa okkur
aukinn kaupmátt til frambúðar. Á
undanförnum árum höfum við horft
á miklar sveiflur í kaupmætti og
stjórnvöld og atvinnurekendur hafa
komist upp með þetta því ekkert
hefur verið tryggt.
Veikleikinn í samningum BHMR
er hins vegar sá, að þeir byggja ekki
á neinum tryggingum. Það er lítill
ávinningur af því að fá mikla launa-
hækkun sem veltur jafnharðan út í
verðlagið og hækkar alla nauðsynja-
vöru og rýrir kaupmáttinn um leið.
Krónufjöldinn eða prósentustigin
segja ekkert, heldur hitt hvað hægt
er að kaupa fyrir krónurnar, kaup-
máttur þeirra. Og það er trygging
þessa kaupmáttar og tilraun til að
auka hann sem okkar samningur
byggir á. Ástæðan fýrir því að við
gerðum þessa samninga er þessi og
engin önnur. Það skorti ekki vilja í
okkar hópi til að reyna að ná fram
raunhæfum kjarabótum fyrir okkar
fólk. Og það þurfti líka kjark til að
Einar Emilsson
„Við erum nefnilega
flest hundóánægð með
kjörin og viljum bæta
þau í reynd og til fram-
búðar.“
fara með þessa samninga og bera
þá undir atkvæði úti í félögunum.
Við erum nefnilega flest hundóá-
nægð með kjörin og viljum bæta þau
í reynd og til frambúðar. Á þessu
þarf að byggja kjarabaráttuna ef hún
á að skila okkur árangri. í kjarabar-
áttu þarf að meta aðstæður hveiju
sinni, endurskoða fyrri afstöðu ef
þörf er á vegna breyttra aðstæðna
í þjóðfélaginu. Leita nýrra leiða til
að mæta þeim breytingum. Það ætti
að vera hægt í því þjóðfélagi sem
við lifum í að bæta kjör hinna lægst
launuðu án þess að þeir sem betur
eru settir geri þá kröfu að launa-
munur verði aukinn frá því sem nú er.
Höfundur er formaður
Starfsmannafélags Dalvíkurbæjar
og stjórnarmaður í BSRB.
- Hárlos
l - Kláði
- Flasa
- Litun
- Permanent
MANEX
vítamín
sérstaklega fyrir
hár, húð og neglur.
MANEXsjampó
MANEX næring
íOSIfðilSffWKISS^S
Jóna Björk
Grétarsdóttir:
Ég missti megnið af hár-
inu 1987 vegna veikinda.
Árið 1989 byrjaði hárið
fyrst að vaxa aftur, en
það var mjög lélegt; það'
var svo þurrt og dautt
og vildi detta af.
Síðan kynntist ég Manex
hársnyrtilínunni og það
urðu mjög snögg um-
skipti á hári mínu til hins
betra. Eftir 3ja mánaða
notkun á Manex prótein-
inu, vítamíninu og
sjampóinu er hár mitt
orðið gott og enn í dag
finn ég nýtt hár vera að
vaxa.
Fæst í flestum apótekum
hárgreiðslu- og rakara-
stofum um land allt.
Dreifing:
s. 680630. ambrosia
sA
í Reiðhöllinni 8. september
Dregið verður úr miðanúmerum allra sem kaupa miða á Risarokkið, laugardaginn
8. september. Miðana þarf aðeins að kaupa fyrir sunnudaginn 26. ágúst.
1 .-2. verðlaun:
Fjögurra daga ferð á
Monsters of Rock hljóm-
leikana í París 3. sept.
Whitesnake verður þar
aðalhljómsveitin. Einnig
leika þar Aerosmith,
Poison og Vixen.
3.-7. verðlaun:
Kvöldverður fyrir tvo á
veitingastaðnum
L.A. Café,
Laugavegi 45.
JLÁi \
8.-50. verðlaun:
Litlarog stórarplötur
oggeisladiskarmeð
Whitesnake og
Quireboys.
Athugið! Aðeins verður dregið úr miðum á laugardagsrisarokkið. Kaupið miða í síðasta lagi 25. ágúst.
• •
S • K- I • F • A • N
FORSALA AÐGONGUMIÐA
Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Stein-
ar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi, Mynd-
bandaleigur Steina, Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes:
Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfé-
lag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Húsavík:Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Neskaupstaður:
Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval.
Einnig er hægt að panta miða ísíma 91-667 556. Gíróseðinn verður sendurog er hann hefurverið
greiddurverða miðarnir sendir um hæl. Muniðað greiða strax.
S T £ I N A R
m
MUNIÐ: . ATHUGIÐ JJJJKj?
Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða _._ __ ciruo að risarokktónleikunum. rLUlJiLbltJlR Beint þotuflug til Akureyrar nóttina eftir risarokkið Enn eru nokkrir miðar eftir á tónleika Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni föstudaginn 7. september.
E EUROCARO