Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 44

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 ;> /z NiðrC .. . Gibta. bréf.... byrjar ci 3• * * Ast er... 8-17 MUÍ) . .. næg handa öllum. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resarvod © 1990 Los Angeles Times Syndtcate Hefði ég farið inn fyrr væri Stelpurnar munu aldrei trúa ég komin út nú ... þessu. Þjónusta góð á flestum greiðastöðum við þjóðvegi Til Velvakanda. í dálki Víkverja í Morgunblaðinu þann 24. júlí er rætt um þjónustu og matarverð á greiðastöðum og hótelum hérlendis. Dæmi er þar tekið um verð á fiskrétti á þrem stöðum á landinu, nánar tiltekið á smálúðuflökum sem kosti á Hótel Holti kr. 860, á Sauðárkróki kr. 12-1300, og á Akureyri kr. 1100, (að sögn heimildarmanns Víkveija). Auk þessa kemur fram að eitt besta hótel landsins sé að Laugum, ekki veit ég hvort um er að ræða Laugahótelið í Dalasýslu eða í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, enda skiptir það raunar ekki máli þar sem ég veit af eigin reynslu Hver á að hreinsa við Borgarleikhúsið? Til Velvakanda. Mig langar til að biðja Velvak- anda að koma á framfæri fyrir mig fyrirspurn um hvort ekki sé kominn Hver keyrði á Honduna? Til Velvakanda. Skorað er á bílstjórann sem ók á glænýja dökkbláa Hondu Accord á emkabílastæði við Bernhöftstorfu miðvikudaginn 15. ágúst að gefa sig fram. Bifreiðin er mikið skemmd og ljóst að það hefur ekki farið framhjá viðkomandi að hann ók á hana. Lýsing sjónarvotta er vonandi nægjanleg til að fínna þann, sem var valdur að skemmdunum, en skemmtilegra væri fyrir viðkomandi að gefa sig fram. Hringdu í síma 629550 eða 624735. Ingibjörg tími til að hreinsa blóma- og tijá- beðin í kringum Borgarleikhúsið. Þessi beð voru aldrei hreinsuð. í fyrrasumar og hafa ekki verið hreinsuð núna í allt sumar og er arfi og annað illgresi orðið hærra en gróðurinn. Ég hef aldrei séð annan eins sóðaskap, nema þá í kringum Tjörnina okkar, sem öllum þykir svo vænt um, áður en byijað var að byggja þar. Ég talaði við Theodór sem sér um hreinsun á skrúðgörðum Reykjavíkurborgar, en hann sagðist ekki sjá um þetta svæði, síðan tal- aði ég við Jón í Laugardal, hann sagðist hafa séð um þessa hreinsun meðan verið var að byggja, en síðan ekki meir. Hver á að hreinsa þarna? Eða á þetta kannski bara að vera 'svona til sýnis fyrir útlendinga og aðra sem koma til að sjá Borgarleikhús- ið og umhverfí nýja miðbæjarins. Þvílík skömm. Ein sem gengur þarna næstum daglega. að bæði þessi hótel veita ágætis þjónustu, en hins ber að gæta að víða eru ágætis hótel sem standa vel undir nafni ekki síður en þessi tvö. I því tilviki vil ég einmitt nefna Hótel Áftingu á Sauðárkróki, en þar hef ég starfs míns vegna, gist einu sinni og þrisvar neytt kvöldverðar. Ég veit ekki hvaðan heimildarmað- ur Víkveija fær sínar tölur um verð á fiskréttum á Sauðárkróki, en sam- kvæmt mínum nótum, kostar hann kr. 880, en sjálfsagt er hægt að fá þar dýrari fiskrétti af sérréttaseðli hótelsins. Þá er ótalið það sem kvöldverðar- gestir Hótels Áningar fá í kaup- bæti með kvöldverðinum, en það er skemmtidagskrá sem fram fer flest kvöld vikunnar. Fyrir nokkrum dögum var ég staddur á Hótel Áningu og þá skemmtu þar Jónas Þórir píanóleik- ari og Jónas Dagbjartsson fiðluleik- ari, og samkvæmt því sem starfs- fólk hótelsins sagði mér hafa marg- ir frábærir listamenn skemmt þar í sumar svo sem Ingibjörg Guðjóns- dóttir söngkona, og svo bóndinn og söngvarinn Jóhann Már Jóhannsson í Keflavík, og þetta veit ég ekki til að sé gert á nokkru hóteli öðru, að minnsta kosti ekki úti á Iandi. Þetta kvöld sem ég var staddur á Hótel Áningu var sérstaklega skemmtilegt að sjá upplitið á hinni mislitu hjörð innlendra og erlendra matargesta þegar listamennirnir gengu í salinn, og undirtektir þeirra voru einnig frábærar. Þetta vil ég gjarna að komi fram, vegna þess að Sagðárkrókur var sérstaklega tilnefndur í pistli Víkveija, en þar kannast ég ekki við það verð á mat sem tilgreint er, og mjög víða og raunar á flest- um stöðum þar sem greiði er keypt- ur meðfram þjóðvegum landsins, er þjónustan góð, og víða aldeilis ágæt. Hótelgestur MVTT SÍMANÚMER "uGriSlNGAOEHD^ «ilH fltorgiittMftfrft HOGNI HRKKKVISI „HéfZ 1/eRÐOR þ>Ú þ(4R TIL Hl'ANAR " Víkveiji skrifar Nú er gamla húsið, sem stóð á horni Tjarnargötu og Vonar strætis horfið. Skyndilega blasir ráðhúsið við frá nýju sjónarhorni, þegar horft er til þess frá homi Kirkjustrætis og Aðalstrætis. Og um leið verður ljóst, að ráðhúsið mundi njóta sín enn betur, ef hið myndarlega steinhús Oddfellowa yrði fjarlægt. En það gerist tæplega á næstunni! Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á því, að nú væri öll suður- hlið Austurstrætis til sölu og taldi það til marks um hve alvarlegt ástand væri í gamla miðbænum. Annar bjartsýnismaðurtaldi, að það ætti að rífa þá húsalengju alla frá Aðalstræti til Lækjargötu, sem og öll hús við hið svonefnda Hallæris- plan. Með öðru móti væri ekki hægt að skapa skilyrði til endur- byggingar gamla miðbæjarins. Þessum hugmyndum er hér með komið á framfæri! Annars eru miðbæjarvandamál víðar en í Reykjavík. Kópa vogsbær er ungur kaupstaður en þar er orðinn til miðbær við hina svonefndu Hamraborg, þar sem eru bæði verzlanir og bankar og stutt í bæjarskrifstofur. Það er orðið ákaflega þröngt um bílaumferð á þessu svæði. Bílastæðum á götunni sjálfri er þannig fyrir komið, að óþægilegt er að leggja þar bíl, nema komið sé frá brúnni eða upp Skelja- brekku. Ef hins vegar komið er frá Álfhólsvegi er erfitt um vik að leggja bíl. við götuna. Bílastæðin eru skásett og mikil hætta á árekstri, þegar ökumaður ekur bifreið sinni aftur á bak út úr stæðinu og yfirleitt erfitt að sjá, hvort bifreið kemur akandi eftir .þeim helmingi götunnar vegna ann- arra bifreiða, sem lagt hefur verið við hliðina. Hinum megin götunnar hefur verið komið fyrir töluverðum fjölda bflastæða en umferð á þessu svæði er orðin svo mikil, að á mesta annatíma dagsins er nánast ómögu- legt að finna bflastæði á þessu svæði. Hér er um nýjan miðbæ að ræða og varla hægt að segja, að mikillar framsýni hafi gætt við skipulagningu hans. xxx Svo að áfram sé haldið með umferðarmálin: þegar ekið er eftir Snorrabraut og beygt til vinstri til þess að aka inn á Eiríksgötu en bifreið stöðvuð vegna umferðar eft- ir hinni akrein Snorrabrautar, er umferðarskilti, sem kemur í veg fyrir, að ökumaður sjái þá bíla, sem koma úr gagnstæðri átt. Hér er um að ræða örvarmerki, sem vísar öku- mönnum veginn en er þannig stað- sett, að það getur valdið árekstri vegna þess, að það er sett niður á afar ópheppilegum punkti. Víkveiji hefur áður vakið athygli umferðar- yfírvalda á þessu skilti en án árang- urs. Þess vegna skal þessi ábending ítrekuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.