Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS l/wvwi U. táAV 'U IT Þessir hringdu . . . Veðurfréttirnar góðar eins og þær voru Anna hringdi: „Ég var að lesa í Velvakanda þar sem Jóndi járnsmiður skrifar um veðurfréttirnar í ríkissjónvarpinu. Ég er alveg sammála honum og er ein í þögla hópnum. Mér finnst það fyrir neðan allt að hafa veður- fréttirnar eins og þær eru núna í sjónvarpinu. Ég vil fá veðurfræð- ingana'og gula kortið aftur. Nú skipti ég alltaf yfir á Stöð 2 og horfi á veðurfréttirnar þar.“ Tapaði gleraugum Gleraugu með gylltri umgjörð og lituðum glerjum töpuðust þriðju- daginn 14. ágúst á leiðinni frá Mjóddinni yfir í Smiðjuveg. Finnandi er beðinn að hringja í Kristin í síma 45544 eða 686482. Tapaði úri Sjö ára stúlka tapaði úrinu sínu í grennd við Laugarnesskóla síðastliðið þriðjudagskvöld. Úrið nefnist Flik Flak og er bleikt með blárri og gulrí skífu. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 39815. Köttur í óskilum Gulur köttur hefur flækst um Skjólin síðan um miðjan vetur í fyrra. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar hringi í síma 21805. Tapaði myndavél Chinon myndavél tapaðist á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum á föstudagskvöldinu. Finnandi hringi í síma 98-22408 eða 98-77744. Kettlingur Kettlingur fæst gefins. Kassavan- ur. Upplýsingar í síma 82052. Motturnar hurfu Kona hringdi: „Ég var að ryksuga bílinn minn á Shell-bensínstöðinni á Suður- landsbraut sl. fimmtudag milli kl. 16.30 og 17 og tók nýlegar mot- turnar úr bílnum. Við hliðina á mér var annar bíll sem einnig var verið að þrífa og er líklegt að sá sem var á þeim bíl hafi tekið motturnar mínar í misgripum. Bið ég þann hinn sama að hringja í síma 34571 eftir kl. 17.“ Fressköttur týndur Ungur grábröndóttur fressköttur með hvíta bringu, trýni og loppur tapaðist. Þeir sem hafa séð kött- inn vinsamlega hringi í síma 25657 eða 53918 á kvöldin. STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. Týndir kettir Þessi steingrái köttur hvarf frá Dal í Mosfellsbæ fyrir nokkru. Ef ein- hver hefur orðið hans var, er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 666885. Gott að gista í Til Velvakanda. Það er mikið búið að tala um verslunarmannahelgina og drykkju- skap sem verið hefur þessa helgi. Við hjónin búum í Reykjavík og gistum um verslunarmannahelgina í Bjarkarlundi. Þar var yndislegt að vera, enginn drykkjuskapur og ekkert vesen þó þarna væri fólk á öllum aldri. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til fólksins sem rekur hót- elið. Það er svo elskulegt að það er engu líkara en maður sé að heim- sækja vini þegar komið er þarna, þó við höfum ekki gist þarna fyrr en þessa verslunarmannahelgi. Þetta var því mjög góð dvöl þarna Þetta er kötturinn Jenni sem tapað- ist frá heimili sínu, Víðihvammi 20 í Kópavogi, 30. júlí sl. Hann er gulbrúnn á litinn og ómerktur. Þeir sem vita eitthvað um Jenna eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 40153. Bjarkarlundi í Bjarkarlundi, þakkir til starfs- fólksins fyrir það. Fullorðin hjón úr Reykjavík. Hugulsemi á Flúðum Til Velvakanda. Kær kveðja til kokksins og starfs- fólks á Hótel Flúðum fyrir hugul- semi og hlýhug er við gistum 7.-12. ágúst. Lifið heil. Tvær áttræðar. Þakstál með stíl Plannja Jl þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, simi 98-12111 Hjá okkurfærðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls fiA Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja jjakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ISVÖn HF. Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Aukin þjónusta vlö helmili og stofnanlr. Ef hreinsa þarf gluggatjöld kemur Fönn til hjálpar. Viö komum og tökum gluggatjöldin niöur, hreinsum þau og setjum þau upp aftur - slétt, falleg og í jafnri sídd. Skeifunni 11, sími 82220 Pol — þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Pol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í notkun. í>ol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað' hús. — Það segir sig sjálft. Jmálninghlf Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir sig sjdlft —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.