Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 46

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 íslandsmót í hestaíþróttum í Borgarnesi: Enn á ný er norskt strandhögg í töltinu Borghildur Kristinsdóttir sigraði í fimmgangi og tölti ungmenna, hér situr hún Hlekk frá Sveinatungu í töltkeppninni. __________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson ÞAÐ var fyrir átta árum að norsk stúlka, Olil Amble, skaut íslenskum reiðsnillingum aftur fyrir sig í töltkeppninni á ís- landsmótinu þá. Nú hefur sagan endurtekið sig á íslandsmótinu sem haldið var á félagssvæði Skugga í Borgarnesi um helg- ina. Var það Unn Kroghen hin norska sem sigraði í töltinu að þessu sinni á Kraka frá Helga- stöðum en töltmeistaratitillinn er án efa eftirsóttasti titillinn á íslandsmótunum. Frammistaða Unn á mótinu var mjög góð en hún sigraði einnig í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni. Hestur hennar Kraki stóð annar í B-flokki gæðinga á Landsmótinu í sumar en hann hefur vakið mikla athygli fyrir svifmikið brokk og fallegan hvítan lit. Samspil þeirra er með miklum ágætum og fer ekki milli mála að Unn er með alsnjöllustu reiðmönnum því Kraki er langt í frá að vera auðveldur hestur. Sigurbjörn Bárðarson varð lang stigahæstur keppenda að venju og virðist enginn eiga möguleika á að ógna veldi hans í stigakeppn- " inni. Reyndar má segja að oft hafi gengið betur hjá Sigurbimi á þess- um mótum en nú sem sýnir best að keppnin fer stöðugt harðnandi og sífellt fleiri bætast í þann hóp sem berst um verðlaunin. Af öðrum keppendum mætti geta systranna frá Skarði Borg- hildar og Sigríðar Theódóru Krist- insdætra en þær voru mjög sigur- sælar í sínum aldursflokkum. Þá var Reynir Aðalsteinsson sonur Aðalsteins Aðalsteinssonar tvímælalaust maður unglinga- flokksins en hann sigraði í öllum greinum sem hann tók þátt í. Reyndar fannst mörgum ósann- gjörn úrslit í fjórgangi unglinga ** þar sem Gríma Sóley Grímsdóttir var sett í annað sæti. Var það álit margra brekkudómara að hún væri hinn ótvíræði sigurvegari, en enn einu sinni urðu brekkudómarar að láta í minni pokann fyrir þessum me_ð skírteinin. í fullorðinsflokki virtust hestar koma vel fyrir í bæði fjór- og fimm: gangi enda einkunnir háar þar. I töltinu voru sýningar ekki eins góðar í heildina. Sýningar hjá yngstu krökkunum voru góðar og var stórskemmtilegt að fylgjast með þeim í úrslitunum. Þetta end- urspeglar tvímælalaust framfarir í reiðmennsku. Að venju voru dómararnir eilítið milli tannanna á fólki og það kannski ekki að ósekju. Án þess að hér sé felldur nokkur dómur um ágæti þeirra, þá er það stað- reynd að sérstaklega í úrslitunum bar ansi oft á hróplegu ósamræmi milli þeirra og svo geta menn deilt um hvort það sé allt í lagi. Þá vakti það furðu og hneykslan margra að tveir dómarar skiptu með sér verkum í töltkeppninni, þannig að báðir tóku þátt í henni auk þess að dæma. Hér er ekki verið að fordæma þessa ágætu menn sem hlut áttu að máli heldur hinu að í fyrsta lagi er hart _að þurfa að hafa þennan hátt á á ís- landsmóti og hinu að vera yfirleitt að skipta um dómara í einni keppn- isgrein. Er þetta vegna skorts á fölum dómurum til þessara starfa eða er einhver önnur ástæða fyrir þessu neyðarfyrirkómulagi? Metþátttaka var í íslandsmótinu að þessu sinni og er þetta nú orð- ið fjögurra daga mót í stað þriggja áður. Veldur þar mestu tilkoma ungmennaflokksins sem _nú var keppt í í fyrsta sinn á íslands- móti. Þrátt fyrir mikla þátttöku gekk framkvæmd mótsins vel fyrir sig og gekk all sæmilega að halda tímasetningum. Ljost var þó fyrir- fram að ekki væri hægt að halda tímasetningar á sunnudeginum. Ekki verður þó annað sagt en framkvæmd á sunnudegi hafi gengið vel fyrir sig og tókst að ljúka mótinu á mjög skikkanlegum tíma þar sem ríflegur tími hafði verið áætlaður í verðlaunaafhend- ingu. Aðstaðan á Vindási er prýði- leg, hesthúsin alveg við vellina, vellirnir all sæmilegir og snyrtilegt í hvívetna. Nokkur óánægja var meðal keppenda að umferð skyldi lokað inn í hesthúsahverfið þar sem bera þurfti reiðtygi langan veg að morgni og svo aftur að kveldi. Hefði auðveldlega verið hægt að leysa þetta mál án stífni og leið- inda. Á laugardagsdagskvöldið var haldin kvöldvaka. Var þar brotin sú meginregla sem virðist gilda um að kvöldvökur á hestamótum skuli vera leiðinlegar. Öllum á óvart reyndist kvöldvakan hin besta skemmtan og voru keppend- ur sjálfir með skemmtiatriði sem soðin voru saman á staðnum og hittu beint í rriark. Þetta er annað árið í röð sem Borgnesingar halda íslandsmótið, reyndar héldu þeir það í samvinnu við fleiri aðila í fyrra en stóðu nú einir að því að þessu sinni. Var greinilegt að mik- il vinna hafði verið lögð í undirbún- ing og skipulagningu fyrir mótið. Þetta mót er í sama gæðaflokki og tvö síðustu mót og ljóst að búið er að heija þessi mót á viðeig- andi stall. Þrátt fyrir þetta virðist erfitt að auka aðsókn að þeim. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Tíu efstu í töltinu frá vinstri: Unn og Kraki, Einar og Atgeir, Sigríður og Árvakur, Vignir og Blesi, Sævar og Kjarni, Baldvin og Kolbak- ur, Sigurbjörn og Drangur, Jóhann og Þorri, Eiður og Hrlmnir og Erling og Snjaíl. Að loknum úrslitum í íjórgangi barna: Sigurvegarinn Sigríður Theódóra lengst til vinstri á Vöku, Þóra á Gammi, Steinar á Ögra, Guðmar Þór á Limbó ogíSigrxður á Skagíjörð. Til sigurs í fjórgangi: Unn Kroghen Qaðurmögnuðu og svifmiklu brokki. Kraka frá Helgastöðum á -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.