Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 48

Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 48
rógmiHflifetíÞ sykurlaustW^ ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Island og Evrópubandalagið: Rætt um gerð samníngs um orkusamstarf JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra og Martin Bangemann, sem fer með iðnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins, hafa átt viðræð- ur undanfarna daga um aukið samstarf í iðnaði. Meðal annars eru uppi hugmyndir um gerð orkusamstarfssamnings milli Islands og Evrópubandalagsins. „Þessi hugmynd hefur þróast hjá mér í samtölum við fulltrúa Evrópubandalagsins en það er kannski fyrst núna sem hún hefur verið sett fram með ákveðnum hætti,“ sagði Jón Sigurðsson. Jón Sigurðsson segir að í viðræð- , unum við Martin Bangemann hafi einkum verið rætt um þrenns konar samstarf í iðnaði. í fyrsta lagi að kanna hveijir væru heppilegir sam- starfsaðilar í Evrópu fyrir íslend- inga í orkufrekum iðnaði. Það kynni að vera gerð sameiginleg athugun Grös farin að falla á afréttum BEITARSPRETTA er nú óðum að hægjast á afrétt- um, en að sögn Andrésar Arnalds hjá Landgræðslu ríkisins er venjan að mjög hægi á henni á þessum árstíma. Hann sagði, að jafnvel væri ástæða til að flýta göngum af þessum sökum, ekki síst þar sem spretta á láglendi hafí víðast hvar verið með besta móti í sumar. Andrés sagði að í venjulegu árferði hægðist mjög á beitar- sprettu og grös færu að falla seint í ágúst. Ofan á þetta bættist svo að ágangur á landið væri mun meiri en fyrri- hluta sumars, þar sem lömbin væru um helmingi þyngri á þessum tíma árs en þegar þau fara á fjall á vorin. „Göngur hafa sumstaðar verið fluttar fram undanfarin ár,“ sagði Andrés. „Besta tímasetning þeirra væri kannski fyrrihluti septembermánaðar." Hann sagði að jafnvel mætti sjá merki beitarleysis á láglendi nú þegar, þar sem víða væri farið að ganga á gróður í hrosshólfum. „Það blasa við alvarleg nauðbeitarvandamál, fylgist hrosseigendur ekki vel með þessu máli,“ sagði Andrés ennfremur, íslands og EB á möguleikunum í þessu efni. í öðru lagi var fjallað um möguleika á vetnisframleiðslu með raforku á íslandi til notkunar í Evrópu og þá fyrst og fremst í Þýskalandi. Hugsanlega verði hægt að efna til slíks samstarfs með þýskum aðilum, Evrópubandalag- inu og íslandi. í þriðja lagi eru svo hugmyndir um sæstreng frá íslandi til Evrópu, líklega í gegnum Bret- landseyjar, til flutnings raforku. Martin Bangemann segir í sam- tali við Morgunblaðið að Evrópu- bandalagið hafi áhuga á auknu samstarfi við íslendinga í iðnaði og orkumálum. Til greina komi að EB styrki rannsóknir á vetnisfram- leiðslu á íslandi með fjárframlög- um. Bangemann tók einnig vel í hugmyndir um lagningu sæstrengs til Skotlands sem myndi tengja Is- land við raforkumarkað í bandalag- inu. Fyrirsjáanleg væri aukin orku- þörf í Austur-Evrópu og eins væri stefna EB að styrkja jaðarsvæði eins og Skotland. Sjá einnig viðtal við Martin Bangemann á bls. 20. MorgimblarlifVEinai' Falur Stór prestur í lítilli kirkju Það er ekki hátt til lofts í gömlu torfkirkjunni frá Silfrastöðum í Skaga- firði, sem nú stendur í Árbæjarsafni. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson verður að beygja sig þegar hann stígur í stólinn, enda er hann með stærri mönnum. Messað hefur verið reglulega í Árbæ í sumar, og hefur það mælzt vel fyrir. Sjá bls. 3. Sovétmenn vilja frest á greiðslum „SOVÉTMENN segjast vera í greiðsluerfiðleikum og þeir vilja kanna hvort við viljum veita þeim greiðslufrest vegna kaupa á frystum fiski. Við erum að kanna hvað slíkur greiðslufrestur kost- ar en viljum náttúrulega helst fá peningana strax,“ sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Sovétmenn skulda okkur um hálfan milljarð fyrir frystan fisk og lagmeti. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá SH og Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri sjáv- arafurðadeildar Sambandsins, fóru til Moskvu fyrir skömmu til að ræða við Sovétmenn um kaup þeirra á freðfiski héðan en hér er nú ekk- ert framleitt af frystum fiski fyrir Sovétríkin. 600 tonna sam- dráttur í sölu kindakjöts ÁÆTLAÐ er að um 800 tonn af kindakjöti hafi selst í júlí. Miðað við álíka sölu í ágúst verður heildársalan á verðlagsárinu um 8.000 tonn, sem er 600 tonnum minna en í fyrra. Birgðir í lok verðlagsársins verða um 1.900 tonn, en þær voru um 2.100 tonn í fyrra. Um næstu mánaðamót lýkur söluátaki kindakjöts undir yfir- skriftinni „lambakjöt á lágmarks- verði“, sem að sögn aðstandenda átaksins hefur gengið þokkalega. Óvíst að iun nýjan búvöru- samning verði að ræða Formaður Landssambands kúabænda segir að ekki verði skrifað undir núverandi drög GUÐMUNDUR Lárusson, for- maður Landssambands kúa- bænda, segir að miðað við póli- tíska stöðu í ríkisstjórninni sé óvíst að um nýjan búvörusamning verði að ræða, og undir þau samn- ingsdrög sem nú liggi fyrir verði ekki skrifað af hálfu núverandi samninganefndar. Samkvæmt samningsdrögunum sé aðeins ver- ið að semja um framleiðslustjórn- un, og í þau vanti alveg yfirlýsing- ar af hálfu ríkisvaldsins um að mjólkurframleiðslunni verði búin nauðsynleg ytri skilyrði. Þá segir hann ákveðin öfl innan ríkis- stjórnarinnar vera mótfallin því að skrifa undir nokkurskonar búvörusamning, nema þá til eins eða tveggja ára, og sömuleiðis telji aðilar innan ríkisstjórnarinn- ar það óvinsælt að ganga frá nýj- um búvörusamningi rétt fyrir al- þingiskosningar. Kom þetta fram á aðalfundi Landssambands kúa- bænda, sem hófst á Flúðum í gær. * Ekkí vitað hvort Islendingar fá að fylgja Svíum frá Persaflóa SÆNSK stjórnvöld fengu í gær vísbendingar um það frá írökum að sænskir þegnar fengju að fara úr landi eins og fyrirheit voru gefin um á sunnudag. Unnið er að skipulagningu brottflutnings- ins. Ekki er vitað hvort tvær ís- . lenskar fjölskyldur í Kúvæt fá að fylgja með Svíum. Starfsmaður sænska utanríkis- ráðuneytisins sagði í .sgmtali við Morgunblaðið í gær að eftir því sem næst yrði komist amaði ekkert að íslendingunum í Kúvæt. Starfsmað- urinn sagðist ekki vita hvort Irakar myndu láta hið sarpa ganga yfir ís- lendinga og Svía. Finnbogi Rútur Arnarson starfs- maður íslenska utanríkisráðuneytis- ins sagði í gær að ekki væri vitað hvort Islendingar yrðu flokkaðir með Svium en.sænsk,y£irvöld hefðu heítr ið því að gera það sem í þeirra valdi stæði til að fá íslendingana flutta úr landi. Uffe Ellemann Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, varar við því að menn haldi að um það bil hundr- að Danir í írak og Kúvæt fái að fara úr landi eins og Svíar og Finnar. Nú eru 160 Svíar í írak og Kúvæt og 46 Finnar. Guðmundur sagði á aðalfundinum að viðræður um nýjan búvörusamn- ing væru engan veginn á lokastigi, en eins og greint hefur verið frá var stefnt að því að leggja samningsdrög fyrir aðalfund Stéttarsambands bænda, sem hefst 29. ágúst næst- komandi. Hann sagðist telja óvíst að um samning yrði að ræða, sem kúabændur gætu sætt sig við og skrifað undir. Hann sagði að.f samn- inganefndinni hefði verið rætt um ótímasettan búvörusamning fram í tímann, og fram að þessu hefði ekki verið rætt um neinar magntölur varðandi samninginn. Aðeins hefði verið rætt um markaðstengingu hans, sem tæki mið af meðaltals- neyslu tveggja síðustu verðlagsára á undan, auk einhvers fastákveðins álags sem myndaði birgðir og tryggði þannig nægt framboð, en það yrði kostað af föstum fjárlögum. „Það er áleitin spurning um hvað við kúabændur erum í raun og veru að semja ef við höfum enga fasta magntölu og engar yfirlýsingar af hálfu ríkisvaldsins um ytri skilyrði eins og til dæmis yfirfærsluhlutfall milli ára. I mínum huga er það alveg skýrt að undir samning eins og drög liggja fyrir að núna verður ekki skrifað af hálfu þessarar samninga- nefndar, því þá værum við í raun og veru eingöngu að semja um það að við fengjum framleiðslustjórnun,“ sagði hann. I máli Guðmundar kom fram að pólitískt séð téldi hann stöðuna í ríkisstjórninni mjög tvísýna varðandi það sem lyti að gerð nýs búvöru- samnings. Viss öfl innan ríkisstjórn- arinnar væru mótfallin því að skrifa undir nokkurskonar búvörusamning nema þá til eins eða tveggja ára, vegna þess að óvissuþættir í GATT- viðræðunum væru þannig, að útilok- að væri að binda hendur ríkisvalds- ins til einhvers tíma. „Það er hins vegar talað um 8-10 ára aðlögun- artíma í öllum viðræðum um sameig- inlegan Evrópumarkað, þannig að jafnvel þó að við myndum gera samning til aldamóta, sem þó er ekki inni í myndinni, þá gæti það vel verið innan þess aðlögunartíma," sagði hann. Guðmundur sagði að ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu ynnu opinber- lega markvisst gegn því að nýr bú- vörusamningur yrði gerður, og innan ríkisstjórnarinnar væru aðilar sem teldu því að það yrði mjög óvinsælt að semja um nýjan búvörusamning rétt fyrir alþingiskosningar, þar sem búið væri að koma því inn hjá neyt- endum að samningurinn kæmi til -með að kosta þá gifurlega Ijármuni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.