Morgunblaðið - 05.09.1990, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
Kvóli á hvem
síldarsaltanda
KVOTASKIPTING á síldar-
söltun verður tekin upp í
fyrsta sinn hér á landi á
komandi vertíð, sem vænt-
anlega hefst viku af októ-
ber. Hver saltandi fær þá
ákveðinn hundraðshluta til
söltunar úr gerðum sölusamningum og miðast hlutur hvers og
eins við framleiðslu síðustu 8 ára, en auk þess er tekið mið af
fleiri þáttum. SÖltunarkvótinn verður framseljanlegur. Með
þessu fyrirkomulagi, sem félög saltenda samþykktu á vordög-
um, er þó ekki girt fyrir að aðilar, sem hafa yfir að ráða starf-
andi fiskvinnslufyrirtæki, geti fengið söltunarkvóta.
Með því er talið að ná
megi aukinni hagræð
ingn við söltunina
Talsvert
framboð af
erlendum
fiskiskipum
TÖLUVERT er nú um það,
að hingað til lands berist
upplýsingar um erlend fiski-
skip til sölu. Samdrátturinn
og erfíðleikar í Noregi og
Færeyjum hafa valdið því
að mörg útgerðarfyrirtæki
hafa orðið gjaldþrota og
framboð á fiskiskipum er því
mikið og verð með lægsta
móti.
Jón Ríkharðsson hjá fast-
eignasölunni Húsafelli segir að
nokkuð sé um að hingað til
lands berist boð um föl skip,
aðallega frá Færeyjum og
Noregi. Sé þar bæði um að
ræða gjaldþrota og starfandi
útgerðarfyrirtæki. Þessi skip
séu boðin til sölu um allan
heim og sé á þeim óvenju hag-
stætt verð vegna lægðar í sjáv-
arútvegi við Norður-Atlants-
hafið. Líklega sé verð nú í al-
gjöru lágmarki og um nær ný
og lítið notuð skip að ræða f
flestum tilfellum.
Líti endurnýjun
Til LÍÚ berast í nokkrum
mæli ýmis tilboð af þessu
tagi, en þar var mönnum ekki
kunnugt um kaup á notuðum
skipum utan þess, sem aðilar
á Ólafsfirði eru að kaupa skip
í stað Atlanúps. Endurnýjunar-
bylgjunni svokölluðu er nú að
mestu lokið með smíði skipa í
Póllandi, Portúgal og á Spáni,
en þau eru að tínast heim eitt
af öðru. Lítið virtist um að
útgerðarmenn væru að end-
urnýja skip sín um þessar
mundir.
Fyrirkomulag við söltunina síð-
ustu ár hefur verið með þeim
hætti, að stöðvarnar hafa getað
saltað að vild, þar til unnið hefur
verið upp í ákveðinn hluta gerðra
sölusamninga. Þegar farið hefur að
síga á seinnihlutann, hefur síðan
verið settur ákveðinn kvóti á stöðv-
arnar.
Einar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar,
segir að með hinu nýja fyrirkomu-
lagi ættu menn mun betur en áður
að geta hagrætt rekstrinum, þar
sem þeir viti þá í upphafi vertíðar
hver hlutur þeirra verði. Þannig
geti þeir betur hagað ráðningum
og aðföngum en áður og til dæmis
einfaldi þetta tunnudreifingu að
EINS og kunnugt er brugðust
Norðmenn við offramboði á
markaðnum fyrir ferskan lax
með því að frysta hluta af fram-
leiðslunni í því skyni að koma í
veg fyrir verðhrun. Tókst sú ráð-
stöfun vel og nú eru þeir einnig
búnir að selja mestallan frysta
laxinn og þar af helminginn til
eins fyrirtækis.
Um miðjan ágúst sl. voru birgðir
af frosnum laxi í Noregi 33.500
tonn en nú hefur fyrirtækið Skaar-
miklum mun.
Einar segir, að skipting á stöðv-
arnar sé nú í vinnslu og endanlegt
hlutfall hvers og eins eigi að vera
tilbúið fljótlega. Nú liggur fyrir
samningur við Sovétmenn frá því í
fyrra upp á kaup þeirra á 50.000
tunnum. Samningur þessi var gerð-
ur að lokinni vertíð í fyrra og náð-
ist þá samkomulag um að fresta
afhendingu síldarinnar þar til á
þessari vertíð. Þá er verið að vinna
að gerð samninga við Finna og
Svía auk annarra kaupenda utan
Sovétríkjanna. Verði samningar við
Finna og Svía á svipuðum nótum
og í fyrra, svarar það til 60.000 til
70.000 tunna af hausskorinni og
slógdreginni síld.
fish keypt helminginn fyrir um 4,7
milljarða ísl. kr. Hefur hinum helm-
ingnum einnig verið ráðstafað til
kaupenda að mestu leyti. Kemur
þetta fram í norska sjávarútvegs-
blaðinu Fiskaren, sem segir, að
hugsanlega sé búið að leysa mestu
vandamálin í norsku laxeldi. Kemur
þar einnig til, að á næsta ári er
búist við nokkrum samdrætti í
framleiðslunni í Noregi, í fyrsta sinn
um margra ára skeið, og veiðar á
Atlantshafslaxi fara nú minnkandi.
Frystur eldislax
rýkur út í Noregi
Ingvar&Arihf
Sérhæfð víraþjónusta
Hólmaslóð 8a, sím 27055, Reykjavík.
ELSTA SÉRHÆFÐA VÍRAVERKSTÆÐI
LANDSINS!
3375 KRÓIMUR
Mórgunblaðið/Börkur
ÞAÐ dettur sennilega fáum í hug, að golþorskurinn, sem Agnar
Guðnason, verkstjóri á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði hampar
hér, kosti 3.375 krónur. Fiskskortur er nú á innlendu fiskmörk-
uðunum og verð því óvenju hátt. Golþorskur eins og þessi fór
ó 135 krónur kílóið á
, Fiskmarkaðnum í síð-
25 kíloa ffolþorskur S1<ik ^a-
0 x brogð að undanfbrnu
hafa meðal annars valdið fiskskortinum og er fanga því leitað
víða. Meðal annars eru dæmi um það að físki sé ekið norðan
af Ströndum á markaðina fyrir sunnan.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Harmar sölu
trillukvóta
„ÞAÐ ber að liarma að menn skuli stunda viðskipti með aflaheim-
ildir smábáta, áður en það hefur verið ákveðið hveijar þær
verða og með hvað hætti þessum málum verður hagað. Slík við-
skipti gera menn á eigin ábyrgð. Sjávarútvegsráðuneytið getur
engin afskipti haft af því,“ segir Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið.
Halldór segir, að öllum ætti að
vera ljóst að gallinn við kvótakerfið
til þessa hafi verið sá, að aðrar
reglur giltu um smábáta en önnur
fiskiskip. Menn hafi haldið því fram
að um þessa báta giltu önnur lög-
mál en þá stærri og veðurfar taka-
markaði sókn þeirra nægilega. Hins
vegar hefði það gerzt að sjóhæfni
báta undir 10 tonnum hefði aukizt
og þeim auk þess fjölgað langt
umfram það, sem hagkvæmt hefði
verið talið. í ljósi þess hefðu menn
svo ákveðið að framvegis syldu
sömu reglur gilda um þessa báta
og aðra. Þeim yrði því úthlutaður
kvóti í einhveiju samræmi við afla-
reynslu síðustu ára, reynslu, sem
þeir hefðu áunnið sér á kostnað
annarra fiskiskipa.
„Það þarf engum að koma á
óvart þó einhver fækkun verði í
smábátaflotanum. Fjölgun bátanna
hefur verið óæskileg og sókn á þeim
yfir vetrartímann varasöm. Margir
hafa fjárfest í smábátum af það lít-
illi fyrirhyggju að þeir eiga ekki
annarra kosta völ en að selja bát-
ana. Það verður þeim nú auðveldara
en áður, þar sem bátunum fylgja
framseljanlegar aflaheimildir. Eðli
kvótakerfisins er að liðka fyrir til-
færslu aflaheimilda í hagkvæmni
skyni. Það er unnið að því af kappi
innan ráðuneytisins, að ganga frá
reglugerð um aflamark smábát-
anna, en þar koma vafalaust upp
ýmis álitamál, sem verða leyst inn-
an sérstakrar nefndar, sem til þess
hefur verið skipuð,“ segir Halldór
Ásgrímsson.
Snorri Snorrason Skuttogarinn Baldur
„Heiðarleg tilraun"
SNORRI Snorrason.útgerðar-
maður og skipstjóri á Dalvík,
er að hefja veiðar á skuttogaran-
um Baldri, sem hann keypti af
Útgerðarfélagi KEA fyrir
skömmu. Togarann kaupir
Snorri með litlum kvóta, en
nægjanlegum til að fá veiðileyfí,
og segir hann þetta heiðarlega
tilraun til útgerðar. „Fari þetta
á hausinn, verð ég svo sem ekki
I slæmum félagsskap," segir
Snorri.
Snorri er kunnur skipstjóri og
útgerðarmaður, en þekktastur er
hann líklega fyrir það frumkvæði,
sem hann hafði að veiðum á úthafs-
rækju. Ætlar hann á rækju á
Baldri? „Ég bind við það nokkrar
vonir,“ segir Snorri. „ÉEA heldur
mestu af kvóta togarans eftir og
rækjuveiðileyfi hefur hann ekki
haft. Ég hef svo verið að tína á
mig eitthvað af trillukvóta og ætla
að gera út á hann svo og tegundir
utan kvótans til að byrja með. Sá
möguleiki er einnig fýrir hendi að
taka áð sér veiðar fyrir þá, sem
eiga kvóta, en ekki skip til að
veiða hann.
Þá hef ég tryggt mér rækju-
kvóta til frambúðar og það veltur
á túlkun þeirra laga um fiskveiði-
stjórnun, sem gildi taka um ára-
mótin, hvort ég fæ rækjuleyfi. Fái
ég það ekki verður þetta brekka.
Það hefur ekki alltaf verið spáð
gæfulega fyrir mér, en þetta hefur
þó blessazt.“