Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 3

Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 B 3 Hitt og þetta Undanþágum hefur fækkað ■ UNDANÞÁGUM til yfir- manna á skipum hefur fækk- að mjög hérlendis á síðustu ánim. Arið 1984 voru veittar undanþágur til 1.105 yfír- manna en árið 1989 starfaði 561 yfírmaður tímabundið samkvæmt undanþágu. Auk þess hefur hlutfallsleg fækkun þeirra sem engin réttindi hafa orðið mun meiri og.heyrir nánast til undantekninga að menn sem engin réttindi hafa fái nú undanþágu til starfa. ----*-»-«- Ráðstefna um öryggi sjómanna ■ RÁÐSTEFNA um örygg- ismái sjómanna verður hald- in í Reykjavík 21.-22. september næstkomandi. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á þriggja ára fresti frá árinu 1984. Hátt í 30 fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni um margvís- lega þætti öryggismáia. Ráðstefnan er sérstaklega ætluð starfandi sjómönnum. Á tveimur fyrri ráðstefnum hefur komið fram fjöldi til- lagna til úrbóta í öryggis- málum og eru margar þeirra komnar til framkvæmda. ---------- Morgunblaðið/ Sigurgeir Veiða síld í lagnet ■ VART hefur orðið við talsvert af síld í Qörðum fyrir austan og sagðist, Ingvi Rafn, skipstjóri á Eskifirði, ekki í vafa um að mikið yrði af síld í haust. í Eskifirði hafa sjómenn fengið talsvert af síld í lagnet. Frá Grinda- vík rær einn bátur með lag- net, Bjarni KE 23, og kom hann til Grindavíkur í síð- ustu viku með rúmlega 11 tonn af síld, sem hann fékk í lagnet í 5 róðrum. ----*_*_♦-- Gamli Barði f Kingstown ■ AÐ minnsta kosti eitt ís- lenzkt skip er skráð með ís- lenzku nafni í Kingstown á Jamaíka. Það heitir Guðrún Jóns. og er reyndar í eigu Gunnvarar hf. Það eru Fiskifréttirsem greiná frá þessu. Um er að ræða togarann Barða NK, sem áður var gerður út frá Neskaupstað, en Gunnvör tók í skiptum fyrir ísfísktog- arann Júlíus Geirmundsson, er fyrirtækið keypti frysti- togara með sama nafni. Gunnvör stofnaði dótturfyr- irtæki á Jamaíka og skráði skipið þar undir nýju nafni. Allt að 13 þúsund fyrir útselsbrimil Sérstaklega borgað fyrir vígtennur, maga, leg, eggja- stokka og eistu í HAUST greiðir Hring- ormanefnd 30 krónur til veiðimanna fyrir hvert kíló af útsel. Auk þess greiðir nefndin sérstaklega fyrir vígtennur, maga, eistu og eggjastokka dýranna og verða þessi sýni notuð til rannsókna á útselsstofnin- TÍMI RANNSÓKIMA OG VEIÐA AÐ HEFJAST um. í ár er ekkert greitt vegna veiða á landsel eins og gert hefur verið frá árinu 1982, en þeirri tegund hefur, samkvæmt talning- um úr flugvél, fækkað við landið á síðasta áratug sem nemur um 8% á ári. Útsel virðist hins vegar ekki hafa fækkað svo heitið geti. Hver útselur er 200-350 kíló að þyngd og getur veiði- maður fengið allt að 13 þúsund krónur fyrir útselsbrimil með launum vegna sýnatöku. Selategundir borða árlega sem nemur um 40 þúsund tonnum af nytjafiskum að því að áætlað hefur verið og er þorskurinn mikilvægasta fæðutegundin eða um fjórð- ungur fæðunnar að þyngd. Selirnir éta ungþorsk og rýra þannig nýliðun þorskstofnsins er gæti numið um og yfir 30% af mögulegum þorskafla á íslandsmið- um árlega. Einnig eru selir hýslar fyrir orma, sem valda hringorma- sýkingu í holdi þorsks. Til að halda selastofnum í skefjum og sporna við selormi í fiski var Hringorma- nefnd sett á laggimar árið 1979. Að henni standa SH, Sjávarafurða- deild SÍS, SÍF, Coldwater og Ice- land Seafood í Bandaríkjunum og í ár bættist LÍÚ við. í ár áætlar Hringormanefnd að verja um 6 milljónum króna til taln- ingar á selum á landi og úr lofti og annarra rannsókna og um 14 milljónum til veiða á útsel. Erlingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur er starfsmaður Hringorma- nefndar og segir hann að ástæður þess að í ár verður ekki veitt fé til veiða á landsel vera minnkun í stofninum undanfarin ár, sam- kvæmt hans talningu. Útselurinn er einnig stærri og veldur mun meira tjóni með hringormasýkingu og hann étur miklu meira af nytja- fiskum heldur en landselur. Sem dæmi nefndi Erlingur, að 10 sinnum meira fyndist að meðaltali af sel- ormi í maga fullorðins útsels heldur en landsels. í fyrra greiddi Hringormanefnd 30 krónur fyrir hvert kíló af útsel og er sú upphæð óbreytt í ár. Hins vegar er það nýmæli að greiða veiði- mönnum fyrir sýni úr dýrunum. Fyrir vígtennur úr neðri kjálka út- sels eru greiddar þúsund krónur, 500 krónur fyrir maga útsels, en með því fást upplýsingar um fæðu útsels og fjölda selorma, 500 krónur eru greiddar fyrir eistu brimla og sama upphæð fyrir leg og eggja- stokka urtanna. Með þessum sýnum fást upplýsingar um kynþroska. LANDSELUR kæþir á vorin, en útselur að hausti og fer aðaltimi rannsókna og veiða senn í hönd. Utselur kæpir einkum við Suð- austurland, í Faxaflóa og Breiðafirði, Strönd- um og við Húnaflóa. Á síðasta ári voru veiddir 4.856 selir eða rúmlega 458 tonn, þar af 1.437 fullorðnir útselir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.