Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
Stærrí möskvi gegn
smáfiskadrápi í EB
Breskir sjómenn óttast
75% aflaskerðing-u
FRAMKVÆMDASTJORN
Evrópubandalagsins sam-
þykkti í júlí síðastliðnum
að leggja til, að möskva-
stærð á flestum veiðiskap
í Norðursjó og Norðaustur-Atlantshafl yrði aukin í 120 mm en
hún hefur verið á bilinu 70-90 mm hingað til. Ástæðan er gífur-
legt smáfiskadráp og alvarlegt ástand næstum allra fiskstofna
innan lögsögu EB-ríkjanna en samt er búist við, að tillagan muni
valda andstöðu.
Sjómenn í Englandi og Skot-
landi hafa þegar mótmælt tillögun-
um harðlega og segja, að verði þær
samþykktar muni afli flestra
breskra skipa minnka um 50-75%.
Hér sé því um að ræða beint til-
ræði við breskan sjávarútveg. Telja
þeir bestu verndunaraðgerðina
vera þá að friða ákveðin svæði, til
dæmis Doggerbanka, í ákveðinn
tíma.
Breska stjórnin hefur enn ekkert
sagt um tillöguna um aukna
möskvastærð en líklegt þykir, að
John Gummer sjávarútvegsráð-
herra muni reyna að fá henni
breytt. í Brussel er hins vegar tal-
ið, að ríkisstjórnir hinna Norður-
sjávarríkjanna séu henni meðmælt-
ar.
Það eru eins og fyrr segir
áhyggjur manna af ástandi fisk-
stofnanna, sem eru undirrót þess-
ara aðgerða, en þorsk- og ýsuafli
í Norðursjó fer minnkandi með
ári hveiju.
Ekki er aðeins lagt til, að möskva-
stærðin verði aukin, heldur einnig,
að leggmöskvinn verði ferhyrndur
en ekki tígullagaður eins og nú er
til að smáfiskurinn sleppi fremur
í gegn. Þá á að búa pokann þann-
ig úr garði, að hann geti ekki „þan-
ist út“ en við það vilja möskvar í
öðrum hlutum vörpunnar þrengj-
ast. '
„Sýnir muninn á
stjórn fiskveiða"
Guðni Þorsteinsson, veiðar-
færasérfræðingur Hafrannsókna-
stofnunar, segir að tillögur fram-
kvæmdastjórnar EB um aukna
möskvastærð og viðbrögð ýmissa
hagsmunasamtaka í sjávarútvegi
við þeim sýndu vel muninn á fiski-—
veiðstjórnuninni þar og hér. Þá
kvaðst hann vel geta trúað fullyrð-
ingum breskra sjómanna um
50-75% aflaskerðingu ef möskvinn
yrði stækkaður. Slíkt væri smá-
fiskadrápið.
Guðni sagði, að til samanburðar
mætti nefna, að lágmarksmöskva-
stærð hér við land væri 135 mm og
155 mm í poka á þeim svæðum þar
tega smáþorskurinn héldi sig aðal-
eins og fyrir norðan. A karf aslóðinni
mættu þeir þó vera 135. Þá sagði
hann.aðíhumartrollinuhérværilág-
markið 80 mm en 70 hjá EB-ríkj-
unum. Guðni sagði, að verið væri
að ræða um nýja reglugerð um
þessi efni hér á landi en taldi ólík-
legt, að leggmöskvanum yrði
breytt, úr tígullaga í ferhyrndan,
vegna þess, að hann væri það
stór. Á því væri þó sú undantekn-
ing, að ferhyrndur leggmöskvi í
rækjutrolli hefði gefið góða raun.
MISMUNANDIMÖSKVA-
STÆRÐIR í TROLLINU
Morgunblaðrð/Einar Falur
GUÐNI Þorsteinsson, veiðarfærasérfræðingur Hafrannsókna-
stofnunar, er hér með sýnishorn af þrenns konar möskva, 135
mm, 120 mm og 80 mm. Sá fyrstnefndi er lágmarkið hér við
land og þarf raunar að vera 155 mm i poka þegar verið er á
svæðum þar sem smáþorskur heldur sig. EB lætur sig hins veg-
ar dreyma um 120 mm en býr nú við möskva, sem er allt niður í
70 mm.
CATERPILLAR
... fyrlr framtídina og daginn í dag
Bjóðum aflvélar og rafstöðvar
frá Caterpillar í stærðunum
80 til 6000 hestöfl.
HEKLAHF
J Laugavegi 170 -174 Sími 695500
ÍLÍiKiiíÁíf
öiiíijifJiMii;
f ifiiifii*
MfÍJJfJiiJiií
Jiiifiiifjiifi
Loðnuveiðar
brugðust við
Jan Mayen
LOÐNUVEIÐUM Norðmanna
við Jan Mayen lauk fyrir nokkru,
en þær gengu mjög illa. Aðeins
öfluðust 22.500 tonn af 68.000
tonna kvóta. í fyrra veiddu Norð-
menn rúmlega 52.000 tonn af
loðnu við Jan Mayen, en kvótinn
var þá tæplega 140.000 tonn.
Um 20 bátar stunduðu veiðarnar
og kom því lítið í hlut hvers. Þrátt
fyrir langa siglingu þótti loðnan
nokkuð góð er henni var landað og
var eitthvað af henni unnið í sér-
stakt gæðamjöl. Loðnunni var land-
að í verksmiðjur á svæðinu frá
Tromsö og suður eftir til Bodö,
Lysöysunnet og Jövik.
---*-*-*-
Aukningá
hörpudiski
við Kanada
GÍFURLEG aukning hefur orðið
í hörpudiskaflanum við austur-
strönd Kanada og humarveiðin
er einnig meiri en verið hefur
síðustu ár. Bolfiskaflinn hefur
hins vegar minnkað.
Að því er fram kemur í banda-
ríska sjávarútvegstímaritinu
Seafood Supplier jókst hörpudisk-
veiðin við kanadísku Atlantshafs-
ströndina um 43,9% á fyrstu níu
mánuðum síðasta árs miðað við
árið áður. Á sama tíma hafði hum-
araflinn aukist um 8,2%. Nokkur
samdráttur var aftur á móti í
þorsk-, ýsu- og karfaaflanum eða
sem nemur 8% og heildarverðmæti
þessa afla minnkaði um 6,2%.