Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ FRETTKR MIÐVIKUDAGlijR 5. SEPTEMBER 1990 TIL FISKVINNSLU, UTGERÐAR OGIÐNADAR Slitsterk, létt, auðveld í uppsetningu og viðhaldi. Færibönd i öllum breiddum og ýmsum gerðum með stuttum fyrirvara. Á færiböndin fást margs konar gerðir og stærðir meðfæra einnig frost og hitaþolin færibönd. TÆKNILEG RÁDGJÖF FÆRIBÖND i PLASTEFNI • MÓTORAR Martvís hf. HAMRABORG 5 • 200 KÓPAVOGUR SÍMAR: (91) 641545 - 641550 SÍMAFAX: (91)41651 ATLAIMTSHAFIÐ: Humarstofninn nánast hruninn Morgunblaðið/HG NORÐMENN eru nú að hefja eldi á humri til uppbyggingar humarstofninum við Noreg, en hann er nú talinn í algjöru Iág- marki. Humarinn er þá látinn klekjast út í rannsóknarstofum uppi á landi og síðan er ungviðinu sleppt í sjó, þegar það hefur náð aldri og þroska til þess. 1 fyrstunni er ætlunin að sleppt verði um 75.000 smáhumruin við Norcgs- strendur. Humareldið er á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen og hefur 25.000 smá- humrum þegar verið sleppt við Kvitsöy í Rogalandi og verður 50.000 sleppt síðar. Snorre Tilseth sér um tilraunir þessar og er hann bjartsýnn á árangurinn í samtali við norska blaðið Fisk- aren. Hrun humarstofnsins hefur nánast verið algjört frá því um miðja öldina. Á þriðja áratugnum nam humarveiði við Noregs- strendur um 2.000 tonnum árlega og var töluverð á fyrstu árun- um cftir seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hafa veiðarnar dregizt saman og árið 1987 varð aflinn aðeins 30 tonn. Fiskifræð- ingar teya merki þess, að nýliðun í humarstofninum sé hverf- andi, enda sé stofninn orðinn svo lítill vegna ofveiði að hann eigi sér vart viðreisnar von. Tilseth telur hins vegar að byggja megi stofninn upp að nýju með umfangsmiklum aðgerðum og í tengslum við slíka uppbyggingu sé talað um mögulega humar- hafbeit. Smáhumarinn, sem settur hefur verið út við Kvitsöy, hefur klakizt út í tilraunastöðinni á Kyrkjsæteröra og hefur með sér- stakri tækni verið hægt að merkja hann allan. „Við biðum í ofvæni, en reiknum með góðum heimtum,“ segir Tilseth. „Enn þá vitum við ekkert hve miklar þær geta orðið, en ætlupin er að hefja veiðar eftir tvö til þijú ár. Vegna notkunar heitari sjávar í tilraunastöðinni, en er við eðlilegar aðstæður í sjónum, náum við að stytta vaxtartíma humarsins um tvö til þrjú ár,“ segir Snorre Tilseth. Við strendur Englands hefur verið unnið að verkefni sem þessu f þrjú ár, en þar hefur ekki náðst að sleppa meiru 5.000 smáhumrum árlega. Heimsmet í af la HEILDARFISKAFLI í heiminum á síðasta ári varð nær 100 miHj- ónir tonna samkvæmt bráða- birgðatölum FAO og hefur heimsaflinn aldrei orðið meiri. Aukning milli ára er 2% og var aflinn 10% meiri en meðaltal áranna 1985 til 1987. Þróunarríkin veiddu um 52% af heildinni og hefur það hlutfall verið svipað síðastliðin 5 ár. Japan og Sovétríkin öfluðu um 11 milljóna tonna hvort um sig og eru áfram í fararbroddi fiskveiði þjóða. Kínveijar auka stöðugt hlut sinn og öfluðu í fyrra um 10,5 millj- óna tonna, en afli þeirra árið 1985 var 6,8 milljónir tonna. Afli Suður- Ameríkuþjóða veltur að jafnaði á því, hvort jólastraumurinn (E1 Nino) svo kallaði leggist inn á sardínu- og ansjósu-miðin. Hann gerði ekki vart við sig í fyrra og því varð afli í Perú og Chile í hámarki. ógna lífrflci sjávar SMAHUMRISLEPPT VIÐ STREIMDURIMOREGS the new york times— A UNDANFÖRNUM árum hafa reknetaveiðar ýmissa Austur-Asíuþjóða í Kyrrahafí valdið mikilli óánægju og mótmælum víða um heim enda eru trossurn- ar allt að 65 km langar og drepa allt kvikt, sem í þær fer, físk, fugl og sjávarspendýr. Nú í fyrsta sinn hefur orðið vart við þessar veiðar í Atlantshafi, í Karíbahafi, og er óttast, að þar sé í uppsiglingu sama helförin gegn lífríki sjávarins og farin hefur verið í Kyrrahafi. • • Rétt eins og skip þarfnast góörar vélar þarfnast vélin Nýja EXXMAR TP smurolían fyrir skipadíselvélar býr yfir ótrúlega mörgun kostum. Allar tjórar geröirnar, EXXMAR 12TP, 24TP, 30TP og 40TP, eru unnar úr fyrsta flokks grunnoiíum. EXXMAR TP olíurnar hafa bætiefnakerfi í sérstökum gæöaflokki, sem tryggja yfirburða vatnshreinsun olfunnar, sóthreinsun, sótdreifingu og súrnunarvörn. Þetta eru eiginleikar sem halda vélarsliti í algjöru lágmark og vélinni hreinni. Allar tegundir EXXMAR TP eru fáanlegar í tveimur seigjuflokkum, SAE 30 og 40. EXXMAR TP ollurnar eru framleiddar til aö standast þau erfiöu skilyröi sem skapast (aflmiklum nútíma díselvélum, hvort sem þær ganga fyrir gas- eöa þungolíum. Ollurnar hafa langan notkunartíma og lengja þani tíma sem líður milli upptekninga, viðgerða og olíuskipta. Vél skipsins ei þv( vel sett meö EXXMAR TP. 3 Olíufélagið ht Reknetagirðingar haf. Hefur sést til þeirra undan Vestur-Afríku og nú í Karíbahafí. Einkum er óttast, að Tævanamir valdi usla í túnfiski og sverðfiski, stofnum, sem eru mjög illa staddir um þessar mundir, og einnig í há- karli, sem verður æ vinsælli sem matfiskur í Bandaríkjunum. Segja fiskifræðingar, að það gæti tekið hákarlsstofninn áratugi að jafna sig á aðeins tveggja eða þriggja ára reknetaveiði af þessu tagi. liÝTT SÍMANÚMER AUGIÝSING ADEI^_^ ésffin Netatrossurnar, sem eru úr mjög léttu efni og næstum ósýnilegu í sjónum, eru eins og fyrr segir allt að 65 km langar og rúmlega níu metra djúpar. Eru þær yfirleitt látn- ar reka á nóttunni og drepa allt, sem í þær villist, flsk, fugl og sjáv- arspendýr eins og höfrunga. Það eru japanskir, suður-kóreskir og tævanskir fiskimenn, sem hafa stundað þessar veiðar. Tævanarnir eru nú komnir með reknetagirðingarinnar inn í Atlants- SEM SKARAR FRAM UR L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.