Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
YAMATft
Tölvustýrbar samvalsvogir
-byltíng í pökkun
YAMATO samvalsvogir byggja á 14 sjálfstæöum
vogum sem tryggja aUtaf lágmarks yfirvigt en
útiloka undirvigt, auka afköst og öryggl
Allt sem þarf að gera er ab setja vöruna í hólfin,
ferska, frosna, saltaöa eöa reykta og síöan sér
vogin um restina. Tilvaliö fyrir fisk, kjöt, kjúklinga,
graenmeti, ávexti, kex o.fl.
YAMATO samvalsvogimar uppfylla gæöa- og
. nákvæmniskröfur EB.
Lækjarseli 11 — 109 Reykjavík Sími: 670090.
PLASTCO
gufustjórntæki
gufugildrur
Guðjón A. Kristjánsson
Qallar hér um sölu á
óveiddum fiski og
bendir á varnaðarorð
FFSÍ um hvert slíkt
gæti leitt. Hann segir
að innan fárra ára
verði 10-20 stór fyrir-
tæki í sjávarútvegi með
megnið af aflaheimild-
unum í hafínu um-
A
hverfís Island á sinm
hendi. Kristinn Péturs-
son segir í grein sinni
að núverandi stjórn-
kerfí bjóði upp á að
digur tékkhefti fái að
njóta sín. Hann telur
brýnt að stórauka
rannsóknir á fæðukerfi
nytjastofna.
TRILLUR Á DALVÍK
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Talsvert hefur verið um það undanfarið að trillukarlar hafí selt
kvóta og er óvissa framundan hjá mörgum þeirra.
Þeir stóru eru að
kaupa þá smáu
ÞAÐ ER í RAUN alveg stórmerki-
legt að heyra nú frá ýmsum sem
börðust sem harðast fyrir því að
kvótalögin yrðu afgreidd á síðasta
þingi. Nú virðist
sem ýmsar uppá-
komur í sölu á
fiskiskipum með
nægar aflaheim-
ildir komi mönnum
í opna skjöldu og
engu er líkara en
menn hafi alls ekki
gert sér grein fyrir
hvað fælist í nú-
gildandi lögum og
nýju kvótalögun-
um sem samþykkt voru í lok síð-
asta þings, en þau koma til_ fram-
kvæmda um næstu áramót. Á fiski-
þingi sl. haust vöruðu bæði fijlltrú-
ar Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og Vestfirðingar við
því sem framundan væri ef áfram
væri haldið á þeirri braut að selja
óveiddan fisk úr sjó.
Sambandsstjórn FFSÍ sendi frá
sér ályktun um stjórn fiskveiða
áður en málið var lagt fram á Al-
þingi: Þar segir m.a. „Stjórn Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands samþykkir ekki frumvarp
til nýrra laga um stjórn fiskveiða
eins og birtist í drögum hinn 20.
janúar 1990.
Helsta ástæða fyrir þessari af-
stöðu FFSÍ er sú að í frumvarps-
drögunum er gert ráð fyrir sölu á
óveiddum fiski, sem mun leiða af
sér byggðaröskun, misvægi milli
einstakra útgerðarflokka, t.d. báta
og togara, og aukinn tekjumun
milli sjþmanna.
FFSÍ hefur algjörlega hafnað
hugmyndum um sölu á óveiddum
fiski í fyrri samþykkt hinn 28. nóv-
ember sl. í sömu samþykkt var jafn-
framt bent á leiðir, sem gætu dreg-
ið verulega úr viðskiptum á óveidd-
um fiski.“
Samþykkt á síðasta þingi
Þessa dagana er það sem við
vöruðum við í ályktun okkar og
varnaðarorð, bæði við þingmenn og
ráðherra, að koma fram. Þeir stóru
og sterku í sjávarútveginum eru að
káupa þá smáu og þá sem eru ver
staddir fjárhagslega. Það þurfti
heldur ekki að koma neinum á
óvart að bátar og trillur yrðu
sameinaðar togurum. Karli Steinari
og Steingrími Hermannssyni þarf
ekki að óa við því, þó af Suðurnesj-
um haldi aflaheimildir áfram að
streyma til annarra landshluta. Þeir
samþykktu það allt saman á síðasta
þingi. Hvort þeir fá rækjutogarann
Hafþór á Suðurnes sem einhvers-
konar sárauppbót skal ósagt látið,
en þess má minnast að Hafþór kom
kvótalaus til Vestfjarða á sínum
tíma. Þar var hins vegar á leigutím-
anum unnin upp á hann kvóta-
reynsla í rækjuveiðum af dugandi
vestfirskum skipstjórum og þann
kvóta eru Hafrannsóknastofnun og
sjávarútvegsráðuneytið nú að selja
hæstbjóðanda. Ég verð að segja
alveg eins og er að Suðurnesjamenn
eru nú sá landshluti sem hvað verst
hefur farið út úr kvótakerfinu. Það
er í raun grátbroslegt að þeir sem
harðast börðust fyrir því að hefta
samkeppni í veiðunum og töldu fisk.-
veiðistjórnunina ails ekki mega
byggjast á samkeppni um afla
skuli nú hvetja hvað mest til sam-
keppni um aflann, aðeins að upp-
fylltu því skilyrði að útgerðin kaupi
aflann fyrst óveiddan í sjó af öðrum
útgerðarmönnum. I þessu sambandi
er rétt að vitna í ræðu sjávarútvegs-
ráðherra sem hann flutti á 50 ára
afmælisaðalfundi LÍÚ sl. haust. Þar
sagði Halldór Ásgrímsson orðrétt:
„í frumvarpsdrögunum er gert
ráð fyrir víðtækum heimildum til
að framselja aflamark, bæði varan-
lega og innan hvers árs. Augljóst
er að aukin hagkvæmni í fiskiskipa-
flotanum næst ekki nema með því
að veita víðtækar heimildir til að
færa aflaheimildir milli skipa. Með
því móti einu geta menn hagrætt
og dregið úr sóknarkostnaði við
veiðar. Á þann eina hátt gefst afla-
mönnum kostur á að njóta sín, því
að sjálfsögðu leita aflaheimildir til
þeirra, sem aflanum ná með minnst-
um tilkostnaði. Það er jafnframt
eina leiðin til að sameina aflaheim-
ildir skipa, fækka fiskiskipum og
minnka afkastagetu flotans. Fram-
seljanlegar veiðiheimildir eru því
grundvallaratriði í þessum tillögum
um fiskveiðistjórnun. Þær eru sá
aflvaki sem stuðlar að aðlögun
fiskiskipastólsins að afrakstursgetu
fiskistofnanna. Þannig eru lögmál
markaðskerfisins nýtt til að auka
hagkvæmni veiðanna. Ég styð því
eindregið meginsjónarmið frum-
varpsins um framsal veiðiheimilda."
Þetta voru orð sjávarútvegsráð-
herra.
Nýr aflatryggingasjóður
og auðlindaskattur
í raun hefur útgerðarmönnunum
tekist að stofna nýjan aflatrygging-
arsjóð með því að fé, sem þeir bet-
ur stöddu greiða fyrir fiskinn í sjón-
um, rennur nú eingöngu til útgerð-
armanna sem selja fiskinn óveiddan
öðrum útgerðarmönnum. Þær
áhafnir sem bjuggu til aflareynsl-
una á árunum 1981-1983 og síðar
eða hafa viðhaldið henni munu aldr-
ei fá svo mikið sem eina krónu úr
þessum sérstaka aflatryggingar-
sjóði útgerðarinnar. íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki sem nú eru rekin
með hagnaði fjárfesta nú sem óðast
í tapi annarra og komast þannig
hjá því að greiða skatta af hagn-
aði. Miklu nær væri að skattpró-
senta fyrirtækja væri lægri en í
staðinn væri ekki hægt að kaupa
tap annarra til að lækka eigin
skatta. Þessar skattareglur leiða
nú af sér að samkeppnisstaða fyrir-
tækja um aflaheimildir, sérstaklega
þeirra stærstu í sjávarútvegi, er nú
með slíkum yfirburðum miðað við
einstaklinga, að enginn getur í raun
keppt við þau um kaup á óveiddum
fiski í sjó. Ef útgerðarmenn halda
að slík staða leiði ekki til þess að
hér á landi verði tekinn upp sá
auðlindaskattur, sem þeir hafa
harðlega mótmælt og raunar afneit-
að algjörlega, þá eru þeir ekki þær
vitsmunaverur sem ég hef gengið
út frá að þeir væru.
Sú niðurstaða ungra sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum nýverið að
núverandi ástand leiði til þess að
upp verði tekinn auðlindaskattur í
framtíðinni er rétt. Að óbreyttu
kerfi er þess ekki langt að bíða að
útlendingar eigi hér meiri og minni
aflaheimildir í sjó. Hvenær eiga
erlend stórfyrirtæki eitt stykki sjáv-
arþorp á íslandi? Minni sjávarþorp
víða um land vantar fjármagn inn
í fyrirtækin á staðnum. Þau eiga
fárra kosta völ og sum enga til að
auka aflaheimildir sínar og þar með
tekjur. Nú dugar ekki lengur að
hafa dugandi skipstjóra til þess að
fiska, það verður að kaupa aflann
fyrst. Skyldu Marks & Spenser eða
aðrir erlendir risar hafa áhuga?
Höfundur er formuiiur Furmanwi
og fiskiniimmtsambands Islands
og skipsljóri A skuttognranumPAIi
PAIssyni ÍS.
eftir
Guðjón A.
Kristjánsson
Að óbreyttu kerfi er þess ekki langl að
bíða að útlendingar eigi hér meiri og
minni aflaheimildir í sjó. Hvenær eiga er-
lend stórfyrirtæki eitt stykki sjávarþorp á
íslandi?