Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
B 9
Flotinn, fæðukerfið
og fiskistofnamir
Rannsóknir - Hafsteinn Guðfinnsson tekur kvarnir úr
þorski og aldursgreinir í Vestmannaeyjum.
FJÁRFESTING í fiskiskipum er
sígilt umræðuefni. Tekið skal undir
þá almennu skoðun að nóg sé kom-
ið af fjárfestingum í fiskiskipum.
En nauðsynlegt er
að fjalla um þetta
mikilvæga mál
með sæmilegu
,jarðsambandi“
þannig að rang-
hugmyndir verði
ekki aðalatriði
umræðunnar.
Við eigum mjög
fullkominn físki-
skipaflota til þess
að draga björg í
bú. Of stór floti er hins vegar ekki
vandamál. Það sem er vandamál
er of litlir fiskistofnar. Allt of al-
gengt er að menn einblíni á of stór-
an fiskiskipaflota sem stórvanda-
mál. Þetta er að mínu mati rang-
hugmynd vegna þekkingarleysis á
sjávarútvegi.
Fiskistofnar og fæðukerfi
Það, sem okkur vantar, eru
stærri fiskistofnar. Þetta finnst ein-
hvetjum e.t.v. skrýtin framsetning.
Kjarni málsins er sá að fiskistofnar
á íslandsmiðum gáfu af sér mun
meira fyrir um 20 árum. Það sem
við eigum að gera er að stórauka
rannsóknir á fæðukerfi nytjastofna
og með þeim hætti öðlast þá þekk-
ingu sem okkur skortir til þess að
stjórna fískveiðum með tilliti til
fæðuframboðs í hafinu.
Þekking okkar á þessu sviði er
allt of lítil. Ég fullyrði að aukið fjár-
magn til hafrannsókna myndi skila
þjóðinni þeirri hæstu arðsemi sem
hugsanlegt er. Þá er sérstaklega
átt við fæðukerfi nytjastofna. Við
erum eins og steinsofandi nátttröli
i dag. Sjófuglum fjölgar og fjölgar
við nefið á okkur og við deplum
vart auga. Hvað borða sjófuglar á
ári af seiðum nytjastofna og hvað
mikið úr sama fæðukerfi og nytja-
fiskar. Svo ekki sé nú talað um öll
sjávarspendýr. Við verðum að fara
að vakna af þessum dvala, því stað-
reynd er að / dag er langtum minna
fæðuframboð í hafinu en var fyrir
um 20 árum! Þetta vita allir sem
stundað hafa sjó og haft augun
opin. Þetta á sérstaklega við um
hafið fyrir norðan land austur á
firði. Þar er einmitt uppeldisslóð
smáþorsks svo full ástæða er til
þess að vekja athygli á vanrækslu
okkar á því að afla meiri þekkingar
á fæðukerfinu. Til þess að fiskur
vaxi þarf hann súrefni og fæðu eins
og við. Það er nægilegt súrefni í
hafinu, en allar líkur á að það
skorti meiri fæðu.
Eitt er það sem styður þetta með
fæðuskort. Það er sívaxandi selorm-
ur í nytjafiskum. Fjölgun sela á þar
einhvem þátt en það sem við skul-
um átta okkur á er að fiskur leitar
í vaxandi mæli í botnfæðu þegar
hefðbundið æti skortir og þannig
lendir hann í vaxandi mæli í þá
hringrás sem selormur er í. Þetta
er tilgáta sem rannsaka þarf frekar.
Þannig höfum við undanfarin ár
beint kröftum okkar að því að tala
um „of stóran flota“ og í kjölfarið
hafa stjórnmálamenn beint kröftum
sínum að smíði mesta skömmtunar-
kerfis frá því að land byggðist —
kvótakerfinu. Stjórnun fiskveiða er
eitt af mikilvægustu málum þjóðar-
innar. Það sem undirrituðum geng-
ur til með þessari blaðagrein er að
reyna að fá fram umræðu og áhuga
á fæðukerfinu í hafinu. Núverandi
stjórnun fiskveiða er orðin ofstjórn
sem allri þjóðinni stafar hætta af.
Það er með kerfín eins og hundinn
að það er auðveldara að gefa hundi
bein, en ná því aftur. Þetta hafa
austantjaldsþjóðirnar prófað og allir
vita „árangurinn".
Stjórnkerfi við fiskveiðar verður
fyrst og fremst að vera einfalt og
stuðla að því að aflaskipstjórar fái
notið sín. Núverandi stjórnkerfi
býður upp á að digur tékkhefti fái
notið sín og gildir þá einu hvort
millifært er á tékkheftin erlendis
frá. Skoðun undirritaðs á stjórnun
fískveiða verður ekki fullmótuð fyrr
en við fáum svör með auknum haf-
rannsóknum um fæðukerfið í haf-
inu. Það fullyrði ég enn og aftur
að muni skila þjóðinni stórbættum
lífskjörum því skorti fæðu hjá smá-
físki vex hann minna en ella og
dánartíðni og sjálfát vex. Reynsla
Norðmanna í Barentshafínu er
nokkuð sem menn ættu að kynna
sér. Þorskkvóti togara þar er
250-350 tonn á ári! Stærri bátar
fá 52 tonn og trillur 9 tonn í ár!
Fæðukerfið í Barentshafinu fór
allt úr skorðum. Við verðum að
gera stórátak í rannsóknum á fæðu-
kerfí nytjafíska á íslandsmiðum,-
Gjarnan í samvinnu við Norður-
landaþjóðirnar og Kanada.
Hafbeit á laxi hefur gengið stirð-
lega. Er samband þar á milli og
fæðuskorts í hafinu? Spurningarnar
eru ótalmargar og spanna yfír allt
lífkerfí sjávarins, nytjafiska, sjó-
fugla og sjávarspendýr. Verkefnið
er ógnarstórt en byijum við strax,
þá gætum við fengið fróðleg svör
innan tveggja til þriggja ára sem
munu reynast okkur gagnleg til
þess að ákvarða veiðiþol fiskistofna
á íslandsmiðum út frá fleiri sjónar-
homum en gert hefur verið hingað
til. Markmið okkar allra hlýtur að
vera að hámarka afrakstur nytja-
stofna á íslandsmiðum. Við megum
ekki staðna í umræðunni eingöngu
við „of stóran flota“. Læmm að
skilja gang náttúrunnar í hafinu
og þá finnum við hvernig nytja-
stofnar á íslandsmiðum geta aftur
gefið af sér jafn mikið og fyrir 20
ámm, jafnvel meira.
Iíöfundur er alþingismaður.
eftir
Kristin
Pétursson
„Núverandi stjórnun fískveiða er orðin
ofstjórn sem allri þjóðinni stafar hætta af.“
N T Skypak
Hraðsendingarþjónusta
TAKTU NU
TÍMANN
Með TNT hraðsendingum nærðu
fleygiferð í takt við tímann. Við
höfum 6000 starfsmenn í okkar
þjónustu í 184 löndum.
Það er ódýrara, auðveldara og
umfram allt fljótlegra en þig
grunar að senda bréf, skjöl og
böggla eftir okkar leiðum heims-
hornanna á milli.
skipaafgneiös a
jes zimsen hf
ALHLICA FLLTTNINGAÞJÓNUSTA
Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík Sími: 13025/14025/20662 Fax: 622973
«3.
DA SKUTBILL:
- ' • Mörg fyrirtæki og fjölmargir
> ' idnaðarmenn hafa nýtt sér
• i ' i frádráttarbæran;
. vj viróisaukaskattinn auk lága
verósins á LADA SKUTBIL og.
.! eignast frábæran vinnubíl,
^ ' rúmgóóan og kraftmikinn.
\Aðrir telja hann einn af hentugri
• fjölskyldubflum, sem í boói eru.x
'N Tökum gamla bílinn upp ínýjan
og semjum um eftirstöðvar. -
\ \ i i • v
__ Opið laugardaga frá kl. 10-14.
1 ' ‘ \
'FREIÐAR&
irnuía 13 • 10S toí,
Verúlisti im -
- Staðgr. verð
1200 SAFÍR 4ra g ...345.268,-
1500 STATION 4ra 429.763,-
1500 STATION 5ra g 452.711,- /
1500 STATI0N LUX 5 g 467.045,-
1600 LUX 5 g 454.992,- •
1300 SAMARA 4 g„ 3 d... 452.480,-
1300 SAMARA4 g„ 5 d... 492.349,-
*1500 SAMARA 5 g„ 3 d.. 495.886,- /
‘1500 SAMARA-LUX 5 g„ 3 d. 507.714,-
*1500 SAMARA 5 g„ 5 d. 523.682,-
•1500 SAMARA-LUX 5 g„ 5 d. 542.029,- "s.
1600 SP0RT 4 g 678.796, .* :
1600 SP0RT 5 g 723.328,-
* „Metollic" litir kr.l 1.000 -