Morgunblaðið - 05.09.1990, Side 10

Morgunblaðið - 05.09.1990, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 HÖHIM HAGNAST VERULEGA Á ÞVÍ AÐ VERA SJÁLFSTÆÐIR Rætt við Svein Ingólfsson ft’amkvæmdastjóra Skagstrendings á Skagaströnd EFTIR mögur ár og erfiðleika í atvinnulífi á Skagaströnd var lyft Grettistaki með stofnun útgerðarfélagsins Skagstrendings hf. fyrir rúmum 20 árum. Maðurinn á bak við stofnun þessa fyrirtækis var barnakennari á staðnum, Sveinn Ingólfsson. Sveinn og samstarfsmenn hans hjá Skagstrendingi hafa ekki alltaf farið troðnar slóðir, en árangurinn verið góður og fyrirtækið hefur vaxið með hverju árinu. Hann telur að fækka beri fyrirtækjum í sjávarútvegi verulega og að kvótakerfið sé smám saman að skila aukinni hagræðingu. Sveinn er ekki í nokkrum vafa um að sjálfstæði Skagstrend- ings í sölu afurða og flutningum hafi skilað fyrirtækinu miklu og hann þakkar sínum sæla fyrir að hafa ekki alltaf farið að ráðum sér- fræðinga. Margar tilraunir höfðu verið gerðar til að treysta undir stöður atvinnulífs á Skagaströnd en með litlum árangri og þar var við- varandi atvinnuleysi eftir eins og Sveinn Ing- Ágúst Inga ólfsson orðar það. Jónsson Nokkrir minni bátar vom gerðir út frá staðnum, en þeir lönduðu ekki heima nema í 2-3 mánuði á haustin. Þá voru þeir á línu fyrir Norðurlandi. Annars var það síldin fyrir austan á sumrin og vertíð, yfirleitt frá Grindavík, á útmánuðum. Veturinn 1965 taldi Sveinn 102 Skagstrend- inga við vinnu á vertíð í Grindavík og mest af verbúðahúsnæðinu, sem boðið var upp á var hreinasta hörm- ung eins og Sveinn orðar það. „Ég var oddviti á Skagaströnd 1968 og fékk umboð hreppsnefndar til að kanna hug manna til stofnun- ar útgerðarfélags á staðnum," segir Sveinn Ingólfsson. „Undirbúnings- nefnd var stofnuð og við sem í henni vorum skiptum heimilum á Skagaströnd á milli okkar og geng- um hús úr húsi til að safna hlutafé. Nánast hver einasta fjölskylda á staðnum „gaf“ í þetta, eins og það var orðað, og stofnfundur Skag- strendings hf. var haldinn í desemb- ermánuði 1968. Árangurinn af hlutaflársöfnun heima fyrir varð sá að við höfðum um helming upp í útborgun á 200 tonna síldarbát, sem hét Arnar og við höfum haldið því nafni á skipum okkar. Frá upphafi var ætlun okkar að gera skipið út að heiman og efla atvinnulíf á staðn- um. Útgerðin gekk vel og tæpum tveimur árum seinna, á annan jóla- dag 1970, bættist annar togbátur við, Örvar, sem við keyptum þriggja ára gamlan í Noregi. Þá var búið að ganga frá kaupum á notuðum skuttogurum til Neskaupstaðar, Eskiijarðar og Sauðárkróks, en við höfðum mikinn hug á að láta smíða fyrir okkur skuttogara hérlendis. Þegar verðið var hins vegar komið upp í 55 milljónir hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri var gjörsamlega úti- lokað að við réðum við það. í desember 1972 skrifuðum við undir samning um kaup á japönsk- um togara, einum af 10_ togurum sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Japan. Við áttum reyndar ekki að fá togara. Við þóttum of litlir. Tog- arinn Arnar kom til Skagastrandar árið 1973 og þá má segja að við höfum verið búnir að ná þeim mark- miðum að tryggja vinnu á Skaga- strönd allan ársins hring.“ Stoltir yfir því að geta boðið vel launuð störf Áður voru tvö frystihús á Skaga- strönd, annað í eigu kaupfélagsins, en hitt í eigu einstaklinga. Bæði höfðu átt í rekstrarerfiðleikum. Hús- in voru síðar sameinuð í hraðfrysti- húsinu Hólanesi og kaupfélagið hætti rekstri á Skagaströnd. Hóla- nes er um 40 ára gamalt fyrirtæki og er í eigu einstaklinga og hrepps- félagsins, sem á 40% hlutaijár. Höfðahreppur á einnig 40% í Skag- strendingi. Fyrir 30 árum, árið 1960, voru 630 íbúar á Skagaströnd. í árslok 1968 þegar Skagstrendingur var stofnaður var íbúatalan komin niður í 501. Með komu fyrsta Arnars til Skagastrandar ijölgaði strax um 50 manns á staðnum. Fjölgun hefur ekki orðið ýkja mikil síðan, en nú búa um 700 manns á Skagaströnd. — Með ísfisktogaranum voruð þið búnir að tryggja örugga atvinnu í landi, en síðan varð stórt stökk þegar frystiskipið kom tíu árum síð- ar. „Útgerð Arnars hafði gengið ágætlega og við vorum farnir að tala um að láta smíða nýtt skip sem legði upp hjá frystihúsinu. Þá kom í ljós að frystihúsið fékk ekki leyfi til að stækka við sig. Því var farið að athuga með aðrar leiðir og niður- staðan varð sú að láta nýja skipið frysta aflann um borð. Örvar var smíðaður á Akureyri og kom til Skagastrandar í apríl 1982 og var fyrsta frystiskipið i flotanum. Við vorum svo heppnir að taka ekki mark á sérfræðingunum þegar við keyptum frystiskipið. Fyrirtækið tók lán í svissneskum frönkum en ekki í dollurum eins og sérfræðingar Landsbankans ráðlögðu okkur. Okk- ur hefur lærst að setja spurningar- merki við ráð sérfræðinga í gegnum Sveinn Ingólfsson hugar að trollinu um borð í Arnari HU 1. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.