Morgunblaðið - 05.09.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
B 11
TOGARAR
SKAGSTRENDINGS
ÖRVAR var fyrsta frysti-
skipið í flotanum, skipið
var smíðað hjá Slippstöð-
inni á Akureyri og kom til
Skagastrandar árið 1982.
ARNAR er hins vegar með-
al elztu skuttogaranna,
keyptur frá Japan árið
1973.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
HÖFÐAKAUPSTAÐUR HLAUT AÐ
VERA MYIVIDARLEGUR STAÐUR
Sveinn Ingólfsson er 49 ára að aldri, borinn og barnfæddur Reykvík-
ingur og tilviljun réði því að hann fluttist til Skagastrandar árið
1960. Þar hefur hann búið í 30 ár og er kvæntur Helgu Jóhannesdótt-
ur frá Skagaströnd og eiga þau þrjú börn, Ingólf, Jóhannes og Jó-
hönnu Viktoríu.
Sveinn var spurður hvers vegna Skagaströnd hefði orð-
ið fyrir valinu.
„Eftir að ég útskrifaðist úr Samvinnuskólanum vorið
1960 fór ég á síld um sumarið og svo var hugmyndin að
fara í siglingar. Ég og félagi minn þurftum að bíða eftir
plássi, en vorum orðnir leiðir á biðinni og 20. október
fannst okkur nóg komið. Þá stakk einhver bráðfyndinn
maður upp á því að við færum að kenna. Okkur fannst
þetta í rauninni fráleit hugmynd, en við löbbuðum samt
niður á Fræðsluskrifstofu, meira í gamni en alvöru. Svo
fór þó að tveimur dögum seinna vorum við komnir
norður, hann á Hvammstanga og ég á Skagaströnd.
Ég mundi það úr gömlu landafræðinni úr barnaskóla
að kaupstaðir voru allir með 2.000 íbúa eða meira að
Seyðisfirði undanskildum. Ég sá nafnið Höfðakaupstaður
á landakortinu og pláss með slíkt nafn hlaut að vera
myndarlegur staður með minnst 2 þúsund íbúa. Þar með
var teningunum kastað.
Ég kenndi á Skagaströnd í þrjú ár og fór svo í tveggja
ára nám í Kennaraskólanum og lauk kennaraprófi. Síðan
' var ég við kennslu til 1975, samhliða útgerðinni sex síð-
ustu árin, en þá var þetta orðið of mikið og ég hætti að
kenna. Ég er svo heppinn að hvorki kennslan né útgerðin
er í rauninni nokkurt starf, það er svo gaman að þessu.“
Sveinn hefur komið víða við á Skagaströnd, verið í
hreppsnefnd sem oddviti í 8 ár, tekið þátt í starfi Sjálfstæð-
isflokksins á Norðurlandi vestra, verið formaður Ung-
mennafélagsins Fram og fleira mætti nefna. Hann hefur
ekki mörg orð um það, segir aðeins að á litlum stað eins
og Skagaströnd sé reynt að nýta þá sem nenni og vilji
láta_bera á sér.
„Ég hef hins vegar sagt það til gamans, að ég hef
ekki f'engið þær stöður á Skagaströnd, sem ég hef sótt
um. Ég ætlaði að verða skólastjóri en Gylfi Þ. taldi mig
ekki hæfan og ég ætlaði í frystihúsið en var hafnað. Svo
fæ ég yfirleitt það sem ég vil ekki eða ætla mér ekki,“
segir Sveinn Ingólfsson
tíðina.“
— Ekki hefur frystiskipið skapað
atvinnu heimafyrir eins og stefnan
var með stofnun fyrirtækisins í upp-
hafi.
„Það er alls ekki rétt því um 40
fjölskyldur hafa lifibrauð af þessu
skipi og útgerð Örvars hefur gífur-
lega þýðingu fyrir staðinn. .Skattar
og skyldur renna til Skagastrandar
og við hjá fyrirtækinu borgum yfir
50% af öllum útsvörum og aðstöðu-
gjöldum hreppsins. Stöðugildin hjá
fyrirtækinu eru þó ekki nema 57
ef við mælum í heils árs störfum,
en miklu fleiri eru við þetta. 24
skipveijar eru á Örvari hverju sinni,
en skipt er um 10-12 menn í áhöfn-
inni eftir hvern túr. Á Arnari eru
ekki nema 13 manns núna, en þar
eru í raun 18 manns fastir.
— Skagstrendingur hefur undan-
farin ár verið eitt þeirra fyrirtækja,
sem greiða hvað hæst laun að með-
altali.
„Það helgast náttúrulega af því
að hjá fyrirtækinu eru nánast ein-
göngu sjómenn. Ekki nema 4-6
manns í landi, sem sjá um veiðar-
færi og skrifstofu. Frystiskipin voru
umdeild á sínum tíma, m.a. vegna
sjónarmiða um að þau sköpuðu ekki
atvinnu í landi, en þau hafa sannað
gildi sitt og fært mönnum miklar
tekjur. Við eigum ekki alltaf að vera
að skapa láglaunastörf og við erum
stoltir yfir því að geta boðið störf,
sem eru vel launuð.“
— Og framkvæmdastjórinn er
skattakóngur Norðurlands vestra.
„Það er svo sem rétt, en líka at-
hyglisvert að skattakóngur þessa
umdæmis kæmist ekki á blað í öðr-
um skattaumdæmum."
Að eyða hundruðum milljóna
króna til að spara nokkrar
— í kjölfar olíuverðshækkunar
síðustu vikur hafa vaknað spurning-
ar um aukna olíunotkun á fiskiskipa-
flotanum síðustu tvo áratugi. Hafa
útgerðarmenn verið nægilega vak-
andi í þessum efnum?
„Ég held tvímælalaust að svo sé
og hvað okkur varðar hjá Skag-
strendingi þá fylgjumst við mjög
nákvæmlega með olíunotkuninni og
reynum að finna leiðir til sparnaðar.
Ég get nefnt lítið dæmi. Ef skip-
stjóri kemur inn klukkan- 6 að
morgni, en löndun á ekki að hefjast
fyrr en klukkan 7 fær hann ákúrur
fyrir að hafa ekki siglt svo sem
hálfri mílu hægar á heimstíminu til
að spara olíu. Frá því að við hófum
útgerð togaranna höfum við skráð
nákvæmlega verð olíu og notkun
um borð í skipunum.
Á sínum tíma fóru átta af Japans-
togurunum í vélaskipti og lengingu
og nýju vélarnar brenna 20% minna
af olíu þannig að því fylgdi sparnað-
ur í rekstri. Við höfðum hins vegar
ekki áhuga á svo viðamiklum breyt-
ingum og þegar á heildina er litið
sé ég ekki gróðann af þessu. Vélin
og skipið sjálft eru í góðu lagi og
Arnari hefur verið vel við haldið.
Það var enginn tilgangur i því að
stækka skipið og auka afkastagetu
þess því frystihúsið annar ekki
meiri afla í einu en nú berst. Eðlileg
afköst í húsinu eru 20 tonn á dag
og þó þeir hafi farið upp í 30 tonn
þá er það ekki eftirsóknarvert og
aðeins vinnsla í ódýrustu pakkning-
ar.'
Það kostar yfir 200 millljónir að
skipta um vél í skipinu og lengja
það og það þarf dágóða olíuhækkun
til að mæta því. Hins vegar hagnast
þeir útgerðarmenn sem fóru út í
þessar breytingar ef olíuverð heldur
áfram að hækka og verðið verður
hátt áfram. Fyrir nokkrum árum sá
ég ekki hagnaðifin af því að eyða
hundruðum milljóna til að spara 4-5
milljónir."
— Nú er Arnar tæplega 20 ára
gamalt skip, hafið þið hugað að
endurnýjun?
„Við fylgjumst vel með og ef upp
i hendur okkar koma góð tækifæri
þá erum við reiðubúnir, en það er
ekki á döfinni hjá okkur að láta
smíða nýtt skip. Áhöfnin á Arnari
hefur nær alltaf verið frá Skaga-
strönd og skipveijar hafa hugsað
um þennan vinnustað eins og hann
væri þeirra eign. Við höfum á móti
reynt að hafa aðbúnað eins góðan
og við höfum framast getað, t.d. var
útvarp og segulband í hveijum klefa
frá upphafi, sem þá var óþekkt.
Einnig voru sett myndbandstæki um
borð í Arnar á undan öðrum skipum.
Skagstrendingur varð fyrsta fyrir-
tækið til að setja björgunarbúninga
í skipin og ég vil nefna að skipveij-
ar hafa fengið viðurkenningar fyrir
að standa í fararbroddi í björgunar-
málum.Við höfum reynt að iauna
mannskapnum góða umgengni' og
haldið skipinu vel við.“
— Hvernig gengur áð halda jafn-
vægi á milli áhafna' á annars vegar
einum af elstu ísfisktogurunum og
hins vegar frystiskipinu, sem er eitt
af tekjuhæstu skipunum í flotanum?
„Skipveijar á Árnari eru 13, en
ekki 15 eins og algengast er á skut-
togurunum. Þessir tveir hlutir sem
munar renna beint til mannanna
sjálfra. Eftir að hinum Japanstogur-
unum var breytt höfum við borgað
10% meira fyrir aflann og réttlætum
það með því að við höfum ekki
farið út í þessar kostnaðarsömu
breytingar. Þá settum við frystitæki
í Arnar og heilfrystum allan undir-
málsfisk þannig að fyrir hann fást
um 65 krónur fyrir kilóið í staðinn
fyrir 10 krónur þegar fiskurinn fer
til frystihússins. Það munar um slíkt
þegar allt að 10 tonnum af smáfiski
eru fryst í hveijum túr. Ég held ég
geti sagt að okkur hafi tekizt bæri-
lega að ná jafnvægi milli Arnars og
Öt-vars og á skipunum hefur nánast
verið sami mannskapur síðan Örvar
kom.“
Marska á réttri leið
Skagstrendingur á fyrirtækið
Marska á Skagaströnd. Undanfarna
mánuði hefur Marska framleitt salt-
fiskrúllur fyrir Frakklandsmarkað í
samvinnu við Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda. Ráða-
rnenn fyrirtækisins gera sér vonir
um að með þeirri framleiðslu séu
bjartari tímar framundan eftir
nokkra erfiðleika undanfarin ár.
Marska hefur í ár framleitt og selt
20 tonn af saltfiskrúllum til Frakk-
lands og fást um 300 krónur fyrir
kílóið. Búið er að semja um sölu á
40 tonnum til viðbótar sem fram-
leidd verða það sem eftir er ársins
og er þá núverandi framleiðslugeta
fyrirtækisins fullnýtt.
Utlit er fyrir að auka megi söluna
til Frakklands á næsta ári og Sveinn
Ingólfsson segir að mjög spennandi
markaður sé í Barcelona og víðar á
Spáni fyrir þessa vöru.
Selt á hærra verði en aðrir
Skagstrendingur hefur alla tíð
verið utan sölusamtaka í sjávarút-
vegi og flutt þann fisk sem frystur
hefur verið um borð í Örvari til
Englands í samvinnu við Asiaco.
Sveinn Ingólfsson var spurður um
ástæður þessa.
„Við vorum ekki spenntir fyrir
að selja í gegnum Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna eða Sjávarafurðadeild
Sambandsins auk þess sem menn
þar virtust ekki bjartsýnir á að
þetta gengi. Isfiskurinn okkar fer
beint til frystihússins og við höfum
ekkert með söluna á honum að
gera. Þegar við byijuðum með
frystitogarann fórum við Kjartan
Jóhannsson í Asíufélaginu til Eng-
lands til að leita að fyrirtæki til að
selja fyrir okkur. Eftir að hafa rætt
við 10 fyrirtæki völdum við lítið,
traust fyrirtæki, sem hafði meðal
annars verslað við Norðmenn og
þeir áttu reyndar hlut í fyrirtækinu.
Samstarfið við þetta fyrirtæki hefur
gengið mjög vel og við höfum nán-
ast selt öll okkar flök þangað.“
SH var reyndar tilbúin að selja
fyrir okkur og vildi borga 5% flatt
ofan á verðið til frystihúsanna. Við
þökkuðum þeim áhugann og ákváð-
um að taka ekki tilboði þeirra. Ári
seinna sendu þeir mér skilaboð,
töluðu ekki við mig sjálfir, um að
þeir skyldu borga okkur 10% hærra
verð. Ég sinnti þessu að sjálfsögðu
ekki því við vorum þá að selja fyrir
13% hærra verð. Okkur hefur tekist
að afla okkur mikillar reynsiu og
erum ineð frábæran mannskap,
skipstjóra og alla áhöfn. Það er stað-
reynd að okkar vara er seld á hærra
verði en annarra. Nemendur í
Tækniskólanum gerðu í fyrravor
könnun miðað við árið 1988 á verði
fyrir sjófryst flök á Bretlandsmark-
aði. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt
að við höfum hagnast verulega á
því að vera sjálfstæðir og það bygg-
ist á því að við erum með vandaða
og góða vöru. Þijú skip voru í þess-
ari könnun, sem er trúnaðarmál,
eitt Sambandsskip og eitt skip frá
SH-fyrirtæki auk Öi-vars.