Morgunblaðið - 05.09.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.09.1990, Qupperneq 15
5 * ' : ' ' 7 7 ’í : ‘ ' MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 B 15 Kappsmál að koma trollinu aftur í sjóinn ÍSAFIRÐI - „ÞAÐ ERU mikil verðmæti í húfi og kappsmál allra að koma trollinu aftur í sjóinn,“ sagði Valgeir Jónasson yfirvél- stjóri á skuttogaranum Bessa frá Súðavík. Hann ásamt öðrum véla- mönnum og skipverjum skipsins gerðu við alvarlega bilun á aðalvél fyir rúmri viku á meðan skipið rak fyrir veðrum og vindi. „Ég varð var við einhvern skark- ala, en hélt fyrst að verið væri að draga bobbinga eða eitthvað annað til á dekkinu, fór samt að svipast um og sá þá að leguhús sem heldur utanum endann á kambásnum hafði losnað. Það var ekki um annað að gera en drepa á vélinni með neyðarstoppinu. Við fyrstu skoðun kom í ljós að boltamir sem halda lúgunni höfðu hrein- lega sprautast út á gólf. Við opnuðum fleiri lúgur og sáum að tann- hjól í tímahjóli milli sveifaráss og kambáss höfðu brotnað svo og tannkrans á sveifarási sem drífur kælidæluna við aðalvél. Skipið er byggt samkvæmt flokk- unarreglum Norsk Veritas og'þar eru gerðar kröfur um að ákveðinn varahlutalager sé til um borð. Auk þess er skipið með mjög vel búið vélaverkstæði og þegar tilmæli komu um það úr landi að gera við ef þess væri kostur, taldi ég fulla ástæðu til að reyna enda var ekki að sjá að um aðrar skemmdir væri að ræða. Ég áætlaði að vinnan tæki 15—20 tíma, en þótt allir héldu sig vel að verki þá fóru samt í þetta um 40 tímar. Það þurfti að rífa nokkuð mikið aftan af vélinni til að komast að þessu, síðan að ná tannkrönsunum af sveifarásun- um, en til þess þarf að snúa sveifar- ásnum í áföngum. Við höfðum ekki nema eitt tímahjól, svo við létum það við kambásinn, en útbjuggum svo kælivatnsdælingu með raf- magnsdælu sem við höfðum í véla- rúminu. Það tafði auðvitað fyrir að skipið valt allan tímann, þó fannst mér alveg ótrúlegt hvað það var stöðugt, því í um hálfan sólarhring voru um 8 vindstig á þessum slóð- um.“ Vélin í Bessa er 3.600 hestafla MAK frá Þýskalandi og því ekkert léttaverk að meðhöndla varahlut- ina. Á meðan gert var við rak skip- ið 74 mílur yfir dýpsta álinn milli íslands og Grænlands og var farið að giynnast Grænlandsmegin þegar vélin komst í gang. Aðspurðui' sagði yalgeir að hann og 1. vél- stjóri, Ólafur Prebenson, hefðu sof- ið uppundir 6 tíma hvor á meðan á viðgerðinni stóð. Valgeir með yngsta soninn Svein Inga. Vinyl glófinn - og aðrar gerðir Sími 11520 - 12200 Póstur og sími selur aðeins það besta og vandaðasta og er jafnframt ávallt til taks þegar þú þarft á þjónustu að halda. Nýi farsíminn og myndsenditækin frá Pósti og síma eru frábrugðin öðrum tækjum, bæði í útliti og tæknilegum eiginleikum og svo er verðið alveg ótrúlegt. CETELCO er farsími sem með ótal Samkvcemt gengi’ 20.04/90 nýjungum sannar yfirburði sína á flestum sviðum. CETELCO farsímann er einnig hægt að nota sem venjulegan borðsíma. NEFAX myndsenditækin fást í tveimur mismunandi stærðum og bjóða upp á fjölmarga tæknilega möguleika sem flest önnur myndsenditæki geta ekki státað af eins og innbyggðum símsvara. Komdu og kynntu þér þessi harðskeyttu hörkutól nánar. Pað á margt eftir að koma þér á óvart. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27 Ný hörhutól með traustan bukhjorl íslenskar notendaleiðbeiningar íslenskur texti á skjá íslenskur texti á lyklaborði myndsenditækja Farsími: Verð frá 113.402 kr. stgr.* Nefax: Verð frá 99.703 kr. stgr.*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.